Tíminn - 08.03.1983, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1983
fréttir
Bandalag jaf naðar-
manna kom stjórn-
inni til hjálpar
■ Bandalag jafnaðarmanna bjargaði
umdeildu stjórnarfrumvarpi frá því að
verða felit í neðri deild í gær. Hér er um
að ræða framlengingu á skatti á skrif-
stofu- og verslunarhúsnæði, sem stjórn-
arandstaðan hefur staðið á móti í allan
Áltillagan
afgreidd í dag
■ Tillaga atvinnumálanefndar um
nefndarskipun til að semja við ísal um
orkuverð verður á dagskrá sameinaðs
þings í dag. 1 gær var búist við að
deildarfundir yrðu fram eftir degi, þar
sem mörg mál bíða afgreiðslu og munu
umræður um breytingar á kosninga-
lögum hafa forgang, enda er stefnt að
því að þingrof getið orðið á föstudag.
Búast má við átökum um álnefndina,
en tillagan er lögð fram af þrem þing-
flokkum í andstöðu við Alþýðubanda-
lagið og fjallar um að orkusamningarnir
við Isal verði teknir úr höndum iðnaðar-
ráðherra. Ráðherrar Alþúðubandalags-
ins hafa verið stórorðið um þessa tiliögu
í fjölmiðlum og bíða menn með nokkurri
eftirvæntingu eftir viðbrögðum þeirra á
Alþingi er þingsályktunartillaga atvinnu-
málanefndar verður tekin til umræðu og
afgreiðslu.
OÓ
vetur og hótað að fella. Málið kom til 2.
umræðu í neðri deild í gær og var
samþykkt með 21. atkvæði gegn 19.
Bóndinn á Bergþórshvoli greiddi at-
kvæði gegn frumvarpinu eins og við
hefur verið búist í allan vetur, og
hefði það fallið á jöfnum atkvæðuin ef
Bandalag jafnaðarmanna hefði ekki
komið stjórnarliðum til aðstoðar og
greitt frumvarpinu atkvæði sitt.
Málið á eftir að fara til 3. umræðu og
síðan efri deildar, en ekkert sýnist geta
komið í veg fyrir að skatturinn verði að
lögum þegar líður á vikuna.
OÓ
■ Um það bil 5000 manns hafa nú séð sýningu fréttaljósmyndara á Kjarvalsstöðum.
Sýningin var opnuð þann 24. fyrri mánaðar og henni lýkur nú í kvöld. Margir kunnir
menn úr stjórnmálalírinu hafa lagt leið sína á sýninguna og haft ánægju af, ckki síður
en aðrir. Hér er það Ólafur Ragnar Grímsson, sem virðir fyrir sér sjálfan sig og kollega
sína á Alþingi.
(Tímamynd G.E.)
Deilt um stjórnar-
skrá og kosningalög
Fra skrifstofu
■ Farsóttir í Reykjavíkurumdæmi í jan-
úarmánuði 1983, samkvæmt skýrslum 18
lækna:
Influenza........................... 56
Lungnaólga ......................... 54.
Kvef, kverkabólga, lungnakvef o.fl. . 796
Önnur umræða um frumvarp til stjórnskip- með breytingartillögu sem allir nefndarmenn
unarlaga hófst í neðri deild í gær. Matthías standa að.
Bjarnason er framsögumaður stjórnarskrár- Breytingartillagan er svohljóðandi: Kosn-
nefndar og mælti fyrir nefndaráliti og breyt- ingarrétt við kosningar tíl Alþingis hafa þeir
ingartillögu. I nefndarálitinu segir, að til að sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer
greiða fyrir afgreiðslu málsins Itafi þaö sam- fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt.
komulag verið gert, að stjórnarskrárnefndir Lögheimili á Islandi þegar kosning fer fram
beggja deilda störfuðu saman að afgreiðslu er einnig skilyrði kosningaréttar, nema
málsins. Varð nefndin santmála um að leggja undantekningar frá þeirri reglu verði ákveðn-
til að frumvarpið verði samþykkt ar í lögum um kosningar til Alþingis.
Páll Pétursson kvaðst standa að afgreiðslu
stjórnarskrárnefndar í málinu og Iagði til að
■ ■ frumvarpið yrði samþykkt með þeirri breyt-
ISBiVlllS ingartillögu sem nefndin leggur til.
..I þessari afstöðu minni felst það að ég er
Streptókokka-hálsbólga, skarlatssótt . 53 sáttur við núverandi kjördæmaskipan og get ‘
Einkirningasótt ........................ 3 fellt ntig við að þingmönnum verði fjölgað í
Kíkhósti .............................. 26 63 og að atkvæðabærir verði menn 18 ára og
Hlaupabóla ............................ 41 lágmarkstala þingmanna verði 32 utan
Rauðir hundar ......................... 1 Reykjanes- og Reykjavíkurkjördæma.
Hettusótt............................ 97 Hins vegar vil ég taka það fram að með
Iðrakvef og niðurgangpr............... 146 þessu er ég ekki að samþvkkja fylgiskjöl sent
prentuð eru með frumvarpinu, svo sem drög
að frumvarpi til laga unt breytingar á
kosningalögununt frá 1959. Þcim drögunt er
í ýntsu áfátt. Á nýju þingi gefst færi á aö
lagfæra þessi drög innan ramma þeirrar
stjórnlagabreytingasem hérerveriðaðgera.
Hugmyndin um að tengja afgreiðslu stjórn-
arskrárntálsins ákvörðun um kosningar strax
að loknum kosningum i apríl hafna ég alfarið
og tel ábyrgðarleysi að flana út í síðari
kosningar án þess að reyna í millitíðinni að
reisa rönd við dýrtíðarholskeflunni sem ógn-
ar þessu þjóðfélagi.
Ég tel að þeim þingmönnum er kjörnir
verða í apríl, beri skylda til framaröllu öðru
að standa fyrir viðhlítandi efriahagsaðgerð-
um til að varna bráðasta háskanum. Síðan
þegar bráðasta háskanum hel’ur veriö bægt
frá, getur nýkjörinn meirihluti sent myndast
kann ákveðið kosningar cf Itonum svo
sýnist," sagði Páll Pétursson.
OÓ
Brýnt
aðnýta
veiði-
vötnin
— svo sem
frekast er
kostur, segir
í ályktun
Búnaðarþings
■ „Búnaðarþing telur brýnt að nýta
veiðivötn landsins, svo sem frekast er
kostur”, segir m.a. í ályktun Búnaðar-
þings um silungsveiði og markaðsmál,
sem afgreidd voru s.l. miðvikudag.
Leggur Búnaðarþirig til að fræðilegt
mat á einstökum veiðivötnum liggi fyrir
svo fljótt sem við verður komið, með
tilliti til skynsamlegrar nýtingar þeirra.
Áhersla verði lögð á að finna tæknilega,
fjárhagslega og fclagslega lausn á fram-
kvæmd og skipulagi veiðanna. Meðferð
og verkun allans verði vönduð og stuðlað
að sem fjölbreyttastri úrvinnslu hans og
skipulagi veiðanna jafnframt því sem
áfram verði unnið ötullega að markaðs-
leit og sölumennsku.
Þá leggur Búnaðarþing til að Fram-
leiðnisjóður landbúnaðarins og Byggða-
sjóður vciti árlega fé til að standa undir
þcim kostnaði sem leiðir af kaupum á
tækjum og veiðarfærum vegna vciði- og
vinnslutilrauna, en að Stofnlánadeild
láni til nauðsynlegra fjárfcstinga þegar
áætlun varðandi notkun veiðivatnanna
liggi fyrir.
HEI
**BI LASYNING* *
AÐ SMIÐJUVEGI4
KÓPAVOGI
Opið alla virka daga frá kl. 9—19
Opið laugardag frá kl. 10—18
Opið sunnudag frá kl. 13—18
FIATPANDA
A
VERÐFRA 116.000,-
FIAT125 P
VERÐ FRA 98.000,
V
Þessir bílar eiga það sameiginlegt
að vera sparneytnir, ódýrir, liprir
og þægilegir
Þessi verð eru staöreynd
Komið og sjáið hinn stórkostlega EAGLE 4x4
og kynnið ykkur verðið. Skoðið þennan fjölhæfa lúxusbil sem sameinar jeppann og ameríska fólksbílinn.
Bíll sem alla dreymir um. Nú er tækifærið að kynna sér bílinn, hæfileika hans og útlit, verðið og greiðsluskil-
málana.
Verð áður kr. 600.000. Nú kr. 430.000.
SYNINGARBÍLAR A STAÐNUM
n
American
Motors
i
FtUlWWI
__
P0L-M0T
Framdrifinn - Italskur - Aflmikill - Traustur
EGILL
VILHJÁLMSSON HF.
DAVÍÐ I
SIGURÐSSON HF. I