Tíminn - 08.03.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.03.1983, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1983 íslenskum hestum sæma best íslensk reiðtygi Hnakkur með öllu. Verð frá kr. 7.500.- Vönduð vinargjöf Allt til reiðbúnaðar Þorvaldijr mapsa Guöjonsson hnakkaR Söðlasmíðameistari, Einholti 2 - inngangur frá Stórholti - sími 24180. Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Ef þú þarft að endurnýja, gera við, bæta við eða breyta raflögnum, minnir Samvirki á þjónustu sína með harðsnúnu liði rafvirkja, sem ávallt eru tilbúnir til hjálpar. samvirki SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 44(5 66 Staða varðstjóra Staða lögregluvarðstjóra í Snæfells- og Hnappa dalssýslu, með aðsetri í Grundarfirði, er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 31. mars n.k.. Laun samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfs- manna. Sýslumaður Snæfells- og Hnappadalssýslu, 28. febrúar 1983. Jóhannes Árnason. ÍSSKAPA- OG FRYSTIKISTU VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum i frystiskápa. Góð þjónusta. 'aslvBfh REYKJAVIKURVEGI 25 Hálnarfirði sími 50473 útibú að Mjölnisholti 14 Reykjavfk. fréttir Vírnet h.f. f Borgarnesi byrjar framleiðslu á klæðningarstáli: „Tekst vonandi ad þrauka yf ir þetta þrengingatímabir’ — segir Páll Gud- bjartsson BORGARNES: „Já það er meiningin hjá okkur að fara að framleiða litað akrílhúðað klæðningarstál - erum raunar byrjaðir á því. En það er auðvitað tæpást um neina sölu að ræða eins og er fremur en almennt í bygging- arvörum - þetta er svo dauður árs- tími“, sagði Páll Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóri Vírnet h.f. íBorgarnesi. En Tíminn hafði haft spurnir af því að nú á þessum síðustu og verstu tímum þegar mest heyrist um samdrátt á flestum sviðum, þá sé Vírnet búið að byggja við og kaupa nýjar vélar. „Við fórum út í þetta í bjartsýni á s.l. vori, áður en við gerðum okkur grein fyrir því að hverju stefndi. Þá var tekin ákvörðun um að byggja við og hefja þessa nýju framleiðslu. Eg dreg hins vegar í efa að sú ákvörðun hefði verið tekin við núverandi aðstæður. Árið 1981 var gott ár hjá okkur, en síðasta ár nokkuð erfiðara, sérstaklega þó vegna þróunar á verði erlendra gjaldmiðla. Við flytjum allt hráefni inn á 6 mánaða gjaldfresti og erum þess vegna oftast búnir að selja það þegar kemdur að greiðslu. í fyrra urðum við ■ Páll Guðbjartsson, framkvæmda- stjóri Mynd M.Ó. yfirleitt að greiða efnið með mun fleiri krónum en reiknað var með við verð- útreikninga. . En maður verður bara að vona að okkur takist að þrauka yfir þetta þrengingatímabil", sagði Páll. Til stálframleiðslunnar voru keyptar tvær nýjar vélar, önnur til að valsa stálið og hina sem getur beygt valsaðar plötur þvert á bárurnar, sem Páll segir nýjung hér á landi. Þetta geti verið þægilegt t.d. ef menn vilji brjóta plöturnar niður á þakskegg á húsum, þegar klætt er niður vegg og út á útbyggingu þannig að það sé samfast og í ýmsum öðrum tilvikum. Einnig kvaðst Páll álíta að þessi vél geti opnað möguleika á að nota klæðningarstál í ýmiskonr framleiðslu þar sem slíkt stál kom ekki til greina áður. Meginmálið sé því að hafa hugkvæmni til að nýta möguleikana og finna markaði fyrir þá. Til þessa hefur framleiðsla Vírnets h.f. verið gamla góða bárujárnið, nagl- ar og mótavír. Sagði Páll nokkurn samdrátt hafa verið í sölu á þakjárninu í fyrra, en hins vegar heldur aukningu í naglasölunni. Um 18 manns vinna í Vírnet, bæði konur og karlar. Elsti starfsmaður fyrirtækisins, og jafnframt elsti starfandi maðurinn í Borgarnesi að því Páll veit best, er nú 87 ára gamall og búinn að vinna í fyrirtækinu frá upphafi - um 27 ár. - HEI Hafnarfjörður: 85 lóðum úthlutað í Setbergslandi á næstunni Tekjur Hafnar- fjarðarbæjar áætlaðar 262.2 millj.íár: HAFNAFJÖRÐUR: Heildartekjur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar eru áætlaðar rúmar 262,2 milljónir króna á þessu ári samkvæmt fjárhagsáætlun er samþykkt var á bæjarstjórnarfundi 15. febrúar s.l., með 7 atkvæðum. en 4 sátu hjá. Af þessari upphæð er gert ráð fyrir að 193.2 milljónir séu skattgjaldstekjur, sem er 61% hækkun á þeim lið frá því árið 1982. Áætlaðar útsvarstekjur eru tæpar 104,1 millj. króna, en útsvarsprósenta var ákveðin 11,88%. Fasteignagjöld eru áætluð 31,1 millj. kr., aðstöðugjöld 11.3 millj. og framleiðslugjald af álver- inu 12,2 millj. kr. í frétt frá Hafnar- fjarðarbæ segir m.a. að ríkissjóður hafi í engu sinnt kröfu bæjarins frá 1978 um cndurskoðun til hækkunar á hlutdcild bæjarins af framleiðslugjald- inu, þrátt fyrir skýr samningsákvæði þar um, frá 1976. Stærsti útgjaldaliður fjárhagsáætlun- arinnar er til fjárfestingar og reksturs við vcrklegar framkvæmdir, eða 57,8 millj. kr. Til fræðslumála er ráðstafað 49,8 millj., til félagsmála 48,8 millj.. til æskulýðs og íþróttamála rúm 18,1 millj... til reksturs bæjarins um 17,6 millj. og til heilbrigðismála um 15,9 milljónir króna. Af ráðstöfunarfé Hafnarfjarðarhæj- ar er í ár áætlað að verja um 35% til nýframkvæmda og fjárfestingar, en það hlutfall var 32% á síðasta ári. að því cr segir í frétt frá bæjarstjóra. - HEI HAFNARFJÖRÐUR: Nýlega var byrjað á gatnagerð í nýju íbúðarhverfi, sem rísa á við Setberg í Hafnarfirði og verður úthlutað þar 85 lóöum á næst- unni, aðallega fyrir einbýlishús, að því er segir í frétt frá bæjarstjöra. Einnig er unnið að gatnagerð í Norðurbæ. en þar var úthlutað lóðurn fyrirskemmstu og auk þess er áformuð gatnagerð í iðnaðarhverfum. Eftir átak við malbikun gatna og gangstéttargerð segir bæjarstjóri þeim áfanga hafa verið náð. að allar götur í eldri bæjarhverfum hafi verið malbik- aðar. í ár sé svo áformað að malbika Lækjarhvamm, Fjóluhvamm, Fagra- hvamm, Háahvamm og Hrauntungu, auk gatna í iðnaðarhverfum. Varðandi skólabyggingar er stærsta vcrkefnið bygging 3. áfanga Öldutúns- skóla, þar sem framkvæmdir hófust -s.i. haust. Ennfremur er hugmyndin að halda áfram endurhótum á gamla Flensborgarskólanum, innréttingu raf- iðnadeildar Iðnskólans og að ljúka við íþróttahús Víðistaðaskóla. Þá er bygg- ing nýs leikskóla við Suðurbraut í undirbúningi og áætlað að taka hann í notkun á hausti komanda. Á sviði heilbrigðismála er áformað að hefja framkvæmdir við viðbyggingu við Sólvang fáist tilskilin leyfi heil- brigðisráðuneytisins og jafnframt er bygging heilsugæslu Hafnarfjarðar í undlrbúningi. Þá hefur veriö ákveðið að byggja við Sundhöllina og einnig er bygging útisundlaugar í Suðurbæ í undirbúningi. Ýmsar fleiri fram- kvæmdir eru á döfinni í Hafnarfirði að sögn bæjarstjóra. en að lokum verður hér þó aðeins getið um að áætlað er að koma öllu frárennsli frá bænum út fyrir hafnargarða á árinu. Síðasti áfangi þess verks er safnlögn meðfram Fjarð- argötu. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.