Tíminn - 13.03.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.03.1983, Blaðsíða 2
SUNNUDAGUR 13. MARS 1983 ■ Fyrr má nú aldeilis vera montið, hugsið þið kannski lesendur góðir, þegar ég, umsjónarmaður Eldhússkróksins ákveð í sjálfumgleði minni, að vera sjálf gestgjafi ykkar (og minn) að þessu sinni. Eg verð bara að biðja ykkur að treysta mér, því það kemur náttúrlega ekki í Ijós hvort ég á þennan sjálfveitta heiður skilinn fyrr en einhver góðviljaður les- andi gerist svo djarfur og prófar það sem ég ætla að bjóða upp á. Matseðillinn er nú ekki ýkja flókinn hjá mér að þessu sinni, en ég lofa ykkur því, að ég hef margreynt aðalréttinn á gestum mínum, og ávallt við góðar undirtektir. Aðalrétturinn heitir einfald- lega Partýpottréttur, og forrétturinn nefnist Rækjupanna. Með þessum réttum er Ijúffengast að drekka hvítvín, og ég mæli með Anheus- er- Liehfraumlich. Snúum okkur þá að uppskriftunum, en ég er haldin þeirri áráttu, að vera hrifnust af því að laga rétti, sem ég get undirbúið með nógu góðum fyrirvara. Rækjupanna Þennan rétt tekur enga stund að laga, og oftast set ég í hann næstum hvað eina sem kemur út úr grænmctishólfinu á ísskápnum, ásamt rækjunum. En svona lítur panna út hjá mér aö þessu sinni: 400 gr. rækjur 1 dós maiskorn 1/2 dós sveppir (enn betra að hafa þá ferska) 1/2 fersk paprika rauð 1/2 fersk paprika græn 1 til 1 1/2 Isk stcrkt karrý 50 grömm smjör eða smjörvi Einn brauðhleifur, bóndabrauð, eða grófkornótt brauð hvcrs konar. ■ Ég var komin svo stutt í eldamennskunni þegar Róbert Ijósmyndara bar að garði, að ég var einungis búin að smyrja cldföstu skálina innan. Viðar Ágústsson, (maðurinn minn) er yfirleitt hjálparkokkur þegar mikið stendur til - þ.e. hann opnar dósir, passar dóttur okkar og smakkar, sem er hans uppáhaldsiðja. RÆKJUPANNA 06 PARTÝ-POTTUR Umsjónarmadur Eldhússkróksins í mat hjá sjálfum sér Ég bræði smjörið á pönnu, við góðan hita, bregð sveppunum og rækjunum á pönnuna. Læt malla örstutta stund. Skelli þá korninu saman við og karrýinu, smakka til, set paprikuna síðast út í niðursneidda, til þess að hún sé sem ferskust. Ber fram, með brauðinu, sem ég er ekkert að rista nema það sé ékki alveg glænýtt. Þetta er létt í maga og því ágætlega tilfundið að nota sem forrétt. Þessi uppskrift dugar handa fimm til sex, ef hún er notuð sem forréttur. Partý-pottréttur Þcnnan rétt útbý ég yfirleitt kvöldinu áður en ég ætla að nota hann, eða að minnsta kosti að því leyti, að ég grilla, eða steiki kjúklinginn kvöldinu áður. Rétturinn dugar handa 4 Það sem til þarf er: 1 vænn kjúklingur 1 pk. Golden Savory rice 6 msk mayonnaise 2 dl rjómi 1 dós sveppir 2 tsk karrý Safi af sveppum og kjúklingasoð Ég steiki kjúklinginn í poka, eftir að hafa kryddað hann með Grill-kryddolíu og kjúklingakryddi. Kæli kjúklinginn niður, og sker eða ríf síðan í hæfilega bita og hreinsa vel af beinunt. Þá sýð ég hrísgrjónin, í um 20 mínúturog kæli þau niður. Blanda rjómanum og olíunni, set karrýið út í, sveppina og set nú hrís- grjónin ög kjúklinginn niðurrifinn (alveg beinlausan) útí og hræri vel saman. Ef mér finnst þetta verða of þykkt, þá set ég eitthvað af kjúklingasafanum og sveppasafanum saman við og smakka. Þetta set ég allt í eldfasta skál með loki, og þannig getur skálin staðið í ísskáp til morguns, og þá er rétturinn búinn að taka karrýið svo vel í sig að hann er enn bragðbetri. Þegar ég síðan vil fara að undirbúa borðhaldið þá set ég ofninn á 175 gráður og um leið og ég set eldfasta pottinn inn, set ég snittubrauð í álpappír inn, en áður hef ég klofið brauðið að endilöngu og smurt það með hvítlauks- smjöri. Læt ég hvort tveggja vera í ofninum í hálftíma, og ber síðan fram glóandi heitt. Hvítlaukssmjörið útbý ég þannig að ég tek góðan slurk af smjörva og krem út í hann eitt hvítlauksrif og hræri saman - enginn vandi. Jæja, ekki ætla ég að fara að hrósa þessum rétti mínum nein ósköp svo ég segi bara við þá sem ætla að prófa - Verði ykkur að góðu. Óðalsostur Svissneskar lambari ■ Er ekki rétt að halda áfram með þessa snögglöguðu rétti í helgarostakynningunni einnig, þannig að um hálfgerða hraðferð- arrétti sé að ræða í öllum tilvikum. Ég sting upp á ljúffengri uppskrift úr bæklingi Osta og smjörsölunn- ar, sem nefnist Svissneskar lamba- rifjur, og osturinn sem notaður er er Óðalsostur. Það sem til þarf er: 4 lambarifjur, skornar þvert yfír hrygginn, 25 gr. smjör salt pipar 4 þunnar sneiðar skinka 2-3 tómatar 1/4 msk basilikum 8 sneiðar Oðalsostur paprika Bankið rifjurnar létt, brúnið þær í smjöri 3-4 mín. á hvorri hlið. Raðið rifjunum i í eldfast mót. Leggið skinku og tómatsneið of- aná hverja rifju. Bakið við 225 gráðu hita í 15 mínútur, eða þar til osturinn er bráðinn og fallega gulbrúnn.Stráið papriku yfir áður en rétturinn er borinn fram. Berið fram með hrásalati og soðnum eða bökuðum kartöflum. Hörður Sigurjóns- son býður upp á Flin ofif Broadway Special ■ Það er Hörður Sigurjónsson, yfirþjónn á Broadway sem býður upp á drykki helgarinna í Drykkjar- horninu að þessu sinni. Hann ætiar að bjóða okkur upp á einn sætan lystaukakoktail, sern heitir því „flippaða1' nafni Flip. Flip hlaut 1. verðlaun í Íslandsmeistarakeppni barþjóna 1979 og sama ár hlaut drykkurinn bronsverðlaun á HM. Ætli Hörður geri ekki ráö fyrir því að máltíð verði snædd á milli drýkkja, því hann býður upp á „long-drink“ scm hann segir oft vera drukkinn að loknum mat, og sá drykkur nefnist Broadway Special, enda blandaði Hörður hann sérstakjega í tilefni af opnun Broadway á sínum tíma. ■ Hörður Sigurjónsson, þjónn á Broadway. Tímamynd - Ella Uppskriftirnar eru þá svo hljóð- andi: Flip - íslandsmeistaratitill 1979 og Brons á HM 1979 - sætur koktaill 3 cl Baccardi romm 2 cl Kakólíkjör, Marí Bricard 1 d bananabols Dash (skvetta) sítrónusafi Þetta er hrist saman, borið fram í koktailglasi, skreytt með tveimur rauðum koktailberjum. Hörðursegir að þetta sé vinsæll lystauki hjá dömurn. Broadway Special - hristur fyrst í tilefni af opnun Broadway 3 cl vodka SmirnolT 2 d Amaretto 1 cl bananaltkjör Bols fvllt upp nteð tropicana Hrist saman, hellt í long-drinkglas og hellt yfir eins og einni tsk af grenadin. Skreytt með sítrónusneið, tveimur rauðum koktailberjum, strái og hræripinna. Hörður segir að þessi drykkur sé vinsæll jafnt hjá konuin scm körlum. Yachi dat segja þeir í VVales, cn ég er ekki viss um að Leo Monroe, eða aðrir Walesbúar séu ánægðir með stafsetninguna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.