Tíminn - 08.03.1983, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1983
r spegli
tímans
Brigitte Bardot
segir frá lífi sínu
í sjónvarpsþáttum:
ÉGVAR
EINS
OG DVR í GULLNU BÚRI
Dýr og dýravernd eru líf og yndi Brigitte. Hún hefur tekið að sér húsbóndalausa hunda og ketti, og jafnvel asna og geitur!
Að undanförnu, tæpum 10 árum eftir að
Brigitte Bardot tók þá endanlegu ákvörðun
að segja skilið við kvikmyndirnar og þá
ímynd, sem henni hafði verið sköpuð þar,
hafa franskir sjónvarpsáhorfendur fengið
að sjá hennar eigin útgáfu á lífsferli hennar.
Sýningin var í þrem þáttum og hlaut mjög
góðar undirtektir.
Það hefur komið löndum
hennar á óvart að sjá ekki einu
sinni ávæning af kyntákninu
Brigitte Bardot, sem á sínum
tíma var í efsta sæti á útflutn-
ingsvöruiista Frakklands. í
staðinn kemur hún til dyranna,
eins og hún er klædd, orðin 48
ára og ber það með sér. Hún
þykir mjög hreinskilin, þegar
hún lýsir hömlulausu og ó-
tryggu lífi sínu á „velmektar“
árunum.
- Eg sat í gullnu búri og
þjáðist eins og dýr. Ég var
ofsótt af Ijómyndurum og að-
dáendum, aldrei fékk ég frið.
Fyrir frægðina sveik ég sjálfa
mig segir hún.
Brigitte var ekki nema 14
ára, þegar hún varð á vegi
leikstjórans Rogers Vadim.
Hann þóttist strax sjá, að
eitthvað sérstak byggi í þessari
ungu stúlku, tók hana upp á
arma sína, gerði úr henni kvik-
myndastjörnu og giftist henni.
Ekki voru allir jafn sáttir við
þessa ráðabreytni í upphafi og
Brigitte segir frá því í sjón-
varpsþáttunum, að faðir henn-
ar hafl ógnað Roger með byssu
og krafist þess, að þau svæfu
ekki saman, fyrr en kirkju-
brúðkaup, hefði farið fram.
Sú varúðarráðstöfun dugði
þó ekki til þess, að hjónaband-
ið entist. Ekki varð þó þessi
reynsla til þess, að Brigitte
gæfist upp. Hún giftist öðru
sinni, nú leikaranum Jacques
Charrier, og eignaðist með
honum soninn Nicolas. En nú
hafði hún tekist meira á hendur
en hún var manneskja til að
standa í. - Ég var einfaldlcga
ekki fær um að sjá um barnið
mitt, segir Brigitte. - Ég þurfti
sjálf á móður að halda. Hjóna-
bandið fór því út um þúfur og
Nicolas ólst upp hjá föður
sínum. Síðustu ár hefur þó
samband hans og móður hans
farið batnandi.
Sjálfsmorðstilraun -
þrjú tonn af rauðum
rósum
Brigitte, sem á þessum árum
var einfaldlega kölluð BB,
gerði nú sjálfsmorðstilraun,
sem varð að heimsfrétt, vegna
þess hver átti í hlut. Þegar hún
átti að heita hafa jafnað sig
eftir hana, hellti hún sér að
nýju út í hið Ijúfa líf og ekki
leið á löngu uns enn einn
draumaprinsinn varð á vegi
hennar. Það var þýski
glaumgosinn Gunter Sachs.
BB fannst hann ómótstæði-
legur. Hún segir frá því, að dag
einn hafi hann ieigt þyrlu til að
dreifa þrem tonnum af rauðum
rósum yfir hús hennar og garð.
Hún var heilan dag að tína þær
saman.
Slíka aðdáun stenst engin
kona og BB lét til leiðast að
giftast Gunter. Það hjónaband
varð þó enn skammvinnara en
hin fyrri og lífið varð enn
villtara. Ekki leið svo kvöld,
■ - Það er ekki margt fólk, sem ég kærimigumað umgangast nú orðið, segir
Brigitte. En hún telur ekki eftir sér að elda sjálf dýrindismat ofan í vini sína.
viðtal dagsins
Komið við í eldhúsi Alþingis:
„ÞETTA ER EINS 0G
GOn STÖRT HEIMIU”
segir ráðskona þingmannanna, Þórdís Valdimarsdóttir,
sem hefur séð þeim fyrir kaffibrauði í bráðum 18 ár
■ „Jú, blessuð vertu. Þetta eru
allt indælismenn - ég vil ekki
gera upp á milli þeirra, þeir eru
allir jafn ágætir,“ segir hún
Þórdís Valdimarsdóttir, ráðs-
konan í eldhúsi Alþingishússins,
þegar blaðamaður Tímans leit
inn hjá henni til þess að forvitn-
ast örlítið um matarvenjur
þingmanna og fleira, en að sjálf-
sögðu eru þeir indælismennirnir
sem Þórdís nefndi.
- Hvað ert þú búin að starfa
lengi hérna Þórdís?
„Ég byrjaði hérna 1965, þann-
ig að þetta er mitt átjánda ár. Til
að byrja með var ég í framleiðsl-
unni, en þá var Margrét Valdi-
marsdóttir með eidhúsið, en síð-
an varð ég arftaki hennar."
- Hvernig er svo nábýlið við
þingmennina?
„Það er mjög gott. Þetta er
eins og gott, stórt heimili. Flestir