Tíminn - 10.02.1983, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983.
2
ET-máliö á Islandi:
ERLENMIR LOGREGLUMABUR
RANNSAKAM MAUÐ HÉR
■ Rannsókn E.T. málsins á íslandi
heldur áfram og hérlendis var staddur
fyrir skömmu erlendur rannsóknarmað-
ur til að kynna sér málavexti.
Maðurinn Percy Brown er nú eftirlits
maður rannsóknardeildar M.P.E.A.A
eða Samtaka kvikmyndaframleiðenda, í
Bandaríkjunum og sem slíkur staðsettur
í London en áður en hann tók við því
starfi hafði hann starfað 33 ár hjá
Scotland Yard, m.a. sem yfirmaður
einnar deildarinnar þar, þeirrar deildar
sem hafði vídeómál á sinni könnu.
„Fyrir utan að kynna sér E.T. málið
sérstaklega kynnti hann sér einnig.
vídeómál hérlendis almennt en hann
kom hér við í tvo daga á leið sinni til
New York þar sem ráðstefna
M.P.E.A.A. verður haldin nú um
miðjan febrúar" sagði Gunnar Guð-
mundsson lögfræðingur í samtali við
Tímann en hann hefur til meðferðar
E.T. málið fyrir Universal hér á landi.
„Universal er meðlimur í þessum
samtökum og það er spurning hvort þeir
eða samtökin taka málið að sér eftir
ráðstefnuna"
Gunnar sagði ennfremur að E.T.
málið yrði rætt sérstaklega á ráðstefn-
unni enda hefði sú mynd aldrei verið sett
á vídeó opinberlega, heldur rænt og
fjölfölduð í „sjónræningjastöð". Hingað til
lands mun hún hafa komið með sjó-
manni sem keypti hana í Bretlandi.
-FRI
Bandarískir
tónleikar í
fslensku
óperunni
■ Næstkomandi sunnudag 13. febrúar
klukkan 17.00 halda Judith Bauden
sópran og Marc Tardue píanóleikari
tónleika í Gamla bíói á vegum íslensku
óperunnar. Allur ágóði af tónleikunum
mun renna til styrktar íslensku óper-
unni.
Á efnisskránni eru eingöngu verk
bandarískratónskálda, m.a. „The Knox-
ville Summer of 1915“ eftir Samuel
Barber svo og aríur og söngvar eftir
Menotti, Hageman, Victor Herbert,
Foster og Niles.
Judit Bauden er fædd í Bandaríkjun-
um. Hún stundaði söngnám í Peabody
Conserevatory of Music í Baltimore,
Maryland. Kennari hennar þar var
Marilyn Cotlow. Hún útskrifaðist þaðan
með Bachelor of Music gráðu í söng
1977. Hún hefur síðan sungið reglulega
hlutverk í óperum, óratoríum og með
sinfóníuhljómsveitum í Bandaríkjunum
auk fjölmargra einsöngstónleika.
Undirleikari hennar er eiginmaður
hennar Marc Tardue, hann hefur dvalið
hér á íslandi síðan í haust.
■ Judith Bauden og Marc Tardue
Hjálmar Vilhjálmsson um borð í Bjarna Sæmundssyni:
„Hrygningarstofn lodn-
unnar leyfir ekki veidar”
■ „Þegar við rannsökuðum hrygning-
arloðnuna suður af Austfjörðum kom í
Ijós að stofninn er varla meiri en 220
þúsund tonn, en við höfum áætlað að
stofninn þurfi að vera um 400 þúsund
tonn, til þess að hægt sé að heimila
einhverjar veiðar,“ sagði Hjálmar Vil-
hjálmsson, leiðangursstjóri um borð í
r.s. Bjarna Sæmundssyni, þegar Tíminn
ræddi við hann í gær, Skipið var þá á
leið út úr Eyjalirði, þar sem það hafði
leitað vars í brælu, en veður hefur
talsvert tafið störf leiðangursmanna að
undanförnu.
„Við fórum frá Reykjavík þann 14.
janúar sl. sagði Hjálmar Vilhjálmsson
og höfum rannsakað suðausturlandið og
Austfirðina, norðausturlandssvæðið og
norðurland vestur að Húnaflóa. R.s.
Árni Friðriksson var með okkur meðan
við mældum svæðið suður af Austfjörð-
um,“
Hjálmar sagði að nú væri eftir að
rannsaka svæðið norður og vestur af
Vestfjörðum. Kvaðst Hjálmar óttast að
þar væri litla hrygningaloðnu að finna.
Til þessa hefur engin hrygningarloðna
fundist nema suður af Austfjörðum, en
sú loðna er nú komin vestur að
Ingólfshöfða.
Hjálmar sagði niðurstöðurnar svipað-
ar því og fiskifræðingar áttu von á. Stofn
af stærðinni 400 þúsund tonn er forsenda
þess að byggja megi upp veiðanlegan
stofn við heppileg skilyrði og segði það
sig því sjálft að fiskifræðingar munu ekki
ráðleggja neinar veiðar að sinni, þótt
ákvörðun sé sem endranær í höndum
stjórnvalda.
Áætlað er að r.s. Bjarni Sæmundsson
komi að nýju til Reykjavíkur þann 15.
febrúar.
-AM
Afrekskörlum gert
hátt undir höfði
— hlutverki kvenna í íþróttum á sídum
dagblaða 3,3% en karla 81,3%
Gunnar
í opin-
bera
heim-
sókn
til Dana
■ í frétt frá forsætisráðuneytinu
segir að dr. Gunnar Thoroddsen,
forsætisráðherra og Vala Ásgeirs-
dóttir, kona hans, hafi þcgið boð
Poul Schlúters, forsætisráðherra
Dana um að koma í opinbera
heimsókn til Danmerkur dagana 17.
og 18. febrúar.
■ Alls birtust 234 fyrirsagnir yfir
samtals 10.746 dálksentimetrum af
efni og myndum af íþrótta- og
afrekskörlum birtust í Morgunblað-
inu á 3ja vikna tímabili í nóvember
s.l., á móti aðeins 3 fyrirsögnum yfir
alls 65 dálksentimetrum af myndum
og efni um íþrótta- og afrekskonur á
sama tíma. Þetta er meðal niður-
staðna úr skyndikönnun sem Jafn-
réttisráð gerði á íþrótta- og afreksefni
í dagblöðunum 4 daga 2. - 21.
nóvember.
Með tilliti til þess að konur voru
um þriðjungur íþróttaiðkenda á
árinu 1981 (rösklega 24.500 og um
52.600 karlar), samkvæmt upplýsing-
um frá Í.S.f telur Jafnréttisráð niður-
stöður könnunarinnar mjög at-
hyglisverðar. Hlutur kvenna í
íþróttaefni blaðanna var langsamlega
minnstur í Morgunblaðinu.
Alls reyndust fyrirsagnir blaðanna
um íþrótta- og afreksefni verða 1.081
á fyrrgreindu tímabili, þar af 81,3%
um karla, 3,3% um konur og 15,3%
um almennt efni. í einstökum blöð-
um var hlutfall fyrirsagna um kvenna-
íþróttir þannig: DV 4,6% (17 fs.),
Tíminn 4,1% (10 fs.), Þjóðvilinn
3,4% (6 fs.) og Morgunblaðið 1% (3
fyrirsagnir). Undir þessum fyrir-
sögnum voru samtals41.194dálksenti-
metrar af skrifuðu efni og myndum,
sem skiptist í svipuðum hlutföllum,
þó hlutur kvenna hafi þar verið enn
minni, t.d. aðeins0,5% íMorgunblað-
inu.
Myndir og skrif um íþrótta- og
afreksefni reyndist í kringum 9% af
heildarefni 3ja blaðanna en um 5,6%
af efni Moggans.
„íþrótta- og afreksefni er eitt vinsæl-
asta efni dagblaðanna og hefur í raun
uppeldislegt gildi þar sem íþróttahetj-
ur verða fyrirmyndir barna og unglinga
í raun „hetjur" í þjóðfélaginu. Með
tiiliti til þess, og fjöldi þeirra
kvenna og karla sem stunda íþróttir í
landinu eru niðurstöður þessar mjög
athyglisverðar", segir í frétt frá
Jafnréttisráði.
-HEI
Hæsti-
réttur
hefur
ráðið
lög-
lærðan
aðstoð-
armann
— Þrettán lög-
fræðingar
starfa nú
við dóminn
■ Hæstiréttur hefur nú í fyrsta sinn
í sögu dómsins ráðið löglærðan
aðstoðarmann til sín í satnræmi við
nýlega lagahcimild. Þorgcir Örlygs-
son, áður fulltrúi yfirborgardómar-
ans í Reykjavík, hefur verið ráðinn
til starfans til tveggja ára.
„Hæstiréttur hefur í mörgáróskað
eítir þvi að fá að ráða aðstoðarmann
sem sinnti hjálp við dómaranna sem
vinna að tilteknum dómsmálum. Hér
hefur frá upphafi starfað löglærður
slarfsmaður annar en dómaramir,
kallaður Hæstaréttarritari, sem séð
hefur um framkvæmdastjórn
dómsins. Hlutverk hins nýja starfs-
manns er aftur á móti fyrst og fremst
að aðstoða við dómsstörfin sjálf, og
vinna að ýmsum athugunum sem
gera þarf í tengslum við dómsmál“,
sagði Þór Vilhjáimsson, forseti
Hæstaréttar, í samtali við Tímann í
gær.
Nú eru átta fastskipaðir dómarar
starfandi í Hæstarétti, auk þriggja
settra, en ráðningartími þeirra renri-
ur út ttm mitt þetta ár, og er ekki
iagaheimild til að framlengja hann.
Auk þess starfar við dóminn Hæsta-
réttarritari og svo nýskipaður lög-
lærður aðstoðarmaður. þannig að í
allt starfa nú þrettán lögfræðingar
við dóminn.
Um þessar mundir er þingað hvern
virkan dag í hverri viku í Hæstarétti,
í stað þriggja daga í viku eins og áður
tíðkaðist. Fyrirtekiri mál eru því að
meðaltali fimm nú á móti þrernur
áður í hverri viku. „Það eru fleiri mál
afgreidd nú en áður, án nokkurs
vafa, en hversu mikið um það munar
er erfitt að segja. Hins vegar cr
enginn vafi á því, að það er höggvið
i bunkann“, sagði Þór Vilhjálmsson.
Kás
Ritari Alþjóða-
sambands
leigjenda í
heimsókn
■ Ritari Alþjóðasambands leigj-
enda, Svínn Björn Eklund, er vænt-
anlegur til íslands um næstu hclgi í
boði Leigjendasamtakanna. Eklund
er, auk starfs síns hjá Alþjóðasam-
bandinu, yfirmaður upplýsingadeild-
ar sænsku leigjendasamtakanna.
Hyresgásternar Riksförbund.
Tilefni þess að Eklund er boðið
hingað er að Lcigjendasitmtökin
vilja efla umræðurum húsnæðisvand-
ann hér á landi og berjast fyrir lausn
hans með skipulegri aukningu á
framboði leiguhúsnæðis. Mun Ekl-
und ræða um ástand og skipulag
húsnæðismála í hinum ýmsu löndum
á fundi sem Leigjcndasamtökin
boða til í Norræna húsinu n.k.
laugardag kl. 14.00. Verðúr sá
fundur ölium opinn.