Tíminn - 20.04.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.04.1983, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1983 Eigum fyrirliggjandi CAV 12 volta startari: Bedford M. Ferguson Perkins Zetor L. RoverD. Ursusofl. CAV 24 volta startari: Perkings Scania JCB o.fl. Lucas 12 volta startari: M. Ferguson Ford Tractor ofl. CAV 24 volta alternator: 35 amper einangruð jörð 65 amper einangruð jörð Butec 24 volta alternator: 55 ampers einangruð jörð Einnig startarar og alternatorar fyrir aliar gerðir af japönskum og enskum bifreiðum. Þyrill s.f. Hverfisgötu 84 101 Reykjavík Sími 29080 XVII Norðurlandaþing um málefni vangefinna verður haldið í Stavanger í Noregi 10.-12. ágúst n.k. Umsóknarfrestur er til 1. maí. Dagskrá þingsins og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Styrktar- félags vangefinna, Háteigsvegi 6 og hjá Landssamtökunum Þroska- hjálp, Nóatúni 17. Þar eru einnig gefnar nánari upplýsingar, svo og hjá Sigríði Ingimarsdóttur í síma 34941. Landssamtökin Þroskahjálp, Styrktarfélag vangefinna tD mroskahjálp t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móðursystur minnar Oddfríðar Hákonardóttur Sætre Flókagötu 12, Reykjavfk Gróa Salvars og aðrir aðstandendur. Öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug, samúð og vináttu við andlát og jarðarför elskulegs sonar okkar, bróður og mágs, Hjalta Ingvarssonar, Reykjahlíö, Skelðum færum við innilegar þakkir. Sveinf ríður Sveinsdóttir Ingvar Þórðarson Sveinn Ingvarsson Steinnun Ingvarsdóttir Guðrún Ingvarsdóttir Magnús Gunnarsson Erna Ingvarsdóttir Þorsteinn Hjartarson Útför móður minnar, Kristínar Gunnlaugsdóttur, fer fram frá Hrunakirkju föstudaginn 22. þ.m. kl. 2 eftir hádegi. Bílferð verður frá Bifreiðastöð íslands sama dag kl. 11 fyrir hádegi. Gunnlaugur Arnórsson. Sonur okkar og bróðir Guðmundur Einarsson, Skálholtsbraut S, Þorlákshöfn veröur jarðsunginn frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, fimmtudaginn 21. apríl kl. 2 e.h. Einar Sigurðsson Helga Jónsdóttir og systkini. fréttiri Full atvinna á Þórshöfn í vetur: Gífurleg breyting með komu togarans - án hans hefði verið hér 5 mánaða atvinnuleysi, sagði formaður Verkalýðsfélags Þórshafnar ÞÓRSHÖFN: „Hér hefur verið af- skaplega góð atvinna í vetur. Með komu togarans hefur orðið alveg gífur- leg breyting á atvinnuástandinu hér, frá því sem áður var. Bátafiskiríið hefur hins vegar verið frekar lélegt í vetur, þannig að ljóst er að orðið hefði um 5 mánaða atvinnuleysi hjá flest öllu fóki sem vinnur við fiskverkun ef við hefðum ekki togarann en hefðum þurft að treysta á bátaaflann. Þetta eru um 40-50 manns í vetur gróflega áætlað, en svo bætist auðvitað mikið við þegar skólafólkið kernur", sagði Kristinn Jó- hannesson, formaður Verkalýðsfélags Þórshafnar, spurður um atvinnu- ástandið á staðnum í vetur. - Mér þykir gott hljóð í þér miðað við það sem víða hefur heyrst frá verstöðvum í vetur? - Þegar maður hefur fulla vinnu þá þarf ekkert að kvarta. Það er svo margt sem það leysir að hafa fulla vinnu að það er alveg ótrúlegt, sagði Kristján. Hann kvað togarann afla vel. Síðast hafi hann komið með um 150 tonn eftir 5 daga útivist. „Þetta er því ágætis fiskirí hjá honum“, sagði Kristján. - HEI ■ Strákamirá Haukabergi eru búnir að draga um 500 tonn af fiski úr sjó í vetur, þótt þeir hafi verið látnir vera tvo daga í landi vegna kappseminnar m.a. Timamynd Ari Lieberman. „Hafa mistalið sig eitthvað smávegis” — segir Hjálmar Gunnarsson í Grundarfirði GRUNDARFJÖRÐUR: “Þetta er ekkert óalgengt - þeir hafa mistalið sig eitthvað smávegis á netunum strákarn- ir - eru orðnir kappsamir svona þegar farið er að vora. En þeir hvfla sig bara og verða enn brattari þegar þeir kom- ast á sjó aftur, líklega á morgun eða laugardag", sagði Hjálmar Gunnars- son, útgerðarmaður í Grundafirði í samtali við Tímann fyrir helgi. Starfs- menn veiðieftirlits sjávarútvegsráðu- neytisins fóru í róður með Haukaberg- inu, bát sem Hjálmar á, og tóku af skipstjóranum netaveiðileyfið í tvo daga, vegna þess að hann hafði of mörg nef í sjó. „Þeir koma alltaf annað slagið og telja, enda er það eins og það á að vera. Þetta var eitthvert slys, en ekkert við því að gera annað en að vera bara góði drengurinn. Það er auðvitað sjálf- Hjálmar. En hvernig hefur vertíðin gengið í vetur hjá ykkur? - Bara vel. Haukabergið er komið með um 500 tonn og er lang hæsti báturinn hér í vetur, þótt hann hafi lent í þessu. Skipstjórinn, Garðar Gunnarsson hefur líka verið aflakóng- ur hér í mörg ár og þeir gætu annað miklu fleiri netum ef það væri leyft. Togarinn okkar Sigurfari II var líka að landa hér 170 tonnum í dag og er búinn að fá um 1100 tonn yfir vertíðina. Vertíðin er því ekkert verri í vetur hjá okkur en verið hefur, nema hvað það mætti vera meiri þorskur í togaraaflan- um. En það er ekki um það að ræða - hann virðist ekki fáanlegur, sagði Hjálmar. Og er þetta sannarlega frem- ur óvenjulegt hljóð í útgerðarmanni þessa síðustu og verstu tíma. Hitaveita Rangæinga: Dælubilanir en ekki holubilun RANGÁRÞING: Mælingar á borhol- unni að Laugalandi í Holtum eftir að dæling stöðvaðist þann 24. febrúar s.l. og upplýsingar, sem safnast hafa sam- an síðan dæling hófst á ný með nýrri dælu þann 11. mars s.l. hafa leitt í ljós að engin ástæða er til að ætla að nokkrar breytingar hafi orðið á hol- unni eða innrennslinu í hana. Allar hugmyndir um hrun holunnar eða lokun vatnsæða hafa því reynst mark- lausar. Vatnsleysi Hitaveitu Rang- æinga stafaði af biluðum djúpdælum og orsakir þeirra bilana er ekki hægt að rekja tii holunnar eða innrennslis í hana. Þetta kemur fram í ágripi af skýrslu er starfsmenn Orkustofnunar hafa gert um vatnsvinnslu Hitaveitu Rangæinga að Laugalandi. Bilanir á tveim dælum, 22. og 24. febúar s.l. segja menn Orkustofnunar tæknilegs eðlis og þar sem Orkustofn- un hafi ekki séð um eftirlit með djúpdælu HVR fjalli starfsmenn henn- ar ekki ýtarlega um orsakir þeirra. Orkustofnun mælir hins vegar með að fylgst verði náið með vatnsvinnslu úr holunni á næstu mánuðum til að hægt verði að gera trausta spá um áhrif langtímavatnsvinnslu á svæðinu, svo og að ný vinnsluhola verið boruð sem fyrst til að auka rekstraröryggi Hita- veitu Rangæinga. Nú hefur 22-25 sekúndulítrum verið dælt úr holunni í um 4 vikur án nokkurra vandræða og er vatnsborð hennar á 80 m. dýpi. Þetta vatnsmagn er sagt fullnægja núverandi þörfum sagt að passa upp á þetta“, sagði HR. HEI - HEI Þing Alþýðusambands Suðurlands: Adeins tókst ad skapafáatugi starfa af þeim 1.460 sem þurfti á árunum 1979-1983 SUÐURLAND: “Á árunum 1979- 1983 hefði þurft að skapa 1.460 störf tengd iðnaði á Suðurlandi og af þeim 860 störf í iðnaðinum sjálfum. Skýrslur sýna að á þessum tíma hefur aðeins tekist að skapa fáa tugi atvinnutæki- færa. Afleiðing þessa er m.a.s. sú að árið 1981 fluttu 230 Sunnlendingar brott umfram aðflutta en á því ári fjölgaði Sunnlendingum aðeins um 28 íbúa, eða 0,14% en íbúum landsins í heild um 1,23%“, segir m.a. í ályktun 7. þings Alþýðusambands Suðurlands sem haldið var nýlega. Með hliðsjón af þessu telur ASS óhjákvæmilegt að gerðar séu raunhæf- ar tímasettar áætlanir varðandi atvinnuuppbyggingu á Suðurlandi þar sem m.a. sé tekið tillit itl eftirfarandi þátta: Stóraukin áhersla verði lögð á upp- byggingu hvers konar iðnaðar er hag- nýti orkulindir og hráefni þessa lands- hluta. Aukin áhersla verði lögð á að stjórn- völd standi við fyrirheit um byggingu brúar á Ölfusárós. Tryggja beri næga raforku til húshit- unar í þeim sveitarfélögum er ekki hafa jarðvarma og verð hennar miðað við kjör á hitaveitusvæðum. Skorað er á þingmenn, sveitarstjórn- armenn og stjórnendur áhugamanna félaga að kanna grundvöll fyrir full- vinnslu byggingarefna á Suðurlandi í byggingareiningar til útflutnings. Vakin er athygli á þeirri óheillaþró- un er átt hefur sér stað varðandi fullvinnslu landbúnaðarafurða á Suður- landi, þar sem meginhluti úrvinnslu- stöðva sunnlenskra landbúnaðar- afurða er í öðrum landshlutum. Þá telur þingið að auka þurfi veru- lega framkvæmdir við vegakerfi á Suðurlandi, enda hafi íbúar þar ekki að öðrum samgöngum að hverfa. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.