Tíminn - 10.02.1983, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983.
Lækkun eða niðurfelling á fasteigna-
skatti hjá elli- og örorkulífeyrisþegum:
„Fólk á ekki sjálft að
þurfa að biðja um
lækkun eða
niðurfellingu”
— Framtalsnefnd
sendir út bréf í apríl
■ Hér sjáið þið hvcrnig á að fara að þvi að gera dúska og annað, sem til
þarf til að búa til litla unga og héra sem borðskraut
Borðskraut
fyrir börn
Rauðir pípuhreinsarar
og gult garn
er allt sem þarf
■ Þetta skemmtilega borðskraut,
sem myndi sóma sér vel á borðinu
um páskana, er búið til úr gulu garni
og rauðum pípuhreinsurum. Svolítið
filt þarf líka í eyrun á hérunum og
litlu nebbana á ungunum. Ef þið
hafið aðeins ljóst filt, þá má reyna
að lita það með vatnslitum til að fá
rauða gogga á ungana.
Til þess að búa til þessi litlu dýr
þurfa börnin að kunna að búa til
dúska úr gami, en það er gert
þannig: Klipptu tvo hringi úr pappa
(best er að tcikna hringina eftir
glasi). Klippið svo gat í miðjuna á
pappahringunum, og leggið þá
saman. Þræða á nú stóra nál með
garninu og sauma svo utan um
pappahringina. Haldið er áfram með
garnið, þar til gatið í miðjunni er
orðið fullt. Þetta er sýnt á mynd A.
Síðan er skærum stungið á milli
pappahringanna og klippt á svo
garnið losni. Sjá mynd B. Þá er
tvöföldu gami hnýtt á milii hringanna
og bundið fast saman, cins og sýnt
er á mynd C. Nú má losa pappahring-
ana og hrista þá svo og laga dúskinn
til. Fallcgt er að snyrta dúskinn með
skærum, og hrista hann yfir gufu (en
það verða fullorðnir að gera).
Til að búa til dýr þarf tvo dúska,
mismunandi stóra. Minni dúskurinn
er þá höfuðið. Á ungann eru saumað-
ar litlar svartar perlur fyrir augu (eða
litlar svartar tölur). Pípuhreinsarar
eru notaðir í fæturna, og eiga þeir
helst að vera rauðir. Goggurinn er
límdur á, og á hann að vera úr filti.
Hérinn er búinn til úr tveimur
dúskum, eins og unginn, en svo þarf
lítinn hvítan dúsk fyrir skott og tvö
stór eyru úr filti eða pappa. Augu og
trýni eru úr pcrlum (eða tölum) og
veiðihárin em klippt úr gömlum
bursta. Að síðustu á að hnýta fallega
silkislaufu um hálsinn á héranum, og
þá cr hann orðinn reglulega skraut-
legur.
■ „Fólk á ekki að þurfa sjálft að biðja
um lækkun eða niðurfellingu á fasteigna-
skatti, því að Framtalsnefnd Reykjavík-
ur mun í ár, eins og undanfarin ár,
yfirfara skattframtöl elli- og örorkulíf-
eyrisþega, og gera síðan ráðstafanir til
lækkunar eftir því sem efni standa til í
hverju tilviki, sagði Björn Þórhallsson,
formaður Framtalsnefndar Reykjavík-
ur, þegar blaðamaður Heimilistímans
bað hann að gefa lesendum upplýsingar
um lækkun og niðurfellingu fasteigna-
skatts.
-Það eru skoðuð framtöl allra þeirra .
gjaldenda, sem eru annað hvort ellilíf-
eyrisþegar eða örorkulífeyrisþegar, en
þeir einir koma þarna til greina, hélt
Bjöm áfram. Framtölin eru athuguð
með tilliti til hvað tekjur hvers og eins
eru miklar, því þetta fólk kann að hafa
ýmsar tekjur aðrar en elli- eða örorku-
lifeyrinn.
Ef fólk hefur tekjur undir tilteknu
marki kemur til greina . lækkun á
fasteignaskattinum - en ekki öðrum
gjöldum á seðlinum. Þeir, sem engar
tekjur hafa aðrar en bæturnar (örorku-
eða ellilífeyri), fá fasteignaskattinn alveg
felldan niður. Til þess að þetta gangi
greiðlcga fyrir sig er auðvitað nauðsyn-
legt að framtölin séu komin til Skatt-
stofunnar í tíma, svo þau komist í röðina
til vinnslu.
Bréfín send
út í aprfl
Að sögn Björns Þórhallssonar verður
byrjað að vinna í þessu verkefni um
miðjan mars, þannig að flestir ættu að
vera búnir að fá tilkynningar til sín um
lækkun eða niðurfellingu fasteigna-
skattsins í apríllok.
Margir verða búnir að greiða a.m.k.
fyrstu afborgun af gjöldunum, og sumir
jafnvel aðra, áður en þeir fá bréf upp á
Iækkun eða niðurfellingu fasteigna-
skattsins. Öguggara er fyrir fólk að
reyna að greiða á gjalddaga, en síðan
fær það endurgreiddan mismuninn, þeg-
ar upp er gert.
Gjaldheimtan hefur þó fellt niður
dráttarvexti af þeim hluta gjalda, sem
felldur verður niður, þótt greiðslur hafi
dregist, en ekki er ráðlegt að treysta því,
nema hafa áður fengið fullvissu fyrir því,
að lækkun eða niðurfelling verði gerð.
Æskilegt væri að
Framtalsnefnd hefði
auglýstan síma
og viðtalstíma
Fyrstu greiðslur á að greiða fyrir 15.
febrúar til þess að komast hjá dráttar-
vöxtum, og aðra greiðslu fyrir 1. apríl.
Því eru flest allir búnir að greiða tvær
greiðslur áður en þeir fá bréf um
lækkunina. Menn verða að muna það,
þegar þeir athuga þær upphæðir, sem
miðað er við í auglýsingu unr lækkun
fasteignaskattsins, að miðað er við allar
tekjur, sem koma til framtals. EUi- og
örorkubæturnar eru sem sagt inni í þeirri
upphæð, sem miðað er við.
Ef aðstæður framteljanda hafa breyst
verulega hvað tekjur snertir frá því sem
var á síðasta ári, þannig að orðið hafi
umtalsverð lækkun á tekjum frá árinu
1982, þá er nauðsynlegt að hafa samband
við Framtalsnefndina eða formann
hennar. Þetta á við ef framteljandi hefur
t.d. hætt störfum um sl. áramót,
Það er margt sem elli- og örorkulífeyr-
isþegar hefðu áhuga á að fá upplýsingar
um í sambandi við þessi mál. Því væri
æskilegt að Framtalsnefnd kæmi sér upp
aðstöðu í sambandi við Skattstofuna,
svo fólk gæti snúið sér þangað og fengið
þar allar upplýsingar um þessi mál á
einum stað. Nefndin hcfði þá auglýstan
viðtalstíma þar eða símaviðtalstíma.
Með því væri hægt að spara mörgum
öryrkjum og eldri borgurum snúninga.
Til þess að taka af allan vafa um við
hvaða upphæðir er miðað í því sambandi
að komi til lækkunar eða niðurfellingar
á fasteignaskattinum, þá birtum við hér
tilkynningu þá, sem borgaryfirvöld hafa
sent út.
„Framtalsnefnd Reykjavíkur mun
eins og undanfarin ár í umboði Borgar-
ráðs Reykjavíkur yfirfara skattframtöl
elli- og örorkulífeyrisþega og veita
lækkun á álögðum fasteignaskatti skv.
3. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna
sveitarfélaga.
Borgarráð hefur samþykkt eftirfar-
andi viðmiðunarreglur um lækkun fast-
eignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega
árið 1983:
1. Niðurfelling:
Fella skal niður fasteignaskatt hjá
þeim elli- og örorkulífeyrisþegum, sem
á árinu 1982 höfðu ekki aðrar tekjur en
■ Björn Þórhallsson, formaður Fram-
talsnefndar: „Nefndin yfirfer öll skatt-
framtöl elli- og örorkulífeyrisþega til að
athuga hvort lækka á fasteignaskattinn,
eða fella hann jafnvei niður“
tryggingabætur frá Tryggingastofnun
ríkisins (þ.e. elli- og örorkulífeyri,
tekjutryggingu og heimilisuppbót)
2. 80% lækkun:
Þeir einstaklingar, sem ekki falla
undir lið 1 (fá niðurfellingu) og höfðu á
árinu 1982 kr. 66.000.00 eða lægri
tekjur, fá 80% lækkun fasteignaskatts.
Sama gildir um hjón, sem höfðu sameigi-
lega á árinu 1982 kr. 105.000.00 eða
lægri tekjur.
3. 50% lækkun:
Þeir einstaklingar, sem á árinu 1982
höfðu tekjur frá kr. 66.000.00 — 86.000.tX)
fá 50% lækkun fasteignaskatts. Sama
gildir um hjón, sem sameiginlega höfðu
á árinu 1982 tekjur frá 105.000.00 -
136.000.00.
Vakin er athygli á því, að heimild til
lækkunar á fasteignaskatti nær ekki til
annarra gjalda á fasteignagjaldaseðlin-
um en fasteignaskattsins.
Tilkynningar um afgreiðslu framtals-
nefndar á lækkun fasteignaskattsins
verða væntanlega sendar út til viðkom-
andi elli- og örorkulífeyrisþega í mars
og apríl n.k.“
■ Þó að það virðist einfalt fyrir börn að búa til þessa litlu unga og
héra er lildega betra að fá smá hjálp hjá einhverjum fuUorðnum.
Epli með osti
■ Og þá eru það eplin á óvenjulegan
hátt. Takið 4 hörð og súr epli
150 g goudaostur
2egg
1 msk. kúmen
salt
nýmalaður pipar
álpappír
Rífið ostinn á grófu rifjámi og hrærið
saman við þeytt eggin. Bragðbætið með
kúmeni, salti og pipar. Holið eplin,
hellið blöndunni í og látið þau í
álpappírsskálar. Glóðið í u.þ.b. 20
mínútur.
Þessi epli eru góð með kjöti.
Uppskriftina fengum við upp úr
bókinni Glóðað góðgæti, sem kom út
hjá Iðunni fyrir jólin, með góðfúslegu
leyfi útgefanda. í bókinni ber rétturinn
nafnið Epli með osti.
Sem sjá má á myndinni eru eplin
glóðuð á útigrilli, en auðvitað kemur
það alveg út á eitt, þótt þau séu grilluð
í ofni.