Tíminn - 20.04.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.04.1983, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. APRIL 1983 í spegli tímans Hér er öll Parshin-fjölskyldan saman komin. Þrfburar eru alls stadar velkomnir ■ Þaö þykir víðar fréttnæml en á Islandi, þegar þríburafæð- ing á sér stað. Þannig var það einnig í Sovétlýöveldinu Úz- bekistan, þegar Parshin-hjón- unum fæddust þrír hraustir og stæltir drengir. Faðir þeirra, Alexander, cr aðstoðarvélstjóri og móðir þeirra, Natalía, vinnur á her- skráningarskrifstofu í Tashkent. Þau áttu fyrir eina dóttur, fímm ára gamla. Frá því að drengirnir komu heim af fæðingarheimilinu, hafa bamaiæknar frá heilsu- gæslustöð haft eftirlit með þeim. Nú eru þeir fjögurra mánaða gamlir. M.M. Pustinnikova, læknir segir, að þcir þroskist eölilega. Þeir hafa alltaf góða mataiiyst, tæma daglega 16 pela af mjólk og jógúrt, sem faðir þeirra sækir a barnafæðustöð. Barnafæöan er látin þeim í té endurgjaldslaust. Foreldrarnir hafa fengið nýja fjögurra her- bergja íbúð, sem nú hljómar af barnahjali. ■ Fyrir nokkrum árum var Caroline Berg Tabour- in ung einstæð móðir í Kaupmannahöfn, og reyndi að vinna fyrir sér með fyrisætustörfum með verslunarskólanum sem hún stundaði. Þá fékk hún skilaboð um að. föður- amma hennar, sem bjó í París, hefði látist, og fannst Caroline þá sem hún yrði að fara þangað. Hún dreif sig frá Dan- mörku úr 15 stiga frosti og til Parísar, þar sem var 15 stiga hiti, með hálfs árs dóttur sína. Þar innritaðist hún í leikskóla og lék í auglýsingamyndum til að vinna fyrir sér. Áður en hún fór til Parísar hafði hún vakið á sér athygli í Kaupmannahöfn með því að mynd af lienni birtist á síðu 9 í Ekstra-bladet, en þar eru alltaf myndir af fallcgum, fáklædd- um stúlkum. Líka hafði hún leikið í danskri sjónvarps- mynd, sem heitir „Alladin“, og þar fór hún í bað ásamt tveimur öðrum nöktum ■ Caroline, yst til hægri, ásamt tveimur öðrum fegurðardísum í baði með aðalleikara myndarinnar „Alladin". Líklega hefur hann beðið anda lampans um þessar þrjár fögru konur í baðið til sín. Caroline rTAlladinT?-stúSka: Tómstundaiðja stórleikarans GARYGRANT Gary Grant er orðinn 79 ára, - Nýlega kom blaðamaður sem vildi fá viðtal við hann og það var auðsótt. Meðal þess sem hann spurði leikarann var, hver væri helsta tómstundaiðja hans. Grant svaraði: „Að draga andann djúpt,...anda svo frá mér aftur og vona síðan að ég geti endur- tekið það nokkum tíma ennþá." Hann sagðist ekki reikiia með að leika í fleiri kvikmyndum, en nú eru 12 ár síðan hann dró sig í hlé frá leikstörfum. HINN GÓDI ANDI LAMPANS HEFUR HJALPAÐ MÉR! dömum og leikaranum Nis Bank-Mikkelsen. Sjálf segir Caroline, að hinn góði andi lampans (sbr. ævintýrið um Alladin og lampann) hljóti að hafa haft áhrif á framabraut sína, því að síðan hafi sér gengið allt í haginn. í Frakklandi hefur Caroline komið til greina við úthlutun César-verðlaunanna (svipuð og Bodil-verðlaunin í Dan- mörku og Oscarinn í Ameríku). Hún hefur fengið hlutvcrk í hverri kvikmyndinni á fætur annarri. Nýlega var hún með Bene- dicte dóttur sinni í páskafríi í Danmörku. Þá var hún spurð hvers vegna hún kallaði sig Caroline Berg, í Frakklandi, en áður hafði hún (i Dan- mörku) notað allt nafnið sitt: Caroline Berg Tabourin. Car- oline sváraði því til, að hún væri stolt af dönskum uppruna sínum, - og svo vekur það meiri eftirtekt í París að heita Berg, heldur en að nota mitt franska föðurnafn Tabourin. Móðir Caroline heitir Ulla Berg Tabourin og býr í Borde- aux í Frakklandi, - hún var líka fyrirsæta og átti Ijósmyndafyr- irtæki og rak fornverslun, „Ég ve.it varla lengur hvort ég er dönsk eða frönsk", sagði Caroline í viðtali við danskan blaðamann nú um páskana, en hún segir að hún og Benedicte litla séu afar ánægðar í París. Fyrsta stóra kvikmyndahlut- verk Caroline var í myndinni „Markgreifinn skemmtir sér“, en þar lék hún móti Alberto Sordi. Myndin var gerð á Ítalíu og stjómándinn, Mario Moni- celli, fékk verðlaun fyrir hana á Berlínar-kvikmyndahátíð- inni á síðastl. ári. Aður en páskafríið hófst hafði Caroline rétt nýlega lokið við að leika í sjónvarpsþáttum, sem urðu mjög vinsælir í franska sjónvarpinu. „Þetta hefur ailt gcngið svo hratt. Ég hef varla haft nokk- urn tíma til að lifa mínu eigin llfl, - ég er sífellt í hlutverki einhverra annarra kvenna“, sagði dansk-franska leikkonan að lokum. vidtal dagsins Borgarbókasafnið 60 ára: „DOAUMUR OKKAR ER TfilVUVÆfilNG”, segir Elfa Björk Gunnarsdóttir foitstödu- maður Borgarbókasafns Reykjavíkur ■ Borgarbókasafn Reykjavík- ur var stofnað skv. samþykkt bæjarstjórnar þ. 18. nóv. 1920, og tók til starfa á sumardaginn fyrsta, 19. apríl 1923. Safnið er því 60 ára um þessar mundir og þótti okkur því tilhlýðilegt að ræða við Elfu Björk Gunnars- dóttur forstöðumann safnsins og spyrja hana nánar út í safnið og starfsemi þess. Hver var aðdragandi þess að Borgarbókasafnið var stofnað? „Upphaf þess má rekja til sölu íslensku togaranna til Frakklands árið 1917, en þá ákvað sú ríkis- stjórn sem þá sat að verja um 11 þús. kr. af því fé sem þar fékkst til að stofna bókasafn. Safnið hafði strax í upphafi ákveðið markmiö og var það í því fólgið að efla almenna menntun og að gefa fólki kost á að lesa góðar bækur. Bókakosturinn varð að vísu ekki mikill í byrjun eða um 1000 bindi fyrsta árið, en fljót- lega fór að bætast við, og nú er svo komið að í safninu eru alls 323 þús. bækur“. Hvemig er starfseminni hátt- að núna? „Um þessar mundir vinna um 60 manns á aðalsafni, þremur útibúum og tveimur bókabílum, en starfsemi aðalsafnsins er mjög dreifð. Aðalsafnið er nú til húsa í Þingholtsstræti 29a, og er það aðeins 120m' að grunnfelti, kjallari og tvær hæðir og er aðstaða þar mjög erfið bæði fyrir starfsmenn og gesti. Þess vegna höfum við stefnt að því að fá sem fyrst nýtt hús undir aðalsafnið en það er reyndar 16 ára gömul hugmynd og stendur til að byggja það í nýja miðbænum en enn er ekki Ijóst hvenær það verður. Elfa Björk Gunnarsdóttir forstöðumaður Borgarbókasafns Reykjavíkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.