Tíminn - 13.03.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.03.1983, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 13. MARS 1983 5 ■ Alec Guinnes/George Smiley búinn ást blaðamannsinsástaðreyndum. Hann reynir að upplifa sjálfur þá tíma, þá staði og þær persónur sem hann skrifar um. „Ég reyni að lifa eins og persónan sem er leiksoppur annarra,1' segir hann. Meðan hann skrifaði The Little Drummer Girl ferðaðist Cornwell sjálfur alla þá leið sem leikkonan Charlie fer í bókinni, og fór oft á suma staði til að fullvissa sig um að lýsingarnar hittu í mark. Til að kynna sér lífið í palestín- skum þjálfunarbúðum ræddi hann við tvær konur í samtökunum, en önnur þeirra er nú í ísraeisku fangelsi og hefur verið dæmd fyrir að reyna að skjóta niður E1 A1 þotu. Aðalpersónurnar sjálfar eru byggðar á alvöru fólki, ekki síður en aukapersón- urnar. Charlie er byggð á hálfsystur Cornwells, Charlotte, sem er leikkona. Charlotte var hér fyrr meir í hópi reiðs ungs fólks og eitthvað viðriðin kommún- istaflokk Vanessu Redgrave. Palestínuar- abinn sem ísraelar ieita var a.m.k. að hluta til byggður á Salah Ta Amari, en það var PLO leiðtogi sem Cornwell hitti í Beirut. Hann hugsar eins og njósn- ari Tilraunir Cornwells til að treysta rætur bóka sinna í raunveruleikanum eru ekki aðeins honum til skemmtunar, heldur auka þær áhrifamátt bökanna um allan helming. I bókinni er m.a. lýst heimsókn Charlie í búðir ísraelsku leyniþjónust- unnar í Olympíuþorpinu í Múnchen, og eitt magnaðasta atriði bókarinnar gerist í palestínskum flóttamannabúðum sem verða fyrir árás ísraelska flughersins. En nú er Cornwell á leið frá Beirut, suður á bóginn, til að leita að stöðum til að taka á myndina eftir The Little Drummer Girl. Með í förinni eru tilvon- andi leikstjóri myndarinnar, George Roy Hill, handritshöfundurinn Loring Mandcl og Ijósmyndarinn Don McCullin. Þeir eru stöðvaðir við vega- tálmanir ísraelska hersins. Sprengja hafði sprungið á þessum stað daginn áður. Einn karlmaður lét lítið, kona hans er hættulega særð. Cornwell grettir sig. Áminning, segir hann, um það á hversu veikum bláþræði friðurinn hér hangir. Sjálfur gæti Comwell auðveldlega ver- ið persóna í bók eftir John le Carré. Pað er til að mynda alls ekki fráleitt að ímynda sér hann sem Peter Guillam, einn helsta aðstoðarmann George Smi- leys. Hann er rólyndur, fyndinn, gáfaður og öruggur með sjálfan sig. En ekki er allt sem sýnist. Hann lítur á sjálfan sig sem svikahrapp sem komist hefur inn í breskan háklassa en er með „óvarinn afturhluta". Lífið telur hann vera sam- særi. í stuttu máli, hann hugsar eins og njósnari. Það er skiljanlegt. Breska leyniþjónustan hefur alltaf harðneitað því að Cornwell hafi verið í hennar röðum, eða hafi hann komið þar eitthvað nærri, þáhafi hlutverk hansa.m.k. verið lítilfjörlcgt og bækurnar fyrst og fremst byggðar á fjörugu ímyndunarafli. En nokkrir leyniþjónustumenn sem látið hafa af störfum segja aftur á móti að Cornwell haft vissulega verið í þeirra hópi, og hann hafi meira að segja bæði unnið fyrir M15, gagnnjósnadeildina, og M16, sem er sjálf leyniþjónustan. Að- spurður segir Cornwell: „Ég hef eitthvað hnusað af leyniþjónustunni, en það var fyrir mjög, mjög löngu." Meira vill hann helst ekki segja. Samkvæmt einni heimild þá komst Corn- well fyrst í kynni við leyniþjónústuna er hann var aðeins 17 ára gamall og stúder- aði þýsku og bókmenntir við háskólann í Sviss. Hvort sem það er rétt eður ei, þá hafði hann alla vega gengið til liðs við leyniþjónustuna er hann var 19 ára og hafði verið kallaður í herinn. Cornwell hafði aðsetur í herdeild í Vínarborg og yfirheyrði fjöldann allan af flótta- mönnum sem streymdu inn í Austurríki frá Ungverjalandi. Hlutverk hansvarað freista þess að greina á milli þeirra sem voru ósviknir flóttamenn og hinna sem kommúnistar sendu til að njósna á Vesturlöndum. Einnig kom Cornwell sér í samband við ýmsa aðila á svæði Sovétmanna í Vín og fékk hjá þeim ýmsar ntinni háttar upplýsingar. „Það fyllti mig óhug," segir hann, „hversu heita stríðið var fljótt.að breytast í kalt stríð. Það var eins og byssukjöftunum hefði bara verið beint í aðra átt." Var bæði hjá M15 og M16 Eftir að hafa þjónað í hernum sneri Cornwell aftur til Bretlands og hóf nám í þýsku við Oxford. Ein heimild segir að hann hafi aukinheldur haft það hlutverk að fylgjast með vinstri sinnuðum stú- dentum. Hann gekk að eiga Ann Sharp og útskrifaðist með láði árið 1956. Þá hóf hann kennslu við fínasta gagnfræðaskóla Englands, Eton. en kunni mjög illa við sig. Kaupið var lágt og andrúmsloftið þrungið stéttaskiptingu, innilokun og áhugaleysi um umhverfið. Hann tók því próf hjá utanríkisráðuneytinu, stóðst það og gerðist diplómat. Það vill svo undarlega til að tvö ár liðu frá því að Cornwell tók fyrrnefnt próf og þar til hann tók í fyrsta sinn við starfi hjá utanríkisþjónustunni. Leyniþjónustu- menn á cftirlaunum herma að mestallan þann tíma hafi hann starfað með M15, einkum með hinum fræga njósnara Max- well Knight, sern nú er látinn. Síðar gekk Cornwell til liðs við Mlóoggerðist njósnari þeirrar stofnunar, undir því yfirskini að vera lágt settur starfsmaður í sendiráði Breta í Bonn. Aður en hann fór sótti hann námskeið í n.k. skóla njósnara norður í Skotlandi - en slík stofnun er einmitt í bókunum unt Smiley og heitir þar Sarratt. Þar var nýliðunt kennt allt milli þess að sigla smábátum hljóðlaust og til þess að taka míkrómyndir. j Bonn hafði Cornwell það fyrir stafni að fylgjast náið mcð stjórnmálalífi Vest- ur-Þýskalands, en hann fylgdi einnig vestur-þýskum nefndum til London. Þar komst hann í kynni við sjálfan valda- strúktúrinn í Bretlandi. „Ég var flugan á veggnum," segir hann. „Ég fékk ótrú- lega greinagóða mynd af valdastéttinni." Dvölin í Þýskalandi olli straumhvörf- um í lífi Cornwells. Eraustur-Þjóðverjar tóku að girða af sinn hluta Bcrlínar mcð gaddavírsgirðingum þeini sem fljótlega breyttust i Múrinn, þá var Cornwell sendur til borgarinnar til að fylgjast með og til að hjálpa njósnurum fyrir austan að komast aftur yfir. Eins og aðrir varð hann fyrir miklum áhrifum af þessum atburðum og hjá honum leituðu áhrifin útrásar í ritstörfum. Hann hafði þegar gefið út tvo reyfara þar scm George Smiley kom fyrst við sögu, Call for the Dead og A Murder of Quality, og þar sem hann var í utanríkisþjónustunni var honum ekki leyft að nota sitt eigið nafn. „John le Carré" þótti honum nægilega dularfullt til að hæfa reyfarahöfundi. „En nú var ég tómur og vantaði sögu- efni," segir hann. „Þá fékk ég hugmynd; að skrifa bók um Múrinn." Þá bók þekkja flestir núorðið: þetta var Njósn- arinn sem kom inn úr kuldanum. Furðulegur faðir í bókinni birtir Cornwell sína mynd af hinum grálynda heimi njósnara og hún er fullskipuð ýmsu fólki sem hann haföi hitt á ferðalögum sínum. Aðalpersónan er Alec Leamas, útbrunninn njósnari, cn hann er byggður á manni sem Corn- well sá einu sinni á flugvelli. ,;Þetta var maður sem var aðframkominn af þreytu cftir ferðalög. Það var eitthvað ólýsan- lega biturt í honum. Ég stal útliti hans og framkomu." Cornwell var innan við eitt ár að skrifa þessa bók og hún varð metsölubók. Graham Greene sagði hana bestu njósna- bók sem hann hefði lesið og Cornwell lét af störfum til að helga sig skriftum. Næsta bók hans, The Looking Glass War, hlaut misjafna dóma en ritlaunin af henni og Njósnaranum, sem auk þess voru báðar kvikmyndaðar, gerðu Corn- well ríkan. Hjónaband hans fór í hund- ana - „frægðin og peningarnir vörpuðu skýru Ijósi á þvcrbresti þcss." Cornwell hóf að skrifa bókina A Small Town in Germany sem fjallar um leit að njósnara í breska sendiráðinu í Bonn, en sú bók seldist þegar til kom ekki sérlega vel. Næsta bók hans var jafnframt eina ástarsaga hans, A Naive and Sentimental Lover, en hún seldist lítið sem ekkert. Þá sneri Cornwell aftur að njósnum - „ég er hvort eð er bestur í því," segir hann. Afleiðingin var Tinker,. Tailor, og mæltist sú bók afar vel fyrir. George Smiley var aftur kominn til sögunnar og nú var hann að leita að háttsettum njósnara innan bresku leyniþjónustunn- ar. Vitanlega var bókin lauslega byggð á máli Kim Philbys. Á eftir kom The Honourable Schoolboy, en þar er Ge- orge Smiley orði.nn yfirmaður M16 og sendir sendimann sinn í ferð um Austur- lönd fjær sem fær óvæntan endi. Og ■ loks kom svo Smiley's People þar sem Smiley, nú á eftirlaunum, tekst í síðasta sinn á við erkióvin sinn, sovéska njósnar- ann Karla. Nú hlaut Cornwell að snúa sér að öðru. „Það hversu frábærlega Alec Gu- inncss meðhöndlaði Smiley færði mig fjær honum." segir Cornwell. „Ég ákvað að snúa mér að yngra fólki, skrifa um nútímavandamál." Ekki cr að undra þó Cornwell sé ófáanlegur til að binda sig of lengi við eina sögupersónu, eitt umhverfi. Hann átti til dæmis mjög crfiða æsku. Hann fæddist árið 1931 í bænum Poolc og þekkti varla ntóður sína, scm yfirgaf ■ í palestínskuni kirkjugarði mann sinn og tvo syni þegar David var mjög ungur. Hann og eldri bróðir hans, Tony, voru þar mcð í vafasantri umsjá föður þcirra, Ronnic Cornwell. Ronnie var sjarmerandi en mikill glæframaður, var sífellt að flækja sig í undarlegustu mál scm hann reyndi svo að Ijúga sig út úr. Það tókst ekki alltaf og Ronnie Cornwell var oftar en einu sinni dæntdur í fangelsi. Fyrst árið 1934 og sat þá inni í tvö ár fyrir fjársvik. Á mcðan faðirinn spilaði fjárhættuspil, eltist við konur og sóaði fé í hcsta, fína bíla og grunsamlcg gróðafyrirtæki hingað og þangað um hnöttinn voru synirnir ýmist í heimavist- arskóla cða í umsjá barnfóstru. Ronnie Cornwell reyndi til dæmis Itvað eftir annað að komast á þing fyrir frjálslynda cn tapaði í hvert sinn og hóf þá á ný feril sinn á útjaðri laganna. „Hann gerði eiginlega ekkert ncma það væri a.m.k. smávegis samsæri í því,“ segir David Cornwell nú um föður sinn. „Það hefur væntanlega haft sitt að segja er ég valdi mér starf." Cornwell kann best við sig á Cornwail Fimmtán ára gamall fór David til náms í Sviss, eins og að framan greindi. Hann var orðinn þreyttur á ströngum aga breskra skóla en einnig vildi hann komast eins langt burt frá föður stnum og hann frekast gat. í leyfum hafði Ronnie oft og tíðum neytt son sinn til að hylma yfir með leyndarmálunt hans. „Ég var leiksoppur hans," segir Cornwell. „Ég var sjarmerandi fíflið Gagnstætt óreglulegri barnæskunni lifir sem svaraði í símarin og sagði að hann væri ekki heima, að ávísun væri á leiðinni. Þetta gerði ég þar til ég var fimmtán ára, en eftir það neitaði ég.“ En Ronnie Cornwell gafst ekki upp. Ekki leið á löngu þar til David var farinn að leika á gjaldeyriseftirlit fyrir föður sinn, og eftir að honum græddist fé fyrjr Njósnarann var það fyrsta sem hann þurfti að gera að borga skuldir föður síns sem átti þá yfir höfði sér.fangelsi í Sviss. Síðar komu diplómatísk sambönd hans að góðum notum við að fá Cornwell eldri lausan úr steininum í Indónesíui „Mér hefur aldrei tekist að skrifa um hann," segir David. Gagnstætt órglulegri barnæskunni lifir Cornwell nú ntjög hæglátu lífi. Hann gckk árið 1972 að eiga Jane Eustace, scm þá var útgáfustjóri hjá Hodder and Stoughton, en það fvrirtæki gefur bækur hans út í Bretlandi. Hún er nú persónu- lcgur ritari hans og umboðsmaður. Þau eiga einn son, Nicholas, og Cornwell heldur einnig góðu sambandi við þrjá syni sína frá fyrra hjónabandi. Fjölskyld- an á íbúð í London en best kann Cornwell við sig á Cornwall, þar sem hann á hús við sjóinn. Bókahillurnar eru fullar af bókum eftir P.G. Wodehouse og ævintýrabók- unt fyrir drengi frá því um aldamót. Þær virðast ólesnar en Cornwell kvaðst hafa lesið þær allar áður. Er hann skildi við fyrri konu sína skildi hann allar bækur sínar eftir handa sonum sínum og keypti sér „nýtt sett". Fleiri bækur um Smiley Frá griðastað sínum á Cornwall skaga fylgist Cornwell með því sem gerist í veröldinni og líst ckki á allt sem hann sér. „Mér hættir til að fyrirlíta sjálfskap- arvíti Vesturlandabúa sem halda að þeir eigi voðalega bágt.. Ég þekki fólk sem hefur upplifað raunvcrulegt helvíti - til dærnis 20 ár í fangelsi fyrir næstum ekki neitt." Lýsingar á bresku leyniþjónust- unni - og CIA - hafa orðið mörgum tilcfni til að saka hann um bölsýni og skort á föðurlandsást. En í rauninni er Cornwell mikill föðurlandsvinur og álítur njósnastarfsemi mjög nauðsynlega. „Það er nógu slæmt að hafa slæma leyniþjónustu, en verra væri að hafa alls enga. Óheiðarlciki stjórnmálamanna gerir leyniþjónustustarfsemi lífsnauð- synlega. „En hann sparar ekki hæðni sína. „Aðalmunurinn á M16 og CIA er sá að CIA myndi vilja hafa Andrópov fyrir njósnara. Við myndum láta okkur nægja ritara hans." Fyrir hina fjölmörgu aðdáendur hans má upplýsa að hann kveðst vilja skrifa einar fimm sex bækur í viðbót. Og aðdáendur Smileys þurfa heldur ekki að kvarta þó hann sé horfinn af sjóanrsvið- inu. Cornwell er ekki fjarri því að hann muni ef til vill líta nánar á ýmis afrek Smileys frá fyrri árum, til dæmis frá því úr síðari heimsstyrjöldinni. Smásagna- safn er því yfirvofandi. Ekki verður það saint næsta bók hans. Hann er þegar farinn að undirbúa hana en harðneitar að upplýsa um hvað hún á að vera. „Ég verð að viðhalda spennunni, jafnvel fyrir sjálfum mér,“ segir hann. „Ég veit aldrei nákvæmlega á hvaða leið ég er, og verð því að elta söguna fremur en að hún fylgi á eftir mér." Þýtt,endwrsagt. ■ Hinn ungi Comwell í þjálfunarbúðum fyrir njósnara

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.