Tíminn - 20.04.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.04.1983, Blaðsíða 2
„NKNJRTALNINGIN ER FRAMKVÆMAN- LEG EF VIUINN ER FYRIR HENDI" — segir Alexander Stefánsson, alþingismadur ■ „Fólk hefur að sjálfsögðu mestan áhuga fyrir efnahagsmálunum. Það er greinilega kvíði í mönnum yfir núverandi ástandi og Ijóst að fólk vill að tekið verði á þessum málum. Eigi þessi þjóð áfram að vera sjálfstæð þjóð þá sé ekki um annað að ræða,“ sagði Alexander Stef- ánsson, alþingismaður á Vesturlandi, spurður hvað fólki í hans kjördæmi sé efst í huga í yfirstandandi kosningabar- áttu. „Við höldum fram okkar stefnu. Höfum lagt mesta áherslu á það, að niðurtalningin sem við boðuðum fyrir síðustu kosningar er framkvæmanleg, ef að vilji er fyrir hendi og hægt er að ná samstöðu á Alþingi um þessi mál. Hins vegar hafi reynslan sannað að það verði að lögfesta þetta. Ég verð ekki annars var en að fólk taki þessu vel, og m.a.s. svo að hinir eru eiginlega farnir að predika þetta líka. Alþýðubandalagsmenn eru að ræða um einhverja uppstokkun, sem í raun er það sama. Alþýðuflokkurinn heldurþvífram núna að hann vilji láta semja um alla hluti - þeir tala gjarnan um það að þeir vilji taka svona 12 til 15 mánuði til samninga. Það fylgir hins vegar ekki hvernig eigi að láta hlutina ganga á meðan, eða hvað þeir ætli að gera ef ekki semst um neitt - jú þá megi fara að telja niður. Við höfum sýnt fram á hvernig þeir hafi farið með sinn kosningasigur 1978- þegar þeir höfðu aðstöðu til að mynda stjórn og hlupu svo út úr henni frá öllu óleystu. Hins vegar er Sjálfstæðisflokkurinn bara með einhverja stefnu út og suður, um að fá þjóðarsamstöðu. Þeir koma þó ekki með neina ákveðna punkta og kemur því ekki fram um hvað sú samstaða á að nást.“ Hafa ekki verið mikil fundahöld í kjördæminu? - Viðbyrjuðumáaðheimsækjaflesta vinnustaði í kjördæminu - ekki með neina formlega vinnustaðafundi heldur tilaðhitta fólk og heyra skoðanir þess. Síðan héldum við eina 5-6 fundi aðallega úti í sveitum, m.a. í Dölunum. Svo tóku við þessir sameiginlegu framboðsfundir. Ég held að það sé sá 8. sem er á Akranesi í kvöld, en einum varð að sleppa - í Breiðabliki - vegna ófærðar. Þessir fund- ir hafa verið tiltölulega vel sóttir, þrátt fyrir leiðinlega færð, og fólk hlustar vel. Hitt er annað mál, að þetta framboðs- fundaform er orðið úrelt, þegar ekki er hægt að koma því við að leyfa fyrirspurn- ir. Ég held að það verði að fara að finna annað líflegra form fyrir framboðsfundi í framtíðinni, til þess að fólkið sé meira með í fundunum, sagði Alexander. Þjódleikhúsid: Síðustu sýningar á Jómfrú Póstgíróstofan hækkar orlofsvexti í 57%: „Orlofsárid hjá Vestfirdingum Ragnheiði gefur 70-74%” ■ Nú eru aðeins tvær sýningar eftir á Jómfrú Ragnheiði eftir Guðmund Kamban í Þjóðleikhúsinu. Leikritið var frumsýnt á annan í jólum og hlaut það mjög góðar viðtökur leikhúsgesta og gagnrýnenda og hlaut það m.a. Menn- ingarverðlaun DV á sínum tíma. Leikstjórn og leikgcrð er í höndum Bríetar Héðinsdóttur og er hún jafn- framt leikstjóri. Tónlist í sýningunni er eftir Jón Þórarinsson, Sigurjón Jóhanns- son gerði leikmyndina og teiknaði bún- inga og David Walters annast lýsinguna. Næst síðasta sýningin verður að kvöldi sumardagsinsfyrsta, 21. apríl, ensíðasta sýningin verður sunnudagskvöldið 24. apríl, og er það jafnframt 30. sýningin á verkinu. ■ „Vestfirskir verkalýðsmenn fagna því afskaplega mikið að þeim skuli hafa tekist að hrista þannig upp í orlofskerf- inu að það skuli núna fyrst farið að borga vexti. Það hefði ekki verið gert hefðum við ekki samið um orlofið hér í heima- byggð síðast og ekki verið kosningar fyrir dyrum“, sagði Karvel Pálmason spurður álits á ákvörðun félagsmálaráð- herra í gær um að vextir af orlofsfé hjá Póstgíróstofunni verði nú 57%, en þeir voru 34% á síðasta orlofsári. Vextir af orlofsfé voru einungis 5% allt til ársins 1979, en hafa síðan hækkað í 11%, 24% og 34%. En þrátt fyrir þessa 57% vexti, þá kemur dæmið þannig út að allt bendir til þess að orlofsárið hjá Vestfirðingum gefi á bilinu 70-74% vexti. Það hefur verið á verðtryggðum reikningum allt árið. Hækkunin apríl/apríl er alveg um 70%, en bendir allt til að hækkunin maí/maí verði enn meiri. Hækkunin hjá okkur verður því á bilinu 70-74% á móti 57% hjá Svavari, sem við tókum það upp frá því sem hann ætlaði að gera,“ sagði Karvel. -HEF Brádabirgdalög um lengingu kjörfundar? Ákvördun ■ „Það er ekkert ákveðið ennþá en ég gerði ráð fyrir því að ríkisstjórnin taki ákvörðun á fundi sínum i dag“ sagði ' Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra í samtali við Tímann er við spurðum hann um hugsanlega sctningu bráðabirgða- laga sem miðuðu að því að kjörfundur verði tvo daga um næstu helgi vegna slæmrar færðar á Norðurlandi og Vest- fjörðum. Friðjón taldi sjálfur að tiltölulega lítið ynnist við að bæta einum degi við en sagði að ríkisstjórnin hefði haft vakandi auga með því á síðustu dögum hvernig færð og veður yrðu hugsanlega með tilliti til áðurgreindra bráðabirgðalaga. -FRI ■ Þau voru að „dimmittera“ í Menntaskóianuiti við Hamra- hlíð í gær og flestir gátu víst verið sammála um að gervin gáfu ekki eftir „múnderingunni“ á félögum þeirra í MR, sem Tíminn birti sýnishorn af á dög- unum. Meðal annars mátti sjá í hópnum þessa „systur“ sem hér lyftir pilsfaldinum til þess að reyna á siðferðisstyrk „bræðr- Bílasalar bjartsýnir en telja fólk hafa minna fé handa á milli: ,Salan eykst með hækkandi sól../ anna/ (Tímamynd ARI) ■ „Salan eykst með hækkandi sól - hún var til dæmis mjög góð fyrir páskana eins og alltaf er,“ sagði Halldór Snorra- son, bílasali í Aðalbtlasölunni við Skúla- götu, þegar Tíminn átti við hann tal í gær. Halldór sagði þó auðséð að minna væri af peningum milli handa á fólki en oft áður. Það velti meira fyrir sér verðinu en gert var fyrir tilkomu verð- Ný ferðaskrifstofa FERÐAVAL: Legg áherslu á ferðir með EDDU ■ Eigendur FERÐAVALS, þeir Kjartan Stefánsson, Friðrik Björgvinsson og Lárus Sigurðsson. Tímamynd Róbert ■ Ný ferðaskrifstofa, FERÐAVAL, hefur hafið starfsemi sína að Kirkju- stræti 8. FERÐAVAL mun leggja áherslu á ferðir með M/S EDDU til Bremerhaven og rútuferðir um Þýskaland í sumar. Auk þess mun FERÐAVAL hafa alla almenna ferðaþjónustu og farseðlaút- gáfu innanlands sem utan. Einnig sér FERÐAVAL um íslands- ferðir, í samvinnu við erlcndar ferða,- skrifstofur, og er von á 2-300 Þjóðverjum og Belgum í sumar í hálendisferðir en Snæland Grímsson hf. mun sjá um þær ferðir. Eigendur FERÐAVALS eru Snæland Grímsson hf., Lárus Sigurðsson, Friðrik Björgvinsson og Kjartan Stefánsson. Símar á skrifstofunni eru 26660 og 19296. tryggðra lána. „Hingað koma milli 10 og 20 manns daglega sem greinilega hafa mjög lítil fjárráð en hafa þó áhuga á að kaupa eitthvað." sagði Halldór. Hjá Bílasölu Garðars við Borgartún fengust þær upplýsingar að bílasala hefði mjög glæðst undanfarna daga og að nú væri hún tiltölulega mikil. „Veðráttan spilar mikið inn í þetta, kannski sérstaklega hjá okkur af því við erum með útisölu,“ sagði Ólafur Sig- urðsson hjá Bílasölu Garðars. Hann sagði að salan í janúar og febrúar hefði verið með eindæmum lítil, - mun minni en í sömu mánuðum árin „ á undan. - Sjó Ráðherra veitti 96%hækkunina ■ Svavar Gestsson, tryggingaráðherra, hefur heimilað tryggingafélögum 96% hækkun iðgjalda af bifreiðatryggingum. Sem kunnugt ersóttu tryggingafélögin um að fá rúmlega 100% hækkun á iðgjöldunum. Var beiðnin send Trygg- ingaeftirlitinu til pmfjöllunar og mælti það með að félögin fengju þá hækkun sem ráðherra hefur nú samþykkt. Hækkunin gildir frá 1. mars síðast liðnum. -Sjó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.