Tíminn - 09.11.1962, Qupperneq 6

Tíminn - 09.11.1962, Qupperneq 6
TÓMAS KARLSSON RITAR ÞINGFRÉTTIR íSwíiííiíííííííí: Loggjöf um ráðstafanir til jafnvægis í byggð landsins Gísli GuSmundsson hefur ásamt þeim Skúla Guðmunds- syni, Halldóri E. Sigurðssyni, Halldóri Ásgrímssyni og Ágústi Þorvaldssyni lagt fram frumvarp til laga um ráðstaf- anir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Frumvarpið er f 15 greinum og skiptist í tvo meginkafla. í fyrsta lagi um tilgang laganna og störf jafnvægisnefndar og í öðru lagi um jafnvægissjóð. Ekki eru tök á að rekja efni frum- varpsins í einstökum atriðum en í greinargerð, sem frum- varpinu fylgir koma fram glöggar skýringar á efni þess og fer meginhluti greinargerð- arinnar hér á eftir: Vesturland sunnan Gilsfjarðar Vestfirðir ..................... Það mun almennt talið, að þá sé jafnvægi í byggð landsins, ef íbúum einstakra landsbluta fjölg- ar á tilteknum tíma um sama eða svipaðan hundraðshl. og þjóðinni í heild. Með landshluta er þá yf- irleitt átt við landsfjórðung eða stóran hluta úr landsfjórðungi, sibr. mannfjöldaskýrsluna hér á eftir. Einnig mætti segja, að jafn- vægi í byggð landsins sé sú dreif- ing þjóðarfjölgunarinnar, að öll lífvænleg byggð haldist og eflist um land allt, að þjóðin haldi á- fram að byggja alla björgulega staði í landi sinu. Árið 1940, við aðalmanntal, var mannfjöldinn á öllu landinu 121.474. Hinn 1. des. 1961 var hann 180.058. Fjölgun 58.584, eða 48,2%. í einstökum landshlutum var mannfjöldinn þessi 1940 og Suðurland (austan Fjalls) Þessar tölur bera glöggt vitni um hina gífurlegu röskun, sem enn hefur orðið síðustu áratugi á jafnvæginu í byggð landsins. Á Vestfjörðum var bein fólksfækk- un um ca. 18%. í fjórum lands- hlutum var fjölgunin aðeins 4% — þ. e. hlutfallsleg fólksfækkun. Jafnvel í höfuðstað Norðurlands, Akureyri, var um hlutfallslega fólksfækkun að ræða á síðasta ára- tug. En í Kjalarnesþingi (vestan Fjalls) hækkaði fólkstalan um ca. 1961: 1940: 1961: 47460 100447 Fjölg. ca. 112% 9936 12098 — — 22% 12953 10560 Fækkun — 18% 27406 30376 Fjölgun — 11% 10123 10504 — — 4% 13596 16073 — — 18% 121474 180058 112% á tímabilinu 1941—1961. sex samliggjandi sveitarfélögum við innanverðan Faxaflóa hækkaði íbúatalan úr ca. 43400 upp í ca. 90600. Á því litla landsvæði á nú rúmlega helmingur þjóðarinnar heima. Alllangt er nú síðan byrjað var að komast svo að orði á Alþingi og víðar á opinberum vettvangi að nauðsyn bæri til að stuðla að jafn vægi í byggg landsins og hefja á vegum ríkisvaldsins sérstaka og ★ ★ 1. UMRÆÐU um frumv. til staðfestingar á bráðablrgðalögunum um gerðardóminn í síldvelðideilunni hélt áfram I efri deild í gær og varð umræðunni lokið. Emll Jónsson, sjávarútvegsmálaráðherra hélt því fram, að með gerðardómnum hefðu kjör síldveiðisjómanna ekkl verið skert heldur hefði skiptaprósentunni aðeins verið breytt og sannaði hin góða afkoma sjómanna á síldveiðunum í sumar, að kjör þeirra hefðu ekki verið skert, meðalhlutur væri hærri en í fyrra, þrátt fyrir gerðardóminn, en hinn bætti afli væri fyrst og fremst vegna bættra tækja, sem útgerðarmenn hefðu lagt fé I. Þá sagði ráðherrann, að taka yrði tillit til þess, þegar rætt væri um skerð- Ingu á hlut sjómanna, að stór hluti þess sem þelr mlsstu mundi hafa farið í skatta og útsvör hefðu þeir haldið því. ★ Ár BJÖRN JÓNSSON sagði, að ráðherrann talaði eins og hinn mikli afli í sumar væri gerðardóminum að þakka. ■jfc- ÓLAFUR JÓHANNESSON ítrekaði enn, að leysa hefði átt deiluna með því að skila útgerðinni aftur nokkrum hluta af hinum upp- tæka gengishagnaði frá gengisfelllngunni 1961. Deilan hefðl verlð mjög alvarlegs eðlis og hafði ekki aðeins í för með sér tekjumiss! fyrlr deiluaðilana sjálfa heldur þjóðina í heild og ekkl hvað síit sjálfan riklssjóð, því að hann hefði tapað verulegu fé með hverj- um degi, sem deilan hefði staðið og því ekkl ó"ðlilegt að varið yrði frá því opinbera tiltölulega lágrl fjárhæð tll að greiða fyrir -Úim bráðabirgðalausn á deilu svo alvarlegs eðlis. ★ ★ SIGURVIN Ei'NARSSON sagðl að nú hefðl ráðherrann fundið patent- lausn fyrir viðrelsnarstjórnina. Hann hefðl sagt að sjómenn ættu ekki að vera að gráta skerta skiptaprósentu, því að nú fengju þeir lægri skatta og útsvör. Ráð stjórnarinnar til að lækka skatta væri því einfaldlega það, að lækka laun launþega. 6 sjálfstæða starfsemi í þvi skyni. Það var um það leyti kunnugt orð ið, að Norðmenn höfðu gert fram- kvæmdaáætlun mikla fyrir Norð- ur-Noreg, sem þá var orðinn hlut- fallslega mun mannfærri en aðrir landshlutar þar og hafði dregizt aftur úr á ýmsum sviðum. Fram- kvæmd þessarar Norður-Noregs- áætlunar er nú lokið, en ráðstafan ir af sama tagi hafa verið gerðar á breiðara grundvelli. Mikilvægi þessa máls virðist vera ráðamönn- um Noregs vel ljóst, og sýn þeir það í verki. Sú var á síðasta áratug fram- kvæmd þessara mála hér á landi, að tekin var upp sú regla>að veita á fjárlögum sérstakt fjárframlag úr ríkissjóði til „atvinnu- og fram ieiðsluaukningar“, sem aðallega var notað til lánveitinga í sam- bandi við uppbyggingu atvinnulífs í sjávarplássum á Norður-, Austur og Vesturlandi. í sveitunum var að sjálfsögðu haldið áfram að framkvæma hina eldri löggjöf um nýbýli og aðstoð við ræktunarsam- bönd, svo og aðrar ráðstafnir, er Landnám ríkisins hefur umsjón með og að því áttu að miða að koma í veg fyriricyðingu, .býla^ en af sjálfu atvinnuaukniúgarrenu hefur lítið runnjð |ij snei'tabyfeð- anna. Átvinnuukningarfjárveiting in varð hæst árið 1957, þá 15 millj. kr., en var í fjárlögum fyrir árið 1962 aðeins 10 millj. kr. Stjórn- skipaðar nefndir störfuðu um skeið að rannsóknum á aðstöðu ein- slakra landshluta og byggðarlaga. einkum á sviði atvinnumála, og gerðu skýrslur og áætlanir um þau efni. Jafnvægismálið hefur legið fyrir Alþingi i ýmsum myndum, um það verið rætt þar og stundum gerðar um það álykt- anir. Af hálfu Framsóknarflokks- ins voru á Alþingi 1959—1960 og 1960—1961 flutt frv. um fram- leiðslu- og atvinnuaukningarsjóð og ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins, en fengu ekki afgreiðslu. Á síðasta þingi voru sett lög um atvinnu- bótasjóð. Með þeim lögum var í rauninni ákveðið. að atvinnuaukn-! irgarféð skyldi vera 10 millj. kr | á ári í 10 ár, sem er mjög lág upp j hæð. miðað við það. sem áður var, j og núverandi verðlag. og það lagt j í sjóðinn ásamt útistandandi lán- um af atvinnuaukningarfé frá öndverðu, en þau lán hafa a m. k. til skamms tíma veri innheimt vægilega. Yfir sjóðinn var sett sérstök stjórn. er Alþingi kýs í upphafi kjörtímabils. en síðustu árin þar áður hafði þingið kosið nefnd ár hvert tii þess að úthluta atvinnuaukningarfénu. Fram- kvæmdin mun vera á þá Ieið að sjóðsstjórnin kemur saman nokkra daga ár hvert, lítur yfir þann n.ikla fjölda umsókna. sem borizt hefur — án þess að eftir þeim sé aúglýst, — os úthlutar 10 milli- ónunum — aðallega i einni lotu Um skipulagða jfnvæg’ssfarfsemi. ; bvggða á fyrirfram gerðri áætlun. 1 er varla að ræða Tilganeur sjóðs- ins er ekki glöggt markaður í lög- utium. Sum ákvæði þeirra benda ti’ þess. að hér sé aðallega um að ræða ráðstafanir gegn atvinnu leysi — eins konar útibú frá at- vinnuleysistryggingasjóðnum, — en reyndin virðist vera sú í bili, sð meiri hluti úthlutunarfjárins sé lánaður til fiskiskipa um land allt, út á síðari veðrétt, án sérstaks til- lits til jafnvægissjónarmiðs. Er það út af fyrir sig gagnleg starf- semi, enda ekki við henni hróflað í þessu frumvarpi. En í lögunum um atvinnubótasjóð og fram- kvæmd þeirra felst engin ný skap- andi lausn þessara mála, enda varla vakað fyrir stjórnarvöldum, að svo yrði, heldur aðeins lögfest aferð til að úthluta atvinnuaukn- ingarfénu og upphæð þess ákveð- in 10 ár fram í tímann, á þann hátt, sem þarna er gert. Frv. það, sem hér liggur fyrir, er byggt á þeirri skoðun, að ekki megi lengur dragast að koma á fót sjálfstæðri og skipulagðri starf- semi til frambúðar í því skyni að stuðla að jafnvægi í byggð lands- ins og að sú starfsemi hafi við það fjárframlag ag styðjast, að veru- légs árangurs megi vænta. Hér er um svo stórt og umfangsmikið verkefni að ræða, að engin von er til þess, að venjuleg úthlutun- arnefnd, sem kemur saman á 1—2 skyndifundi árlega og skortir að- stöðu til að afla sér þekkingar á högum byggðarlaganna víðs vegar um land, geti innt það af hendi, svo að viðhlítandi sé, með þeim takmörkuðu fjármunum. sem lög- in um atvinnubótasjóð gear ráð fyr ir Hér þarf að koma til föst stofn un með starfsmanni eða starfs- mönnum, sem geta helgað sig við- fangsefmnu. og sjóðsstjórn. sem innir af hendi annars konar starf- en nú er gert ráð fyrir Nanð.-'m- legrar þekkingar verður að afla á hverjum tíma með því að ferð- ast um landið. ræða við sveitar- stjórnir og aðra þá, er forystu hafa i atvinnulífinu á hverjum stað, gera skýrslur og semja áætlanir, sem úthlutun fiárma.CTn= bvggist á. Ella er hætt við, að hún verði fálmkennd og atvikum háð og komi ekki að fullu gagni. Gert er ráð fyrir, að jafnvægis- sjóður fái til umráða 114% af tekj um ríkissjóðs ár hvert, í fyrsta sinn af tekjum ársins 1962. Miðað víð áætlun fjárlaga fyrir 1962 yrðu tekjur jafnvægissjóðs í fyrsta sinn um 26 milj. kr., en breytast síKan i hlutfalli við tekjur ríkis- sjóðs, sem á að tryggja það, að starfsgeta sjóðsins haldist, þótt verðlag brcytist. Einhverjum kann að þykja þetta há upphæð við fyrstu sýn, en að vel athuguðu máli verður það varla talið frekt í sakirnar farið, þó að lagt sé til, að ríkið verji árlega þessum iága hundraðshluta af tekjum s,inum til að skipuleggja á þann hátt, sem hér er gert ráð fyrir, sókn gegn þeirri öfugþróun, sem tölurn ar hér að framan bera vitni um, og tryggja framtíð þeirra byggða. sem alið*hafa upp mikinn hluta j þess fólks, sem starfað hefur að uppbyggingu landsins til þessa eða i nú er á starfsaldri. Rétt er líka að hafa það i huga, að framlög rík- isins til vtrklegra framkvæmda víðs vegar nm land hafa farið hlut fallslega ia-kkandi i seinni tíð, miðað við umsetningu fjárlaga. Jafnvægisstofounin á samkvæmt frumvarpinu að hafa með höndum rannsóknarstörf, áætlunargerð og GÍSLI GUÐMUNDSSON — fyrstl flutningsmaSur. ráðstöfun fjármagns til uppbygg- ingar á þann hátt, sem frv. gerir ráð fyrir. í því skyni eru henni fengin umráð yfir jafnvægissjóði, en um hann er II. kafli frumvarps ins. Gert er ráð fyrir, að fjár- framlög úr jafnvægissjóði verði aðalleg veitt sem lán, þegar aðr- ir lánsmöguleikar hlutaðeigandi aðila eru fullnýttir, og að stjórn sjóðsins ákveði sjálf lánsskjörin hverju sinni. Geta þau þá farið að verulegu leyti eftir greiðslugetu. Samkvæmt frumvarpinu má veita siík lán til hvers konar fram- kvæmda, sem að dómi jafnvægis- nefndar eru til þess fallnar að stuðla að jafnvægi í byggð lands- ins, þ. á. m. til kaupa á atvinnu- tækjum. Er þá að sjálfsögðu gert ráð fyrir, ag sveitir landsins geti einnig notið þar góðs af, að því leyti sem stuðningur sá, sem veitt ur er samkvæmt landbúnaðarlög- gjöfinni, leysir ekki þau viðfangs- efni, sem um er að ræða. Meðal annars er gert rág fyrir, að jafn- vægisnefnd geti aðstoðað sveitar- félög við að koma upp íbúðum, þar sem íbúðaskortur kemur í veg fyrir æskilega fólksfjölgun og það mál verður ekki leyst á ann- an hátt,— og að sjóðurinn megi afla sér lánsfjár í því skyni, sér að skaðlausu. Sjóðsstjórninni er heimilt að gerast meðeigandi í at- vinnufyrirtæki, ef sérstaklega stendur á og fullnægt er tiltekn- um skiíyrðum. Að svo stöddu er að dómi flm. ógerlegt að setja meg lögum ná- k.æmar reglur um þá starfsemi til stuðnings jafnvægi í byggð landsins, sem hér ræðir um. í frv. eru ákvæði um tilgang hennar og meginatriði, en a. ö. 1. verður hún að mótast smám saman af rann- sóknum og reynslu og áætlunum þeim, sem gerðar verða á vegum iafnvægisnefndar, Hér er um að ræða ráðstafanir, scm verða munu allri þjóðinni til Framh á 15. síðu T f M I N N, föstudagurinn 9. nóvember 1962

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.