Tíminn - 13.03.1983, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.03.1983, Blaðsíða 14
SUNNUDAGUR 13. MARS 1983 Viðhorf til refsinga á íslandi á upplýsingaöld: „Tvær andstæðar lífsskoðan- ir á sakamálarétti og lögum' Davíð Þór Björgvinsson, sagnfræðingur skrifar um deilur Magnúsar Stephensens og Bjarna Thorarensens og varpar nýju ljósi á viðhorf Bjarna, sem hann telur að hafi hlotið ómaklega dóma ■ A síðari iilufa 18. aldar og rjórum fyrstu áratuguin hinnar 19. urðu gagngerðar breytingar á íslenskri refsilöggjöf. Mcð sainanburði við siðferðilegar og pólitískar liugmyndir svonefndra upplýsingarinunna um refsingar, hlutverk þeirra og gildi, þykir mega ráða að (irounin á fyrrgreindu tíniabili sæki að verulegu leyti afl sitt til hugrnynda þeirra. Ef athuguö er sérstaklega löggjöf um þjófnaðarbroE skírlífis- og silskaparhrot, manndráps og líkamsmeiðingar, er auðsætt, að helstu einkenni þróunarinnar eru almennt aukin milduu og mannúð í meðferð sakamanna. Er það ruunar í samræmi við skoðanir áðurnefndra upplýsingurmanna. I;rá sjóiun lioli samtínians cr cllaust tilhnciging til aó kalla þessar hreytingar framfarir í refsirétti. enda færði hvert spor á brautinni okkur nær rétti nútímans í þessum efnum. Orðið „framfarir" er hins vegar óljósrar merkingar og er eins víst að einn vildi nota orðið j.afturför" þar sem annar kýs að nota „framför". Svo var og um þær breytingar scm íslensk rcfsilöggjöf gekk í gegnum á s.h. 18 aldar og f.h. 19. aldarogfer því fjarri aðallir væru á eitt sáttir um rcttmæti og gildi breytinganna. I þessari grein er ætlunin að fara nokkrum orðum um deilur þær sem risu af hinum nýju. hugmyndum um refsingar. Voru þaðeinkum tveir menn sem báru hitann og þungann af þeim, þeir Magnús Stephensen dómstjóri í yfirréttinum frú stofnun hans við 180(1 til dauðadags og Bjarni skáld Thorarensen scm tók sæti sem dómari í réttinum 1811. Mun héreinkum vcrða fjallað um þá tvo. Ágreiningur um hlutverk og gildi rcfsinga hér á landi verður undarlega seint berlegur eða ekki fyrr en mcð stofnun Landsyfirréttarins 18(M) og einkum eftir 1811. þegar Bjarni Thorarensen tekur sæti í rcttinum. Vandfundin er cinhlít skýring á þessu, en hér kttnjji að skipta máli að Upplýsingarstefnan, þaöan sem nýrri hugmyndir um refsingar vorn runnar, er nokkuð seinna á fcrðinni hér á landi en annarsstaðar. Eiginleg Upplýsingaröld á íslandi hefst ekki fyrr en um 1750. eða um 40 árum seinna cn annars staðar í Evrópu. Hámarki náði upplýsingin á íslandi ekki fyrr en um og eftir 1790. Hér mætti e.tv. spyrja livorf íslendingar hafi ekki verið færir um að mynda sér skoðun um hlutvcrk og gildi refsinga. þó þeir væru e.t.v. illa upplýstir í sögulegri merkingu þess orðs. en það gerðu þeir reyndar á vissan hátt. Innlend yfirvöld létu sig vissulega refsingar skipta á 18. öld, enda refsiglöð með afbrigðum. Formerkin á verkum þeirra á sviði refsinga og refsiframkvæmdar voru hins vegar dálítið önnur en hinar siðferðilegu hugleiðingar 1 upplýsingarmanna gerðu ráð fyrir, og snérust að mestu um ýmis hagkvæmnisatriði og að málurn yrði þannig hagað, að sem minnst kostaði. Fræðilegar bollaleggingar verða áberandi Á f.h. 19. aldar fer umræðan um þessi m ál að taka á sig annan blæ en áður, og hinar fræðilegu bollaleggingar vcrða meira áherandi, bæði á lögfræðilega og siðferðilega vísu. Hinn lögfræði- legi þáttur er auðsær í endurteknum þrætum um hvaða ákvæðum rétt væri að beita hverju sinni og hvernig bæri að túlka þau ákvæði sem bcita skyldi enda var orðinn þvílíkur ruglingur í refsilöggjöf- inni hér á landi við upphaf 19. aldar, að æra myndi óstöðugan ef fara ætti frekar út í það. Hinn siðferðilegi þáttur er aftur á móti greinilegastur í ýmsum skrifum um þessi mál í bókum og tíma- ritum o.þ.h. En þrátt fyrir að greinilega verði vart aukins áhuga á þessum efnum á fyrstu áratugum 19. aldar, verður með engu móti sagt að upplýsingarviðhorfin hafi almennt notið samúðar þcirra mannæermest koma hér við sögu. Hitt er nær sanni að andstæðingar þeirra hafi verið öllu fleiri, og er það e.t.v. skýringin á því hversu deilurnar verða tiltölulega áberandi og harðar, þar sem öllu fleiri menn rcyna að róa á móti straumi tímans, en hinir sem fylgdu þróuninni eftir og studdu hana. I riti dr. Björns Þórðarsonar, Landsyfírdómur- inn 1800-1919, hefur deila þessi verið rannsökuð eins og hún kom fram innan Landsyfirréttarins. Byggir Björn umfjöllun sína nánast eingöngu á dömum Landsyfirrcttarins og atkvæðabók þeirri sem dómarar réttarins skráðu ágreining sinn í. Hér verður ekki leitast við að endurtaka þá rannsókn en dr. Björn gerði á sínum tíma, enda ólíklcgt að hann hafi látið fram hjá sér fara nokkur meiriháttar atriði sem breyti einhverju um niður- stoður hans. Verður hér því stuðst við rit hans. Þetta ber þó ekki að skilja svo að ætlunin sé að endurtaka það sem hann hcfur skrifað um málið, enda ýmsu við það að bæta í heild. Hér er það einkum tvennt sem athyglin beinist að og Björn gerir lítil sem engin skil. í fyrsta lagi að varpa Ijósi á umræðuna eins og hún kom fram utan réttarins, og í öðru lagi að kanna frekar hugmyndir og rök hvers og eins um hlutverk og gildi rcfsinga. Það er einkum í hinu síðara sem rannsókn Björns nýtist vel, enda sýnist mega draga ýmsar mikils- verðar ályktanir af því efni sem þar er dregið fram í dagsljósið, en hann hefur látið hjá líða að gcra. Tvær stefnur keppa innan Landsyfirréttar Megin niðurstöður Björns má tjá í stuttu máli, með hans eigin orðum: „að innan dómstólsins (þ.e. Landsyfirréttarins) kepptu frá öndverðu tvær stefnur, tvær andstæðar lífsskoðanir á saka- málarétti og lögum. önnur eldri og strangari. hin yngri og mildari". Síðan kemur fram að fulltrúar hinnar eldri og strangari voru Bjarni Thorarensen og ísleifur Einarsson, og fulltrúar hinnar yngri og mildari þeir Magnús Stephensen og Benedikt Gröndal. Þá kemur þar einnig fram að þeir Magnús og Bjarni voru höfuðandstæðingar og ágreiningur þcirra mestur og dýpstur. Verður þetta ekki í efa dregið. enda augljóst annars vegar af atkvæðabók- inni, sem ágreiningur dómaranna er skráscttur í og hins vegar af meðferð íslenskra mála í Hæstarétti Danmerkur þar sem vilji Magnúsar Stephensen náði yfirleitt fram að ganga, þó hann hafi orðið að láta í minni pokann hér heima. En þrátt fyrir að niðurstöður Björns séu þannig skýrar og ótvíræðar, vakna ýmsar spurningar seni enn er ósvarað. Þar kemur fyrst í hugann spurningin um eiginlegar hugmyndir að baki afstöðu hvers einstaks dómara, einkum Magnúsar og Bjarna. Verður hér reynt að grafast fyrir um það. Magnús Stephensen: Upplýsingarmaður í húð og hár Fyrstan er að telja Magnús Stephensen, en hann var ötulasti baráttumaður fyrir mildari refsingum hér á landi á tímabilinu sem hér um ræðir, eins og flestum sem sýsla við sagnfræði ætti að vera kunnugt. í stuttu máli var Magnús upplýsingarmaður í húð og hár. „Hefur upplýsing glaðnað hjá sonum mínum?", er sú spurning sem brennur honum heitast á vörum, þegar hann skrifar Eftirmæli 18. aldar. „Já, stórum... skynsemin tók í þinni tíð enn framar að upp- lýsa..“, cr svar hans, og einmitt þetta telur hann 18. öldinni helst til gildis, þótt reyndar hann telji ýmislegt vanta upp á að peran lýsi eins og best verður á kosið. Verður þess ekki vart í ritum hans að hann geri tilraun til að leyna hinum sterku áhrifum upplýsingarinnar á hugsun sína og upplag. Það er því hægur vandinn að geta sér til um hvaðan Magnús Stephensen hefur hugmyndir sínar um hlutverk og gildi refsinga. í ritgerð sem Magnús skrifar í 7. bindi Klaust- urpóstsins 1924, lætur hann þau orð falla sem sýna betur en margt annað hversu röksemdir hans hafa augljósan skyldleika við röksemdir upplýsingar- manna um sömu efni: „Ekkert í héíminum hefur verdskuldadri áfellisdóm fcngið, enn píning manna til sagna.. Pví margur saklaus játar það undir grimmúm píningum af liverju liann er sýkn suka og kýs heldur snöggt andlál en grimmar og langvinnar kvalir." Eru þessar hugleiöingar Magnúsar næsta líkar hugleiðingum ítalans Beccaria um sama efni, en hann var einn frægasti fulltrúi upplýsingarmanna þeirra sem létu sig refsingar skipta. Fagnar Magnús því ennfremur mjög að slíkir hlutir heyri nú liðinni tíð. Þáð er og athyglisvert að þrátt fyrir að pyntingar fólks til sagna hafi verið teknar af hér á landi nokkuð löngu áður en þetta var skrifað, þótti ýmsum mikil eftirsjá í þessu og töldu meintum sakamönnum ekki of gott að þola smávegis pústra, ef það mætti vera til þess að upplýsa málin. Lög byggðá sáttmála þegnanna Refsispeki Magnúsar er að öðru leyti mjög samofin hugmyndum hans um hið æðsta stjórnar- form eins og reyndar á við um flesta upplýsingar- menn. Stjórnmálahugsjón Magnúsar snérist um hið upplýsta einveldi og þá hugmynd að lögin væru að rekja til einhvers konar sáttmála þegn- anna. einskonar náttúruréttarkenning. Treysti hann best vel upplýstum einveldiskonungi til að stjórna af mildi og mannúð og með hagsmuni fjöldans að leiðarljósi. Koma þessi viðhorf hans einna skýrast fram í riti hans. Ræður Hjálmars á Bjargi handa Börnum sínum, sem kom ut árið 1920. Er rit þetta vísast ein besta heimildin um stjórnmála- og lífsskoðanir Magnúsar í heild. Segir hann þar m.a. „Þar verður stjórnin best og aimenningsheill mesl hvar upplýsing og stjórnsemi æ haldast t hendtir, livar trúarbragðanna og siðgœðis lærdómar rækilega innprentast hjörtum inattna, til að aftra þeim frá iöstum, en ummynda þá í dygðuga, duglega, hyggna og góða þegna, svo trúarbragðanna stjórn drottni framar laganna straffs ógnun yfir mönnum." Réttvísina telur Magnús síðan hina æðstu dyggð hvers stjórnanda, „sú dyggð" segir hann. „innibindur aðrar, því að vera réttvís og að vera dygðugur er eitt og hið sama". Segja má um Magnús að í starfi sínu sem dómstjóri í Landsyfirréttinum um 30 ára skeið, sé hann skoðunum sínum samkvæmur, en störf hans sem tengdust því embætti eru hin megin- heimildin um skoðanir hans í refsimálum. Má greina störf hans að þessu leyti í tvennt. Annars vegar það sem snýr að úrskurði einstakra mála, og hins vegar afskipti hans og tillögur um breytingar á refsilögum í átt til mildunar. Um hið fyrra hefur Björn Þórðárson tekið saman nokkurt efni í áðurnefndu riti. Kemur þar fram að Magnús á við ramman reip að draga þar sem meðdómendur hans í Landsyfirréttinum eru. Á tímabilinu 1811- 1832 eru dómendur í réttinum þeir Magnús, Bjarni Thorarensen skáld og Isleifur Einársson. Skoðanaágreiningur milli Magnúsar og Bjarna er augljósastur og einatt er það Magnús sem mælir með mildustu refsingunni þegar ágreiningur er til staðar, en Bjarni með þeirri hörðustu. Hér skulu tekin dæmi sem sýna glögglega mismuninn á skoðunum dómaranna. Deilur um hórdómsbrot Maður að nafni Páll Sigurðsson timburmaður er ákærður fyrir 3. sinn framinn hórdóm og kona ein Valgerður Pálsdóttir fyrir 2. sinn framið hórdóms- brot. Voru dómarar sammála um það að sökin væri sönnuð. Vildi Bjarni dæma manninn til 5 ára, en konuna til 4 ára, festingarerfiðis og hvert um sig til 42 rd. sektar að auki. Isleifur vill dæma manninn til 2x27 vandarhagga og 15 að auki „fyrir þverúðarsaman lausgangaraskap", og konuna til 10 vandarhagga refsingar. Magnús leit hins vegar mildari augum má málið og dæmir manninn aðeins 26 rd. sekt og konuna til 17 rd. Endaði þetta með því að álit Magnúsar varð dómur í málinu og var álit hans staðfest í Hæstarétti Dana. í öðru máli 1827 stóð fyrir dyrum að finna manni nokkrum hæfilega refsingu fyrir 4. hór- dómsbrot. Vildi Bjarni fara að öllu eftir lögum. þ.e. kgsbr. 3. maí 1816, í þessu máli og dæma manninum 2x27 vandarhagga refsingu, eins og þar var gert ráð fyrir. Magnús Stephensen og ísleifur Einarsson vildu hins vegar í máli þessu taka tillit til vissra „mildandi kringumstæðna" þ.e. þeirra að maður þessi hafði kvænst konu sinni nálægt fimmtugri, en hún síðan verið vanheil að mestu og var nú um sjötugt. Manninum væri það því afsakanlegt, þó hann réri á önnur mið í kvenna- málum sínum, en sjúkrabeð kerlingar sinnar sjötugrar. Bjarni var þessu algerlega mótfallinn að þetta héyrði til mildandi kringumstæðna. Hvar var hið rómantíska skáld í þessu máli? í þjófnaðarmáli einu hafði móðir kært dóttur sína fyrir að hafa stolið frá sér saumabolta. Sannaðist reyndar að stúlkan hefði haft boltann í leynilegri vörslu sinni einhvern tíma. Hvorki Bjarni né ísleifur sáu neitt því til fyrirstöðu að dæma stúlkuna til refsingar, en Magnús var því ekki aðeins mótfallinn, heldur kvað sér bjóða við að dæma stúlkukind þessa fyrir þjófnað. Magnús átti þannig oft við ramman reip að draga innan réttarins og þótt meðdómendum hans, einkum Bjarna hefði átt að vera Ijóst að sjónarmið Magnúsar stæðu nær tíðarandanum, en lians cigin og færu nærri því sem Hæstiréttur Danmerkur teldi réttast í hverju máli, var cins og hann ætti erfitt með að beygja sig undir sjónarmið Magnúsar, hvort sem það hefur stafað af óbeit á persónu hans eða grundvallarmun á lífsskoðun. Magnús vill breyta refsilögum Hinn meginflöturinn á starfi Magnúsar við refsingar og refsiframkvæmd, sem embættis- manns, eru afskipti hans af löggjöf og lagasetn- ingu. Fyrst er að nefna för hans ásamt Stefáni Þórarinssyni og Vibe amtmönnum til Kaupmanna- hafnar 1799, þar sem rætt var um breytingar á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.