Tíminn - 10.02.1983, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 10. FEBRUAR 1983.
Ódýrar bókahillur
Fyrir heimili og skrifstofur
Stærð: 184x80x30
Fást í furu, eik og bæsaðar.
Verð kr. 1.990.— án hurða
Tré- og glerhurðir fáanlegar
Húsgögn °fl^Suðuriandsbraut 18
innrettmgar sími 86 900
Eigum fyrirliggjandi
CAV 12 volta startari:
Bedford M. Ferguson
Perkins Zetor
L. Rover D. Ursus ofl.
CAV 24 volta startari:
Perkings
Scania
JCB o.fl.
Lucas 12 volta startari:
M. Ferguson
Ford Tractor ofl.
CAV 24 volta alternator:
35 amper einangruð jörð
65 amper einangruð jörð
Butec 24 volta alternator:
55 ampers einangruð jörð
Einnig startarar og alternatorar fyrir allar
gerðir af japönskum og enskum bifreiðum.
Þyrill s.f.
Hverfisgötu 84
101 Reykjavík
Sími 29080
ÍSSKÁPA- OG FRYSTIKISTU
VIÐGERÐIR
Breytum gömlum ísskápum
í frystiskápa.
Góð þjónusta.
astvöFk
REYKJAVIKURVEGI 25 Háfnarfirði simi 50473
útibú að Mjölnisholti 14 Reykjavík.
"Bilaleigan\£
CAR RENTAL
<□> 29090
REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK
Kvöldsími: 82063
Þorlákshöfn:
Aflinn
til
8 tíma
vinnudags
Þorlákshöfn: í Þorlákshöfn hafa gæft-
ir verið mjög stirðar það sem af er
vetrarvertíð eins og víðast annarsstað-
ar. Að sögn Þórðar Ólafssonar, form.
Verkalýðsfélagsins hafa menn þar þó
sloppið að mestu við atvinnuleysi til
þessa, nema hvað nokkrir komust á
skrá um vikutíma eftir áramótin -
vegna smá stopps á togaranum - og
aftur 2-3 daga nú nýlega. Annars hefur
verið hægt að halda uppi 8 tíma vinnu
á dag. „Þetta er ekkert óeðlilegt á
þessum tíma“, sagði Þórður.
Flestir Þorlákshafnarbátar eru við
netaveiðar, nokkrir róa með línu og
einn er á trolli. Aflann kvað hann ekki
mikinn ennþá, skárri þó hjá línubátun-
um, en fyrst og fremst væri það
gæftaleysið sem hamlaði.
Þórður kvað þegar komið nokkuð af
aðkomufólki í fiskvinnsluna í Þorláks-
höfn, en reynt væri að ráða ekki marga
meðan vinnan er ekki meiri en til
þessa. _HEI
■ Siglutrjáaskógurinn er þéttur í
Þorlákshöfn þegar ekki gefur á sjó.
Kosid um ,Ríki’
á Sauðárkróki
19. febrúar
Sauðárkrókur: „Við ætlum að kjósa
um áfengisútsölu á Sauðárkróki núna
19. fcbrúar n.k. Já, sérstakar kosn-
ingar cins og heimild er fyrir í lögum.
Það á að láta fara fram atkvæða-
grciðslu ef meirihluti er fyrir því í
bæjarstjórn eða að þriðjungur kjós-
enda óskar eftir því“, sagði Magnús
Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Sauðár-
króki er Tíminn spurði hann um
ákvörðun í þessu máli, sent verið
hefur nokkurt hitamál á Króknum.
Magnús sagði bæjarstjóm á sínum
tíma hafa ákveðið það með 7
atkvæðum gegn 2 að láta þessa
atkvæðagreiðslu fara fram. Áfengis-
varnarnefnd hafi síðan óskað eftir
því að kosningunni yrði frestað - og
hún látin fara framsamhliða alþingis-
kosningunum. Hafi nefndarmenn
m.a. sagt að allra veðra væri von og
gamla fólkið ætti því erfiðara með að
komast á kjörstað í slæmu veðri cða
hálku. Raunveruiegur vilji bæjarbúa
myndi því ekki koma fram. Þegar
málið var aftur tekið fyrir í bæjar-
stjóm fyrir nokkru var frestunartil-
laga feild með 6 atkvæðum gegn
þrcm.
Hótelið á Sauðárkróki hefur vín-
veitingaleyfi og því engra hagsmuna
að gæta í þessu sambandi sagði
Magnús. Það séu hins vegar einstak-
lingar í bænum scm vilja geta náð í
áfengi fyrirvaralítið. En eins og nú
er verður að panta það í gegn um
póstinn - aðallega frá Siglufirði.
-HEI
Lokað til Ólafsfjarð-
ar í fjóra sólarhringa
Ólafsfjörður: „Það snjóaði svo mikið
fyrir helgina að það var búið að vera
lokað alveg síðan á föstudag. Það var
mokað í allan gærdag, en þetta var svo
mikið að ekki tókst að opna fyrr en
eftir hádegi í dag“, sagði Valdimar
Steingrímsson, vegaverkstjóri á Ólafs-
firði, á þriðjudagskvöldið. Þá var
komin hláka og um 7 stiga hiti svo
snjórinn bráðnaði hratt. Því fylgdi að
vanda nokkurt grjóthmn úr fjallinu,
að sögn Valdimars, en ekki þó meira
en það að menn létu sig hafa það að
fara á milli. Rigning var hins vegar
ekki, þannig að ekki kom til flóða eða
vegaskemmda af völdum vatnsaga.
Mesti snjór á Snæfellsnesi frá 1919:
Nær 50 snjóskriður
í Ólafsvíkurenni
— og stundum munað mjóu að illa færi
Ólafsvík: „Það hafa komið 49 snjó-
skriður á veginn í Ólafsvíkurenni
síðan 17. desember og alveg merkilegt
hvað fólk hefur sloppið við þær, því
stundum hafa menn jafnvel lokast inni
á milli tveggja skriða sem fallið hafa
nær samtímis. Um daginn var t.d.
héraðslæknirinn á leið út á Hellissand.
Það kom flóð fyrir framan bílinn, svo
hann ætlaði að snúa til baka, en þá var
annað flóð komið fyrir aftan - hann
fór ekki lengra og varð að ganga til
baka“, sagði Hjörleifur Sigurðsson
hjá Vegagerðinni í Ólafsvík m.a. er
við spurðum hann um færð eða
kannski frekar ófærð þar um slóðir,
s.l. þriðjudag.
- Það er allt með heldur betra móti
núna. Nokkuð hár hiti var í nótt og
dag en lítil úrkoma, þannig að ég veit
ekki til að orðið hafi vegaskemmdir
vegna þíðunnar. Heldur er svo kóln-
andi aftur núna síðdegis. Töluvert
grjóthrun var þó úr Enninu eins og
oftast þegar þiðnar og eins úr Búlands-
höfða. |
Jú, við reynum að loka veginum
þegar þannig stendur á. En erfitt er að
eiga við fólkið - það vill halda áfram
og reynir þá að komast framhjá þeim
hindrunum sem við höfum komið fyrir.
Menn eru þá ekki lífhræddir þarna
á Nesinu? „Nei, þó hefur þetta nú
skánað síðan veghefillinn fór þarna
framaf fyrir um tveim árum - fólk sá
þá hvað getur gerst."
Hjörleifur segir óvenju mikinn snjó
hafa verið á Nesinu allt síðan um
miðjan desember. „Fullorðnir menn í
Ólafsvík og Hellissandi segjast jafnvel
ekki muna svo mikinn snjó hérna
■ Ólafsvíkurenni.
síðan árið 1919. Einnig hefur hann
legið ákaflega einkennilega eftir nes-
inu. S.i. laugardag setti t.d. niður
óvenjulega mikinn snjó í Breiðuvík -
á afmörkuðu svæði. Þá kom t.d.
snjóskriða úr Stapafelli, sem líklega
hefur ekki skeð í áratugi", sagði
Hjörleifur.
Tilraunakafl inn sem gerður var á
nýjum vegi undir Ólafsvíkurenni -
niður í sjó segir Hjörleifur virðast
standa sig nokkuð vel og lofa því góðu.
Snjóflóðin í vetur hefðu t.d. ekki náð
út á þann nýja veg. Þegar hins vegar
stykki fór úr fjallinu í fyrra hefði það
lent á veginum - hefði hann verið til
staðar. „En ég hef þá trú að þessi nýi
vegur muni breyta ákaflega miklu -
því þetta hlyti að enda með einhverri
skelfingu ef haldið verður áfram að
fara um Ennið“, sagði Hjörleifur.
-HEI
-HEI