Tíminn - 08.03.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.03.1983, Blaðsíða 12
I »1 r •» T ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1983 umsjón: B.St. og K.L. ■ Hér eru falleg, röndótt prjónavesti, bæði fyrir móður og dóttur. Fyrri upp- skriftin er ætluð dótturinni á ýmsum aldri, en sú síðari mömmunni. Stærð: 2/4 (6/8) 10/12 (14) ára Garn: 2 (2) 3 (3) hnotur í lit 563 4-1 hnota 506 og 519 Mayflower Prjónar: nr. 3 og 416 Prjónafesta: 21 I. = lOcm í sléttu prjóni á prjóna nr. 4'/2. í munstrið má dcila með 10 4- 7 1. Prjónað úr tvöföldu garni 1. prjónn: rétt 2. prjónn: og allir prjónar með jafnri tölu: brugðnir 3. prjónn: 7 (7) 2 (7) rctt x sláið upp á, 3 r. snúnar saman, sláið upp á, 7 r x endurtakið frá x til x prjóninn út og endið eins og þið byrjuðuð. 8. prjónn: brugðið Prjónið 4 fyrstu prjónana einu sinni aftur, 4 prjóna garðaprjón, skiptið yfir í lit 506 og prjónið 6 prjóna garöaprjón, skiptið yfir í lit 519 og prjónið 6 prjóna garðaprjón. Allir þessir prjónar mynda munstur- umferð og eru endurteknir sí og æ. Bakið: Fitjið upp á prjóna nr. 416 með lit 563 57 (67) 72 (77) lykkjur og prjónið 5 garða. Prjónið nú 8 prjónana, sem mynda munstrið, 2 (2) (2) (3) sinnum, prjónið einn prjón réttan og 1 prjón brugðinn. Prjónið nú gataprjón sem hér segir: x 1 l.r, sláið upp á, 2 r saman x. Endurtakið frá x til x prjóninn út. Prjónið I prjón brugðinn og síðan munstur þar til stykkið er orðið u.þ.b. 24 (28) 32 (35) cm. Fcllið nú af fyrir handvegi báðum megin 5 1., og þegar handvegurinn cr orðinn 12 (14) 15 (18) cm. fellið þið af fyrir öxlunum báðum megin, tvisvar sinnum sex (tvisvar sinn- um sex) tvisvar sinnum sjö (tvisvar sinnum sjö) lykkjur. Lykkjurnar, scm eftir cru, cru scttar í geymslu. Framstykki: Prjónað eins og bak- stykkið þar til handvegsúrtaka hefst. Skiptið nú stykkinu um miðju og setjið miðjulykkjuna á nælu (ekki þó á stærð 10/12 ára) og prjónið hvort stykki fyrir sig. Prjónið 2 I. saman tvær lykkur frá hálsmálskantinum á fjórða hverjum Indverskur fiskréttur ■ Hcr kemur uppskrift aö gómsætum fiskrctti. scm er eink- ar heppilegur fyrir þá, sem gæta vilja línanna. I hann þarl' fyrir fjóra: 750 g fiskflak salt 1 sítrónu 240 g lauk, skorinn uiöur í teninga 2 dl fisksoö (1 teningur í tvo dl afvatni) 3 tsk. karrý 2 tsk. sinnepsduft 1 dós stcrkan tómatkraft (puré) 1/2 dl edik 2 lárviöarlauf graslauk, fínt klipptan Stilliö ofninn á 225°. Leggið hrcinsuð fiskllökin í ofnfast fat og kryddið þau meö ofurlitlu salti. Hcllið safanum úr einni sítrónu yfir. Sjóðiö lauktcningana í nokkr- ar mínútur í fisksoði. Setjið karrý, sinncpsduft, tómatkraft og edik saman við. Hellið blöndunni yfir fiskflökin og leggið lárviðarlaufin hjá. Látið fatið vera í 225° heitum ofninum í u.þ.b. 25 mínútur. Stráið ffnt klipptum graslauk yfir áður en borið er fram. prjóni, alls 7 sinnum, og síðan á öðrum hverjum prjóni þar til eftir eru 12 (12) 14 (14) lykkjur. Þegar handvegurinn er orðinn jafnlangur og á bakstykkinu, er fellt af fyrir öxlunum eins og á bakstykk- inu. Hin hliðin er prjónuð sem spegil- mynd þessarar. Frágangur: Saumið saman annan axla- sauminn og takið upp með lit 563 á prjóna nr. 3 ailar lykkjurnar í hálsmál- inu, á stærðinni fyrir 10/12 ára er mið- lykkjan tekin með. Prjónið nú 3 garða, en takið 2 1. saman báðum megin við miðlykkjuna á hverjum prjóni. Fellið af með sléttu prjóni, Saumið nú hinn axlasauminn saman og prjónið í hand- vegina 3 garða með lit nr. 563. Saumið hliðarsaumana. Búið nú til snúru og dragið hana í gegnum gataumferðina í mittinu. NB. Hafið hugfast, að bómullargarn gefur lit í nokkurfyrstu skiptin, sem það lendir í þvotti. Vesti móðurinnar Stærðir: 36/38 (40/42) 44 Garn: 5 hnotur í lit nr. 550 4- 1 hnota í lit 549 og 534 Mayflower nr. 8 Prjónar: nr. 3 og 4V5 Prjónafesta: 21 lykkja = 10 cm. Prjónað er úr tvöföldu garni í munstrið má deila með 10 4-7 1. 1. prjónn: rétt 2. prjónn: og allir prjónar með jafnri tölu: brugðið 3. prjónn: x 7 réttar, sláið upp á, 3 r. snúnar saman, sláið upp á x. Endurtakið frá x til x prjóninn út og endið á 7 r. 5. prjónn: rétt 7. prjónn: 2 r. x sláið upp á, 3 r. snúnar saman, sláið upp á, 7 r. x. Endurtakið frá x til x prjóninn út. Endið á 2 r. 8. prjónn: brugðið Prjónið nú aftur 4 fyrstu prjónana af munstrinu, 4 prjónar garðaprjón, skiptið yfir í dökkan andstæðan lit og prjónið 6 prjóna garðaprjón með grunnlitnum. Það, sem hér er undantalið, myndar munsturumferð og er endurtekið sí og æ, Bakstykkið: Fitjið upp á prjóna nr. 4!h með grunnlit 87 (97) 107 lykkjur og prjónið 5 garða. Prjónið nú 8 munstur- prjóna þrisvar. Nú gerið þið gataumferð á eftirfarandi hátt: x 1 r, sláið upp á, 2 r saman x Endurtakið frá x til x út prjóninn. Nú prjónið þið einn prjón brugðið og síðan munstur. Þegarstykkið er orðið u.þ.b. 35 (37) 39 cm. eru felldar af 8 (8) 10 I. í handveginn og þegar stykkið er orðið 58 (62) 68 cm, er fellt af fyrir axlirnar báðum megin tvisvar sinn- um tíu lykkjur (tvisvar sinnum tólf lykkjur) tvisvar sinnum þrettán lykkjur og lykkjurnar, sem eftir eru, geymdar. Framstykkið: Prjónist eins og bak- stykkið upp að handvegi. Þá er stykkinu skipt um miðju og hvor hluti prjónaður fyrir sig. Setjið miðlykkjuna á nælu. Prjónið 2 I. saman innan tvcggja lykkj- anna hálsmálsmegin á 4. hverjum prjóni þangað til eftir eru 20 (24) 26 lykkjur. Þegar stykkið hefur náð sömu hæð og bakstykkið, er fellt af á öxlunum eins og á því. Hin hliðin prjónast sem spegil- mynd. Frágangur: Saumið saman annan axl- asauminn og veiðið upp með prjónum nr. 3 allar lykkjur í hálsmálinu og prjónið 3 garða, en takið 2 1. saman hvorum megin við miðlykkjuna. Fellið af með réttu prjóni. Saumið hinn axla- sauminn saman og prjónið í handveginn eins og hálsmálið. Saumið saman hliðar- saumana og gangið frá öllum endum. NB. Hafið hugfast að bómullargarn gefur lit í fyrstu skiptin, sem það er þvegið. Gerið snúru úr 8 þráðum af grunnlitn- um og dragið hana í gegnum gataum- ferðina í mittinu. Mamma og dóttir í stfl Stendur þér stugg- ur af tækninni? ■ Hagnýtirðu þér til fulls öll þau þægindi, sem er að finna í eldhúsinu þínu? Notfærirðu þér öll prógrömmin á þvottavélinni þinni? Kanntu að stilla vídeóupptökutækið þitt á sjálfvirkan tíma? Tekurðu upp úr útvarpinu á snældu? Hefurðu andstyggð á hugtakinu „tækniótti"? Ef svarið er neitandi við meira en einni af fyrstu spurningunum og játandi við þeirri 5.. þjáist þú af tækniótta; I crlendu blaði rákumst við á þessa skilgreiningu á tækniótta. Þar er bent á, að á tlestum heimilum er að finna ógrynni alls konar hjálpartækja, og þeim á eftir að fara fjölgandi í framtíðinni. Hins vegar fer því fjarri, að fólk almennt noti þessi tæki til fulls, enda eru þau oft á tíðum flókin og geta leyst fjölþætt verkcfni. En hvernig stendur á því, að fólk leggur ekki út í að kynna sér til fulls þá möguleika, sem tæknin býður upp á í þeim verkfærum, sem þegar eru til á heimilinu? Margar ástæður liggja til þess, segir í blaðinu. Þar er bent á, að leiðarvísar, sem tækjunum fylgja, gegna oft ekki hlutverki sínu. T.d. þykja þeir oft vera á illskiljanlegu máli fyrir venju- Iegt fólk og því borið við. að þeir, sem þá skrifi, geri það frá allt öðru sjónarmiði en notendurnir lesa þá. Fólk fletti þeim með hraði og ætlist til að rekast á mikilvægar upplýsingar. Þetta hafi það í för mcð sér, að ýmsar upplýsingar og aðvaranir fari fram hjá lesandanum. Því er m.a.s. haidið fram, að þeir séu fyrst og fremst skrifaðir fyrir karlmenn; Úrbætur Góð ráð eru gefin framleiðendum til að ráða bót á þessu ófrcmdarástandi. T.d. sé heppilegra að gefa þær upplýsing- ar, sem mögulegt er, heldur með mynd- máli en texta. Allur texti skuli vera á sem einföldustu máli. Með stuttum millibil- um skuli vitnað til atriða, sem áður hafa komið fram. Það er nefnilega ekki hægt að ætlast til að lesandinn hafi lagt öll þau atriði, sem hann hefur lesið, á minnið. Þá er lagt til, að hönnun tækjanna verði stöðluð og inn í þau verði byggt einhverskonar aðvörunarkerfi. svo að notandinn geri sér strax Ijóst, 'ef hann hefur gert eitthvað vitlaust. Lásu leiðarvísana, en samt.. .. Sem dæmi um fólk. scm stendur stuggur af tækninni. er í greininni sagt frá 4 húsmæðrum. sem þátt tóku í tilraun nokkurri. þar sem þær áttu að vinna með tæki. sem þcim voru ókunnug. Sú fyrsta átti að gera innkaupa pöntunarlista með tölvu. Eftir 25 mínútna árangurslausar tilraunir til að kveikja á skerminum, gafst hún upp. Önnur var beöin að stilla víedóupptökutæki á dagskrá, sem átti að hefjast klukkustundu sfðar. Þrátt fyrir að hún stæði í þeirri meiningu, að hún hefði lesið leiðbeiningarnar vandlega, fór það alveg framhjá henni, að hún þurfti að stilla klukkuna á þann tíma, sem hún var að stilla tækið. Sú þriðja fékk það verkefni að láta tölvu setja saman mataruppskrift. sem byggðist á þeim matvælum. sem hún átti í búrinu. Hún var órög að gefa tölvunni fyrirskipan- ir. En ekkert fékk hún svarið. cnda hafði henni láðst að leggja spurninguna fyrir tölvuna. Sú fjórða ætlaði að baka köku í örbylgjuofni, en þar sem fram hjá henni fóru mikilvægar upplýsingar, þeg- ar hún las sér til í leiðbeiningunum, varð árangurinn ekki annar en hrá kaka. Allar stóðu konurnar í þeirri mein- ingu. að þær het'ðu lesið leiðarvísana vel og vandlega áður cn þær hófust handa. Þær höfðu aldrei áður hugleitt, að flókið gæti verið að vinna með þau tæki, sem finna má á mörgum heimilum. og því síður að þeim stæði nokkur skelfing af þeim. En þessi reynsla varð til þess, að þær fóru að endurskoða þessa afstöðu sína. Þær misstu kjarkinn ogsjálfstraust- ið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.