Fréttablaðið - 09.02.2009, Qupperneq 4
4 9. febrúar 2009 MÁNUDAGUR
STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætisráðherra
hefur sett á fót ráðgjafar-
hóp til að vinna tillögur
um breytingar á stjórnar-
skránni. Björg Thoraren-
sen, prófessor við lagadeild
Háskóla Íslands, mun leiða
ráðgjafarhópinn, sem und-
irbýr frumvarp til stjórnar-
skipunarlaga sem lagt verð-
ur fram á Alþingi á næstu
vikum. Aðrir í hópnum eru Bryndís
Hlöðversdóttir, forseti lagadeild-
ar Háskólans á Bifröst, og Gísli
Tryggvason, talsmaður neytenda.
Hópnum er falið að gera til-
lögu um stjórnarskrárákvæði
um auðlindir í þjóðareign, þjóðar-
atkvæðagreiðslur og aðferð við
breytingar á stjórnarskrá með sér-
stakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Í
erindisbréfi er þess óskað að ráð-
gjafarhópurinn meti hvort rétt sé að
gera tillögu um fleiri stjórn-
arskrárbreytingar, einkum
varðandi umhverfisvernd.
Hópurinn mun hefja
undirbúning lagasetning-
ar varðandi stjórnlagaþing
eftir komandi alþingis-
kosningar og móta tillögur
um nauðsynlega lagasetn-
ingu og eftir atvikum setn-
ingu bráðabirgðaákvæðis í
stjórnarskrá. Forsætisráð-
herra mun að fengnum tillögum
framangreindra sérfræðinga hafa
samráð við alla flokka, sem fulltrúa
eiga á Alþingi, áður en frumvarp til
stjórnarskipunarlaga verður lagt
fram á Alþingi. - shá
Forsætisráðherra hefur skipað ráðgjafarhóp um breytingar á stjórnarskránni:
Frumvarp lagt fram fljótlega
BRYNDÍS
HLÖÐVERSDÓTTIR
BJÖRG
THORARENSEN
GÍSLI
TRYGGVASON
KOSNINGAR Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra hefur falið Þor-
keli Helgasyni stærðfræðingi að
stýra vinnu við undirbúning hugs-
anlegra breytinga á kosningalög-
um fyrir komandi kosningar.
Þetta er gert í samræmi við
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar þar sem segir að kosninga-
lögum verði breytt með þeim
hætti að opnaðir verði möguleik-
ar á persónukjöri í kosningum
til Alþingis. Samráð verður haft
við fulltrúa allra stjórnmála-
flokka sem fulltrúa eiga á Alþingi
í þessari vinnu. - shá
Alþingiskosningar 2008:
Kosningalög til
endurskoðunar
VEÐURSPÁ
Alicante
Bassel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
15°
4°
4°
2°
5°
3°
3°
2°
2°
22°
4°
16°
6°
24°
-6°
7°
11°
-1°
Á MORGUN
3-10 m/s
Hvassast austan til.
MIÐVIKUDAGUR
Víða hægur vindur,
hvassast vestan til.
0
-3
-3
-3
-5
-2
-4
0
-2
2
-8
7
8
7
3
4
3
8
5
13
5
6
-2
-3
-4
-3
-6
-3
-3 -6
-5
-2
ÁFRAM FROST
Lítilla breytinga er
að vænta í veðrinu
næstu daga. Það
verða norðlægar
áttir ríkjandi
með tilheyrandi
bjartviðri sunnan
og vestan til en
norðaustanlands
verður þungbúnara
og hætt við smá
snjókomu eða élj-
um. Áfram verður
kalt í veðri.
Soffía
Sveinsdóttir
Veður-
fréttamaður
ÁSTRALÍA, AP Heilu bæirnir hafa
þurrkast út af landakortinu í
skógar eldum sem geisa í Suðaustur-
Ástralíu. Eftir því sem næst varð
komist í gær höfðu minnst 108
manns týnt lífi í hamförunum.
Þetta eru þar með mannskæð-
ustu skógar eldar í sögu byggðar í
landinu.
Hitabylgja og mikill vindur ollu
því að skógareldarnir breiddust út
með ógnarhraða á stóru svæði í
Viktoríuríki. Að minnsta kosti 700
heimili urðu eldinum að bráð. Þeir
84 sem vitað var til í gær að hefðu
farist brunnu inni í húsum sínum.
Óttast var að fleiri fórnarlömb ættu
eftir að finnast þegar björgunar-
sveitir komast að fleiri brunnum
húsum.
„Helvíti í öllu sínu veldi hefur
sótt hið góða fólk Viktoríufylkis
heim,“ sagði Kevin Rudd, forsætis-
ráðherra Ástralíu. „Þetta er
hrikalegur harmleikur fyrir alla
þjóðina.“
Ösku rigndi og tré bókstaflega
sprungu í bálinu, að sögn vitna. Loft-
hiti allt að 47 gráðum og snarpur
vindur sköpuðu kjöraðstæður fyrir
útbreiðslu skógareldanna.
Bærinn Marysvill og nokkur
þorp þar í nágrenninu, til að
mynda Kinglake um 50 km norður
af Melbourne, jöfnuðust við jörðu í
eldhafinu.
Séð úr lofti var hamfarasvæð-
ið ein rjúkandi, biksvört rúst, eins
langt og augað eygði. Ekkert nema
kolaðir trjástubbar voru eftir af
heilu skógunum, á vegum sáust
brunnin bílflök og nærri því hvert
einasta mannvirki var rjúkandi
rúst. Að sögn talsmanna slökkvi-
liðs Victoríufylkis hefur um 2.200
ferkílómetra svæði orðið eldinum
að bráð.
Slökkviliðið óttast að þótt hitastig
hafi lækkað talsvert þá blási enn
vindar sem beint geti skógareldun-
um í óútreiknanlegar áttir. Þúsund-
ir sjálfboðaliða börðust við elda á
um 30 stöðum í gærkvöldi. Að sögn
talsmanna slökkviliðsins gæti það
tekið marga daga að ráða niðurlög-
um eldanna, jafnvel þótt lofthitinn
héldist lágur.
Síðustu hamfara-skógareld-
ar í Ástralíu geisuðu árið 1983, en
þeir urðu 75 manns að aldurtila og
brenndu yfir 3.000 heimili í fylkjun-
um Viktoríu og Suður-Ástralíu.
audunn@frettabladid.is
Mannskæðar ham-
farir geisa í Ástralíu
Skógareldar sem nú geisa í Suðaustur-Ástralíu eru þegar orðnir þeir mannskæð-
ustu í sögu landsins. Yfir 700 heimili hafa orðið eldinum að bráð og yfir 100
manns höfðu í gær fundist látnir. „Þjóðarharmleikur“ segir forsætisráðherrann.
BARÁTTA Liðsmenn slökkviliðs Viktoríufylkis kljást við eldinn í skóglendi nærri bænum Kinglake austur af Melbourne. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
NOREGUR, AP Norska ríkisstjórnin
samþykkti í gær að leggja fram
frumvarp um
stofnun sjóðs
sem í verði eitt
hundrað millj-
arðar norskra
króna, jafnvirði
1.700 millj-
arða íslenskra
króna. Fjár-
munirnir verða
nýttir til að
hleypa nýju
blóði í norskt efnahagslíf.
Jens Stoltenberg, forsætis-
ráðherra Noregs, segir helming
fjármagnsins renna til norsku
bankanna svo þeir blási á ný lífi í
útlánastarfsemi sína. - jab
Norðmenn örva efnahaginn:
Setja milljarða í
bankakerfið
JENS STOLTENBERG
Lögmaður til starfa
Stjórn Félags prófessora hefur fengið
lögmann til að gæta réttinda félags-
manna. Lögmaðurinn mun skoða
lagalega stöðu prófessora og skila
áliti. Prófessorar eru óánægðir með
aukna kennsluskyldu.
KJARAMÁL
TJÁÐI HUG MARGRA Að sið araba er það
móðgandi að sýna manni skósólann.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNMÁL Sturla Böðvarsson,
fyrrverandi forseti Alþingis og
ráðherra, ætlar ekki að bjóða sig
fram til áframhaldandi þingsetu
í komandi alþingiskosningum.
Herdís Þórðardóttir, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, hefur einn-
ig tilkynnt að hún hyggist hætta
á þingi.
Bæði eru þau þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins í Norðvesturkjör-
dæmi. Herdís settist á þing árið
2007 eftir að þingmaðurinn Einar
Oddur Kristjánsson féll frá. - sh
Breytingar í NV-kjördæmi:
Sturla og Herdís
hætta á Alþingi
ÍRAK, AP Íraska fréttamanninum,
sem kastaði skóm sínum að
George W. Bush, þáverandi
Bandaríkjaforseta, hefur verið
gert að koma fyrir rétt 19. febrú-
ar næstkomandi og svara til saka
fyrir upprunalega ákæru; árás á
erlendan þjóðhöfðingja.
Hinn ákærði, Muntadhar
al-Zeidi sem er hetja í augum
margra landa sinna fyrir skókast-
ið fræga, hefur verið í varðhaldi
síðan hann lét Bush kenna á því
á blaðamannafundi í Bagdad 14.
desember. Til stóð að draga hann
fyrir rétt strax í desember, en
verjendur hans fengu því frestað
og reyndu að fá ákæruna mildaða
í að hann hafi aðeins móðgað hinn
tigna gest. - aa
Skókastarinn í Írak:
Látinn svara til
saka fyrir árás
ÍRAK, AP Ráðherra málefna kvenna
í Íraksstjórn hefur sagt af sér,
aðeins hálfu ári eftir skipun í
embætti, í mótmælaskyni við að
embættinu hefur ekki verið látið
í té þau meðul sem það þarf á að
halda til að starfa.
Verkefnið sem embættinu er
ætlað að sinna – að bæta aðstæð-
ur stríðshrjáðra kvenna – er yfir-
þyrmandi. Kvenþingmenn á Íraks-
þingi hafa skorað á ráðherrann,
Nawal al-Samarraie, að hætta við
að hætta. Hún hefur kvartað yfir
því að embætti hennar sé ekki full-
gilt ráðuneyti og hafi hvorki fengið
viðunandi mannskap né fjárráð til
að sinna hlutverki sínu. - aa
Málefni kvenna í Írak:
Ráðherra hættir
í mótmælaskyni
GENGIÐ 06.02.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
181,1448
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
113,79 114,33
166,99 167,81
145,53 146,35
19,526 19,64
16,63 16,728
13,798 13,878
1,2452 1,2524
169,5 170,52
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR