Tíminn - 14.04.1983, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 14. APRIL 1982
9
á vettvangi dagsins
Tómas Arnason vidskiptaráðherra:
Alþýdubandalagið
ber fulla ábyrgð
á verdlagsstefn-
unni í landinu
■ I yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um
aðgerðir í efnahagsmálum frá því í jan.
1982 segir um verðlagsmál: „í verðlags-
málum verður við það miðað að draga
úr opinþerum afskiptum af verðmyndun
og auknum sveigjanleika í verðmyndun-
arkerfinu skv. frumvarpi, sem lagt verð-
ur fram á Alþingi. Tekið verður upp nýtt
fyrirkomulag, sem miðar að því að
verðgæsla kæmi í vaxandi mæli í stað
þeinna vcrðlagsákvæða ..."
Að sjálfsögðu samþykkti Alþýðu-
bandalagið þessa stefnu og frumvarpið
varð að lögurn í fyrravor.
Stefnan í framkvæmd
Þegar var hafinn undirbúningur að
framkvæmd stefnunnar. það er ekki
skynsamlegt að gera mjög snöggar breyt-
ingar á þessum málum nema jafnhliða
séu gerðar gagngerar ráðstafanir til
lækkunar verðbólgu.
Þessi sameiginlega stcfna ríkisstjórn-
arinnar hefir vcrið framkvæmd eins og
til stóð. Ég hcfi í engu farið út fyrir
stefnuna. Á ríkisstjórnarfundi skoraði
ég á ráðherra Alþýðubandalagsins að
nefna dæmi þess. Þeir nefndu engin
dæmi.
Samkvæmt nýju lögunum ræðurVerð-
lagsráð ákvörðunum í verðlagsmálum.
Viðskiptaráðherra skipar einn mann af
níu í Verðlagsráð, þ.e. formann ráðsins.
Ég hefi gefið honum þau fyrirmæli að
vinna sem faglegast að málum og taka
tillit til óhjákvæmilegra'staðreynda. í
verðlagsráði ræður afl atkvæða, en for-
maður reynir eftir mætti aö taka eðlilegt
tillit til sanngjarnra óska einstakra
ráðsmanna.
Þar, sem Alþýðu-
bandalagið ræður
í vissum málum heyra verðlagsmálin
heint undir viökomandi ráðherra. T.d.
verðlag á raforku heyrir undir iönaðar-
ráðherra. Hækkanirá raforkuveröi hafa
farið langt fram úr almennu verðlagi eða
hækkað langt umfram 100% á stuttum
tíma. Ábyrgðartryggingar bifrciöa heyra
undir tryggingarráðherra. Þær hafa nú
hækkað um 95%. Ég held, að ráðherrar
Alþýðubandalagsins ættu að hyggjá að
málum, sem heyra undir þá, áðuren þeir
kasta steinum að öðrum ráðherrum.
■ Ásgeir Valdimarsson, kosninga-
stjóri Framsóknarflokksins í Austur-
landskjördæmi
?rHvet
fólk til
að gera
upp hug
sinn og
taka af-
stöðu”
Aðalfundur Samtaka
aldraðra:
Ekkert svar
frá borgar-
yfirvöldum
um lóðamálin
■ Aðalfundur samtaka aldraðra í
Reykjavík var haldinn þriðjudaginn 29.
mars s.l. í húsi BSRB á Grettisgötu 89.
Fundurinn var fjölsóttur. Félagsmenn
eru nú skráðir rétt um 300.
Formaður, Hans Jörgensson fyrrv.
skólastjóri, flutti langa og ítarlega
skýrslu um störf Samtakanna og stöðu
mála. Samtökin vinna að margvíslegri
þjónustu fyrir félagsmenn, enda hefur
nokkur styrkur sem þau hafa notið frá
ríkissjóði gert þeim kleift að hafa opna
skrifstofu, þjónustumiðstöð, fjóra tíma
á dag frá klukka 10-12 og 13-15. Annars
hefði engan veginn tekist að leysa þau
verkefni sem að hafa kallað.
Segja má að stærstu verkefni Samtak-
anna á síðasta ári hafi verið þrjú. í fyrsta
lagi: Bygging 14 íbúða í Akralandi í
Fossvogi og er það 1. byggingaáfangi
Samtakanna. Sú framkvæmd gengur eft-
ir góðri áætlun og gert ráð fyrir að hægt
verði að flytja í þær í september í haust.
í öðru lagi Aðild Samtakanna að
uppbyggingu dagvistunar- og tómstunda
heimilisins í Múlabæ, Ármúla 34,
ásamt S.Í.B.S. og Reykjavíkurdeild
Rauða Kross fslands. Þar er um þarfa og
merka stofnun að ræða scm tók til starfa
6. janúar s.l. og sem öllum kunnugum
ber saman um að mjög vel sé búið að.
fari af stað með prýði og gefi glæstar
vonir. Samtökin eiga fulltrúa í stjórn
Múlabæjar og taka að sér að sjá um 20%
af rekstrarhalla stofnunarinnar ef ein-
hver verður. Annars stefnir stjórn henn-
ar að því að hallarekstur verði lítill eða
enginn.
Þriðja verkefnið er smámiðahapp-
drætti sem Samtökin komu af stað á
árinu til að safna í sjóð til hjúkrunarmála
fyrir félagið. Þótt happdrættið sé ekki
stórt í sniðum mun það þó gefa töluverð-
an arð. Ágóði er þegar orðinn rúmar eitt
hundrað þúsund krónur, en verður
nokkru meiri þegar sölu lýkur innan
skamms. Happdrættispeningarnir verða
eingöngu notaðir til hjúkrunarmála.
Þessi þrjú stóru verkefni hafa þurft
samfellda umsjón og eftirlit.
Þá skal hér fram tekið að Samtökin
sóttu í haust til borgaryfirvalda um lóð
fyrir næsta byggingaáfanga og óskuðu
eindregið cftir svari sem fyrst. Með
umsókninni fylgdi teikning af áætluðu
fjölbýlishúsi með 34 íbúðum og afrit af
58 umsóknum félagsmanna um þær.
Ætti það að sýna glöggt þörfina á
nauðsýn slíkra íbúða fyrir aldraða,
ásamt þeirri góðu þjónustu sem þar er
fyrirhuguð, og vera borgaryfirvöldum
hvatning til að veita fljótt jákvæð svör
við lóðaumsóknum frjálsra félagssam-
taka sem vilja takast á við slík verkefni
og valda þeim. Rætt hefur verið við
verktaka um að byggja þessar íbúðir og
hann hefur sýnt því mikinn áhuga.
En því miður hefur enn ekkert svar
borist frá borgaryfirvöldum við umsókn
okkar.
Á fundinum kom fram mjög mikill
áhugi á lóða- og byggingamálum Samtak-
anna. Bar þar einkum á góma tvö
grundvallaratriði sem leysa þyrfti hið
fyrsta:
að borgaryfirvöld veiti sem allra fyrst
jákvæð svör við lóðarumsókn Samtak-
anna,- og
að lánsfjárstofnanir, ein eða fleiri,
veiti öldruðum sem eru að byggja smá-
íbúðir skammtíma lán, þangað til þeir
geta flutt úr íbúðum sínum og selt þær.
Eftirfarandi tillögur voru einróma
samþykktar á fundinum:
„Aðalfundur Samtaka aldraðra.hald-
inn 29. mars 1983, skorar á borgaryfir-
völd Reykjavíkur að gefa Samtökunum
— segir Asgeir
Valdimarsson,
kosningastjóri
Framsóknar-
flokksins í
Austurlands-
kjördæmi
■ „Starf kosningastjóra felst m.a. í
því að hafa yfirumsjón með þeim kosn-
ingaskrifstoluin sem opnar eru á vegum
F'ramsóknarllokksins í öllu kjördæminu.
Þær eru starfandi á öllum 12 þéttliýlis-
stöðunum og liafa margar tengingu í
sveitirnar í iiagmniinu, en hér á Héraði
eru auk þess starfandi kosninganefndir
úti í sveitunum.
I sambandi við þetta er ég t.d. búinn
að fara tvær ferðir um allt kjördæmið",
stigði Ásgeir Valdimarssön, kosninga-
stjóri framsóknarmanna í Austurlands-
kjördæmi. En hann sér um kosninga-
skrifstofuna á Egilsstööum.
Auk þess kvað Ásgeir það töluvert
starf að fylgjast með utankjörstaðakosn-
ingum. „Þ.c. að kynna sér það hvcrjir
verði að hciman á kjördegi og sjá um að
haft sé samband við þá. í sambandi við
okkar fólk hér á Austurlandi vil ég.
lcggja ríka áherslu á hve mikilsvcrt er
að menn séu vakandi gagnvart þcssum
þætti kosnínganna", sagði Ásgcir.
kost á lóð eða lóðum innan eldri borgar-
markanna til að byggja á félagsíbúðir
fyrir a)dna félagsmenn sína og hraða
afhendingu þeirra eins og kostur er á
meðan þörfin fyrir slíkar íbúðir er eins
brýn og hú er."
„Aðalfundurinn skorar á stjórn Hús-
næðismálastjórnar að gangast fyrir því
að til félagsbygginga aldraðra verði veitt
framkvæmdalán til tveggja ára, auk
venjulegra húsnæðislána, og þetta lán
verði veitt á fyrstu mánuðum byggingar-
tímans og það verði allt að 50-60% af
áætluðu byggingarkostnaðarverði
tveggja herbergja íbúðar og jafna upp-
hæð í krónutölu þó að um eins eða
þriggja herbergja íbúðir sé að ræða.
Félagshópar og bæjarfélög gætu kom-
ið miklu til leiðar í viðleitni sinni við að
búa öldruðum ánægjulegt ævikvöld í
félagslegu sambýli og öryggi ef þau
fengju slíkt rekstrarfé. til íbúðabygginga
sinna hvort sem íbúðirnar yrðu síðan
leigðar eða seldar tilbúnar undir tréverk
og málningu eða fullfrágengnar.
Aðeins örfáir aldnir geta fjármagnað
fyrir sig slíkar íbúðir frá byrjun bygging-
artímans, og þctta getuminna fólk þurfa
Samtök aldraðra og bæjarfélög að
styrkja með félagsátaki til bættrar að-
stöðu elliáranna.
Einnig voru þessar tillögur áður sam-
þykktar á félagsfundi:
„Fundurinn samþykkir að stjórnin
vinni að því að cllilífeyrir vcrði gerður
skattfrjáls, eða persónufrádráttur verði
hækkaður á ellilífeyrisþegum sem jafn-
gildi því að ellilífeyrir verði í rcynd án
tckjuskatts."
„Fundurinn þakkar fjárveitinganefnd
Alþingis, félagsmálaráðherra og þing-
mönnum, þann skilning og þann stuðn-
ing sem Alþing hcfur veitt Samtökum
aldraðra með þeim fjárstyrk sem það
hefur lagt fram, svo að félagið hefur
getað unnið markvisst að félagsmálum
sínum í þágu aldraðra."
Núverandi stórn Samtaka aldraðra
skipa: Hans Jörgensson formaður, Lóa
Þorkelsdóttir, Sigurður Gunnarsson,
Soffía Jónsdóttir, Þórarinn Þórarinsson.
Sigurður Gunnarsson
fundarrítari.
- En er mikið líf og fjör í pólitíkinni
almennj núna fyrir þessar kosningar?
- Nci, það cr nú ekki hægt að segja
það, frckar aö þctta sé í daufara lagi að
mér finnst. Það er t.d. búið að halda
nokkra samciginlega framboðsfundi
með fulltrúum allra flokka og þeir hafa
vcrið svona þokkalcga sóttir cn ckkert
umfram það.
Já, það kann aö vera ákveðin skýring,
aö fólk sé orðið þreytt. Sumir scgja sem
svo „ég ætla ekki að kjósa í þetta sinn -
þctta er allt sami grautur í sömu skál-
inni." En ég vil minna fólk á að þetta er
ckki svona cinfalt. Kosningar hverju
sinni eru alltaf alvarlegur hlutur, sem
fólk þarf aö skoða vandlcga og taka
afstöðu til með ábyrgu hugarfari. Ég vil
því hvetja fólk til að gera upp hug sinn
og taka afstöðu.
Raunar trúi ég nú ckki öðru en að
þctta fari að taka einhvern fjörkipp.
Maður hefur svo sem áður heyrt eitthvað
þessu líkt fyrir kosningar, en útkoman
verður þó alltaf sú, að flestir fara á
kjörstað þegar kosningadagurinn rennur
upp, sagði Ásgeir.
- HEI