Tíminn - 28.04.1983, Page 9

Tíminn - 28.04.1983, Page 9
FIMMTUDAGUR 2S. APRÍL 1983 9 á vettvangi dagsins Jens í Kaldalóni: Kjördæmabreytingin ■ Við hljótum að vera íslendingar nú í dag, stoltir yfir því, eða hvað, hve eindæma stóran hóp við eigum af alskyns vitleysingum, og af ekki stærri þjóð að vera, hlýtur það heimsmeti að nálgast. Það er sem sé algert aukaatriði í þjóðlífi okkar, af 60 manna þingliði og þar að auki 10 manna aðstoðarráðherr- um, hvernig fram veltist að haida efna- hags og velferðarmálum okkar í því formi, að ekki hvolfi algerlega í gegndar- lausu ráðleysi, og þótt vísitalan hækki um 15% á' þriggja mánaða fresti er svo smátt í sniðum öllum að ekki tekur á að minnast, en svo flennist öll menningar og vitsmunagerðin út, ekki ósvipað og spælt cgg á pönnu, með hrárri rauðri kúlu í miðjúnni, en útflenta hvítuna brennda í allri umgerðinni í kring. Sem sagt, búið að liggja við það í allan vetur, að koma saman einhverju líkinga gumsi, sem kjördæmabreyting þeir nefna, eða jöfnun á vægi atkvæða, sem svo í miðjunni er kolhrátt sem eggjá- rauðan í spælda egginu en umgerðin útflent og brennd. Já, og mikil kraftaverka afrek þykja svo okkar mikilsvirtu stjórnvitringum í verkum sínum falið, ef þetta kæmist nú svona glæsilega framreitt á borð kjós- andans á hátindi hörðustu vetrarmánaða ársins, þorranum og góunni. Einn er þó sá neisti, sem skinið hefur í gegn um allan jafnréttisskjálftann, sem sé að hálfgerð ógn hefur þessum ágætu jafnréttis postulum staðið af því, að fjölga þingmönnum á okkar annálaða vitleysingahæli, að með því einu mætti svo standa eitt atkvæði í borgríkinu stóra á móti einu, í fámennustu kjör- dæmum landsins. Gæti jafnvel sú stór- bygging sem til þyrfti alla þá hjörð að hýsa af þingmannahöfðum, svo mörg ár tekið, að oflítil orðið gæti, þá að lokið yrði, þá næsta gusa þingmannsefna þar að dyrum berði, og gæti þá jafnvel orðið að hafa þinghaldið í vaktaskiftum, ef byggingarhraðanum seinkaði eða eitt- hvað svo kynni að bregðast, að allir ekki á sína jötu komast kynnu. Ekki var þó fjármálaráðherranum okkar klígjugjarnara en svo, að umtals- vert talist gæti að bæta þarna við 10-12 til sáluhjálpar þeim 60 sem fyrir væru, enda þótt nógu dýrt þætti honum biess- uðum að nær 300 miljónum gamalla króna kostaði að innheimta útvarps og sjónvarpsgjöldin fyrir um tveimur árum, og held ég flestir hafi verið honum alveg sammála um það. Þessi múgsefjun um jöfnun á vægi atkvæða virkar ekki ósvip- að og því sem gerðist um friðun hvalsins, þ.e. hræðslu við kjósendurnar, að enginn þar um þorir í móti að mæla, eða myndi það kannski efla sálarfrið höfuðborgarbúa, að sjá þar um stræti spranga 40-50 misjafnlega gerða hvít- flibbamenn, sem stoltum huga mætti svo á benda sem þingmennina sína, og þá ekki síður af öllum þeim afreksverkum sem hinn glæsti hópur vinna myndi til vegsauka og betra lífs, þeim sem útund- an hafa orðið allri jafnvægistauginni í atkvæðatölunni. En auðvitað þýðir hér ekki um að skrifa af nokkru því viti sem skyniborn- um manni sæmandi væri, og því síður rökfæra slíkt mál sem þetta á þeim grunni, sem á nokkurn skynsamlegan hátt mætti leiða til réttrar lausnar. Held- ur verður hér um að tala og skrifa um þetta mál, eins og mörg önnur á landi hér nú orðið eins og fífl. Því það virðist svo flest úr böndum gengið utan þings sem ekki síður innan, að bæði ég og fleiri sjáum ekki hvaða boðskap alþingismenn okkar ætla nú um hávetur að flytja kjósendum sínum. Við þekkjum að vísu flestir hinar hefðbundnu kosningaræður, slagorð og skammir hver um annan, en slíkt málfar hefur svo að sáralitlu dugað okkur landsins börnum til viðurværis hfs okkar, ef ekki á annan máta hefðum við reynt að afla okkur soðningarinnar. Hitt vita svo allir heilskyggnir menn, að það er hægara að ná saman 1000 manna fundi í mörg þúsund manna byggð, en 100 manns útum dreifðar byggðir landsins, og þingtalan ein útaf fyrir sig, hefur ekkert raungildi í tugum manna talið í borg sem Reykjavík, - og þótt Jónasarnir í D.V. geti alla sína daga strítt við það að naga og svívirða alla mannlega gerð og viðleitni, þess fólks sem aðsetur sér valið hafa útum víðar byggðir þessa litla lands, af einum hinum lægstu hvötum til smánar og fyrirlitning- ar, þá brenna þau ómagaorð ekki sárast á bökum okkar utanborgarbúa, heldur miklu frekar hitt, hversu velsæmi öllu og stjórnarfari okkar er forsmánarlega út- kastað á vitsmunasnauða galeiðuna æ ofaní æ, og sú einræðiskennda ófreskja öllum röftum ríður, að svona skal þetta og hitt vera og gerast, en enganveginn öðruvísi, en sem svo hinn tætir og sundur rífur og segir fjandanum ekki bjóðandi hvað þá heldur nokkrum mennskum manni, svo úr verður hin eilífa kjaftaþvæla.rifrildi ogskammir, en svo ekkert af vitsmunaverkum verður til okkar hamingjulegu lífsins þarfa. Hvernig haldið þið nú góðir landsmenn byggðu fjallahéruð þessa lands, þar sem hvert eitt þorp svo innilokast mánuðum saman, að ekki þar opnist vegur ntilli staða og í fjórum hreppum hér í Inn- Djúpi verði mánuðina út og inn að flytja nauðþurftir fólks á smáplastkænum áð landi þeirra. og bændur uppí heilan og hálfan sólarhring að tosa við þaö áð koma afurðum sínum, mjólkinni að sjávarhöfn. Ég held n.l. að Karvel Pálmason viti bara nokkuð betur hvað hann er að segja, þegar talar hann urn, að fleira þurfi þá og mætti taka til endurskoðunar um aðra aðstöðu á landi hér. Mætti þar svo endalaust upp tína. sem ekki er hér rúm fyrir. En halda nú þessir aumingja mcnn að ekkert væri þeim nærtækara. og eða vitsmunalegra sér fyrir hendur að taka, en sem í cinskonar nautaati að egna saman sem stríðandi fylkingum lands- byggðafólksins og höfuöborgarbúa. Við eigum í umsögn þeirra að vera einn sá andskotans ómagalýður á framfæri borg- arbúanna og þar fram eflir götunum, alla götu frá Hellishciði að austan hring- inn í kringum landið, suður í Mclasveit að vestan. Lifum á styrkjum þeirra og framlögum á öllum sviðum, og geta aukin heldur haft af því lifibrauð og lífshamingju, að niðurníða og svcrta það sívinnandi dugnaðarfólk, hvar í stétt sem stendur, við að vinna landi sínu og lýð, úr hverju því hráefni til lands og sjávar, sem guð og náttúran leggur að fótum þess, úr að vinna dýrmætustu gjaldeyris og útflutningstekjur. Eða myndi Jónasi rithöfundi þykja miklu betri lífsstaða sérogsínu borgríki, - þegar hann með sinni smánarlegu að færi sá róður á fiskibáti okkar ágætu sjömanna, með slíkri hanteringu mann skapsins á farkostinum? Reykvíkingar borga sinar hafnarfrantkvæmdir sjálfir, einir landsmanna, en Vestmannaeyja- höfn borgar ríkið og hafnarmálasjóður, segir Jónas rithöfundur hangandi á öðrum klakki Dagblaðs-Brúnkunnar, og þykist nú í fullu tré staðið geta með nafna sínum á hinum klakknum til liðsinnis rógskrifum hans um lands- byggðafólkið, en hvað skyldi innihald þeirrar höfuðkúpu vera margra ösku- hauga virði, sem ekki samanstendur af fleiri greinda genum en svo, að enga grein geti fyrir sér gert um það, að um þessa hina glæstu höfuðhöfn þessa lands fer mest allur flutningur til landsins og frá. Umskipað þar tugum skipsfarma á hverju einasta ári útum allar okkar landsins byggðir, og skapandi atvinnu veitir þar hundruðum manna, svo tug og hundruð miljóna tekjum nemur árlega. Enda sem aldrei til hefur verið ætlast af nokkrum einasta óvitlausum manni, að Reykvíkingar stæðu einir landsmanna undir byggingar og rekstrarkostnaði hafnarinnar þar. En líklega hefur engin á landi hér, jafn gífurlegar tekjur, bæði í beinu, en þá sérstaklega í óbeinu formi, af Vestmannaeyjahöfn en einmitt Reykvikingar. En þó líklega hafa íslend- ingar á engu eins tapað ógrynni jafn fjallhárra fjárhæða, eins og því að hafa ekki líka löngu byggt glæsilegt hafnar- mannvirki við Dyrhólaey. F.n sú öfgafulla trúarstefna þessara skrifbera, að hver einasti kjóskndi í 80-100 þús. manna borgríki skuli hver og einn jafnt atkvæði hafa á hvern þing- mann sem hin fámennustu og dreif- skíttroðslu talar um undanrennu-verk- smiðjur bændanna, í flugvallarstærð, ef þurfa þyrfti að sækja mjólkina rjómann og skyrið austuryfir Hellisheiði, en upp sé byggt þar sem markaðurinn er við svo að segja næsta götuhorn. En raunar, sá maður, sem telur dilkakjötið ekki þurfa að kosta mikið, þar ærnar gangi með lömbum sínum að kostnaðarlausu allt sumarið, og gerir sér enga grein fyrir því, að hreindýr t.d. til að taka, koma aldrei í hús, en þó kostar hreindýrakjöt litlu minna en lambakjötið. Ekki þarf að ala rjúpuna á innistöðu alla vetur og frammí júní, og heyrist manni að hún sé ekki gefin fyrir jólin, og svo mætti lengi telja, eða hvað um fiskinn, þarf hann ekki að kosta nokkuð þótt rithöfundur- inn þurfi ekki að gefa honum á málum. Nei, mínir ágætu Jónasar, hér eru þær ómanneskjulegustu illsakir troðnar, sem enganvegin samrýmast geðfelldum mannshuga, vitandi vits, að þessi litla þjóð okkar er ein þjóð og á að vera ein þjóð, vinnandi hörðum höndum til lífs og hamingju sér og sínum til heilla og blessunar, sameiginlegs lífskeðja sem enginn hlekkur má í bresta, svo ekki ver fari. Ég öfunda borgarbúann af engu, og veit að hann á við sín mörgu vandamál að stríða, rétt eins og við útá landsbyggð- inni, þótt stundum í öðru formi sé. En það verður engum til sáluhjálpar né vegsauka að troða illsakir af innilokunar kenndum aulaskap, við þá sem þetta land byggja utan þess Stór-Reykjavíkur- svæðis, sem svo listilega er nafn gefið, og væri manneskjulegra að beita áhrifum sínum til samstilltra átaka um félagslega samhygð þess fólks alls, sem landið byggir. Hvar sem það í sveit er sett. frímerkjasafnarinn Ný frímerkjaverslun ■ Það hefir verið venja hér í þáttunum að geta þess þegar nýjar verslanir hafa tekið til starfa við sölu á frímerkjum og líkum söfnunaratriðum. Mér var bcnt á ekki alls fyrir löngu að ein slík væri starfandi á Laugavegi 8 hér í borg. Er þetta mynt og frímerkjaverslunin og sími hennar 26513. Blaðið skaust í heimsókn til Antons, er rekur þessa frímerkjaverslun og fékk rétt að taka mynd af honum fyrir utan verslunina. Hann sýndi okkur nokkuð það sem hann verslaði með. Var þarna margt af góðum eldri frímerkjum og ýmsa mynt hafði hann einnig að sýna okkur. Auk þessa annast hann miðlun í sölu listaverka, en það er viðbót við þá þjónustu er hinar frímerkjaverslanirnar veita. Verslunin er ákaflega vel staðsett Anton fyrir utan búðina (Tímamynd Róbert) Hvad er ad ske? þarna á Laugaveginum, en húsnæðið er hinsvegar nokkuð lítið eða þröngt ef mikið er að gera. Við óskum Antoni til hamingju með framtakið og velgengni í rekstri þessarar verslunar sinnar. Nýjar útgáfur Blómamerkin, sem út komu þann 10. febrúar voru einstaklega falleg og vönd- uð að gerð. Myndflöturinn t.d. betur nýttur en oft hefir verið í þessum útgáfum og teikningin öll felld betur aö því að verða frímerki en oft áður. Þá er næsta útgáfa frímerkja þann 24. mars og koma þá út Norðurlandafrí- merki undir þemaheitinu „Ferðist um Norðurlönd". Samtalsverða Klfrímerki gefin út af-þessu tilefni. Myndcfni ís- lensku frímerkjanna veröur annarsveg- ar, Urriðafossar í Melbugsá og hinsvegar Súlur milli Stöðvarfjarðar og Breiðdals- víkur. Verðgildi þeirra eru 450 aurar og 500 aurar. Sænska frímerkjasalan, PFA, mun annast sölu allra Norðurlanda- frímerkjanna 1983 í tvéim mismunandi pökkum. Pakki vcrður fimm fyrsta dags umslög, send í einu umslagi og pönt- unarnúmer hans verður NORD-B. Pakki A verður hinsvegar hin 10 frímerki óstimpluð, þ.e.a.s. tvö frá hverju landi. Pöntunarnúmer hans verð- ur NORD-A. Verð pakkanna verður svo NORD-A skr. 24,20 og NORD-B skr. 26,75. Pantanlr verður svo að senda fyrir 5. mars 1983, svo að hægt verði að afgreiða þær fyrir útgáfudag, en síðasti söludagur er 24. mars 1983. Blómamerkin. Norrænu merkin 1983. Frímerkjaskifti Þá er eins og oft, að blaðinu berast beiðnir um að útvega skiptivin frá ýmsum löndum. M.a hefir Rússi einn beðið um að sér yrði útvegað skiftisamband. Hann vill skifta á frtmerkjum og hefir safnað frá 1978. Myndefni frímerkja þcirra er hann safnarer: Málverk, geimrannsókn- ir, dýr og plöntur. f skiptum vill hann senda nýrri rússnesk frímerki, notuðeða ónotuð, fyrsta dags bréf eða maximkort. Hann heitir; S.A. Malov, 455043 Magn- itogorsk, Karl Marx Avenue 147, apart- ment 82, U.S.S.R. Að vísu fylgir sá böggull skammrifi að hann skrifar aðeins á rússnesku, en kannske eru orðnir svo margir nú þegar, sem hana kunna hér á lan.di að samband megi takast. Svo hefi ég grun um, að rússneska sendiráðið mundi verða hjálplegt, ef á þyrfti að halda. Þá er ennfremur einn frá Tékkó- slóvakíu. Emil Hanzelka, 74257 Novi Jicín 6, Libhost c. 294, Moravia, Czec- hoslovakia. Hann er 50 ára og skrifar tékknesku, ensku, þýsku og frönsku. Hann safnar heilum ónotuðum samstæð- t frá öllum heiminum, sérstaklega Ástralíu, Japan, Kanada, U.S.A. og lofar að svara öllum bréfum. Nýlega er lokið uppboði Félags frí- merkjasafnara, þar sem mest allt efni uppboðsins var slegið, aðeins lítil prós- enta seldist ekki. Það sem mest hefir verið fundið að þessum upboðum, er að ekki skuli haft lágmarksboð og því viti fólk varla hvað það eigi að bjóða. Sagði einn gestur á uppboðinu við mig. „Þetta er gert fyrir kaupmenn og sérfræðinga, þeir vita hvað þeim er óhætt, en við sem I ekki erum sérfræðingar, vitum ekkert hvað okkur er óhætt." Þcssi ummæli [ held ég að félaginu væri hollt að íhuga. Næsta uppboð hérlendis er svo upp-1 boð Hlckks h/f í ráðstefnusal Hótel I Loftleiða þann 10. apríl nk. Þar verðurl m.a. selt Balbobréf og er lágmarksboð í [ það 35,000,00. Er þetta ábyrgðarbréf nr. 212. Er auk þessa margt gott á uppboð-1 inu, bæði notuð og ónotuð merki ogl bréf. Þá eru einnig á uppboðinu myntir I seðlar og minnis- og brauðpeningar, auk [ hiutabréfs í íslandsbanka frá 1919. Er| þetta 9. uppboð Hlekks h/f. Hér hefir undanfarið verið í heimsókn [ Jörgen Junior, frímerkjakaupmað-1 ur.Hann á nú uppboðsfyrirtæki í Sviss, [ én var áður frímerkjakaupmaður í Kaupmannahöfn og um tíma á þingi| fyrir flokk Glistrups í Danmörku. Hefir | hann verið að huga að efni fyrir uppboð | sín og jafnvel einkasölu. Sýnir þettaj kannske betur en margt annað, að það| vantar gott íslenskt efni á stærri uppboð- [ in erlendis. Sigurður H. Þorstcinsson. skrifar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.