Fréttablaðið - 09.02.2009, Síða 10

Fréttablaðið - 09.02.2009, Síða 10
10 9. febrúar 2009 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Daglega berast fréttir af upp-gjöri fjármálastofnana og engu líkara en að ný keppni sé hafin hjá samkeppnishetjunum sem forðum áttu í metingi um stærstu jeppana, sniðugustu nöfn- in á eignarhaldsfélögunum, hæstu turnana og asnalegust poppstjörn- urnar í afmælunum. Nú er tekist á um það hver tapaði mestu. Straumur-Burðarás hefur afgerandi forystu. Ekki hefur það félag nú reynst standa undir nafni; engum straumum hefur það veitt inn í þjóðlífið, nema kannski kampavíni. Burðarás reyndist hurðarás – um öxl þjóðinni. Þessar allt að því glaðhlakkalegu taptilkynningar hljóma eins og tví- tugir gaurar að rifja upp fyllerí helgarinnar með tilheyrandi gaura- gangi. Sem þetta náttúrlega var. Maður fær æ sterkar á tilfinninguna að íslensku fjármáladrengirnir í útlöndum hafi verið eins og spýtustrákurinn Gosi á fyrsta skóladeginum – auðveld bráð Gengis-Kan-bræðrum og öðrum misindismönnum sem voru fljót- ir að leiða þessa einfeldninga með gýligjöfum og glamúr beint inn í landið þar sem börnum er breytt í asna. Hér heima var hins vegar pabb- inn genginn af göflunum í örvæni í Seðlabankanum og það sauð á Sam- viskunni hans Gosa – Vilhjálmi Bjarnasyni … Spýtustrákar sum sé - eða kjána- prik að minnsta kosti og nefið bara lengdist. Uppgangur útrásargos- anna, ofsi þeirra, algjört siðleysi og fullkominn skortur á samfé- lagslegri vitund eða raunverulegu verðmætamati gefur okkur ástæðu til að horfast lengi og af djúpri alvöru í augu við okkur sjálf, því að þetta vitnar um einhverja grundvallarmeinsemd í íslenskri menningu og samfélagi. Þessir drengir eru afurð íslensks sam- félags. Þeir eru vitnisburður um íslenskt samfélag. Og siðrof þess. Ekkert stendur eftir af athöfn- um þeirra nema eyðilegging, rúst- ir, skuldir, fjúkandi drasl – sögur af klækjum og nauðljót hús við Höfðatún. Annars ekki neitt. Ekki ein tilraun til atvinnuuppbygg- ingar, umsvifa, sköpunar, athafna – eða yfirhöfuð nokkurs þess sem raunverulegir athafnamenn skildu eftir sig í lok æviverksins á þeirri tíð þegar peningar spruttu af viðskiptum í veruleikanum með verðmæti og framleiðslu en voru ekki glópagull sjónhverfinga og bókhalds. Þegar gaurarnir verða gamlir og líta yfir farinn veg sjá þeir ekkert nema rústir, heyra ekk- ert nema tómlegt gnauðið eftir voldugan gný fallsins. Nema … Eina von íslensku auðmannanna um sáluhjálp er sú að þeir gjöri iðrun og yfirbót – fari á námskeið hjá Vilhjálmi Bjarnasyni í raun- verulegum viðskiptum og Vali Valssyni í raunverulegri banka- starfsemi, lesi ævisögu Thors Jen- sen til að fræðast um raunveru- leg umsvif, skili svo þjóðinni aftur peningunum sem þeir rændu frá henni. Annars fer illa. Um það vitna gamlar sagnir sem brýnt er fyrir þá að kynna sér. Þær er meðal annars að finna í Völsunga sögu og Skáldskaparmálum Snorra Sturlunar, sem þeim hefði verið nær að lesa í Versló og framhalds- deild Versló heldur en að læra ein- göngu siðlausa klæki og bókhalds- brellur. Einu sinni voru bræður sem hétu Reginn og Fáfnir. Þeir voru synir Hreiðmars nokkurs bónda sem fékk óvæntan auð í sonargjöld þegar æsir drápu fyrir honum Otur (sem var í Oturslíki þá) og fylltu belg hans með gulli sem Loki kúgaði út úr dvergnum Andvara til þess arna. Dvergurinn vildi fá að halda eftir einum gullbaug en Loki gaf sig ekki og fékk bauginn en Andvari lét þá bölvun fylgja að hver sem hann ætti myndi láta líf sitt. Þennan sjóð fékk sem sé Hreið- mar bóndi en synir hans, Reg- inn (sem var reyndar nafn á hermangsfyrirtæki á Keflavík- urflugvelli) og Fáfnir ágirntust gullið og drápu föður sinn. Fáfn- ir sveik svo Regin, hirti gullið og hélt með það á Gnitaheiði þar sem hann stofnaði eignarhalds- félag. Þar lúrði hann á gullinu og breyttist í langan, stóran, slímu- gan og viðbjóðslegan orm. Slíkt gerist ævinlega þegar menn liggja á illa fengnu fé: Það er lögmál. Og þarna á Gnitaheiði lá Fáfnir á sínu gulli og átti dauflega vist – varð æ feitari og ógeðslegri, sveittari og leiðari með hverju árinu – og rík- ari – uns Reginn tók til sinna ráða, fóstraði ungan og vaskan kappa og fékk hann til að koma með sér og sigrast á ófétinu. Það var Völsung- urinn Sigurður Sigmundsson og hann sigraðist á Fáfni og var eftir það nefndur Fáfnisbani. Og dó – að vísu eftir glæsilegt kvennafar - en dó. Allir dóu. Mórall sögunnar: Allt visnar og deyr nálægt illa fengnu fé. Peningar verða að vísa á verð- mæti – og skapa þau – annars eyða þeir og deyða. Þeir sem lúra á gulli á fjarlæg- um eyjum verða sjálfra sín vegna að skila því undireins. Annars breytast þeir í orma. T B W A \R E Y K JA V ÍK \ 0 9 4 1 3 5 UMRÆÐAN Már Wolfgang Mixa skrifar um banka- starfsemi Núverandi staða íslensks og alþjóðlegs fjármálalífs er í hnotskurn sú að bank- ar eru um allan heim gjaldþrota. Sambæri- legt við ástandið í kreppunni miklu hefur traust sparifjáreigenda til banka horfið. Í kjölfar fjölda bankaþrota í kreppunni miklu voru ýmis lög sett til að hindra að leikurinn endurtæki sig. Fjármálastofnunum var gert að einbeita sér annaðhvort að fjárfestingastarf- semi eða inn- og útlánastarfsemi. Þessi aðskilnaður hélst til ársins 1999, en afnám hans er stór ástæða þess vanda sem fjármálakerfið glímir við í dag. Ákveðin tímamót eiga sér stað í dag þar sem grundvallarspurningar verða bornar upp um hvern- ig fjármálakerfið í heild eigi að vera. Gera má ráð fyrir því að skil verði sett á nýjan leik á starfsemi fjármálastofnana. Hvað einstakl- ingsþjónustu og lán til smærri fyrirtækja varð- ar gæti slíkri starfsemi hæglega verið sinnt hér af aðeins 2 stofnunum og lægi beint við að sameinaður ríkisbanki og sparisjóðir sæju um þá þjónustu. Þá hljóta tækifæri nú að vera til staðar við að stofna sérhæfð eigna- og sjóðastýr- ingafyrirtæki. Slíkt þekkist víða erlendis. Til að auka gegnsæi og traust almennings gagnvart bönkum þarf að athuga hvort að hagkvæmt væri að taka stærstu útlánin til hliðar og mynda í kringum þau sér einingar. Þau stóru útlán sem nú þegar eru til staðar verða í mörgum tilfellum endurskipulögð (nokkrir endurreisnarsjóðir eru nú þegar í bígerð). Fjármögnun nýrra lána verður ekki byggð á innlánum né með skammtímalánum heldur verður leitað til stórra fjárfesta. Þetta leiðir til nokkurs konar stofnunar fyrir- tækja-banka. Verkefni verða skilgreind miðað við áhættu og ávöxtunarkröfu. Í stað þess að lagður sé peningur í banka og illa skilgreind verkefni þá er fjármagni beint í ákveðin verkefni til ákveðins tíma. Þessi uppsetning gæti skapað traust á íslensku fjármálalífi og virkjað þá þekkingu sem hér hefur skapast með skilvirkum leiðum á nýjan leik. Höfundur er fjármálafræðingur. Lengri útgáfu greinarinnar má lesa á Vísi.is. Stofna nýja banka Á Gnitaheiði Bölvun baugsins GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | MÁR WOLFGANG MIXA Skeytasendingar Engum dylst að skollið er á mikið stríð á milli sitjandi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Stríðið hófst með athyglisverðu bréfi Jóhönnu til seðlabankastjór- anna þriggja þar sem hún heimtaði afsögn þeirra. Gylfi Magnússon, nýr ópólitískur viðskiptaráðherra, tók svo upp þráðinn í þingræðu þar sem hann sagði Seðlabankann svo gott sem óstarfhæfan – svo rúinn væri hann trausti. Einsdæmi Davíð tyftar síðan Jóhönnu rækilega í svarbréfi sínu frá því í gær, sakar hana um lögbrot, að vera ekki starfi sínu vaxin, segir að hún sé blinduð af hatri og fari um með hótunum og áróðri. Þá líkir hann málflutningi hennar við nasisma þriðja ríkisins. Davíð segir bréf eins og það sem Jóhanna sendi honum vera „einsdæmi, ekki eingöngu hér á landi, heldur einnig um allan hinn vestræna heim.“ En hvað má þá segja um bréf Davíðs? Ætli það tíðkist víða að ópólitískir embættismenn skrifi svona til stjórnmálamanna? Talandi um hótunarbréf Í febrúar 1996, sendi Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, Sverri Hermannssyni þá bankastjóra Landsbankans, bréf. Þá taldi Davíð, auk ann- arra, lag til vaxtalækkana en þvert ofan í það mat hækkuðu viðskipta- bankarnir vexti sína. Vegna þess skrifaði Davíð: „… en ef þið lagið ekki þvæluna, sem þið gerðuð í síðasta vaxtaóðagoti, er það endanlegt dæmi þess að þið vitið ekki hvað þið eruð að gera og þá mun ég sjá til þess fyrr en nokkurn grunar að menn komi að bankanum sem viti hvað þeir eru að gera. Ég vil fá svar frá þér annað en skæting í fjölmiðl- um strax því ég mun ekki sitja lengur kyrr.“ Eftir að bréfið barst Sverri voru vextir Landsbankans lækkaðir. stigur@frettabladid.is bjorn@frettabladid.isU ndarleg staða er upp komin í efnahagsmálum lands- ins með því að tveir af þremur bankastjórum Seðla- banka Íslands ætla að draga lappirnar í nauðsynlegum umbótum sem hér er unnið að í efnahagsstjórninni. Deilur bankastjórnar Seðlabankans við ríkisstjórnina gera lítið fyrir trúverðugleika Seðlabankans. Trúverðugleika sem þó var lítill til að byrja með. Hlutverk Seðlabankans er að tryggja hér fjármálastöðugleika. Það mistókst. Erlendir sérfræðingar sem fjallað hafa um íslenskt efnahagslíf og fall fjármálakerfisins hafa furðað sig á því að ekki skuli hafa verið skipt út stjórn Seðlabankans. Willem H. Buiter, prófessor við London School of Economics, benti réttilega á, í heimsókn sinni hingað til lands í síðasta mánuði, að trúverðugleiki íslensks fjár- mála- og efnahagskerfis verði ekki endurreistur á erlendri grundu nema að hér verði skipt um æðstu stjórnendur í peninga- og efna- hagsmálum. Endurreist traust er svo ekki bara upp á punt heldur hefur það bein áhrif á hvaða kjör ríkinu og Seðlabankanum bjóðast í nauðsynlegum erlendum lántökum í endurreisnarstarfinu sem hér er fyrir dyrum. Nýtt fólk er komið að borðinu í forsætis-, fjármála- og viðskipta- ráðuneyti og um mánaðamótin næstu taka nýir við stjórnartaum- unum í Fjármálaeftirlitinu. Í Seðlabankanum ætla hins vegar tveir af þremur bankastjórum að sitja sem fastast. Óneitanlega vakn- ar spurningin um hverra hag þeir bera helst fyrir brjósti í þeirri ákvörðun sinni. Tæpast er það þjóðarhagur. Um leið sýnir þessi tímabundna pattstaða í deilum ríkis- og Seðla- bankastjórnar hversu mikilvægt það er að vanda til verks við setn- ingu nýrra laga um stjórn Seðlabankans. Í frumvarpinu er hvergi gert ráð fyrir aðstoðarbankastjórum, sem er mjög óvenjulegt þegar horft er til þess hvernig málum er fyrir komið í þeim löndum sem við miðum okkur við. Komi til þess að seðlabankastjóri forfallist er ráð fyrir því gert að forsætisráðherra skipi nýjan í staðinn, í stað þess að varamaður taki við. Komi þessi staða upp á tímum þar sem reynir mjög á í samskiptum banka og ríkisstjórnar um stefnu í efna- hagsmálum getur það orðið til að grafa undan sjálfstæði bankans. Þá eru seðlabankastjóra færð mikil völd í hendur því samkvæmt frumvarpinu velur hann sjálfur þá sem sitja skulu í svonefndri „peningastefnunefnd“. Þótt góður maður geti sjálfsagt skipað góða peningastefnunefnd þá geta mönnum verið mislagðar hendur og jafnvel getur farið svo að misjafnir menn komist til valda. Lög sem hér eru sett um stjórn peningamála þurfa að vera víðtækari en svo að þau séu sniðin að lundarfari og mannkostum einhvers sem menn sjá fyrir sér að eigi að taka hér við stjórnartaumunum í Seðlabankanum. Horfa þarf lengra fram á veginn en svo. Hitt er annað mál að ganga þarf rösklega til verks á þinginu til að skera megi á þann undarlega hnút sem upp er kominn í samskipt- um bankastjórnar Seðlabankans og ríkisvaldsins. Óskandi væri að aðalleikarar í deilunni næðu að taka eigin persónu út fyrir sviga og höguðu gjörðum sínum í samræmi við þjóðarhag. Aðeins vantar herslumuninn í nauðsynlegum breytingum á æðstu stjórn efnahagsmála hér. Umsátursástand í Seðlabankanum ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.