Tíminn - 13.03.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.03.1983, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 13. MARS 1983 ■ Islcnska sjónvarpið hefur nú hafið sýningar á njósnaþáttun- iim Smiley’s People, sem fengið hafa nafnið Endatafl á íslensku. Þetta er fagnaðarefni unnendum vandaðra njósna bókmennta, en þættirnir hafa fengið feiknalegt lof hvarvetna, ekki síður en Tinker, Tailor, Soldier, Spy, sem fylgdu á undan og hétu hér Blindskák. Hvorir tveggja þættirnir eru gerðir eftir skáldsögum breska rithöfundarins John le Carré, en hann þykir skrifa bestu njósnasögur nu um stundir. Til marks um athygli þá sem le Carré er veitt má nefna að í síðastliðinni viku birti vikuritið Newsweek svokallaða „cover-story“ eða forsíðugrein um nýjustu skáldsögu hans, en fátítt er að slíkur „heiður“ hlotnist rithöfundum, hvað þá reyfarahöfundum. Fer grein Newsweek hér á eftir, þýdd og endursögð, en hana skrifaði blaðamaðurinn Alexis Gelber, ásamt fréttaritara blaðsins í Beirut, Edward Behr. JOHNLE CARRÉ ■ Cornwdl, til vinstri, ásamt barnfóstru og eldri bróður — Sagt frá hofundi Smiley- bókanna og nýjustu bók hans ■ David Cornwell/John le Carré Það er komið fram yfir miðnætti í Beirut, og kyrrðin einráð á Hotel Com- modore. Á dimmum og þröngum bar hótclsins sitja þó nokkrir blaðamenn yfir viskí-sjússum sínum; barþjónninn sjálf- ur er löngu farinn í háttinn. Úti fyrirer kyrrðin aðcins rot'in stöku sinnum af þyrlum sem fljúga yfir, eða einhverju stússi úti á bandaríska flugvélamóður- skipinu sem liggur eina mílu úti frá ströndinni. Mennirnir á barnum skiptast á sögum um eyðilegginguna, blóðsút- hellingarnar og svikseinina sem þeir upplifðu þegar stríðið stóð yfir í þessari hrjáðu borg - og í öðrum hrjáðum borgum. Orðum sínum beina þeir þó fyrst og fremst til eins úr hópnum. Hann er hávaxinn og myndarlegur, búinn kæruleysislegum sjarma og virðuleika hástétta Breta - málrómurinn bendir til hins sama. Hann talar af þekkingu um PLO samtökin og um forseta Líbanon, Amin Gemayel. Aðallega situr hann þó þögull og hlusttfr á hina segja frá því hvernig var að vera í borginni meðan ísraelar héldu uppi skothríð sinni - hann virðist drekka í sig sögurnar, ., eins og skordýr sem viðar að sér forða til að éta seinna," sagði einn blaðmannanna síðar. Sögusviðið er í Miðausturlöndum Maðurinn heitir David Cornvvcll og hann er hvorki blaðamaður, diplómat né njósnari. Cornwell er hvorki meira né minna en mesti njósnasagnahöfundur samtímans. Þakklátir lesarar þekkja hann undir nafninu John le Carré og nú er hann í vinnunni. Meðan blaða- mennirnir tala fylgist hann með hvernig skuggarnir breiða úr sér á veggjunum, hiustar á órólega þögnina í Beirut, og setur sig inn í valdabaráttu Miðaustur- landa. Hann hefur nokkrum sinnum áður komið til Beirut. Nú er hann aftur á móti kominn til að velta fyrir sér atriðum í kvikmyndagerð nýjustu sögu sinnar, sem heitir The Little Drummer Girl, sem er að konia út um þessar mundir og hefur vakið gífurlega eftir- tekt. Miðausturlönd? Við sem héldum að við könnuðumst við sögusvið bóka Le Carrés. Par var George Smiley kóngur í ríki sínu, sá annálaði meistaranjósnari með klaufalega mannasiði en heila stór- meistara í skák. Við héldum að bækur Le Carrés gerðust í votum sveitum Englands, í þrungalegri Lundúnaborg eða sóðalegum hótelherbergjum í Berlín. Úr bókunum vorum við farin að kannast við öfgar Bandaríkjamanna, árangur Sovétmanna og dularfulla siö- fræði njósnaheimsins. Við vissum að dálítil sviksemi í „Sirkusnum" - eða bresku leyniþjónustuni - gat haft stór- kostlegar afleiðingar um allan heim. Um þetta allt saman fjallaði Le Carré í þeini bókum sínum sem vinsælastar hafa orðið, þá ekki síst Tinker, Tailor, Soldier, Spy; The Honourable Sehool- boy bg Smiley's People. Allar þessar bækur urðu metsölubætur og hver um sig seldist betur en hin næsta á undan. Sjónvarpsmyndirnar eftir fyrstu og síð- ustu bókinni hafa einnig farið víða og fengið fádæma lof, ekki síst fyrir stór- kostlegan en hógværan leik Alec Guinn- ess í hlutverki Smileys. En enginn skyldi gleyma því að John le Carré er meira en réttur og sléttur reyfarahöfundur. Hann hefúr mikla rit- hæfileika og skýran siðferðiboðskap, svo hann er álíka langt frá Ian Fleming og hinar ódýru hryllingsmyndir nútím- ans eru frá Edgar Allan Poe. Satt að segja er Le Carré verðugur arftaki ýmissa hina bestu sem skrifað hafa spennusögur, en til þeirra má meðal annars telja Stendahl, Balzac, Conrad, Maugham og Graham Greene, en rétt eins og þeir allir notar Le Carré þessa bókmenntagerð til að velta fyrir sér siðferðislegum ráðgátum nútímans. Hann spyr hvernig greina á milli góðs og ills í hinum flókna heimi sem við þekkj- um nú. Aðalliturinn er grár Bækur John le Carré eru allar afar vel skrifaðar og vel upp byggðar en þær eiga fleira sameiginlegt. í þeim öllum hefur tiltölulega venjulegt fólk flækst inn í furðulegan, leynilegan heim þar sem aðrir litir en grár virðast ekki vera til. Þetta fólk cr nákvæmlega eins og þú og ég en það þarf að velja milli óvissra valkosta og framkvæmir af óútreiknan- legum ástríðum. Við fyrstu sýn er sem John lc Carré taki nokkra áhættu er hann skiptir svo rækilega um; sögusvið; færir sig undir brennandlsól Miðaustur- landa, þar sem kalda stríðið er óþekkt vegna hitans sem ríkir milli deiluaðila. Hins vegar er eðlilegt að rithöfundur sem áhuga hefur á siðferðis- og siðfræði- legum spurningum dragist að Miðaustur- löndum. Allir berjast undir merkjum háfleygra hugsjóna, allir drýgja jafn hræðilega glæpi. Hetjur og tulmenni skipta um hlutverk eins og ekkert sé, og hugsjónir drukkna í blóði. Þarna eru Arabar gegn Aröbum, Arabar gegn gyð- ingum, og - í vaxandi mæli - Gyðingar gegn Gyðingum. Eins og ein aðalsöguhetjan í The Little Drummer Girl spyrja fsraelar sjálfa sig nú: „Hvað erum við að verða? Heimaland fyrir Gyðinga, eða ands- tyggilegt spartneskt kúgararíki?" í stað hins hægláta George Smiley hefur John le Carré kosið sér öðruvísi söguhetjur. Útgangspúnktur bókarinnar er að nokkrir ákaflega snjallir og kraft- miklir Gyðingar taka sér fyrir hendur að hefna hryðjuverka sem framin hafa verið gegn Gyðingum víðs vegar um Evrópu. Upphafsmaður þessara hryðjuverka er ekki síður snjall Palestínuarabi; einn af þeirri gerðinni sem aldrei sefur tvær nætur í sama rúmi. ísraelar, ráðnir í að ná sér niðri á honum, vefa honum þann vef sem skal duga. Beitan sem þeir kjósa sér er ung bresk leikkona, sem þekkt er fyrir svolítið óljósar vinstri hugmyndir sínar. Hún heitir Charlie, og bókin er í rauninni um hana. Verkefni hennar er að tæla hryðjuverkamanninn til sín, og til þess leggur hún upp í æsilegt ferðalag um Aþenu, Salzburg, London og Beirut. I leiðinni finnur hún líka þefinn af hinum „fyrirlitlega unaði hryllingsverka", eins og stjórnandi hennar,,.Joseph“, kallar það og hefur frá skáldinu Shelley. Það hefur gerst hér, eins og í ýmsum fyrri skáldsögum Le Carrés, að ein sögupersónan hefur fært út kvíarnar uns viðkomandi bók hefur í raun orðið hennar. The Little Drummer Girl átti upphaflega að vera allt öðruvísi bók. David Cornwell hafði lengi haft áhuga á hinu flókna valdatafli í Miðausturlöndum og árið 1977 fór hann í langt ferðalag til ísrael, Líbanon, Jórdaníu og Sýrlands. Þetta var eftir að hann lauk við The Honour- able Schoolboy, og hann hugsaði sér að „ganga frá“ Smiley í eitt skipti fyrir öll í bók sem gerðist í þessu umhverfi. Hann komst fljótt að því að hinn ólgandi suðupottur fyrir botni Miðjarðarhafs hæfði alls ekki hinni mjög svo breskú hetju hans, George Smiley. „Ég fann ekki rétta plottið fyrir hann þarna,“ segir Cornwell. Hann sneri því aftur til Bretlands og skrifaði Smiley’s People. Hitti m.a. Yassir Arafat En nú hafði rithöfundurinn látið heill- ast af Miðausturlöndum. Hann sneri aftur árið 1980 og nú harðákveðinn í að skrifa bók um svæðið. Cornwell hitti m.a. Yassir Arafat, leiðtoga PLO, ísra- elska leyniþjónustuforingja, almenna Palestínumenn og Falangista í Líbanon. Hann hafði alla tíð verið harður stuðn- ingsmaður ísraels, en nú varð honum ekki um sel. Afstaða ísraels til Palestínu- ,manna féll honum ekki í geð, og segja má að út frá þeim siðferðilegu spurn- ingum sé The Little Drummer Girl sprottin. „Það var engin leið að segja þessa sögu nema maður tæki sem góð og gild ákveðin atriði,“ segir Cornwell. „Eitt þeirra var að arabískir hryðju- verkamenn hafa vissulega unnið grimmdarverk gegn Gyðingum. Éghófst því handa með hinn hefðbundna hetju- Gyðing, sem var að eltast við „vonda gæjann,“ það er að segja Palestínuaraba. Eftir að sagan væri komin í gang bjóst ég við að lesandinn væri tilbúinn til að takast á við að hlutirnir væru hreint ekki svona einfaldir. Flestir vestrænir lesend- ur vita næsta lítið um hvernig Palestínu- vandamálið hófst og hvað hefur gerst síðan - og ég skammast mín ekkert fyrir að bókin ætlar sér að fræða fólk um það.“ í bókinni, segir Cornwell, er „harm- leikur Gyðinga" sýndur andspænis „því óréttlæti sem Palestínuarabar hafa orðið fyrir vegna sektarkenndar Vesturlanda.“ Bókin afsakar ekki hryðjuverkastarf- semi en leitast hins vegar við að skýra hvers vegna gripið var til hennar, og er að líkindum fyrsti „reyfarinn" sem það gerir. Það er engin tilviljun að bækur Corn- wells/Le Carrés virðast standa föstum fótum í raunveruleikanum. Siðfræðileg- ar spurningar heilla.hina heimspekilegu hiið höfundarins, en jafnframt er hann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.