Tíminn - 28.04.1983, Qupperneq 2
2.
FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983
!*! Garðleigjendur
^ í Kópavogi
Leiga á garölöndum í Kópavogi er hafin. Úthlutun
garöa fer fram í Gróörarstööinni Birkihlíö Birki-
grund 1, þriðjudaga til fimmtudaga kl. 9.30-11.30
fram til 15. maí.
Greiðsla fyrir garða er sem hér segir 3002 kr. 445,-
2002 kr. 388,- 1502 kr. 313,- 1002 kr. 248,-
Greiðsla fer fram við úthlutun garöa
Garðyrkjuráðunautur Kópavogs
Sími46612.
Ibúð óskast
3ja herbergja íbúð óskast á leigu á Stór-Reykja-
víkursvæöinu n.k. haust eöa eftir samkomulagi.
Upplýsingar í síma 91-85306 eftir kl. 19 á kvöldin
og í síma 96-25375.
Félagsmálastofnun
Selfoss
Staða umsjónarmanns Hótels Selfoss er laus til
umsóknar. í starfinu felst m.a. yfirumsjón með
rekstri og umsjón með veitingasölu þar með talið
tilbúningur veitinga. Umsóknum sé skilað á
skrifstofu Félagsmálastofnunar Tryggvaskála
síma 99-1408.
Umsóknarfrestur er til 9. maí.
Félagsmálastjóri.
'l'
C
2
w
Rannsóknarhús á
Hvanneyri
Tilboð óskast í að steypa upp rannsóknarhús fyrir
bændaskólann á Hvanneyri og ganga frá því að utan,
auk lóðarfrágangs að hluta.
Húsið er 1 hæð með háu risi og kjallara að hluta og er
grunnflötur þess um 430mJ.
Verkinu skal að fullu lokið 30. maí 1984.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7
í Reykjavík, gegn 1.500 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins mið-
vikudaginn 18. maí 1983 kl. 11.00.
Hey til sölu
upplýsingar í síma 93-2171.
Hestamanna-
félagið
Gustur
Minnum á vorfundinn í kvöld í Félagsheimili
Kópavogs kl. 20.30.
Stjórnin
f réttir
„AFUNN VIRÐIST
MINNI EN AfillR”
segir Jakob Magnússon fiskifrædingur um úthafs-
karfann sud-vestur af landinu
■ „Viö höfum verið að rannsaka karfa-
stofninn undanfarna daga hérna suðvest-
ur af landinu", sagði Jakob Magnússon
fiskifræðingur um borð í rannsóknar-
skipinu Hafþóri er Tíminn hafði sam-
band við hann í gær.
„Þetta er nokkuð sfor sstofn af úthafs-
karfa en hann virðist þó nokkuð dreifð-
ur. Það er hér nokkuð stór floti rúss-
neskra togara og verksmiðjuskipa við
veiðar og höfum við verið að kanna
stöðuna. Við köstuðum hér við hliðina á
þeim en fengum ekki mikið og ég geri
ekki ráð fyrir að þeir fái mikið. Hins
vegar eru þeir með stórar vörpur og dóla
þetta hérna fram og aftur og ná þannig
eflaust meiru. Við höfum verið að reyna
að ná sambandi við þá hérna en það
hefur engan árangur borið. Annars er
lítið komið út úr rannsóknum okkar
ennþá en þetta ætti að skýrast bráðlega.“
Sameiginlegt álit friðarhreyfinga
allra Norðurlanda um kjarnorku-
vopnalaust svæði samþykkt:
Undirskriftasöfn-
un hefst hérlendis
innan skamms
■ Um síðustu helgi var haldin í Nor-
rxna húsinu sameiginleg ráðstefna frið-
arhreyfinga í Noregi, Svíþjóð, Finn-
landi, Danmörku, Færeyjum og Islandi.
Þar var undirrituð sameiginleg stefnu-
yfirlýsing um að Norðurlöndin, þar með
talin ísland og Fxreyjar skuli í framtíð-
inni verða kjarnorkuvopnalaust svæði.
Fulltrúar á ráðstefnunni létu einnig í Ijós
það álit að í framtíðinni væri mikilvægt
að Grænland yrði einnig kjarnorku-
vopnalaust svæði.
Að sögn Árna Hjartarsonar, sem var
fulltrúi á ráðstefnunni er meginhugsunin
í hinum sameiginlega texta sú, að hér
skuli verða um sjálfstætt frumkvæði
Norðurlanda að ræða, sem á engan hátt
sé skilyrt af afstöðu stórveldanna, þótt á
hinn bóginn sé þess krafist að þau standi
við þau heit sem þau hafa gefið m.a. \
samningi um bann við dreifingu kjarn-
orkuvopna. í öðru lagi sé litið svo á að
hér sé um að ræða upphaf á baráttu fyrir
kjarnorkuvopnalausri Evrópu og gegn
öllum kjarnorkuvígbúnaði.
Finnska ríkisstjórnin gerði fyrir
nokkru hugmyndina að kjarnorku-
vopnalausum Norðurlöndum að sinni
stefnu og hugmyndin hefur einnig notið
mikils fylgis innan jafnaðarmannaflokka
hinna Norðurlandanna, m.a. þess
sænska sem nú fer með stjórnartauma
þar í landi. 2.5’ milljónir manna á
Norðurlöndunum hafa skrifað undir
skjal til stuðnings kjarnorkuvopnalausu
svæði á Norðurlöndum. Slík undir-
skriftasöfnun mun hefjast á íslandi innan
skamms.
■ Samráðsfundur hjálparstofnana frá
ýmsum kirkjudeildum í Evrópu og
Bandaríkjunum var haldinn nýverið í
Póllandi með fulltrúum póiskra kirkju-
deilda. Kom þar fram að mikil ánægja
hefur ríkt í Póllandi með framlag íslands
til aðstoðarínnar við Pólland, sem hefur
verið fólgin í sendingum á kjöti og síld
þangað. Samþykkti samráðsfundurinn
að leggja fram fé til kaupa á 100 tonnum
á síld til viðbótar til dreiflngar í Póllandi
í maí og nóvember. Helmingur þessa
magns hefur þegar veríð sendur áleiðis
til Póllands.
„Saltsíld sú sem Hjálparstofnun kirkj-
unnar hefur fengið frá okkur er um 850
■ Sovéski togarinn „Malakit" í
Reykjavíkurhöfn í gærdag.
(Tímamynd Árni Sæberg)
Sovéski sjó-
maðurinn
lést á sunnu-
daginn
■ Sovéski togarinn Malakit lagði úr
höfn í Reykjavík kl. 18 í gærdag með
lík sovéska sjómannsins. sem sóttur
var skaðbrenndur á haf út þann 19.
apríl sl. innanborðs.
Sjómaðurinn Ikonoarov að nafni,
hafði legið á Landspítalanum i Reykja-
vík undanfarna daga án þess að tækist
að koma honum til mcðvitundar og
lést hann sl. sunnudag.
tunnur eða 0.3% af ársframleiðslu
okkar, þannig að á okkar mælikvarða er
hér ,um mjög óverulegt magn að ræða,“
sagði Gunnar Flóvenz framkvæmda-
Stjóri Síldarútvegsnefndar í samtali við
Tímann í gær. „Hitt er annað mál að
saltsíld er sú matvara sem kemur sér
hvað best fyrir vannært fólk í Póllandi,
auk þess sem saltsíld er vinsælli hjá
Pólverjum en flestum öðrum síldar-
neysluþjóðum.
Við höfum orðið varir við það að
Hjálparstofnun kirkjunnar hefur sýnt
mikinn dugnað og útsjónarsemi til að
nýta það hráefni sem hún hefur til
umráða til aðstoðar fólki í Póllandi,“
sagði Gunnar Flóvenz.
— JGK
ÍOO tonn af saltsfld í
aðstoð til Pólverja
Hundum
hafnað á
Bolungarvík
■ Um leið og Bolvíkingar kusu til
Alþingis s.l. laugardag, kusu þeir um
hvort leyfa ætti hundahald í bænum.
Úrslit í þeim kosningum urðu þau, að já
sögðu 141, en nei sögðu 393. Auðir og
ógildir seðlar voru 309. Hundahald verð-
ur því ekki leyft í Bolungarvík.
Bændur
12 ára drengur óskar eftir
aö komast í sveit í sumar.
Upplýsingar í síma
91-71549.
Caterpillar
varahlutir til sölu, bæöi í
jaröýtur, veghefla, báta-
vélar o.fl.
Upplýsingar í síma32101.