Tíminn - 20.04.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.04.1983, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1983 3 fréttir Skoðanakannanir siðustu daga og framreikningur þeirra: „ALLGÓDAR LÍKIIR A AÐ VID HÖLDUM TVEIM ÞINGMÖNNUM” ■ segir Hrólfur Halldórsson, formaður Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík ■ „Allt frá því farið var að gera skoðanakannanir hefur Framsóknar- flokkurinn ávallt farið illa út úr þeim, það hefur ávallt verið ákveðinn hluti manna sem ekki hafa viljað gefa sig upp þegar þeir eru spurðir hvað þeir ætii að kjósa, en reynslan verið sú, að þegar upp er staðið eftir kosningar og borið saman við úrslit skoðanakannana þá hefur hlutfallslega mest af óákveðna fylginu farið til Framsóknar“, sagði Hrólfur Halldórsson formaður Fulltrúaráðs fram- sóknarfélaganna í Reykjavík er Tíminn innti hann eftir horfum ■ komandi kosn- ingum. En Hrólfur hefur um árabil fylgst manna best með kosningum og tekið virkan þátt í kosningabaráttu Framsókn- arflokksins. „Þessi staðreynd hefur komið fram í öllum skoðanakönnunum og kosning- um„ sagði Hrólfur. „Nú hefur DV tekið upp þá nýjung að láta framreikna hvern- ig það fylgi skiptist, sem sagt er óákveðið í skoðanakönnun blaðsins og eru þá skoðanakannanir og kosningaúrslit fyrri ára lögð til grundvallar. Ef sá mælikvarði er tekinn á úrslit og fylgi í skoðanakönn- unum fyrri ára kemur í ljós að Fram- sóknarflokkurinn mun halda sínu fylgi óskertu í þessum kosningum og hljóta um 25% atkvæða." -Telur þú samkvæmt þessu að Fram- sóknarflokkurinn muni halda tveim þingsætum í Reykjavík? „Framsóknarflokkurinn hafði lengi vel engan þingmann hér í Reykjavík, það vár ekki fyrr en 1949 þegar kjördæma- kjörnir þingmenn urðu 8 að flokkurinn hlaut mann kjörinn. Missti hann að vísu 1953 og 1956 var samstarf um framboð með Alþýðuflokknum en fór í sjálfstætt framboð 1959 og náði þá inn manni.En 1963 fékk Framsóknarflokkurinn tvo menn og síðan hafa verið kjörnir tvéir þingmenn af lista Framsóknarflokksins nema þegar hið mikla hrun flokksins ■ varð 1978, þegar fylgið datt úr 25% í 16,8% á landsmælikvarða og þing- mannafjöldinn féll úr 17 í 12. Þá misstum við annan manninn en unnum hann aftur í kosningunum áric eftir. Miðað við prófkjörin og þann fram- reikning sem áður var minnst á bendii ekkert til að framundan sé tap eins og i kosningunum 1978. Eru því allgóðai líkur á að við höldum okkar hlut o{ tveim mönnum. Þessi kosningabarátta er dálític óvanaleg að því leyti að fólk gefur ekk mikið upp hvað það ætlar að kjósa o; að komin eru upp tvö ný framboð. ! síðustu kosningum voru aðeins fjórii listar í boði en nú sex. 1971 kom fimmt listinn inn í Reykjavík og komu Samtök in þá að einum manni en sá listi hvar síðan af sjónarsviðinu. En fyrst listarnir eru orðnir sex þá þarf færri atkvæði til þess að koma inn 12. ■ Hrólfur Halldórsson þingmanni, sem nú er annar þingmaður á lista framsóknarmanna heldur en þurfti 1979 þegar aðeins fjórir listar voru í boði. Hér er að sjálfsögðu miðað við hlutfall en kjósendum í Reykjavtk hefur ekki fjölgað svo neinu nemi á þeim tæpu fjórum árum sem liðin eru síðan síðast var kosið. Hver flokkur hlýtur að eiga að fá meira og minna af umframatkvæðum, sem ekki nýtast og þau hljóta að verða þeim mun fleiri sem listum fjölgar," -Svo að þú óttast iítið um , annan mann á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík? -Jú, maður skyldi aldrei fullyrða of mikið um úrslit því allt getur skeð í kosningum en við framsóknarmenn munum leggja allt kapp á að þingmenn flokksins í Reykjavík verði áfram tveir. í 20 ár höfum við átt tvo þingmenn í Reykjavík, nema í því óvenjulega ástandi er skapaðist 1978, en slíkt ástand teljum við ekki til staðar nú.“ OÓ Skelfisk- og rækjuleiðangur Drafnar: Gífurleg dánar- tala skeljar í Hvalfirði — gott ástand á rækjumiðum við Eldey ■ Ómar Hallsson, veitingamaður, Steiner Oster, matreiðslumeistannn Ethil Wiklund, sendiherra Svía á íslandi og Sigmar B. Hauksson, en matreiðslumeist- arinn er hingað kominn fyrir hans milligöngu. Tímamynd Róbert ■ „Við fengum aUt upp í 850 kfló eftir verið hefur undanfarið ár, 210. til 240 þriggja tíma tog. Rækjan er lík því sem stykki í kflói, og það verður að teljast ■ Seint kemur vorið, þykir mörgum og það er ekki líkt því á þessari mynd að sumardagurinn fyrsti er á næsta leiti. En vonandi er snjórinn sá ama sá síðasti í vetur. (Tímamynd Róbert) Sumardagurinn fyrsti: Skátar í Reykjavík halda upp á daginn ■ Skátar í Reykjavík munu halda sumardaginn fyrsta hátíðlegan að venju. Hátíðin á að hefjast á göngu sem leggur af stað kí. 9.45 frá nýju skátamiðstöðinni við Snorrabraut, og verður gengið niður Laugaveg, Lækjargötu, Skothúsveg og Hringbraut að Háskólabíói, en þar mun séra Guðmundur Óskar Ólafsson þjóna fyrir altari, skátakór syngur og annast Smári Ólason undirleik. Síðar um daginn mun skátafélagið Dalbúar halda útihátíð á Ármannsvelli og skátafélagið Garðbúar verður með útihátíð við Hæðargarð. Skátafélagið Skjöldungar verða með fjölskyldu- skemmtun í skátaheimilinu við Sól- heima, en á öllum þessum stöðum verður margt til skemmtunar fyrir unga og aldna. Þá mun skátafélagið Árbúar skemmta sjúklingum á Landsspítalan- um. ÞB Margverdlaunaður sænskur kokkur á Naustinu: „Sýnir að fiskurinn okkar er frábær matur” — segir Ómar Hallsson, veitinga maður á Naustinu gott,“ sagði Hrafnkell Eiríksson, flski- fræðingur nýkominn úr skelfisk- og rækjuleiðangri með rannsóknarskipinu Dröfn. í leiðangrinum var svæðið norður og norð-vestur af Eldey rannsakað. Rækja veiddist á allstóru svæði allt frá 67 faðma dýpi niður í 88 faðma. Mest fékkst á bilinu frá 70 til 76 föðmum, og er það í samræmi við reynslu undanfarinna ára. Hrafnkell sagði að mjög lítill fiskur hefði fengist í trollið. T.d. hefði sjaldnast verið fleiri en einn þorskur í hali eftir þriggja tíma tog. -Eru það ekki váleg tíðindi? „Það er erfitt að segja til um það. Þetta er náttúrulega ekki hefðbundin þorskaslóð, en þó fást venjulega nokkur stykki í hali á þessum árstíma," sagði Hrafnkell. Hörpudiskmið í Hvalfirði voru einnig könnuð í leiðangrinum. Hrafnkell sagði að engin viðbótarmið hefðu fundist: „Það sem kannski kom mest á óvart, var að gífurleg breyting hefur orðið á þessu svæði frá í fyrra hvað náttúrulega dánar- tölu skeljarinnar varðar. Dánartalan var um 30%, en nú virðist hún mun meiri,“ sagði Hrafnkell. Hrafnkell sagði ennfremur að náttúru- leg dánartala skelfisks í Hvalfirði hefði alltaf verið talsvert hærri en á öðrum miðum. Skýringin sagði hann að gæti verið sú, að Hvalfjörðurinn er lang syðsta svæðið hér við land sem hörpu- diskur fæst á í einhverjum mæli og því væri sjórinn kannski of heitur. „Ég hef lengi verið hræddur um að stofninn dytti niður ef sjórinn hlýnaði að ráði. Þess vegna hef ég mælt með meiri veiði þarna en annars staðar miðað við stofnstærðina," sagði Hrafnkell. Einnig nefndi hann að í Hvalfirðinum er mikið af krossfiski, en hann drepur sér mikið af skel til átu. Sjó ■ Margverðlaunaður franskmenntað- ur sænskur matreiðslumeistari, Steiner Öster, sem kunnur er fyrir gerð sjávar- rétta í heimalandi sínu og víðar, er nú staddur hér á landi á vegum Naustsins. Mun hann halda námskeið fyrir matreiðslumenn Naustsins og Ránarinn- ar og hafa síldarrétti sína á boðstólum í Naustinu næstu daga. „Það var eiginlega umræðan um gæða- málin í sjávarútvegi sem varð til þess að við fengum Öster hingað. Við teljum hann geta sýnt svo ekki verður um villst að fiskurinn okkar er frábær matur,“ sagði Ómar Hallsson, veitingamaður á Naustinu í samtali við Tímann. Að sögn Ómars rekur Öster ásamt franskri eiginkonu sinni, Regine, veit- ingahúsið Tanamus Gestgiveri á vestur— strönd Svíþjóðar, sem talinn er með bestu sjávarréttaveitingastöðum í Evr- ópu. Segir Ómar að þangað komi ekki aðeins Svíar heldur fjöldi þýskra og franskra ferðamanna. Banaslys á Breiðholts- braut ■ Banaslys varð efst á Breiðholtsbraut um hádegisbilið í gær. Lítið 5 ára barn, Österhjónin reka einnig hótel, sem tilheyrir hinni heimsfrægu hótel- og veitingahúsakeðju RELAIS ET CHAT- EAUX. -Sjó Friðarmál f 4000 ár ■ Fríðarhópur kvenna og Norræna- húsið gengst fyrir fyrirlestri í kvöld kl. 20.30 í Norræna húsinu. Er það frú Helga Stene sem þar mun halda fyrirlest- ur um friðarmál í 4 þúsund ár og nefnir hann „Fra Abraham til Alva Myrdal.“ Er hér um hið merkasta erindi að ræða, en frú Stene er hámenntuð kona og hefur gegnt kennarastörfum við háskóla víða um lönd á langri æfi og nýtur hún mikils álits í heimalandi sínu. er var á leið suður eftir gangbrautinni efst á Breiðholtsbraut, þar sem eru handstýrð umferðarljós, varð fyrir lítilli sendibifreið er var ekið vestur brautina. Barnið var þegar flutt á slysadeild en andaðist skömmu eftir komuna þangað. -FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.