Tíminn - 26.03.1983, Síða 5
5
LAUGARDAGUR 26. MARS 1983
Fundur
göngumanna
í fyrrakvöld:
Fundinum
breytt í
hringborðs-
umræður
■ „Ég veit nú ekki fyrir víst hvort ég
var eini Skagfirðingurinn á fundinum,
því að á eftir mér kom eitthvert ungt fólk
sem ég ekki þekkti“, sagði Ólafur Þórar-
insson í Flugumýrarhvammi í Skagafirði,
spurður hvort rétt væri hermt að hann
hafi verið eini Skagfirðingurinn er mætti
á almennan fund er „göngumenn“ efndu
til í Miðgarði í Skagafirði í fyrrakvöld.
En fundinn kvað hann hafa verið afar
fámennan.
En mér fannst þetta góður og
skemmtilegur fundur - alltaf gaman að
vera miðdepillinn í svona löguðu, því
ekki skortir okkur nú sjálfsálitið hérna,
eins og flestir vita. Ingólfur talaði fyrstur
og síðan ég og svo var þessu breytt í
hringborðsumræður.
Já, auðvitað vildi ég fá eitthvað út úr
þessu, úr því að ég var kominn.
- Svo það er mikið fjör í framboðs-
málunum hjá ykkur?
- Það er a.m.k. úr nógu að velja -
vantar ekkert nema kvennaframboðið,
sagði Ólafur. Kvaðst hann eiga erindi á
Sauðárkrók seinni part dagsins og sann-
arlega eiga von á að fá orð í eyra - „nú
fyrir að fara á göngumannafund".
-HEI
Góð fundarsókn
B-listamanna á
Blönduósi og
Hvammstanga
■ „Við erum afar hressir með hvað
fundarsókn hefur verið góð á þessum
tveim fyrstu almennu fundum, sem við
B-listamenn höfum boðað til. Um 100
manns sóttu fundinn á Blönduósi s.l.
þriðjudag og um 70 fundinn á Hvamms-
tanga i gærkvöldi. Þetta er mjög góð
fundarsókn miðað við það að einn
stjórnmálaflokkur boði til almenns
fundar og hefur raunar komið þeim Páli
og Stefáni á óvart, sérstaklega hvað
Blönduóssfundurinn var vel sóttur“,
sagði Brynjólfur Sveinbergsson á
Hvammstanga, 4. maður á lista fram-
sóknarmanna í Norðurlandskjördæmi
vestra, í gær.
Á fundinum á Blönduósi voru frum-
mælendur 5 efstu menn listans og fundar-
stjóri Páll Svavarsson. Hvammstanga-
fundinum stýrði Gunnar V. Sigurðsson,
en frummælendur voru þeir Páll, Stefán
og Brynjólfur. Aðspurður kvað Bryn-
jólfur nokkra „göngumenn“ hafa komið
á báða fundina, en ekki tekið átt í
umræðum. En mjög góðar umræður hafi
þar farið fram um stjórnmálaviðhorfið
og framboðsmálin.
-HEI
fc*£'£f$&m
hægilegur,
r h&Kugur
ratnaöur lynr
r cgeftir
ferm/nguna
um
ratat/skunn/
vo r’83
teinóttczitú/íu
Stúlka
Kragj
Kjóll
Skór
Drengur
Slaufa
Skyrta
Vesti
Belti
Buxur
Sokkar
Skór
Stú/ka
Skyrta
Vesti
Pils
Skór
Kr- 99.95
Kr. 689,-
Kr. 689,-
Kr. 149,-
Kr. 219.-
Kr. 399,-
Kr. 99.95
Kr. 749,-
Kr• 43.95
Kr. 789.-
Kr. 459,-
Kr. 399.-
Kr. 459.-
Kr. 849.-
póstverslunar
er 30980
V Aftir ATTP Reykiavík
HiUXlViiU F Akureyri
Tónleikar íslensku hljómsveitarinnar í dag
■ „Tónskáldin ungu,“ en yfirskrift
tónleika íslensku hljómsveitarinnar í
Gamla bíói í dag kl. 14.00. Verkin, sem
leikin verða, eiga það sameiginlegt.
'að höfundar þeirra voru allir um eða
undir tvítugu, þegar þeir sömdu þau.
Fvrsta verkið er eftir ungan íslenskan
höfund, Guðna Franzson og nefnist það
Sólsetursljóð, innblásið af samnefndu
ljóði Jónasar Hallgrímssonar. Guðni
stundar nú nám við tónfræðideild Tón-
listarskölans í Reykjavík og var verkið
frumflutt á tónleikum deildarinnar í
febrúar í vetur.
Önnur verk á efnisskránni eru Sinfón-
íetta op. 1 fyrir kammerhljómsveit eftir
Benjamin Britten, sam in 1932, Fiðlu-
konsert nr. 2 í D-dúr K 211 eftir
Wolfgang Amadeus Mozart og Sinfónía
nr. 5 í B-dúr eftir Schubert.
Einleikari í fiðlukonsert Mozart verð-
ur hinn ungi virtuós, Sigrún Eðvaldsdótt-
ir. Sigrún er aðeins 16 ára gömul en
hefur vakið mikla athygli fyrir fiðluleik
sinn, bæði hér heima og erlendis. Sigrún
hefur verið konsertmeistari hjá íslensku
hljómsveitinni á nokkrum tónleikum
hennar í vetur. -JGK
+ # + ¥ + + + + +
Ævintýraheimurinn
Erum með: VHS - og 2000 með ogántexta
VIDEO SPORT
Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 33460.
Opiðalladaga
kl. 13.00-23.00
★