Tíminn - 20.03.1983, Page 2

Tíminn - 20.03.1983, Page 2
2 ■ Hér má sjá Corda-þjónustutölvuna, og „catalógana“ sem hún leysir af hólmi. ARNARFLUG TEKUR CORDA- ÞJÖNUSTU- TÖLVUNAÍ NOTKUN ■ ARNARFLUG hefur tekið í notkun þjónustutölvu sem annast farbókarnir um allan heim og margvíslega aðra þjónustu og upplýsingamiðlun fyrir við- skiptavini félagsins. Tölvan nefnist CORDA og cr í eigu hollenska flugfélagsins KLM í Amster- dam. Hún erein sú fullkomnasta á þessu sviði í heiminum, enda hafa 11 flugfélög gert samninga við KLM um að nota hana sem móðurtölvu. Þjónustan sem tölvan veitir er mjög víðtæk. Má þar nefna: - Farbókarnir á svipstundu um allan heini með nær öllum flugfélögum heims. - Hótelbókanir á svipstundu á rúmlega 300 hótelum um allan heim, auk þess sem unnt er að bóka á skömmum tíma gistingu í þúsundum annarra hótela. - Bílaleigubókanir á svipstundu hjá AVIS bílaleigunni og á skömmum tíma hjá fjölmörgum öðrum bíla- leigum. - Bókanrr í fjölda skoðunarferða og hópferða um Amsterdam, Holland og víða um Evrópu. Tölvan er jafnframt geysistór upplýs- ingabanki og getur á svipstundu veitt upplýsingar um m.a.: - Lestarferðir í Hollandi og til fjöl- margra landa í Evrópu. Rútuferðir í Hollandi, Reglur um vegabréf og áritanir, toll- skyldu, gjaldeyri, bólusetningar og margt annað sem ferðamenn varðar í flestum löndum heims. - Skemmtiefni, s.s. kvikmyndir.tónlist í flugvclum KLM og nokkurra annarra félaga. - Verkföll og aðra þætti sem geta valdið hindrun á flugferðum víða um heim. - Fargjöld frá Hollandi um allan heim. Tölvan dreifir sérstökum óskum farþeg anna til allra þeirra sem hlut eiga að máli við undirbúning eða framkvæmd flugs, t.d. um sætaval, aðstoð vegna veikinda eða fötlunar, sérstakt mataræði, o.fl.. Farbókanir eru þó langstærsti þáttur- inn í rekstri tölvunnar og geymir tölvan upplýsingar um nær íillar áætlunarflug- ferðir í heimi og annast bókanir í þær. Hefur hún t.d. að geyma upplýsingar sem fylla nítján hundruð blaðsíðna áætl- anahandbók og veitir upplýsingar um flug á nær eitthundrað þúsund flugliðum. Nú stendur yfir stækkun tölvunnar og upplýsingar um flug og fargjöld sem starfsmenn á söluskrifstofum þurfa á að halda þannig að handbóka verði ekki lendur þörf. Boð milli tölvunnar og söluskrifstofa Arnarflugs í Reykjavík og Keflavík berast um gervihnött og líða að jafnaði innan við tvær sekúndur frá því að spurning er send frá viðtækjum hér á landi þar til svar er komið og hafa tölvuskeytin þó farið á þessum tíma vegalend sem svarar rúmum fjórum hringjum umhverfis jörðina, auk þess sem CORDA tölvan hefur unnið úr spurningunni og svarað henni. Nú hafa söluskrifstofu félagsins í Reykjavík, Keflavík og Amsterdam tengst tölvunni og í undirbúningi er að tengja skrifstofur félagsins í Sviss og Þýskalandi. Tvær íslenskar ferðaskrif- stofur hafa þegar ákveðið að tengjast tölvunni og fleiri eru með málið í athugun eða undirbúningi. Yfirmaður farskrárdeildar Arnarflugs og stjórnandi daglegs reksturs tölvunnar í þágu Arnarflugs er Örvar Sigurðsson. WtfWWH SUNNUDAGUR 20. MARS 1983 Páskaferðir Ferðafélags íslands og Útivistar: | Þórsmörk, Snæfells- nes, Öræfasveit, Hlöðuvellir, Land- mannalaugar o.fl. Ferðast í rútum, gengið á skíðum, gengið á fjöll og notið útivistar ■ Nú nálgast páskar úðum, og margir því komnir í l'erðahug, livort sem þeir h.Vggjast leggja land undir fót hér innanlands eöa utan. Tíniinn hafði samhand viö ferðaféliigin tvö, sem skipuleggja ferðir hér innanlands fyrir ferðalanga, nú i vikunni - þ.e. Ferða- félag, Islands og Útivist og spuröist fyrir um hvaö félögin hefðu í hyggju aö hjóða fcröasoltnum fcrðalönguni upp á, um hátíðirnar. Það er Þórunn Þórðardóttir, hjá Ferðafélagi íslands sem fyrst verður fyrir svörum: „Viö erum með um páskana bæði lengri fcrðir. þar sem lagt er upp á skírdag og komið aftur á annan í páskum, og svo styttri ferðir. þriggja daga og fjögurra daga feröir. Það verður fariö í Þórsmörk bæði fimm daga og þriggja daga ferð. Þá verður farið í fjögurra daga ferð á Snæfellsnes. þar sem lagt verður af stað á skírdag og komið til baka á páskadag. Þá bjóðum við upp á fimm daga skíðagöngufcrð á Hlöðuvelli, cn henni vcrður þannig háttað að ekið verður til Þingvalla og gengið þaðan á skíðum til Hlöðuvalla og þar gist í sæluhúsi sem Ferðafélagið á og árið á sama hátt til haka. Við bjóðum upp á aðra skíöagöngufcrð, því þærcru mjög vinsælar. Þá verður farið með rútu að Sigöldu, og gengið þaðan á skíðum í Landmannalaugar og þar dvalið. Báð- ar þessar fcrðireru fimmdaga ferðir. í Snæíellsnesfcrðinni verður gist á Arnarstapa, í félagsheimilinu þar, og höfuömarkmið þcirrar ferðar er að sjálfsögðu að ganga á Jökulinn og fer cinn dagur í það. Annar dagur fer í að fara út fyrir nes. í Dritvík. Djúpalón, Hella og gengið á fjöll ef bjart er. annars farið með ströndinni. I Þórsmörk verður aö sjálfsögðu farið í gönguferðir alla dagana. Það er eiginlega sama hvcr þassara ferða er, þær eru allar ákaflcga vinsælar, og það er staðreynd aö fólk vjll reyna á sig í þessum fcrðum." Blm.: - Er mikið búið að bóka í þessar ferðir, og hvað kostar að fara í svona ferðir? „Við erum nú þegar búin að bóka talsvert. Það er einnig mikið spurt, og mikið spurt um verð, sem er vegna þess að það er kreppa í landinu, og að fólk þarf að gera fjárhagsáætlanir. Ferðin á Hlöðuvelli er að fyllast, en það eru aðeins 14 sem komast í þessa ferð, vegna þess að skálinn er ekki særri. 1 Landmannalaugaferðinni get- um við hinsvegar tekið fleira fólk, og hafa nú þegar 12 bókað sig. Þá er auðvitað búið að bóka heilmikið í Snæfellsnes- og Þórsmerkurferðirnar. Fimm daga ferðirnar kosta rúmar 1000 krónur, fjögurra daga ferðirnar kosta 980 krónur og þriggja daga ferðirnar kosta 800 krónur. Innifalið í þessu verði eru ferðir, gísting og farar- stjórn, en fóik verður að taká með sér nesti og svefnpoka. Þeir sem fara í Þórsmörk þurfa ekki að hafa með sér áhöld, því þar er allt til alls, en á hina staðina þarf fólk að hafa með sér áhöld." Útivist fer m.a. í Öræfasveit um páskana Erla Jóhannesdóttir, hjá Útivist veitti umsjónarmanni síðunnar eftir- farandi upplýsingar: . „Við vcrðum með fimm daga ferð í ■ Þórsmörk er ávallt ofarlega á vinsxldalistanum hjá ferðalöngum, hvort sem er að sumri, hausti, vetri eða vori. Þessi mynd er tekin úr flugvél þegar flogið er inn að Þórsmörk og sést hér yfir Jökultungu úr Eyjafjallajökli. Öræfasveit, o*g í þeirri ferð verður gist á Hofi. Þá verðum við með fimm daga ferð á Snæfellsnes, og verður gist á Lýsuhóli og í þeirri ferð verður gengið á Jökulinn. ef veður leyfir. Þá verðum við með Þórsmerkurferðir, bæði fimm daga og þriggja. Að lokum má nefna fimm daga ferð á Fimmvörðuháls. Allar þessar ferðir eru skipulagðar með mikla útivist fyrir augum, það er alltaf þannig að alla dagana sem fólkið dvelur á staðnum, þá skipuleggjum við gönguferðir og skoðunarferðir ýmis- konar. Slíkt er að sjálfsögðu fastur liður, enda fer fólk í svona ferðir í þeim tilgangi að kyr.nast landi sínu og njóta útivistar.1' Blm.: - Hvað kosta ferðirnar hjá ykkúr, og hvað er innifalið í verðinu? „Fimm daga ferðirnar í Öræfasveit og á Snæfellsnes kosta 1195 krónur, fyrir félaga, en 1320 fyrir utanfélags- menn. Þórsmerkurferðin fimm daga, kostar 1150 fyrir félaga, en 1270 fyrir aðra. Sama verð gildir um ferðina á Fimmvörðuháls og Þórsmerkurferð- ina, en styttri ferðin í Þórsmörk, verður eitthvað ódýrari. Innifalið ,í þessum ferðum, eru ferðirnar, fararstjórn og gisting." að skoða.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.