Tíminn - 20.03.1983, Qupperneq 22

Tíminn - 20.03.1983, Qupperneq 22
Shout endurnýjar samning við ÞEY ■ Breska hljómplötufyrirtækið Shout ætlar að endurnýja samning sinn við hljómsveitina ÞEY en í þessu felst, eftir því sem Nútíminn kemst næst, að útgáfan mun sjá til þess að l>EYR geti unnið að gerð nýrrar plötu í sumar á Englandi. Þessi plata á svo væntanlega að koma út í haust og talað er um tónleikaför í kjölfar hennar sem tengd verði útgáfunni. Innan skamms er von á þriggja laga plötu frá hljómsveitinni Þey sem þeir tóku upp í Danmörku snemma á síðasta ári í lok hljóm- leikaferðalags þeirra um Skandi- navíu. Þessi lög heita Luner, The Walk og Positive Affirmation og hafa verið lengi á efnisskrá hljóm- sveitarinnar. Að sögn Sigtryggs trommara eru þessi lög ekki í neinu framhaldi af því sem þeir hafa verið að gera undanfarið en tilgangurinn með útgáfu þeirra er sá að gefa neytendum smá innsýn í hvað þeir voru að gera á þessum tíma. - FRI/Bra Fræbbblar ■ Eins og flestir vita yfirgaf Valli Fræbbblana fyrir stuttu eftir nærri fimm ára samstarf. Fræbbblarnir hafa þó ekki gefið upp öndina þ.e. þeir Stefán og Steinþór, og þeir hafa bætt við sig tveimur gítarleikurum og eru að leita sér að söngvara eða söngkonu. Valli er hins vegar með nýtt band í uppsiglingu, m.a. með Tryggva sem lengi spilaði á gítar í Los Fræbbblos, og telur Valli nokkuð öruggt að þeir muni koma fram einhvcrn tíma á næstu mánuðum. Dregið ......... í happdrætti SATT ■ Dregið hefur verið í byggingar- happdrætti SATT og komu vinningar á eftirtalin númer. I. vinningur, Ren- ault 9 bíll á nr. 10309, 2. v. Fiat Panda á nr. 24549, 3. v. hljómtækja- samstæða á nr. 48847, 4-5 v. úttekt fyrir 20 þús. kr. í Rín og Tónkvísl á nr. 9125 og 1559, 6. v. ferðatæki og taska á nr. 44357, 7. v. hljómtækja- sett í bílinn á nr. 37984. 8-27 v. plötuúttekt fyrir 1000 kr. f Gallerí Lækjartorg og Skífunni nr. 494, 9354, 6739, 493, 4893, 4565, 2352, 6545, 4913, 27790, 22704, 22990, 17839, 21492, 19312, 71!?0, 43985, 24501,8958, 3349. Mezzoforte kominí 29.sæti breska listans: MEZZOFORTE AREHOT YOU WONT HEAR A BETTER DRIVETIME' 1A2Z/FUNK ALBUM THIS YEAR ■ Ekkert lát er á velgengni hljómsveitarinnar Mezzoforte í Bretlandi. Þeir skutust upp í 29. sæti breska smáskífulistans fyrr í vikunni og á Ip-listanum fór plata þeirra úr 72. sæti í 43. sæti og fer plötusala þeirra nú óöum að nálgast 100 þúsund eintök. Hljómsveitin er nýkomin heim úr för til London en þar komu þeir m.a., fram í hinum þekkta poppþætti „Top of the Pops“ sem sendur er út um allar Bret- landseyjar og nær til tuga milljóna áhorf- enda. Vegna velgengninnar mun sveitin svo dvelja ytra í allt sumar a.m.k. eða frá maí I fram á haust en búast má við að dvölin verði enn lengri eins og málin standa í dag. Að sögn Jónatans Garðarssonar þá mun ætlunin að, fyrir utan fyrirhugaða tónleikaför, æfi hljómsveitin upp nýtt efni, semji og gangi frá nýjum lögum sem síðan munu verða gefin út á árinu, fyrst lítil plata og síðan í ágúst/septem- ber verður hljóðrituð stór plata. „Þeir hafa náð langt á stuttum tíma“ sagði Jónatan og bætti því við að nú væri plata þeirra að koma út í Belgíu og Hollandi þ.e. litla platan en sú stóra væri að koma út í Suður-Afríku. Þá er búið að ganga frá samningum við Polydor um útgáfu í Þýskalandi, Austurríki og Sviss og CBS á Spáni, önnur lönd eru í sigtinu. Maður fer nú bráðum að verða búinn með hástigslýsingaorðin til að lýsa þess- um frábæra árangri Mezzo og ætti að láta næga tilvitnun úr heilsíðuauglýsingu í NME, „Mezzoforte eru heitir“. Heilsíðuauglýsing úr NME tímaritinu. Verðaytra í allt sumar Mr. iii Misi'ii« f rr jiíi - komu fram í Top of the Pops- þættinum, sem sendur er út um allar Bretlandseyjar ■ Vonbrigði Vonbrigði ■ Þessir tónleikar tóku aldrei á sig mynd neinna tónleika. Bað- stofustemmningin var ríkjandi og sumir gestanna sögöu and- varpandi: „Svakalega eru fáir hérna.“ Hljómsveitin Kikk lék góða en ákaf- lega fastmótaða tónlist, eða gamalt og gott norðurríkjarokk eins og Humar B. Lauksson myndi komast að orði. Auk þess lék hún smá reggae sem tókst einna best hjá þeim. Hún byrjaði vel en eftir nokkur lög voru ansi margar hljómsveitir að vestan farnar að koma upp í hug manni. Söngkonan, sem klædd var í leðri, var sexý og söng mjög vel, en það KIKK, eru líka fleiri söngkonur sem syngja vel án þess að koma manni á óvart á nokkurn hátt. Þannig var farið um Kikk í heild sinni, hún spilaði vel en flest vantaði. Að íslenskar hljómsveitir skuli reyna að koma sínum hugsunum, boðskap eða hverju sem það er, á framfæri á ensku, er jafn fáránlegt og að enskar hljömsveit- ir syngi á hebresku. Meðan svoleiðis er farið er nánast óhjákvæmilegt að taka því öðruvísi en eftiröpun eða skorti á móðurmálskunnáttu. Það er annars synd með jafngóða hljómsveit og Kikk að hún skuli ekki hafa neitt að segja fslending- um til syndanna eða neitt til að hrósa þeim. Eftir að diskótekið hafði haldið áfram útlenskri tónlist og drykkfelldasta mann- eskjan á svæðinu hafði án árangurs reynt að panta sér brennivín á ensku, hoppuðu Vonbrigði upp á sviðið. Það kom strax í Ijós að þeir nutu sín ekki með svona fáar hræður fyrir framan sig og hljómurinn var ekki beysinn í fyrstu. En þrátt fyrir baðstofustemmninguna spiluðu Von- brigði nokkra yndislega söngva. Þó þeir séu óneitanlega orðnir svolítið innhverf- ari en áður, var „gamla góða“ Von- brigðakeyrslan til staðar, andinn óspill- tur og fallegi lokkurinn hans Gunnars setti svip á salinn. Það er alltaf leiðinlegt að sjá svona mikið energý fara til spillis þó þeir sem voru viðstaddir hafi reglulega notið þess. Bra SATT fær stuðning fjármála- ráðherra ■ Eins og kunnugt er af fréttum hafnaði fjármálaráðherra ósk SATT um niðurfellingu söluskatts af skemmtunum félagsins sem miðuðu að því að cfla lifandi tónlist hérlendis og skapa atvinnu fyrir tónlistarmenn. Hinsvegar hefur fjármálaráðherra nú ákveðið að koma til móts við SATT og verður það í formi fjár- stuðnings og sagði Jóhann G. í samtali við Nútímann að þetta væri kærkomið því nú væri þeim kleyftað halda áfram þessu starfi sínu, sem ella hefði koðnað niður. Um næstu helgi verður því farið að skipuleggja lifandi tónlist á veitingastöðum borg- arinnar enda mæltist það mjög vel fyrir síðast og er ætlunin að slíkt verði til staðar í einhverjum mæli um hverja helgi á næstunni. - FRI Siouxie and the Banshees A Kiss In the Dreamhouse/FáUdnn ■ Siouxie and the Banshees er í hópi bestu nýbylgjusveita Bretlands, fer saman í tónlist þeirra dökkir seiðandi rythmar ogheillandi rödd söngkonunn- ar, hljómur sem á auðvelt með að smjúga í gegnum grátt heila- þykknið og beint inn í miðbik heiladingulsins eða eitthvað í þá áttina. Þessi plata er beint framhald af tveimur fyrri plötum sveitar- innar Kaldeidoscope og Juju, má finna á henni nokkuð skýr- ar hliðstæður úr báðum fyrri plötunum, þótt persónulega finnist mér hún höfða meir til þeirrar fyrrnefndu, kemur þetta einna skýrast fram í lögunum Green fingers og She’s A Carnival. Þótt tónlistin á A Kiss In The Dreamhouse hafi yfir sér nokkuð létt yfirbragð á köflum þá er hún mjög innhverf þ.e. maður kemst ekki hjá því að stökkva inn ,f sjálfan • sig við að hlusta á hana. Hljómsveitin hefur ávallt farið ótroðnar slóðir í tónlist og verið óhrædd við að prófa hitt og þetta, í þessu sambandi má nefna lagið Obsession á fyrri hlið plötunnar, nær eng- inn trommuleikur en rythminn fenginn með ýmsum léttum ásláttarhljóðfærum, melódían fengin með strengjum en þetta mun í fyrsta sinn sem þeir heyrast í tónlist hljómsveitar- innar. Eitt Iag af þessari plötu Slowdive var gefið út á lítilli plötu, nokkuð undarlegt val á slíka plötu því Slowdive er óneitanlega þyngsta og tor- meltasta lag þessarar plötu. Eins og fyrr segir er hljóm- sveitin óhrædd við að fara ótroðnar slóðir í tónlist sinni, þau nota hljóðfæri sem heyrast yfirleitt ekki á rokk- plötum svo sem blokkflautu, orgel, pípubjöllur (tubular bells) auk ýmissa „effecta". Textar Siouxie falla vel að tónlistinni, mjög sérkennilegir og vel til þess fallnirað hræra í gráu sellunum, raunar má lýsa þeim með setningunni sem er þrykkt á innra albúmið „Bleiki fíllinn pakkaði rananum og yfirgaf sirkusinn“. FRI Bob Seger (and the Silver Bullet Band) The Distance/ Fálkinn. II Hæfilega blandaður og mjög vel hristur kokkteill af ljúfum ballöðum og hressum rokklögum frá Bob Seger. Kappinn er upprunninn í De- troit og hóf að gefa út plötur í kringum 1965. Hann sló þó ekki í gegn fyrr en 1976 og síðan hafa plötur hans selst í þetta 2-4 milljónum eintaka enda á hann auðvelt með að höfða til breiðs hóps áheyr- enda í tónlist sinni. Það er nokkuð merkilegt að maður á borð við Bob Seger skuli koma frá Detroit því sú borg er einkum þekkt fyrir „útflutning" á þunga-eða báru- járnsrokkurum. Ef líkja á Seger við einhvern annan: þekktan tónlistar- mann, kemur Bruce Spring- steen helst upp í hugann enda þeir tveir á mjög svipaðri línu, þetta sést best í laginu “Even Now“ á þessari plötu. Persónulega finnst mér rokklögin áheyrilegri, einkum lagið Making Thunderbirds, bráðhresst og skemmtilegt rokklag en ballöðurnar eru frekar bragðdaufar fyrir minn smekk, lögin eru annars þessi, fyrir utan tvö ofangreind, Coming Home ballaða, Roll Me Away, Shame On The Moon millitempó, Little Victorys rokk, Boomtown Blues rokk, Love Is Last To Know ballaða, og rokklagið The House Beyond The House. Eins og sést af þessari upptalningu eru rokklögin í miklum meirihluta en þessi lög voru valin úr hópi 30 laga sem Bob Seger tók upp fyrir plöt- una. -FRI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.