Fréttablaðið - 09.02.2009, Page 12
12 9. febrúar 2009 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
TILBOÐSDAGAR
30-50% afsláttur
af völdum legsteinum
á meðan birgðir endast
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Haraldur Björnsson
Þorragötu 9, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn
10. febrúar kl. 13.00.
Stefán Haraldsson
Guðjón Björn Haraldsson Karólína Margrét Jónsdóttir
Anna Sigríður Haraldsdóttir Sigurður Snorrason
Þóra Sigurðardóttir
Snorri Sigurðsson
Haraldur Björnsson
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafað-
ir, afi og langafi,
Dagbjartur Jónsson
Álakvísl 106, 110 Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi, mánudaginn 2. febrú-
ar. Jarðarförin fer fram frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn
10. febrúar kl. 13.00.
Ingibjörg Auður Ingvadóttir
Dagrún Dagbjartsdóttir Halldór Jónsson
Viktoría Dagbjartsdóttir Júlíus Þór Júlíusson
Inga Hanna Dagbjartsdóttir Jónas J. Hallsson
Þóra Jóna Dagbjartsdóttir Hlynur Hjörleifsson
Dagbjartur Vigfús Dagbjartsson
Ellen Arný Barnes Jeffrey Barnes
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður, faðir, afi og lang-
afi,
Stefán Björnsson
frá Grjótnesi, Norður-Þingeyjarsýslu,
síðast til heimilis að Hvassaleiti 24,
Reykjavík,
lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 3. febrúar.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn
13. febrúar kl. 15.00.
Svanhvít Friðriksdóttir
Friðrik Stefánsson
Björn Stefánsson
Guðrún Stefánsdóttir
Stefán Þór Björnsson
Svanhvít Friðriksdóttir
Hjálmar Friðriksson
Svanur Sigurjónsson
Hektor Stefánsson
og tengdabörn.
Útför ástkærs föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
Georgs Jónssonar
blikksmíðara, Bólstaðarhlíð 45,
Reykjavík,
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. febrúar
kl. 15.00.
Jóel H. Georgsson Eygló F. Guðmundsdóttir
Eyjólfur Georgsson
Guðm. Birgir Georgsson Dong Qing Guan
Helga U. Georgsdóttir Hafsteinn Vilhelmsson
Edda J. Georgsdóttir Albert Pálsson
afabörn og langafabörn.
MERKISATBURÐIR
1827 Brotist inn og peningum
rænt á bænum Kambi í
Flóa.
1867 Nebraska verður 37. fylki
Bandaríkjanna.
1923 Sovéska flugfélagið Aero-
flot stofnað.
1943 Franklin D. Roosevelt
Bandaríkjaforseti fyrirskip-
ar 48 stunda vinnuviku
vegna stríðsreksturs.
1946 Maður hrapar í djúpa gjá
í Aðaldalshrauni í Þingeyj-
arsýslu en finnst heill og
hress eftir þrjá daga.
1971 All in the Family, fyrsti
þátturinn með samkyn-
hneigðu ívafi, frumsýndur
í sjónvarpi.
1984 Maður með lambhús-
hettu rænir útibú Iðnað-
arbankans í Breiðholti.
AFMÆLI
MAGNÚS
BJARN-
FREÐSSON
blaðamaður
er 75 ára.
EGILL ÓLAFS-
SON tónlistar-
maður er 56
ára.
KRISTJÁN
BJÖRN
ÓMARSSON
uppfinninga-
maður er 40
ára.
SIGRÍÐUR
GRÖNDAL
söngkona er
53 ára.
LEIKARINN JOE PESCI ER 66 ÁRA.
„Fólk gengur ekki upp að
Robert DeNiro til þess eins
að segja hæ, svo sýnið mér
viðlíka virðingu! Það er
meira í mig spunnið en ein-
hvern ítalskan makkarónu-
lúða, mundi ég halda.“
Ítalsk-ameríski leikarinn Joe
Pesci hóf ferilinn sem barna-
stjarna í sjónvarpi. Robert
DeNiro sannfærði Martin Scor-
sese um að ráða Pesci í Raging
Bull (1980). Hann hefur síðan
verið kunnuglegt andlit í maf-
íósamyndum Scorsese.
„Ég reyndi eins og ég gat að verða ekki
leikari en fann að ég yrði aldrei ham-
ingjusöm nema að reyna og mennta
mig til þess. Það góða við þessa mennt-
un er að hún er svo víðtæk að hún nýt-
ist á fleiri stöðum í lífinu. Því ættu
allir sem þrá í hjarta sínu að verða
leikarar að freista gæfunnar, en ávallt
með auðmýkt fyrir listinni og því sem
þeir vilja koma til skila. Aldrei til þess
eins að verða frægir, því það gagnast
ekki,“ segir leikkonan Lilja Guðrún
Þorvaldsdóttir sem um þessar mund-
ir fagnar þrjátíu ára leikafmæli á fjöl-
um Þjóðleikhússins, þar sem hún stóð í
fyrsta sinn í ársbyrjun 1979 í Stundar-
friði eftir Guðmund Steinsson, en það
leikverk vakti heimsathygli og hefur
síðan verið leikið í 49 löndum.
„Reyndar eru hátt í fjörtíu ár
síðan ég steig fyrst á svið í Hárinu í
Glaumbæ 1970, en þá var enginn leik-
listarskóli í landinu. Eftir að Glaum-
bær brann 1971 stofnuðum við SÁL-
skólann í nafni Samtaka áhugafólks
um leiklistarnám, réðum til okkar
kennara og hófum nám til að ýta á
yfirvöld að stofna löggildan leiklist-
arskóla í landinu,“ segir Lilja Guðrún
sem seinna tók inntökupróf hjá leik-
listarskóla leikhúsanna, þaðan sem
hún útskrifaðist vorið 1978.
„Draum um að verða leikkona ól ég
með mér frá fyrstu tíð en þorði ekki
að segja frá því þá þótti ekki praktískt
að fara í leiklistarnám. Þegar ég loks
gerði það uppskátt við foreldra mína
urðu bæði glöð og pabbi sagðist hafa
beðið eftir þessum tíðindum því ég
hefði verið byrjuð að leika áður en ég
byrjaði að tala. Ég fékk því mjög góða
hvatningu fjölskyldunnar, en hafði þá
þegar fengið inngöngu í Hjúkrunar-
skólann, sem ég guggnaði á, því ég
vissi að það yrði alltaf með hálfum
hug,“ segir Lilja Guðrún sem þó lauk
námi í tækniteiknun til lifibrauðs ef
illa færi, en hefur aldrei unnið það
starf, enda stöðugt verið í leikhúsinu.
„Ætli ég sé ekki dálítið heppin að
hafa verið á sviði öll þrjátíu árin. Fólk
kemur og fer í þessum bransa, en
vinna með öllu því einstaka hæfileika-
fólki sem var mér samferða í listinni
færði ótrúlegar gjafir í sjóð minn og
poka sem ég hef tekið með hvert sem
ég fer og ekki er hægt að meta til fjár,
nema í þeirri staðreynd að ég er enn í
starfi,“ segir Lilja Guðrún sem á tólfta
árinu og þá nýflutt til borgarinnar
eyddi öllum sínum vasapeningum í
leikhúsmiða þar sem hún sat ein fyrir
miðju á fremsta bekk til að horfa á
fólkið sem hún þekkti svo vel af rödd-
unum úr útvarpsleikritum.
„Pabbi hafði ungur tekið þátt í upp-
færslum áhugaleikfélaga og trúlega
hef ég smitast af bakteríunni þegar
hann las fyrir okkur sögur og mamma
dansaði við okkur heima, en sú upp-
fræðsla og gleði eru djásnin sem ég
hafði í heimanmund. Ég fæddist á
Akranesi en fluttist átta ára í sveit
á æskustöðvar pabba þegar mamma
greindist með krabbamein, en hún
var ein af þeim fyrstu sem lifði af
krabbameinsmeðferð. Í sveitinni bjó
ég í fjögur ár og hafði bara náttúr-
una, hestana og hundana fyrir vini,
sem og draumana. Ég lék því og las
fyrir dýrin og dansaði við hundana,
um leið og ég lagðist í grasið þegar
ég sótti kýrnar til að láta mig dreyma.
Síðan hafa allir mínir draumar ræst,“
segir Lilja Guðrún og bætir við að
leiklistin í raun hafi verið draumn-
um yfirsterkari. „Að verða leikkona
var skemmtilegra en ég bjóst við en
líka erfitt, eins og lífið allt er. Ég varð
svo hugfangin að leika með þeim úr-
vals leikurum sem ég hafði hlustað og
horft á í leikhúsinu, að ég kom varla
upp orði. Margir urðu áhrifavaldar,
ekki síst Bríet Héðinsdóttir sem benti
mér á að áhorfendur kæmu ekki til að
sjá leikarana heldur verkið sem þeir
flyttu. Það þótti mér ein mikilvægasta
lexían í veganesti.“
thordis@frettabladid.is
LILJA GUÐRÚN ÞORVALDSDÓTTIR: HEFUR STAÐIÐ Á LEIKSVIÐI Í ÞRJÁTÍU ÁR
Allir draumar mínir hafa ræst
LEIKKONA AF GUÐS NÁÐ Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikur um þessar mundir aðalhlutverk í
Földu fylgi, nýju íslensku leikriti eftir Bjarna Jónsson, með Leikfélagi Akureyrar, en sýningunni
hefur verið boðið á leiklistarhátíðina í Vasa í Finnlandi í apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Það var rétt fyrir miðnætti 8. febrúar 1959 að
loftskeytamaður á hafnfirska togaranum Júlí
sagði við starfsbróður sinn á Júní að allt væri í
lagi um borð, en þá var skip-
ið ásamt tæpum tug ís-
lenskra togara við veiðar á
Nýfundnalandsmiðum. Af-
takaveður hafði skollið á að
kvöldi 7. febrúar og geisaði
sleitulaust í fjóra sólarhringa.
Togaramenn máttu hafa sig
alla við að halda skipum
sínum á floti í stórhættulegri
ísingu.
Næst þegar reynt var að hafa samband við Júlí
svaraði hann ekki og lét heldur ekki í sér heyra
daginn eftir á þeim tíma sem íslensku togaran-
ir höfðu sammælst um að láta hver annan vita
af sér. Daginn eftir var veðrið enn mjög slæmt
en útlit fyrir að það versta væri afstaðið. Kom
þá í ljós að enginn hinna togaranna hafði heyrt
í Júlí lengi og var togarinn kallaður upp hvað
eftir annað. Um kvöldið til-
kynnti Bæjarútgerð Hafnar-
fjarðar að ástæða væri til að
hefja leit og hafði samband
við kanadísku strandgæsl-
una sem hóf leit degi síðar
úr lofti og sjó, ásamt banda-
rískum flugvélum og skip-
um. Auk Júlí var tveggja kan-
adískra skipa leitað eftir veð-
urofsann, en eftir sleitulausa
leit í tæpa viku hafði ekkert skipanna komið fram
og var ákveðið að hætta leit 17. febrúar.
Mikil sorg ríkti á Íslandi vegna hvarfs Júlí og
hélt Alþingi sérstakan fund þann 18. febrúar
1959 til minningar um sjómennina sem fórust.
ÞETTA GERÐIST: 9. FEBRÚAR 1959
Hafnfirski togarinn Júlí ferst