Tíminn - 26.03.1983, Page 6
LAUGARDAGUR 26. MARS 1983
'í
Fyrirsætan Tracie Lamb:
VAR AKVEÐIN (
AD TAKA PRINS-
INN A LÖPP!
— og það tókst henni
■ 21 árs fyrirsæta Tracie
Lainb fór til Barbados til þess
að reyna að komast í kynni við
kvcnnagullið konunglega,
Andrew prins. Það tókst henni
með þcim ágætum, að hún
komst í heimsfreftirnar, og
hirðsiðameistarar í Bretlandi
hlupu upp til handa og fóta til
að reyna að „vernda“ prinsinn
og stía þessari ákveðnu dömu-
burt frá honum.
Ensku blöðin voru með stór-
fyrirsagnir sem hljóðuðu
eitthvað á þá leið - Andrew
hefur eignast nýja vinkonu -
o.s.frv., enda sagði Edward
prins um samskipti blaðannna
og bróður hans: „Það er
skammarlcgt og ósanngjarnt
hvernig blöðin elta hann á
röndum.“
Andrew og Tracie kynntust
um borð á skemmtiferðaskipi,
en þar var prinsinn ásamt fé-
lögum sínum af herskipinu
HIVIS Invincible, en Tracic var
með vinafólki sínu og fór strax
vel á með þeim. Þau fóru svo
saman út á afskekkta strönd og
voru þar í sól- og sjóbaði, og
síðan bauð prinsinn stúlkunni
út um kvöldið, og var mikið
dansað við hinar glæsilegustu
aðstæður: gljáandi dansgólf
undir stjörnubjörtum himni og
tunglsljósi.
En heima í Englandi var
fólk, sem ekki gladdist yfir
þessum rómantísku fréttum.
Fyrst má telja drottninguna,
sem sagt er að hafi beðið um
að ráðstafanir yrði gerðar til að
stía unga parinu í sundur, og
biðja stúlkuna að láta ekki
blöðin hafa neitt eftir sér, og
svo var það aumingja Koo
Stark, sem hafði líka ástæðu til
að vera í vondu skapi, því það
leit hclst út fyrir að prinsinn
væri búinn að gleyma henni.
Siðan var það kærastinn henn-
ar Tracie Lambs, Spencer
Baron, en þau kynntust við
svipaðar kringumstæður á
gríska Eyjahafinu síðastl.
sumar.
Þau einu sem taka þessu
létt, eu foreldrar Tracies. Þau
sögðu sem svo: „Stúlkan fór
gagngert til að kynnast prinsin-
um, og það var gaman að það
skyldi lukkast svona vel hjá
henni.“
■ Andrew prins þykir röskur ungur maður, hvort heldur er í
hernaði eða ástum.
■
Stofnfuridur Félags rithöfunda á Norðurlandi:
„KVNNINGARSTARF-
SEMI ER ABMATRKKД
— segir Ólafur H. Torfason rithöfundur á Akureyri
■ Stofnfundur Félags rit-
höfunda á Norðurlandi var
haldinn að Hótel Varðborg,
Akureyri laugardaginn 19.
febrúar 1983. Við höfðum
samband við Ólaf H. Torfa-
son rithöfund á Akureyri og
spurðum hann nánar út í
hver hafi verið aðdragand-
inn að stofnun þessa félags-
skapar.
„Aðdragandinn að stofn-
un FRÁN er það samstarf
sem tókst við myndun
Menningarsamtaka Norð-
lendinga á Húsavík í sept-
ember. Þar komu saman
nokkrir einstaklingar og
ræddu nauðsyn þess að þeir
sem fengjust við listir og
menningarmál stofnuðu
með sér samtök eða sam-
hópa hver á sínu sviði.
Myndlistarmenn stofnuðu
t.d. fljótlega deild innan
samtakanna og í ljós kom
áhugi meðal rithöfunda um
að hafa sama hátt á. Um ieið
fannst okkur eðlilegt að fólk
í hinum mismunandi hópum
kynntist innbyrðis og vissi
hvort af öðru.“
En hver var megintil-
gangurinn með stofnun
FRAN?
■ Ólafur H. Torfason