Tíminn - 26.03.1983, Síða 7

Tíminn - 26.03.1983, Síða 7
7 LAUGARDAGUR 26. MARS 1983 ■ Svona, kusa mín, ekki hreyfa þig. Ég aetla að ná af þér tunnunni. For- vitna kýrin ■ Breskt máltæki segir „að fDrvitnin hafí orðið kettinum að bana“, en aumingja kýrin, sem stakk höfðinu ofan í tunnuna af forvitni, beið ekki bana af því - en var þó hætt komin. Það vildi svo til, að þegar hún hafði fest hausinn í tunnunni, sem var úr málmi, þá anaði kýrin eitthvað út í bláinn og beint á rafmagnsgirðinguna, sem var umhverfis bithaga hennar. Aftur og aftur gekk hún á girðinguna og fékk hvert rafmagnslostið á fætur öðru. Loks kom góðhjartaður lögreglumaður henni til hjálpar, og náði tunnunni af kúnni og klóraði henni á bak við eyrun til að róa hana. Þessi góði lögreglumaður átti heima í Neuenkirchen í Vestur-Þýskalandi og var hann á cftirlitsferð á þjóðvegi nálægt kúahaganum. Loksins leikur Anthony Quinn ZORBA leiksviði ■ Anthony Quinn er enn hress og hraustur og nú loksins ætlar hann að leika á sviði sitt frægasta hlutverk úr kvikmyndun- um sem sagt ZORBA hinn gríska. Anthony Quinn lék Zorba í kvikmynd árið 1964, og nú nærri 20 árum seinna hefur játað því að takast á hendur að leika Zorba á Broadway í New York næsta haust,. á ■ Það eru liðin nærri 20 ár síðan Anthony Quinn varð heimsfrægur fyrir leik sinn sem Zorba, en hann treystir sér enn í hlutverkið. „Tilgangurinn með stofn- un FRÁN var í fyrsta lagi að auka kynningarstarfsemi á verkum félaganna auk þess sem okkur fannst mikil nauðsyn vera á að efla sam- heldni rithöfunda norðan- lands og í dreifbýlinu yfir- leitt. I öðru lagi töldum við að gefa bæri meiri gaum að kjaramálum rithöfunda, höfundarlaunum, lista- mannalaunum og starfs- launum. Þó voru fundar-' menn einhuga um að félagið ætti ekki að mótast sem þrýstihópur. í þriðja lagi er það helsta baráttumál FRÁN að standa vörð um íslenska tungu. Á stofn- fundinum kom t.d. fram mikil óánægja og jafnvel kvíði um þá þróun sem átt hefur sér stað á undanförn- um árum í íslensku máli, ein- kum meðal fjölmiðla. Það er alveg ljóst að menn verða að búa vel í haginn fyrir komandi kynslóðir og þess vegna er góð umgengni við tunguna nauðsynleg þar sem hún er burðarás menningar okkar.“ Kom eitthvað fleira fram á fundinum? „Það var jú rætt líka um útgáfumál og listkynningar í skólum og félagsheimilum, auk þess sem rætt var um þátttöku rithöfunda í gerð efnis fyrir útvarp, sjónvarp og vídeosnældur. Hvað um félagatal? „Það er nú ekki alveg komið á hreint ennþá, en það ætti að skýrast eftir nokkra daga. Ég vil aðeins taka það fram að síðustu, að undirtektir hafa verið mjög góðar og erum við mjög bjartsýn á að félags- skapur þessi eigi mikla framtíð fyrir sér.“ Þ B erlent yfirlit ■ Indira Gandhi og Fidel Castro á leiðtogafundi óháðra ríkja í Nýju Delhi. sem hlotið höfðu meiriháttar menntun eða verkkunnáttu. Reynt hefur verið með ýmsum hætti að fá marga þeirra til að snúa heim aftur, en það hefur lítinn árangur borið. Lýðræðisstjórninni vegnaði illa í Surinam. Þess vegna var því ekki illa tekið af lands- mönnum, þegar herinn brauzt til valda 1980. Forustumaður bylt- ingarinnar var Bouterse, sem var þó ekki hærra settur en að vera liðþjálfi. Hann tók ekki strax völdin í sínar hendur, en ruddi kcppinautum sínum hægt og hægt úr vegi, unz hann var orðinn einn á toppnum. Bouterse hefur þó ekki talið sig öruggan. Hinn 28. október lét hann fangelsa helzta verka- lýðsleiðtoga landsins, Cyrill Daal, og ýmsa samverkamenn hans. Skömmu síðar var þeim þó sleppt úr haldi og hafnir við þá samningar. Þeir tókust og var það eitt af samkomulagsatriðun- um, að lýðræðið skyldi endur- reist og efnt til þingkosninga. Ekkcrt varð þó úr þeim. Hinn 8. desember síðastliðinn voru Daal og flcstir aðrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar myrtir. Tekst Castro og Rússum að ná adstödu í Surinam? Bandarlkjastjórn er farin að óttast það ■ MEÐAL þeirra þjóðarleið- toga, sem sóttu leiðtogafund óháðra ríkja í Nýju Delhi fyrri- hluta þessa mánaðar, var Desi Bouterse, einræðisherra í Suri- nam. Það vakti athygli, að leiðtogar þeirra óháðra ríkja, sem hallast að Sovétríkjunum, gerðu sér mjög dátt við Bouterse. Sjálfur gaf hann líka óspart til kynna, að Surinam ætti samfylgd með Kúbu, Grenada og Nicaragua. Þessu hefði ekki verið spáð fyrir tæpum tveimur árum, en þá lét Bouterse fangelsa nokkra af þeim mönnum, sem nú eiga sæti í stjórn hans. Rök hans fyrir þeim fangelsunum voru þau, að þessir menn væru kommúnistar og ætluðu að koma Surinam undir yfirráð Castros og Rússa. Á heimleiðinni frá Nýju Delhi heimsótti Bóuterse Libýu og átti langar viðræður við Kaddafi ein- ræðisherra. Þeim viðræðum lauk með vináttusamningi milii ríkj- anna. Talið er, að Kaddafi hafi lofað Surinam verulegri fjár- hagslegri aðstoð. Surinam hefur þangað til í byrjun þessa árs notið verulegrar fjárhagsaðstoðar frá Hollandi og Bandaríkjunum. Surinam hefur nú verrð svipt þessum styrkjum. Ástæðan var sú, að hinn 8. desember síðastliðinn voru framin fjöldamorð á stjórnar- andstæðingum í Surinam og þyk- ir víst, að þau hafi verið framin að frumkvæði Bouterses. Orð- rómur hermir, að hann hafi tekið þátt í þeim persónulega, jafnvel stjórnað þeim. Bouterse brást hart við, þegar stjórnir Hollands og Belgíu sviptu Surinam styrkjunum. Hann gaf óspart til kynna, að hann myndi ekki láta þessar ríkisStjórnir þvinga sig. Svar hans yrði að leita trausts og halds hjá kommúnistaríkjum. SURINAM var um allangt skeið nýlenda Hollendinga. Suri- nam, sem er um 60 þús. fermílur að flatarmáli, er auðugt land frá náttúrunnar hendi, en auðæfi þess hafa enn verið lítt nýtt, nema bauxitnámurnar. Surinam er talið bauxit-auðug- asta land í heimi og þaðan hafa komið um alllangt skeið um 10% af því bauxiti, sem notað er til álframleiðslu í heiminum. Baux- itnámurnar og iðnaðurinn í sambandi við þær gefa af sér um 40% af þjóðartekjunum. Mörg mikilvæg auðæfi finnast þar í jörðu, en eru enn lítt nýtt. Þegar Hollendingar setust að í Surinam, var þar fámenni. Hollendi-ngar fluttu því þangað fólk frá lndlandi, Indónesíu og Afríku. Frá þessu stafar það að landsmenn eru mjög blandaðir. Um 37% af íbúunum eru taldir rekja ættir sínar til Indlands, 30% til Afríku og 10% til Indó- nesíu. Um 3% íbúanna eru af bandarískum Indiánaættum. 2% af kínverskum ættum og loks er 2% sem rekja ættir sínar til Evrópu. Þessi uppruni landsmanna hef- ur haft áhrif á trúarbrögð Hindúa, önnur 26% eru Múhameðstrúar, 24% eru mótmælendur og 24% eru ka- þólskir. Aðaltungumál landsmanna cr hollenzka, en margir tala einnig ensku. HOLLENDINGAR veittu Surinam sjálfstæði 1975, og var þá komið á fót lýðræðisstjórn í landinu. Hollendingar höfðu þá farið með nýlendustjórn í Suri- nam í 300 ár. Fjarri fór að allir landsmenn fögnuðu sjálfstæðinu. Hollcnd- ingar gáfu þeim, sem það vildu, kost á að flytjast til Hollands. Um þriðjungur landsmanna not- uðu sér þennan rétt. Um 200 þúsund Surinamar eru nú í Hollandi og hafa fengið hollenzkan ríkisborgararétt. Ibú- ar Surinants nú eru taldir um 300-350 þúsundir. Fólksflutningarnirtil Hollands urðu mikil blóðtaka fyrir hið nýja ríki, því að í hópi útflytj- endanna var að finna flesta þá, ' ■ Desi Bouterse. Því var borið við, að þeir hefðu verið skotnir á flótta eftir að uppvíst varð að þeir hefðu ætlað að gcra byltingu um jólahelgina. Áreiðanlegar fregnir herma hins vegar, að margir þeirra Itafi verið handsamaðir á heimilum sínum. Morð þcssi urðu til þess, að Bandaríkin og Holland sviptu Surinam fjárhagsaðstoð, eins og áður er rakið. Morðin mæltust samt ekki illa fyrir alls staðar. Fjölmiðlar á Kúbu fögnuðu þessum atburði og sögðu að Bouterse hefði bjargað Surinam, þar sem stefnt hefði verið að því að koma landinu undir ok heimsveldis- sinna og auðhringa. Skömmu síðar kom fjölmenn sendinefnd frá Kúbu til Surinam. Bandaríkjastjórn virðist óttast, að Castro kunni enn að ná fótfestu í Surinam m^ð aðstoð Rússa og reka þaðan áróður í Suður-Amertku. Það dregur þó nokkuð úr þess- um ótta, að Surinam er illa í sveit sett og hefur litlar samgöngur við önnur ríki Suður-Ameríku, nema smáríkin, sem liggja sitt hvorum megin við það, Guyana ,og Frönsku Guyana. Staðan myndi breytast ef fylgismenn’ Castros og Rússa næðu einnig fótfestu þar. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.