Tíminn - 28.04.1983, Page 13
FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983
menningarmál
13
Urs Bittcrli: Die „Wilden“ und die „
Zivilisicrten. Die europáisch - uber-
sceische Begegnung. Grundzúge einer
Geistes- und Kulturgeschichtc der eu-
ropáisch-uberseeischen Begegnung.
Deutscher Taschenbuch Verlag 1982.
494 bls.
■ Þetta er stórathyglisvert rit um ný-
lendu- og landkönnunarsögu, sagt frá
sjónarhóli beggja, Evrópumanna og
frumbyggja nýlendanna í öðrum heims-
álfum. Höfundur lýsir fyrst ýtarlega
siglingum Evrópumanna til annarra
heimsálfa allt frá því á 15. öld, segir frá
könnunarferðum á landi, lýsir sam-
skiptum Evrópumanna og frumbyggj-
anna, umræðum um nýlendur og ný-
lendubúa í Evrópu, þrælaversluninni,
kristniboði, verslun og stjórnsýslu.
Því er ekki að neita, að margur sá
fróðleikur, sem hér er fram settur er að
ymsu leyti yfirborðskenndur, en engu að
síður er bókin merkileg og gagnleg fyrir
þá sök, hve víða höfundur kemur við.
Þetta rit ætti að koma að góðu gagni
öllum þeim, sem vilja kynna sér nýlendu-
sögu og þá ekki síst kennurum.sem þurfa
að fjalla um hana. í bókarlok eru
ýtarlegar heimildarskrár, sem vísa les-
endum veginn til frekari fróðleiks um
efnið.
Jón Þ. Þór skrif-
arumbókmennt-
ir
FERMINGARGJAFIR
BIBLIAN
OG
Sálmabókin
Fást í bókaverslunum og
hjá kristilegu félögunum.
HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG
<f>uÍJbranböStofu
Hallgrimskirkja Reykjavlk
simi 17805 opiÖ3-5e.h.
bridge
Portorozmót um mánadamótin
á vegum Samvinnuferða og Bridges^mbandsins
■ Nú fer heldur að styttast í keppnistíma-
bilinu og mótunum að fækka. íslandsmótið í
tvímenning verður eftir tæpan mánuðeða.12.
til 15-maí. Það verður með sama sniði og i
fyrra: undankeppnin er opin en síðan spila
24 efstu pörin til úrslita. Þátttökufrestur er til
hádegis 11. maí og menn geta skráð sig hjá
Bridgesambandi íslands í síma 18350.
En um næstu mánaðarmót eða dagana 30.
apríl og I. maí munu Samvinnuferðir Land-
sýn og Bridgesambandið halda stórmót í
bridge. Þátttaka er miðuð við 42 eða 48 pör
og þeim verður skipt í 3 riðla sem spila 3
umferðir. í stðustu umferðinni munu stiga-
hæstu pörin spila í A-riðli og aðeins þau geta
unnið til aðalverðlaunanna sem eru óvenju
'glæsileg:
1. 3ja vikna ferð til Portoroz í Júgóslavíu
dagana 18. júní til 9. júlí í sumar. Á þessurn
tíma verður ítalski bridgespilarinn Giorgio
Belladonna með bridgenámskeið í Portoroz
og verðlaunahafarnir fá rétt til aösækja þessi
námskeið auk þess að fá ferðirog hálft fæði.
Verðmæti þessara verðlauna er samtals í
kringum 5().(KK). krónur.
2. Flugfar fyrir 2 til Kaupmannahafnar
3. 4000 krónur
4. 2500 krónur
5. 1200 krónur
Auk þess verða veitt 2500 króna aukavcrð-
laun þeim pörum sem ná hæstu skor í B-og
C-riðli í síðustu umferð.
Mótið verður haldið í Menningarmiðstöð-
inni Gerðubergi í Breiðholti. Þátttökugjald
er 600 krónur á parið og þátttökufrestur er
til 24. apríl n.k. Spilarar geta skráð sig hjá
Bridgesambandinu í síma 18350.
Það er rétt að benda bridgeáhugamönnum
á að ef þeir hafa hug á að sameina sólböð og
leiðsögn eins besta bridgespilara heims í
sumar þá geta þeir snúið sér til Samvinnu-
ferða senr gefa allar nánari upplýsingar um
þessa ferð. Og þá er eins gott að flýta sér því
það er mjög mikil ásókn í þetta námskeið í
Portoroz.
Bridgefélag Selfoss
I2 sveitir taka þátt t aðalsveitakeppni
félagsins og þegar tveim umferðum er ólokið
er staða efstu sveita þessi:
Sigfús Þórðarson 159
Þórður Sigúrðsson I4S
Gunnar Þórðarson 125
Brynjólfur Gestsson I22
Hrannar Erlingsson 115
Laugardaginn 9. apríl sótti fclagið Hafn-
firðinga heim og þar var spilað á 7 borðum.
Keppt var um sér sjöitaborðsbikar og
öldungabikar á sjöunda borði, en á fimnt
fyrstu borðunum var keppt um sameiginlegan
bikar.
Úrslit urðu þessi.
Hafnarfjorður Selfoss
1. borð 17 3
2. borð 5 15
3. borð I5 5
4. horö II 9
5. borð 4 I6
52 48
6. borð 14 6
7. borð • I9 I
Hafnarfjörður vann því alla bikarana í
þetta sinn er Selfyssingar eru staðráðnir í að
hefna sín að ári.
Bridgefélag Hornafjarðar
Úrslit í sveitakeppni 1983:
Skeggi Ragnarsson 82
Jón G. Gunnarsson 72
Björn Gíslason 44
Halldór Tryggvason 43
Næsta keppni verður 2ja kvölda einmenn-
ingur og firntakeppni.
Kepþni BH. BF, BA. og TBK verður
ltaldin helgina 29. til 30, apríl.6 sveitir frá
hverju félagi mæta lil keppni á Höfn í
Hornaftrði. Keppnisstjóri verður Alhert Sig-
urðsson frá Akureyri.
Bridgedeild Breiðfirðinga
Að loknum 3 untferðum af 5 í hraösveita
keppni félagsins hefur sveit Hans Nielson
öruggtt forustu. Og sveitin hefur valið sér
sögufræga tölu til að stoppa á í þetta skiptið
því staða éfstu sveila er þessi:
Hans Níelsen 2001
Jóhann Jóhannsson I867
Elís R. Helgason I847
Magnús Halldórsson I829
Þórarinn Alexandersson 1807
Guðjón Kristjánsson 1800
Óskar Þ. Þráinsson I775
ÁrniMagnússon 1744
Erla Eyjólfsdóttir I735
Vesturlandsmót í
tvímenning
Um síðustu nelgi liéll hridgesamhand ■
Vesturlands meistaramót sitt í tvímenning.
Hótel Stykkishólmi. Aðcins I6 pör mættu til
leiks og þau voru flest frá Stykkishólmi og
Grundarfirði.
2 pör börðust unt sigurinn á þessu moti.
Ellert Kristinsson og Kristinn Friðriksson
tóku snemma forustuna en þégar ntótið var
rúmlega hátfnað tóku Jón Guðiiiundsson og
Nicls Guðntundsson við og leiddu ntótið þar
til í síðustu untlerð. Þá snérisl hlaðið skvndi-
lcga við og þeir Ellert og Kristinn tryggðu sér
sigurinn í síöasta spilinu. Röð efstu para
varð þessi:
Ellert Kristinsson - Kristinn Friðriksson I07
Jón Guðmundss. - Ntels Guðmundsson 100
Eggert Sigurðsson - Erlar Kristjánsson 59
Gúi Gtslason - Þorgeir Jósefsson 48
Leifur Jóhannesson-JónGuðmundsson 31
Bridgefélag Reykjavíkur
Að loknum 2 untferð í butler tvímenning
félagsins er staða efstu para þessi:
Sigurður Sverrisson - Valur Sigurðsson I39
Guðnt. Arnarson - Þórarinn Sigþórss 129
Guðmundur Pétusson - Hjalti Elíasson 124
GuðlaugurJóhannss.-Örn Arnþórsson 121
Guðni Þorsteinss. - Sig. B. Þoisíeinss 121
Sigurður Vilhjálmsson-SturlaGeirsson 117
Guðm. Sveinsson - Þorgeir Eyjólfsson 115
Jón Baldursson - Hörður Blöndal 113
Bridgefélag Hafnarfiarðar
Síðastliöinn manudag voru spflaöar loka
umferðirnar í Barómetertvímenningi félags-
ins. Lokastaðan varð þessi:
Ragnar Magnússon - Rúnar Magnússon 264
Aðalsteinn Jörgensen - Stefán Pálssorl 234
Björn Eysteinss - Guöm. Hermannss 203
Árni Þorvaldsson - Sævar Magnússon 180
Ágtisl Helgason - Ólafur Valgcirsson 124
Guðmundur Sv.
Hermannsson,
skrifar
KJORGRIPUR BONDANS
nrí\EW HOLLAIXD heybindivélin
Vinsælasta og mest selda heybindivélin
á markaðnum
Ein af höfuðástæðum fyrír vinsældum New Holland hér á landi, er að New Holland
verksmiðjurnar hafa hannað vélarnar fyrir fíngert hey og íslenska staðhætti.
Við bjóðum tvær stærðir
NEW HOLLAIXD 370
Breidd sópara 1,57 m.
Stimpilhraði 80 slög við 540 snúninga á aflúrtaki.
Stimpillengd 76 cm
Verð kr. 143.000.-
KEW HOLLAPkID 378
Breidd sópara 2,00 m.
Stimpilhraði 93 siög við 540 snúninga á aflúrtaki.
Stimpilslaglengd 76 cm.
3ja hjöruliða drifskaft.
Verð kr. 159.000.-
(gengi 20/4 ’83)
Afkastamesta vélin á íslenska markaðnum
Örfáum vélum óráðstafað úr síðustu sendingu.
G/obusi
LAGMÚLI 5. SlMl 81555