Tíminn - 10.02.1983, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983
Málflutningur fyrir Hæstarétti í skadabótamálum fjórmenninganna
sem sættu gæsluvarðhaldi að ósekju í Geirfinnsmálinu:
RÍKIÐ KREFST ÞESS AÐ
BÆTUR VERDILÆKKADAR
■ Ríkissjóður krefst þess að bætur tii
handa Ijórmenningunum sem látnir voru
sitja í gæsluvarðhaldi að ósekju í
tengslum við rannsókn á svonefndu
Geirfinnsmáli verði lækkaðar verulega
frá því sem ákveðið var í héraðsdómi
sem kveðinn var upp í lok apríl árið
1980, en málflutningur í skaðamótamál-
um fjórmenninganna hófst fyrir Hæsta-
rétti í gærdag.
Taldi málflutningsmaður ríkissjóðs,
Gunnlaugur Claessen, að þær bætur
sem ákveðnar hefðu verið fjórmenning-
unum til handa í héraðsdómi væru miklu
hærri en tíðkast hefðu hérlendis í
sambærilegum málum. Benti hann jafn-
framt á að tildæmdar bætur sem numið
hefðu 150-190 þús. króna hefðu nú
þrefaldast á þeim tæpum þremur árum
sem liðin væru frá uppsögu héráðsdóms
þegar tekið hefði verið tillit til dómvaxta.
Næmu bæturnar nú því ríflega hálfri
milljón króna til hvers þeirra.
Það er fjármálaráðherra fyrir hönd
ríkissjóðs og ríkissaksóknara sem er
aðaláfrýjandi skaðabótamálanna fyrir
Hæstarétti. Gagnáfrýjendur eru Einar
Bollason, Valdimar Olsen, Magnús Leo-
poldsson, og Sigurbjörn Eiríksson. Peir
þrír fyrstnefndu sátu í gæsluvarðhaldi í
105 daga að ósekju, en Sigurbjörn í 90
daga. Málflutningur var vel kominn á
veg í máli Einars Bollasonar fyrir
Hæstarétti í gær. Verður honum lokið
árdegis í dag, og síðan tekið til við hin
málin sem énn eru óflutt.
Ríkissjóður viðurkennir
bótaskyldu sína
Gunnlaugur Claessen hóf málflutning-
inn fyrir Hæstarétti í gær, og byrjaði á
því að rifja upp forsögu málsins, eftir að
hafa rekið kröfur ríkisvaldsins sem eru
eins og fyrr segir þær að hinum áfrýjaða
dómi verði hrundið, og skaðabætur til
handa fjórmenningunum lækkaðar veru-
lega að mati réttarins.
Sagði Gunnlaugur að ríkissjóður
viðurkenndi bótaskyldu sína í þessum
málum á grundvelli hlutlægra bóta-
ábyrgðarreglna í 18 kafla laga um
meðferð opinberra mála. 1 þeim kafla er
kveðið á um skilyrði þess að mönnum
verði dæmdar skaðabætur fyrir frelsis-
sviptingu að ósekju.
Hins vegar bafnaði hann því alfarið
að mistök hefðu átt sér stað við
rannsókn málsins, handtöku Einars
Bollasonar, framkvæmd handtökunnar,
og í samskiptum við rannsóknaraðila,
sem legði enn frekari bótaábyrgð á
ríkissjóð. Vitnaði hann í héraðsdóminn
í því sambandi þar sem segir að ekki hafi
verið hjá handtökunum komist í ársbyrj-
un 1976 miðað við stöðu Geirfinnsmáls-
ins þá, og ekki hafi verið leidd í ljós
nein mistök rannsóknaraðila sem auki
bótaskyldu ríkisins.
Pvert á móti hefði við meðferð
málsins verið leidd í ljós ólögmæt
meðferð Einars Bollasonar á áfengi, þó
ekki hefði hún tengst sjálfu málinu, og
hefði það ekki verið til þess fallið að
styrkja líkurnar á sakleysi hans.
„Miski Einars ekki nærri
því eins stórvægilegur“
í framhaldi af þessu ræddi Gunnlaugur
grundvöll miskabótakröfu Einars Bolla-
sonar. Sagði hann að dæmdar miskabæt-
ur fyrir héraðsdómi væru í ósamræmi við
aðra dóma hvort sem væri fyrir frelsis-
sviptinu að ðsekju eða miskabætur
vegna líkamstjóns í slysum. Nefndi hann
þess dæmi að Einari hefðu verið dæmdar
hærri bætur vegna miska en einstaklingi
sem meira og minna væri út úr heiminum
vegna slyss sem hann hcfði lent í. „Þegar
miski þessa máls er athugaður, þá kemst
miski Einars ekki nærri því að vera eins
stórvægilegur", sagði Gunnlaugur
Claessen.
■ Frá upphafl málflutnings á skaðabótamálunum í gærmorgun. Til vinstri á
myndinni situr lögmaður ríkisins, en til hægri sitja þeir málflutningsmenn
fjórmenninganna. Fyrir miðri mynd má sjá dómarana sem skipuðu Hæstarétt að
þessu sinni, auk Hæstaréttarritara.
Nefndi hann að miski Einars hefði
aðeins verið tímabundinn, en mannorð
hans hefði síðar verið algjörlega hreins-
að. Að svo búnu ræddi Gunnlaugur
aðrar kröfur Einars vegna vinnulauna-
taps við Flensborgarskóla, Námsflokka
Hafnarfjarðar, Vinnuskóla Kópavogs,
og þjálfun körfuknattleikslandsliðs
íslands, að ógleymdu tekjutapi vegna
ótímabærrar sölu á íbúðarhúsnæði sem
Einar teldi beina afleiðingu af gæslu-
varðhaldinu. Vísaði Gunnlaugur stærst-
um hluta þessara krafna á bug.
„ Aldrei hægt að bæta hans
tjón að fullu“
Ingvar Björnsson, héraðsdómslög-
maður í Hafnarfirði, flutti málið fyrir
hönd Einars Bollasonar, og krafðist
skaðabóta að upphæð tæplega 1.3 mill-
jónum króna að viðbættum vöxtum. Til
vara krafðist hann annarrar lægri fjár-
hæðar að mati hins virðulega réttar og
málskostnaðar að skaðlausu.
Sagði Ingvar að hagir Einars hefðu
Tímamynd: Arni
breyst mjög til hins verra við gæsluvarð-
haldið. Aðbúnaður hefði verið slíkur í
þeim klefa sem hann var hafður í þessa
105 daga að liðagigt sem hann hefði
verið búinn að komast yfir hefði tekið
sig upp á nýjan leik. Hann hefði lést
um tæp 30 kíló á meðan á varðhaldsvist-
inni hefði staðið, og síðar hefði komið í
ljós að klefinn uppfyllti ekki kröfur
heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til meira
en sólarhringsdvalar í einu. Einar hefði
því verið líkamlega verr á sig kominn
þegar hann losnaði, verið mjög miður
sín andlega, auk þess fjárhagslega taps
sem hann hefði orðið fyrir. Til viðbótar
mætti nefna þau særindi sem venslamenn
og nánir vinir hefðu orðið fyrir vegna
umræðna um þessi mál í fjölmiðlum.
Vinnutapið og hússalan væru bein
afleiðing gæsluvarðhaldsins, og því væri
ríkinu skylt að greiða tjónið. Taldi hann
að ekki mætti leggja of stranga sönnun-
arkröfur á einstaklinga í málum sem
þessum, heldur ætti að nægja ef þeir
gætu sýnt fram á líklegt tjón sitt. Lagði
hann til að beitt yrði öflugri sönnunar-
byrði í þessu máli, þannig að ríkið yrði
að afsanna með ákveðnum hætti skaða-
bótakröfur sem gagnáfrýjandi hefði sýnt
með nokkrum líkum fram á, en ellegar
næðu þær fram að ganga.
Ræddi lngvar lengi um grundvöll
miskabótakröfu Einars, sem hann taldi
stórfelldan, í ljósi þeirra atriða sem
nefnd hafa verið hér að framan. Gerði
hann ekki lítið úr hlut fjölmiðla í því
sambandi. 1 málinu var lagður fram
þykkur bunki úrklippa úr fjölmiðlum á
þessum tíma, og sagði Ingvar að það
væri sér til efs að meira efni af
„subbuskap" samankomnum á einum
stað fyrirfyndist hér á landi, án þess að
hann tengdist pólitík á einhvern hátt. Til
stuðnings þessu las hann upp úr Dag-
blaðinu. Vísi sáluga, auk leiðara úr
Morgunblaðinu.
Gagnrýndi Ingvar harðlega rannsókn
Geirfinnsmálsins hvað snerti hlut fjór-
menninganna sem hafðir voru að ósekju
í gæsluvarðhaldi, og sagði að rannsóknar-
aðilar hefðu meðan rannsókn stóð sent
frá sér rangar og villandi fréttatilkynn-
ingar. „Ef ekki hefðu orðið mistök við
rannsókn málsins hefði skjólstæðingur
minn aldrei verið settur inn. Pað hlýtur
að verða að ætlast til þess að ríkisvaldið
beiti gæsluvarðhaldsrétti sínum af ítr-
ustu varúð", sagði Ingvar Björnsson.
Sagði hann aldrei hægt að bæta það
tjón sem Einar Bollason hefði orðiðfyrir
að fullu, þó hægt væri að komast langt
með fjárhagstjónið. Eins og gögnum
málsins væri háttað teldi hann að Einar
bæru hæstu bætur sem dæmdar hefðu
verið í viðlíka máli hérlendis, því lágar
bætur gætu aldrei virkað á hann sem
uppreisn frá þjóðfélaginu. Minnti hann
jafnframt á að um þessar mundir væru
sjö ár liðin síðan þeir fjórmenningarnir
voru handteknir og settir í gæsluvarð-
hald, og því væri mál að þessu máli linnti.
Kás
Dr. Sigurður
Þórarinsson
jarðfræðing-
ur látinn
■ Dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræð-
ingur og prófessor er látinn liðlega 71 árs.
Sigurður var fæddur að Hofi í
Vopnafirði árið 1912, sonur Snjólaugar
Filipíu Sigurðardóttur og Þórarins Stef-
ánssonar búendur að Teigi þar í sveit.
Hann varð stúdent árið 1931 frá
Menntaskólanum á Akureyri cand phil
frá Kaupmannahafnarháskóla 1932, hélt
síðan til Stokkhólms þar sem hann
stundaði nám í jarðfræði, grasafræði og
landafræði við Stokkhólmsháskóla og
lauk þaðan doktorsprófi í jarðfræði árið
1944. Hann varð dósent við þann skóla
árið eftir en hélt síðan til íslands þar sem
hann kenndi fyrst við MR, en gerðist
síðan sérfræðingur við atvinnudeild Há-
skóla íslands. Árið 1950-51 var hann
settur prófessor í landafræði við háskól-
ann í Stokkhólmi. Eftir það gegndi hann
ýmsum störfum á íslandi og síðast var
hann prófessor í jarðfræði við Háskóla
Islands.
Sigurður var einn þekktasti vísinda-
maður sem íslendingar hafa eignast og
afar víðfróður jafnt um raunvísindaleg
efni sem þau sem kölluð eru hugvísindi.
Hann flutti fyrirlestra við tugi erlendra
háskóla í þrem heimsálfum og var félagi
í fjölmörgum vísindafélögum. Eftir hann
liggja fjölmörg rit um jarðfræði, bæði
strangvísindaleg og alþýðleg fræðirit.
Hann var kvæntur Ingu Valborgu,
fæddri Backlund, dóttur þekkts fyrirles-
ara og blaðamanns í Svíþjóð. Hún lifir
mann sinn.
PCHftU
AÐSTOÐ?
• Ráögjöí eda hönnun
• Jardvinnsluverktaka
• Byggingarverktaka
• Pípulagningarverktaka
• Raíverktaka
• Múraraverktaka
• Málaraverktaka
• innréttingaverktaka
Petta er fyriitœki sem leitast viö aö
veita góöa þjónustu þar sem ábyrgö,
ráðvendni og þekking em höíö í
fyrirrúmi.
Fyrirtœkiö er eingöngu í samvinnu viö
fuUgilda fagmenn.
• Huröarsmiðjur
• Gluggasmiöjur
• Dúklagningameistara
• Stálsmiöjuverktaka
• Hreingemingarverktaka
• Flutningsverktaka
• o.íL oiL
Tilboö—verksamningar—greiðsluskilmálar
Fyrirtœkiö staríar almennt á sviöi
framkvœmda og breytinga jafnt í
gömlu sem nýjum húsum
^sa
O VERKTAKAIÐNADUR HF
SKIPHOLT119
SI'MAR 29740 4 4413 2 6505