Tíminn - 28.04.1983, Page 7

Tíminn - 28.04.1983, Page 7
FJMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983 7 umsjón: B.St. og K.L. Marianne ■ Marianne Faithfull hefur nú sagt skilið við föðurland sitt, England, og er sest að í New York. Hún kennir því um, að hún hafi orðið fyrir ofsóknum í Bretlandi og aldrei getað unt um frjálst höfuð strokið. Það vonar hún að hún geti í New York. - Eg var farin að vona, að landar mínir væru farnir að fyrirgefa mér ástarævintýri niitt og Micks Jagger á sjöunda áratugnum og ruglinu, sem var á mér um tima, en á undan- förnunt tveimur árunt hef ég svo sannarlega fengið að finna, að þeir hafa síður en svo gleymt. Allt hefur gengið á móti mér að undanförnu. Að vísu hafa landar rnínir keypt plöturnar mínar, en ég hef svo sannarlega fengið að finna, að þeir bera enga virðingu fyrir mér. Þar að auki fór lögreglan að ofsækja mig, rétt eins og hún gerði í kringum 1970. Það kom oftar en einu sinni fyrir, að lögreglan stansaði mig úti á götu og fór að leita á mér að eiturlyfjum, segir Marianne, en þess ntá geta, að á árinu 1981 hlaut hún dóm fyrir neyslu á heróíni og varð að greiða háa sekt. En nú gerir Marianne sér sem sagt vonir um betri tíma í New York. Hún segir lögregl- una þar ekki hafa tíma til að eltast við svona fólk, eins og hana, þar sem þeir eigi í nógu ■ Marianne Faithfull er orðin 36 ára og segist vera alvöru listamaður. Gallinn er bara sá, að landar hennar vilja ekki viðurkenna það. Faithfull byrjar nýtt líf að snúast við að eltast við raunverulega glæpamenn. - Eg lagði mig virkilega fram um að ávinna mér virð- ingu í heimalandi mínu, segir Marianne. - En það bara gekk ekki. Eg held að Englendingar vilji líta á mig sem óforbetran- lega. Þeir vilja ekki viður- kenna mig sent alvöru lista- mann. Marianne hefur brotið blað á fleiri sviðum. Hún hefur líka sagt skilið við eiginmann sinn nr. 2, gítarleikarann Ben Bri- erley. - Eg þarfnast frelsisins, seg- ir hún. voiu í hinn svo kallaða tauga- greini sem hefur verið alveg ómetanlegur í þessu starfi okkar. Þá vil ég nefna félag'sskapinn „Svölurnar" sem í eru flug- freyjur, en þær gáfu okkur tján- ingar og umhverfisstjórnunar- tæki sem einnig er mjög gagnlegt. Nú, það mætti nefna margt fleira sem við höfum feng- ið svo sem tæki til sjúkra og iðjuþjálfunar, þó auðvitað megi alítaf gera betur." Hvernig er með fjárveitingar til stofnunarinnar? „Á hverju ári leggjum við fram óskir um fjárveitingar. eins og reyndar aðrar stofnanir innan spítalans gera. og reynum að sýna fram á hvað það er sem okkur vanhagar um. Stundum gengur þetta vcl og stundum miður en ég held að ástæðulaust sé að kvarta". Eru einhverjar nýjungar á döf- inni? „Það sem við horfum mest fram til núna er að fá nýju meðferðarlaugina okkar í gagnið. Hún er nú þegar oróin fokheld, en það er samt töluvert enn eftir til að hún verði tilbúinn til notkunar. Laugin kemur til með að bæta aðstöðu okkar mjög verulega því margt af þeirri endurhæfingu sem fram fer á deildinni þarf nauðsynlega að fara fram í vatni". Er það nokkuð sem þú vilt segja að lokum? „Það er þá helst það að þó að tíu ár séu ekki langur tími þá hefur starfsemin hér gengið framar vonum. Við erum eina stofnunin hér á landi sem sérhæf- ir sig í að endurhæfa þá sem eru mænuskaddaðir en sú sorg- lega staðreynd blasir við að tíðni þeirra sem skaddast á mænu er mun algengari hér en á hinum Norðurlöndunum. Aðsíðustuvil ég aðeins geta þess, að við höfum hér mjög gott starfsfólk sem er mjög vel menntað, og ég hygg að við stöndum sambærilegum stofnunum erlendis fyllilega á sporði.“ ÞB erlent yfirlit VERULEGAR horfur þvkja nú á því. að bráðlega komi til stjórnarskipta í Noregi. Minnihlutastjórn íhalds- flokksins undir forustu Káre Willoeh mun þá segja af sér. en Willoch síðan mynda samsteypu- stjórn íhaldsflokksins. Mið- flokksins og Kristilega flokksins. Það varð niðurstaðan eftir síð- ustu þingkosningar, þegar þessir þrír flokkar fengu meirihluta á þingi, að (haldsflokkurinn myndaði minnihiutastjórn með stuðningi hinna tveggja. íhardsflokkurinn mun helzt hafa kosið þá að mynduð yrði samsteypustjórn- flokkanna, en hinir flokkarnir voru þá ófúsir til þátttöku í slíkri stjórn. Þeir töldu það tryggja betur sérstöðu sína' að vera utan stjórnar . Síðan hefur Miðflokknum snúizt hugur. Á landsfundi hans, sem haldinn var fyrir nokkru. varð sú skoðun ofan á. að flokk- urinn ætti að ganga til stjórnar- myndunar með hinum flokkun- um tveimur. ef samstaða fengist þar um. Miðflokkurinn taldi sig hafa slæma reynslu af því að vera utan stjórnar og styðja minni- hlutastjórn íhaldsflokksins. Skoðanakannanir bentu líka til þess. Sú skoðun ríkti á lantlsfundin- um, að flokkurinn gæti bctur tryggt framgang ýmissa máiefna dreifbýlisins með því að vera í stjórn. Kjell Magne Bondevik, formaður Kristlega flokksins, A landsfundi íhaldsflokksins, sem haldinn var skömmu síðar, ríkti einnig það sjónarmið, að heppilegra væri að mynda sam- steypustjórn flokkanna þriggja en að halda minnihlutastjórninni áfram. Það væri vænlegra til að tryggja sæmilega sambúð flokk- anna. EFTIR að bæði Miðflokkurinn og íhaldsflokkurinn hðfðu þann- ig lýst sig fylgjandi myndun sam- steypustjórnar, beindist athyglin mjög að landsfundi Kristilega flokksins, en þar hafði verið og er sterkust andstaða gegn hug- myndinni um samsteypustjórn. Talið var, að heldur hefði dregið úr þessari andstöðu. en þó cngan veginn víst, að samþykki fengist fyrir þátttöku flokksins í slíkri stjórn. Niðurstaðan varð sú, að skoðanir voru mjög skiptar á landsfundinum. Ályktunin, sem endanlcga var samþykkt, leggur það í vald flokkstjórnarinnar að meta það, hvort flokkurinn skuli taka þátt í umræddri samsteypu- stjórn. Margir telja orðalag hennar svo óljóst, að hægt sé að skýra hana jafnt neikvæða sem jákvæða. Ályktunin er á þá leið, að flokksstjórninni er heimilað að taka þátt í samsteypustjórn, ef hún metur ástandið í þinginu svo alvarlegt, að slík stjórnar- myndun sé álitin nauðsynleg. Á landsfundinum kaus flokk- urinn nýjan formann, Kjell Magne Bondevik. í viðtölum, sem hann hefur átt við blaða- menn að undanförnu, hefur hann haldið öllum dyrum opnum. Fyrir þetta hefur hann m.a. sætt þungum ádeilum í Aften- posten, sem er helzta stuðn- ingsblað íhaldsflokksins og er eindregið fylgjandi myndun sam- steypustjórnarinnar. Að tjaldabaki fara nú fram viðræður milli flokkanna þriggja um þetta mál. Trúlegast þykir, að sámkomulag verði um mynd- un samstcypustjórnar, en það flauga í Evrópu hcldur yrði lögð á það enn ríkari áhcrzla, að risaveldin semdu um takmörkun umræddra vopna. Flokkstjórnin hcfur talið, að það ætti að vcra takmarkið að fækka meðaldrægum eld- flaugum, staðsettum á landi í Austur-Evrópu, en bæta cngum við í Vestur-Evrópu. Þótt flokks- stjórnin telji það tilboð Rússa ófullnægjandi að hafa ekki flciri mcðaldrægar cldflaugar í Evr- ópu cn sem svara samanlagt til tölu brczkra og franskra eld- l'lauga, álítur hún, aö þetta geti orðið viðræðugrundvöllur. Rúss- ar fækki citthvaö eldflaugum sínum, cn Bandaríkin bæti eng- um viö. Af hálfu íhaldsflokksins hcfur þcssi nýja stcfna stjórnar Verka- mannaflokksins verið talin brjóta gcgn Natóáætluninni frá 1979, en ríkisstjórn Verka- mannaflokksins samþykkti hana á sínum tíma. Stjórn Vcrka- mannaflokksins telur, að við- horfiö sé nú annað. Það, sem átti viö 1979, eigi ekki við nú. í blöðum íhaldsflokksins hef- ur borið á þcirri óskhyggju, að cldri leiðtogar Vcrkamanna- flokksins, cins og Knut Fryden- lund og Odvar Nordli, myndu lýsa sig andvíga hinni nýju stefnu flokksstjórnarinnar. Svo reynd- ist þó ekki. Tillaga flokksstjórn- arinnar var samþykkt einróma. Þessi einróma samþykkt landsfundarins þykir mikill sigur fyrir Gro Harlem Brundtland. í ræðu, scm Brundtland hélt á landsfundinum, lagði hún áhcrzlu á, að Verkamannaflokk- urinn væri hér í samfloti með öðrum flokkum sósíaldemókrata í Vestur-Evrópu. Hættan á nýju köldu stríði og nýju vígbúnaðar- kapphlaupi færi vaxandi. Sumir töluðu nú jafnvel um, að ekki þýddi að halda áfram viðræðum við Rússa fyrr en búið væri að koma upp nýjum bandarískum eldflaugum í Evrópu. Yrði sú niðurstaðan. myndi vígbúnaðar- kapphlaupið ekki stöðvast, held- ur magnast um allan helming. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar ■ Gro Harlem Brundtland og Odvar Nordli á landsfundi Verka- mannaflokksins cftir að ályktunin um kjarnavopnamálin hafði verið samþykkt. getur þó dregizt eitthvað á langinn. ANNARS eru það ekki þessi stjórnarmyndunarmál, sem hafa vakið mest umtal í Noregi að undanförnu. Enn meiri athygli hefur beinzt að landsfundi Verkamannaflokksins vegna breyttrar stefnu, sem flokks- stjórnin hafði boöað í varnar .- málum, einkum þó varðandi kjarnavopn. Undir forustu Gro Harlcm Brundtland, formanns flokksins, hafði flokksstjórnin lýst sig and- víga því, að hafizt yrði handa að sinni um staðsetningu nýrra meðaldrægra bandarískra eld - Samsteypustjóm verður líklega myndud í Noregi Ný stefna Verkamannaflokksins í kjarnavopnamálum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.