Tíminn - 28.04.1983, Síða 15
FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983
15
krossgáta
myndasögur
í
■
T 8
II
li
rr
5
a
io
12 ’
í
4070.
Lárétt
1) Sá bezti. 6) Svik. 7) Kaffibætir. 9)
Efni. 11) Öfug röð. 12)Merki íslands á
flugvélum. 13) Fugl. 15) Leikur. 16)
Ólga. 18) Borg.
Lóðrétt
1) Sjávardýr. 2) Eins. 3) Stór. 4) Rödd.
5) Vatnsfall. 8) Gruna. 10) Sigað.
14)Veiðarfæri. 15)Vanneið. 17) Sólguð.
Ráðning á gátu no. 4069
Lárétt
1) Langvía. 6) Afa. 7) Tog. 9) Rás. 11)
TS. 12)TT. 13) Uss. 15) Bar. 16) Oki.
18) Tunglið.
Lóðrétt
1) Léttust. 2) Nag. 3) GF. 4) Var. 5)
Austrið. 8) Oss. 10) Áta. 14) Son. 15)
Bil. 17) KG.
bridge
■ Þrátt fyrir gífurlega samkeppni í
Ameríkunni viðurkenna flestir að Jeff
Meckstroth og Erik Rodwell myndi
besta bridgeparið þar þessa stundina.
Þó þeir séu aðeins 26 ára gamlir eru þeir
núverandi Heimsmeistarar í sveita-
keppni, þeir hafa unnið öll helstu mót í
Ameríku og þeir verða í B-liði Ameríku
sem mun keppa á Heimsmeistaramótinu
í Stokkhólmi í haust.
Þeir Meckstroth og Rodwell spila
mikinn pressubridge: þeir taka yfirleitt
þátt í sögnum í öllum spilum og melda
hart, sem er ekki nema von því þeim
tekst ótrúlega oft að stela heim ómögu-
legum samningum.
Þetta spil kom fyrir í landsliðskeppn-
inni í Ameríku í vetur.
Norður.
S. AG983
H. K643
T. G
L.K95
Vestur
S. 42
H.ADG10
T. 6542
L.874
V/AV
Austur
S. D106
H. 8
T. D9873
L. AG63
Suður
S. K75
H.9752
T. AK10
L.D102
Við annað borðið spiluðu Ross og Pend-
er 4 hjörtu í NS og fóru 2 niður. Við hitt
borðið sátu Rodwell og Meckstroth NS
og Goldman og Soloway AV.
Vestur. Norður. Austur. Suður.
pass 1S pass lGr
pass 2H pass 4H
dobl pass pass 4S
dobl
Doblið hjá Soloway var frekar illa
heppnað þegar Meckstroth tók út í 4
spaða, ekki þar fyrir að 4 spaðar virtust
ansi vonlausir líka.
Austur spilaði út hjartaáttunni og
Soloway tók á ás og spilaði hjartadrottn-
ingu, kóngur og tromp. Goldman spilaði
litlum tígli og nú hefðu víst flestir lagt
niður rófuna, stungið upp tígulás og sætt
sig við að sleppa 1 niður. En Rodwell var
ekki á þeim buxunum: . Hann hleypti
tíglinum heim á gosann (ef vestur hefði
átt tíguldrottningu var samningurinn
a.m.k. 3 niður) og ás og kóng í tígli og
spilaði laufi á kóng og ás austurs. Austur
spilaði laufi til baka og Rodwell var
neyddur til að svína tíunni. 590 og
ekkert mál.