Tíminn - 10.02.1983, Blaðsíða 18

Tíminn - 10.02.1983, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983. Efnahagsumræðan tafin með málþðfi ■ Málþóf Hjörleifs Gutturmssonar í dag er ef til vill liður í að telja fyrir, - koma í veg fyrir að frumvarpið um cfnahagsaðgerðir nái afgreiðslu, sagði Páll Pétursson formaður þingflokks framsóknarmanna í gærkvöldi eftir að framhaldsumræðu um bráðabirgðalögin var enn frestað, en málið komst ekki á dagskrá fyrr en á framhaldsfundi kl. 18.00, en utandagskrárumræða tók upp allan fundartíma neðri deildar eftir hádegi. Sem kunnugt er krafðist þingflokkur framsóknarmanna þess s.l. mánudag, að bráðabirgðalögin yrðu tekin fyrir og afgreidd í neðri deild ekki síðar en á miðvikudag. En svona fór um sjóferð þá. Páll Pétursson fór þess á leit við deildarforseta að kvöldfundur yrði hald- inn og umræðunni haldið áfram, en þingflokksformenn allra hinna flokk- anna mótmæltu því og varð Sverrir Hermannsson forseti neðri deildar við sameiginlegri ósk þeirra og var fundi frestað eftir klukkustundar langar um- ræður. En málið verður enn tekið upp á föstudag, sem að öllu jöfnu er frídagur á Alþingi. Páll var spurður hvort hann byggist við að atkvæðagreiðsla færi fram þá, en hann vildi ekkert um það fullyrða. - Menn hafa þvælt þessu máli á undan sér og komið í veg fyrir afgreiðslu þess með alls kyns útúrsnúningum og málþófi hvað eftir annað. Á föstudag má enn búast við löngum umræðum og þófi. Þegar eru 9 manns á mælendaskrá. Þeir eru: Jón Baldvin Hannibalsson, Halldór Blöndal, Friðrik Sophusson, Birgir ísleifur Gunnarsson, Ólafur G. Einarsson, Matthías Á. Mathiesen, Geir Hallgrímsson, Magnús H. Magnússon og Sighvatur Björgvins- son, allt hinir mælskustu menn og langorðir þegar þeim liggur mikið á hjarta. í upphafi fundar neðri deildar í gær var frumvarpið um efnahagsaðgerðir fyrst á dagskrá, en forseti tilkynnti að hann yrði að efna gamalt loforð um að Karvel Pálmason fengi að bera fram fyrirspurn um jöfnun raforkuverðs. Kar- vel talaði í 15 mínútur og lagði spurningu fyrir iðnaðarráðherra. Ekki þurfti að hvetja Hjörleif til stórræðanna og ræddi hann um verðlagningu á raforku í fullar 50 mínútur. Það tók Birgi ísleif mun skemmri tíma að rífa niður röksemdir iðnaðarráðherra og Karvel tók sér góðan tíma til að þakka svör ráðherrans, en hafði á orði að þau væru ófullnægj- andi ogvarlaþakkarverð. Hjörleifurtók þetta óstinnt upp og sté enn í pontu. Þegar hann hafði lokið máli sínu var klukkan orðin 15.40 og aðeins 20 mínútur eftir af fundartíma. Deildar- forseti frestaði nú málinu til að freista þess að koma bráðabirgðalögunum á dagskrá. Þá hófst annar umgangur en þingmenn vildu ræða þingsköp. Halldór Blöndal átaldi forseta harðlega fyrir að ræna þingmenn málfrelsi eftir að vera búinn að leyfa ráðherra að rausa í 50 mínútur, eins og það var orðið. Sverrir sagðist engan mann hafa rænt málfrels- inu, aðeins frestað umræðunni. Friðrik Sophusson gerði næstur at- hugasemd um fundarstjórn og sagði að verið væri að þvinga fram umræðu um mál hér á Alþingi um lög sem búin eru að vera í gildi í 6 mánuði. Sagði hann að hið nýja Pálsbréf, þ.e.a.s. samþykkt framsóknarmanna um afgreiðslu bráða- birgðalaganna, væri til komið vegna þess að þeir neituðu að horfast í augu við að samstaða sé að nást á Alþingi í kjördæmamálinu, og væri það ástæðan til að þeir vildu knýja á um afgreiðslu bráðabirgðalaganna. Árni Gunnarsson sagði að þingið væri í pattstöðu og væri ekki hægt að koma neinum málum um kring. Verið væri að reyna að ná samkomulagi um kjördæma- málið og gengi þar hvorki né ræki. Meirihluti þingmapna tekur út að sitja hér dag eftir dag og væri tilgangsleysið algjört. Alexander Stefánsson sagði þinginu það til vansæmdar að hafa bráðabirgða- lögin svo lengi óafgreidd. Hann átaldi Friðrik Sophusson fyrir að halda fram að þau lög skiptu litlu máli og Ólaf G. Einarsson sömuleiðis fyrir að láta það uppi opinberlega að þau væru smámál sem ekki tæki að afgreiða. Annað var á þeim að heyra fram eftir vetri, en nú er blaðinu snúið við. Bað hann þingmennina að gera grein fyrir því hvar þjóðarbúið væri nú statt ef þau lög hefðu ekki verið sett. Fundi var nú frestað vegna þingflokks- funda en kl. 18.00 hófst fundur að nýju. Sverrir Hermannsson er oft snöggur upp á lagið, en nú setti hann fund með slíku snarræði að þingmenn voru ekki búnir að átta sig, enda fæstir komnir í sæti sín er hann var búinn að taka bráðabirgða- lögin á dagskrá, og komið var að Karvel Pálmasyni í framhaldsumræðunni og sagðist vera á móti kjaraskerðingum. Árni Gunnarsson var næstur á mælenda- skrá og sagði hann menn þrástagast á því sem engu máli skipti. Á meðan fjöldi fyrirtækja er að fara á vonarvöl vildu þingmcnn ekki tala um annað en kjördæmamálið og virtist sér að sumir þingmenn teldu að hægt væri að leysa allan vanda þjóðarinnar með því að breyta kjördæmaskipaninni. Eftir klukkustundar umræður var fundi frestað kl. 19.00 og ekki orðið við ósk Páls Péturssonar um kvöldfund, en bráðabirgðalögin verða enn á dagskrá á morgun, föstudag. Land-Rover 78 Til sölu er Land-Rover diesel árgerö 78 blár og hvítur að lit. Góöur og fallegur jeppi. Til sýnis og sölu hjá Bílasölunni Skeifan í dag og næstu daga símar 91-35035 og 91-84848. Norrænn styrkur til bókmennta nágrannalandanna Fyrsta úthlutun norrænu ráðherranefndarinnar (mennta- og menning- armálaráðherrarnir) 1983 - á styrkjum til útgáfu á norrænum bókmenntum í þýðingu á Norðurlöndunum - fer fram i maí. Frestur til að skila umsóknum er 1. apríl 1983. Eyðublöð ásamt leiðbeiningum fást hjá Menntamálaráðuneytinu í Reykjavík. Umsóknir sendist til: Nordisk Ministerrad Sekretariatet for-nordisk kulturelt samarbejde Snaregade 10 DK-1205 Köbenhavn K Sími: DK 01-114711 og þar má einnig fá allar nánari upplýsingar. Rafsuðuvélar og vír Haukur og Ólafur Ármúla 32 - Sími 37700. Kjarnaborun Tökum ur steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar. HLJÓÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst fsetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjarnaborun sf. . Sfmar 38203-33882 RAFSTRAUMUR SF. Háaleitisbraut 66, Box 653 Reykjavík, island. önnumst alla raflagnaþjónustu í nýtt og eldra húsnæði. Leggjum Bríkur ^ aherslu a vandaða Ranrfv^ * 41054 vmnu og goða þionustu. Stefán s ggjgg Árs ábyrgð á efni. Löggiltir meistarar. Kvikmyndíi Sun| Salur 1 Meistarinn iAMyp r/T^BF^T Meistarinn er ný spennumynd með hinum frábæra Chuck Norris. Hann kemur nú í hringinn og sýnir enn hvað i honum býr. Norris fer á kostum í þessari mynd. Aöalhlutverk: Chuck Norris, Jenniter O'Neill og Ron O'Neal. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. __________Salur 2 Fjórir Vinir Ný trábær mynd gerð af snillingn- um Arthur Penn en hann gerði myndimar Litli Risinn og Bonnie og Clyde. Myndin gerist á sjöunda áratugnum og fjallar um fjóra vini sem kynnast i menntaskóla og verða óaðskiljanlegir .Arthur Penn segir: Sjáið til svona var þetta i þá daga. Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.10. Bönnuð börnum innan 12 ára. ★★★ Tíminn Helgar- pósturínn Salur 3 Litli lávarðurinn Aðalhlutv: Alec Gulnness, Ricky Schroder og Eric Porter. Leik- stjóri: Jack Cold. Sýnd kl. 5. Flóttinn Flóttinn er spennandi og jafnframt fyndin mynd sem sýnir hvemig J.R. Meade sleppur undan lög- reglu og fylgisveinum hennar á stórkostlegan hátt. Sýnd ki. 7,9 og 11. Hækkaó verð Salur 4 Veiðiferðin Islenska fjölskyldumyndin sem sýnd var við miklar vinsældir 1980. Fjöldi þekktra leikara. Sýnd kl. 5. Sá sigrar sem þorir 'Peir eru sérvaldir, ailir sjálfboðalið- ar svifast einskis, og eru sérþjálf- aðir. Þetta er umsðgn um hina fraagu SAS (Special Air Service) Þyriu-björgunarsveit. Ljðstyrkur ■ þeirra var það eina sem hægt var, að treysta á. Sýnd kl. 7.30 og 10. Bönnuð börnum innan 14 ára. HÆKKAÐ VERÐ Salur 5 Being There Sýnd kl. 9. (12 sýningarmánuður).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.