Tíminn - 28.04.1983, Síða 1

Tíminn - 28.04.1983, Síða 1
Snjóflóðavarnartæki á 2 milljónir á Sigló - Sjá bakslðu FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Fimmtudagur 28. apríl 1983 95. tölublað - 67. árgangur Steingrímur Hermannsson, formadur Framsóknarflokksins: „ÞESSI RfKISSTJÖRN A EKKI AB AKVEÐA SAMKOMUDAG ÞINGSINS” ■ „Það liggur Ijóst fyrir af okkar hálfu, að við förum ekkert að fara í fýlu, þó við höfum misst þrjá menn,“ sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, að loknum þingflokksfundi Framsóknar- flokksins í gær, er blaðamaður Tímans spurði hann fregna af fundinu.“ „Við teljum það tap að sjálf- sögðu of mikið,“ sagði Stein ■ grímur,„og ekki verðskuldað miðað við þá ábyrgu afstöðu sem við höfum haft til þjóðmála. Auðvitað var á brattann að sækja, verðbólga alltof mikil og fleira, og við eigum þar okkar sök á, eins og aðrir sem voru í ríkisstjórn.“ Aðspurður um hvað þing- flokkurinn vildi leggja til nú sagði Steingrímur: „Við munum • leggja fram okkar hugmyndir í efnahagsmálum, ef við erum kvaddir til viðræðna, og þá taka ábyrga afstöðu til stjórnarþátt- töku, á málefnalegum grund- vetli.“ Steingrímur var spurður hvað hann vildi segja um þau orð sem Helgi Seijan, þingmaður Al- þýðubandalgsins lét falla við blaðamann Tímans í gær, er hann sagði að það væri aðeins eitt stjórnarmynstur sem kæmi til greina í sínum huga, en það væri samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, því þessir flokkar hefðu sömu stefnu, og ættu því að geta unnið saman: „Þetta er náttúrlega óskaplega mikill misskilningur hjá Helga. Mér skilst að það séu margir í Sjálfstæðisflokknum sem vilji það sem kallað er „sögulegar sættir“ og samstarf við Alþýðu- bandalagið og það merkilega sem maður hefur lært undanfarin ár, er að það er mikið afturhald í báðum þessum flokkum þannig að það er nú kannski ýmislegt iíkara með þeim heldur en okkur, sem erum frjálslyndur umbótaflokkur." Steingrímur var spurður hvað hann teldi líklegasta stjórnar- mynstrið og sagði hann þá: „Manni er vitanlega kunnugt um það af fyrri yfirlýsingum for- manna, að Alþýðubandalagið vill umfram allt aðrar kosningar sem fyrst, og það kom einnig fram hjá Geir. Hallgrímssyni á sínum tíma, hvort sem honum hefur snúist hugur eða ekki, þannig að það kann vel að vera að það verði niðurstaðan, að þeir semji um það og fari saman í stjórn til þess. Ég vil taka það fram, að við framsóknarmenn teljum að mjög óábyrgt í þessari stöðu, og það sem síst ér þörf á, að hrinda þjóðinni út í aðrar kosningar." Steingrímur sagði jafnframt: „Við teljum að það komi ekki til mála að þessi ríkisstjórn fari að ákveða hvenær þing komi saman. Stjórnin verður orðin starfsstjórn á morgun, og því óeðlilegra að hún ákveði sam- komudag þingsins, en meirihlut- inn sem verður myndaður á næstunni, getur vitanlega ákveð- ið hvort og hvenær hann vill kálla þing saman.“ Blaðamanni varð það á í mess- unni, í forsíðufrétt í blaðinu í gær, að segja að Steingrímur Hermannsson hefði sagt að á- kveðið hefði verið að þing kæmi saman fyrrihluta í maí. Þetta var ekki rétt, og var þessi klausa á misskilningi byggð, sem hér með er beðið velvirðingar á. Steingrímur sagði að lokum að ef þing kæmi saman, án þess að stjórn hefði verið mynduð, þá yrði það forystulaust, og myndi eingöngu spilla fyrir stjórnarmyndunarviðræðum, og vitanlega myndi það ekki leysa nein efnahagsmál. Við upphaf þingflokksfundar Framsóknarflokksins í eftirmiðdaginn í gær. Á myndina vantar 5 þingmenn Framsóknarflokksins. Tímamynd G.E. Fær Albert Guðmundsson ráðherraembætti í stjórn Sjálfstæðismanna? ERFIÐARA AÐGANGA FRAMHJA MÉR NU EN OFT ABUR” ■ „Það er hefð hjá öllum stjórnmálaflokkum að formenn flokkanna leiði stjórnarmyndun- arviðræður,“ sagði Albert Guðmundsson alþingismaður er Tíminn spurði hann í gær um hans afstöðu til þess ef Geir Hallgrímsson formaður Sjálf- stæðisflokksins myndi leiða stjórnarmyndunarviðræður. Albert var spurður um hver hans óskasamstarfsaðili væri, ef Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn, og sagðist hann þá engan óskaaðila eiga í slíku til- felli. því sinn draumur hefði verið að Sjálfstæðisflokkurinn fengi umboð þjóðarinnar til þess að stjórna einn, en þjóðin hefði ekki orðið við þeirri beiðni Sjálf- stæðisflokksins, og kosið yfir sig vinstri meirihluta. „Þess vegna,“ sagði Albert, „hvílir náttúrlega frumskyldan á þessum fimm vinstri flokkum, sem þjóðin studdi umfram Sjálfstæðisflokk- inn, að mynda ríkisstjórn og sjá þjóðinni fyrir forystu.“ Albert sagði jafnframt: „Að sjálfsögðu þá gerir Sjálfstæðis- flokkurinn sér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem hvílir á honum sem stærsta stjórnmálaaflinu í stjórnarmyndunum og fleiru, og mun hann ekki skorast undan þeirri ábyrgð.“ Albert var spurður um afstöðu hans til minnihlutastjórnar Sjálf- stæðisflokksins og sagði þá: „Ég tél að flokkurinn myndi axla þá ábyrgð, ef hann væri beðinn um að brúa eitthvert bil á milli kosninga, en ég er því frekar hlynntur að kosið verði á nýjan leik fljótlega, og að þjóðin stað- festi aftur þennan dóm sinn, eða kjósi þá Sjálfstæðisflokkinn, því það er ótækt að flokkar boði ákveðna stefnu, sem fókið svo kýs um, en að loknum kosning- um er saminn einhverskonar. stjórnarsáttmáli samstarfsaðila , ef fleiri en einn flokkur eru við stjórn, og þar með er til orðin stefna,- sem aldrei hefur verið kosið um.“ Albert var spurður hvort hann gengi ekki út frá því sem vísu að hann hlyti ráðherrastól ef Sjálf- stæðisflokkurinn myndar ríkis- stjórn og sagði hann þá: „Það er ekkert ljóst í þessum málum, en ég tel mig hafa ekkert minni möguleika en hver annar, vegna þess að ég er jú efsti maður á lista hér í Reykjavík, auk þess sem ég er búinn að vera það lengi í þingflokknum, að það er erfiðara að ganga framhjá mér nú, heldur en oft áður. Fyrst og fremst eru þessar stjórnarmyndunarviðræður og framhald þeirra: samkvæmt regl- um flokksins í höndum for- mannsins.“ - AB - Sjá einnig bls. 5 Forsetinn rædir við alla for- mennma ■ Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir hefur boðað formcnn stjórnmálaflokkanna á sinn fund í dag, til þess að ræða óformlega við þá unt stjórnmálaástandið. Fyrstan hefur forsetinn boðað Geir Hallgímsson, formann Sjálf- stæðisflokksins, og kcmur hann til fundar við forsetann 'kl. 13.30. Steíngrímur Her- mannsson, formaður Fram- sóknarflokksins fer til fundar viðforsetann kl. 14.15 ogaðrir flokksformcnn síðan hver á fætur öðrum. Flestireru þcirrar skoðunar, að Geir Hallgrímssyni for- manni Sjálfstæðisflokksins verði falið umboð til þess að rcyna stjórnarmyndun, en það liggur væntanlega Ijóst fyrir, ekki síðar en á ntorgun. - AB Rás 2; Engin ákvörðun ■ Ráðning yfirmanns fyrir Rás 2 hjá ríkisútvarpinu var ekki tekin fyrir á fundi hjá útvarpsráði í gær, en eins og menn muna voru umsækjcndur urn stöðuna 14 talsins. Að sögn Vilhjálms Hjálm- arssonar forntanns útvarpsráðs fjallar ráðið væntanlega um þessar umsóknir á þriðjudag- inn kemur. Sjó einnig bls. 3. Ekið á dreng í Hafnarfirði ■ Ekið var á 8 ára dreng við Selvogsgötu í Hafnarfirði í gær. Tildrög slyssins ntunu vera þau, að drengurinn hjól- aði út úr húsasundi í veg fyrir bílinn. Þarna er gangbraut og lcikvöllur en drengurinn mun hafa ætlað að hjóla á leikvöll- inn. Meiðsli eru ckki að fullu kunn en þó mun drengurinn að öllum líkindum hafa hand- leggsbrotnað. - ÞB

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.