Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.02.2009, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 06.02.2009, Qupperneq 34
22 6. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Dagur stærðfræðinnar er haldinn fyrsta föstudag í febrúar ár hvert. „Helsta markmið dagsins er að vekja nemendur, kennara og alla aðra til um- hugsunar um stærðfræðina og hlut- verki hennar í samfélaginu,“ segir Rannveig A. Guðmundsdóttir, stærð- fræðikennari og gjaldgeri Flatar, sam- taka stærðfræðikennara. Ár hvert ákveður stjórn Flatar eitt- hvað þema og í ár eru það þríhyrning- ar sem lögð verður áhersla á. „Í skólan- um þar sem ég kenni höfum við verið með verkefni tengd þríhyrningum og alls kyns þrautir,“ segir Rannveig sem kennir við Breiðagerðisskóla þar sem þríhyrningar hafa verið skoðaðir í víð- ara samhengi í heila viku. „Við höfum til dæmis sent nemend- ur út til að taka myndir af þríhyrning- um í umhverfinu, skoðað þríhyrninga í byggingum og margt fleira,“ segir Rannveig. Í Fleti eru stærðfræðikennarar af öllum skólastigum. Samtökin halda úti heimasíðu, http://flotur.ismennt.is, og í tilefni af degi stærðfræðinnar hefur þar verið komið upp verkefnabanka fyrir grunnskóla og framhaldsskóla. „Við erum líka með þrautasamkeppni á þessum degi sem grunnskólarnir geta tekið þátt í og þar eru verðlaun í boði,“ upplýsir Rannveig sem segir krakkana hafa ótrúlega gaman af deginum enda eru þá bækurnar lagðar til hliðar og meiri áhersla lögð á þrautir. Rannveig telur að það komi fólki á óvart hversu mikið stærðfræði sé notuð í daglegu lífi. „Þegar við spyrj- um krakkana hvort foreldrar þeirra noti stærðfræði í vinnunni svara þau yfirleitt neitandi. Svo bendir maður þeim á að stærðfærðin sé víða notuð. Þegar maður eldar, fer út í búð og legg- ur saman í huganum,“ segir Rannveig og bætir við: „Stærðfræðin er allt í kringum okkur.“ solveig@frettabladid.is FLÖTUR, SAMTÖK STÆRÐFRÆÐIKENNARA: DAGUR STÆRÐFRÆÐINNAR 2009 ÞEMAÐ Í ÁR ER ÞRÍHYRNINGAR BREIÐAGERÐISSKÓLI Rannveig leiðbeinir nemanda í verkefni sem tengist þríhyrningi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna Margrét Björgólfsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Grund að kvöldi 4. febrúar. Börn og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Stefán Gunnlaugur Eðvaldsson skipasmiður, Sóltúni 18, lést þriðjudaginn 3. febrúar á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Guðrún V. Ragnarsdóttir Þuríður Ragna Stefánsdóttir Brynjólfur Sigurjónsson Sigrún Björk Stefánsdóttir Eðvald Einar Stefánsson Hildur Guðrún Hauksdóttir Katrín Rósa Stefánsdóttir Stephen D. Smith Stefán Stefánsson Magnús Halldórsson Laufey Pétursdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts föður okkar, Sigurjóns Hólm Sigurjónssonar. Viðar Sigurjónsson Gunnhildur Sigurjónsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Linda Denný Eyþórsdóttir Öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri, lést 3. febrúar. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju, mánudaginn 9. febrúar klukkan 10.30. Sigurður, Íris, börn og tengdabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir og amma, Lilja Brynjólfsdóttir frá Króki Norðurárdal, síðast til heimilis á Hrafnistu Reykjavík, lést þriðjudaginn 3. febrúar. Lárus Sigurgeirsson Gunnar Lárusson Lilja Hrönn Gunnarsdóttir Bryndís Gunnarsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður minn- ar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðrúnar Skagfjörð Stefánsdóttur áður til heimilis í Hrísalundi 6e, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dvalarheimilinu Hlíð – Lerkihlíð fyrir kærleiksríka umönnun. Heiðdís Haraldsdóttir Bjarnhéðinn Gíslason barnabörn og fjölskyldur þeirra. Ástkær móðir okkar, Guðný S. Stefánsdóttir frá Vestmannaeyjum, síðast að Eskihlíð 14, Reykjavík, lést 15. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Börn hinnar látnu. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. BOB MARLEY FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1945. „Tónlist mín mun lifa að ei- lífu. Kannski finnst einhverj- um þetta vera grobb en ég mæli bara út frá staðreyndum. Tón- list mín mun lifa eftir minn dag og alla daga.“ Jamaíkabúinn Bob Marley hóf tón- listarferil sinn með hljómsveitinni The Wailers. Hann var sannspár um lífdaga tónlistar sinnar og er enn kunnasti reggítónlistarmað- ur sögunnar. Hann lést af völdum krabbameins í maí 1981, aðeins 36 ára gamall. MERKISATBURÐIR 1778 England lýsir yfir stríði gegn Frökkum. 1826 Timburstofan á Möðru- völlum í Hörgárdal brennur ásamt miklu af amtsskjölum. 1891 Dalton-gengið fremur fyrsta stóra lestarrán sög- unnar. 1918 Konur yfir þrítugu fá kosn- ingarétt á Bretlandseyjum. 1935 Monopoly-borðspilið kemur á markað í fyrsta sinn. 1948 Fyrsti aðalritari Samein- uðu þjóðanna, Norðmað- urinn Trygve Lie, kemur til landsins. 1964 Frakkar og Bretar undirrita samninga um gerð gang- anna undir Ermarsundið. 1988 Alfred Jolson vígður bisk- up kaþólskra á Íslandi. Það var fyrir ellefu árum að kennslu- konan Mary Kay LeTourneau, þá 36 ára og fjögurra barna móðir, var dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að eiga í ástarsambandi við 14 ára nem- anda sinn, Vili Fualaau. Vili hafði fyrst verið nemandi Mary Kay þegar hann var átta ára, og aftur varð hún kennari hans á unglingastigi. Ástarsamband þeirra hófst sumarið 1996, þegar hann var 13 ára og hún 34, en upp komst um samband þeirra þegar eiginmaður hennar komst í ástarbréf þeirra í millum í febrúar 1997. Fljótlega komust barnaverndaryfirvöld í málið og Mary Kay hand- tekin fyrir barnamisnotkun í kjölfarið. Hún gekk þá með dóttur þeirra Vilis, sem hún ól fjórum mán- uðum síðar. Í ágúst sama ár hlaut Mary Kay 89 mánaða fangelsisdóm, sem var fljótlega mildaður í sex mánuði og henni fyrirskipað að sækja þriggja ára meðferð fyrir kyn- ferðisglæpamenn. Vegna fyrirmynd- arhegðunar var Mary Kay sleppt úr fangelsi í janúar 1998; með því skil- yrði að hún færi ekki til fundar við Vili. Aðeins mánuði síðar kom lög- regla að þeim tveimur í bifreið þar sem einnig fundust vegabréf og um- talsvert fé, sem gaf til kynna að Mary Kay hafi ætlað að flýja úr landi. Upp- runalegur fangelsisdómur var því endurnýjaður og í mars 1998 kom í ljós að Mary Kay var ófrísk að öðru barni þeirra Vilis. Mary Kay fékk reynslulausn úr fangelsi í ágúst 2004. Tveimur dögum seinna fór Vili, þá 21 árs, fram á að þau fengju að hittast, enda orðinn lög- ráða. Þau giftu sig 20. maí 2005 við mikla athygli fjölmiðla. ÞETTA GERÐIST: 6. FEBRÚAR 1998 Í fangelsi fyrir forboðnar ástir

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.