Tíminn - 09.11.1962, Page 7

Tíminn - 09.11.1962, Page 7
ERLIíSG BJÖL Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn Þó.rarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- liúsinu 'tfgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305. - Auglýsingasimi: 19523 Af- greiðslusimi 12323. — Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — ( Kaldhæðni Bjarna Því hefur verið haldið fram um Bjarna Benediktsson, að hann væri maður greindur vel, en laus við léttleika og gamansemi. Annaðhvort hlýtur þetta að vera byggt á ókunnugleika eða því, að Bjarni er að öðlast kímnigáfu með aldrinum. Um þetta vitnar ljóslega ræða, sem Bjarni hélt í Varðarfélaginu í Reykjavik í fyrrakvöld, en ýtar- lega er sagt frá henni í Mbl. í gær. Fyrirsögnin á ræðuútdrætti Bjarna lýsir vel kímni- gáfu hans. Hún hljóðar á þessa leið: „Vel hefur tekizt um framkvæmd stjórnarstefnunnar." Bjarni er vissulega svo greindur, að honum er vel ljóst það upplausnarástand í efnahagsmálum, sem nú er ríkj- andi í landinu. Honum er það áreiðanlega mæta vel ljóst að með heimskulegum aðgerðum, eins og t. d. gengis- lækkuninni í fyrra, hefur vinnufriðurinn verið fullkom- lega rofinn með þeim afleiðingum, að aldrei hefur þvi likt öngþveiti ríkt í launamálum og nú. Honum er það og áreiðanlega Ijóst, að aldrei hefur dýrtíð magnazt hraðar og alþýða manna átt örðugra með að láta tekjur sínar hrökkva fyrir helztu nauðþurftum, þrátt fyrir óhæfilega langan vinnutíma. Honum er og mæta vel ljóst, að með hinum tveimur gengisfellingum hefur ríkisstjórnin verð- fellt íslenzku krónuna um helming, þótt stöðugt gengi sé frumskilyrði heilbrigðs efnahagslífs. Honum er mæta vel Ijóst, að hin stóraukna dýrtíð er ungu fólki, sem vill brjótast eitthvpð áfram, stóraukinn fjötur um fót. Hann gerir sér það og tvímælalaust ljóst, aö afkoma alls fjöld- ans hefur versnað í valdatíð núverandi ríkisstjórnar, þrátt fyrir stórauknar þjóðartekjur. Þetta allt veit Bjarni. Hann veit að ekki tjóir að revna að afsaka þetta. Hyggilegasta ráðið er því að látast ekki sjá það og snúa öllu saman upp í öfugmæli og gamanmál. Því hefur hann valið ræðuútdrætti sínum í Mbl. hina kaldhæðnu fyrh’sögn: Vel hefur tekizt um framkvæmd stjórnarstefnunnar. Óneitanlega minnir þetta talsvert á hinn léttlynd- R.ómverja, sem lék á gítar m'eðan Rómaborg var að brenna. Öngþveitið í hús- næðismálunum í forustugrein Dags. 7. þ.m. segir m.a. á þessa leið: „Fram að síðustu árum gátu landsmenn með nokkru stolti staðhæft, að í engu landi ættu hlutfallslega fleiri fjölskyldur eigin íbúðir. Nú í dag hrekkur árskaup verka- manns (8 klst. vinnudagur) naumast fyrir vöxtunum ein- um af sæmilegu einbýlishúsi. Getur hver sem er reiknað þetta út í samráði við byggingafróða menn. Þegar svo er ástatt verður að grípa í taumana og breyta um stefnu. Vaxtaokrið, óhæfilegir tollar, óðaverðbólgan. sem alltaf vex, frysting sparifjár og fleiri samverkandi ráðstafanir. sem lama einstaklingsframtakið. eru allt heimatilbúnir örðugleikar." Allt þetta, sem Dagur rekur, hefur gert það að verk- um, að þeim fælckar nú óðum, sem hafa bolmagn til að eignast eigin íbúð og gildir það bó einkum urn ungt fólk. Hér þarf þvi að gera nýtt átak, ef koma á þessum málum 1 sæmilegt horf á ný. Reynsla seinustu fjögurra ára sann- ar óumdeilanlega, að það verður ekki gert. nerna núv. stjórnarflokkar verði sviptir þingmeirihluta sínum. Einræðið eyðileggur manninn Athyglisverð bók um Mao Tse-tung eftir Paloczi-Horvath ÞAÐ HEFUR lengi verið við- urkennt að vald spilli. Mao Tse- tung er gott dæmi um réttmæti þessarar kenningar. Á fjórða tug aldarinnar lék hann hlut- verk Hróa hattar í fjöllunum í Yenan og vakti samúð, en valdið hefur nú gert hann að einum af mestu harðstjórum tuttugustu aldarinnar svo að í því efni ber honum sæti við hlið þeirra Stalíns og Hitlers. Maður er nefndur George Paloczi-Horvath. Hann var yfir- stéttarmaður en gerðist komm- únisti lenti í fangelsi hjá komm únistum, en slapp úr haldi i Ungverjalandsupreisninni fyrir sex árum. Hann hefur í nýrri bók sýnt fram á, hvernig Mao Tse-tung hafi breytzt. Jafnhliða varpar hann góðu ljósi á sögu rússnesk-kinverskra samskipta, einkum á tímabilinu næst á und an valdatöku kommúnista ' Kína 1949. Bók hans um Mao er á vissan háífr betri en ævisaga Krust- joffs, sem hann ritaði áður. í síðari bókinni heldur hann sig betur við staðreyndirnar en reyndar er um færri ijósar stað reyndir að ræða. Mun færra er kunnugt um Kína og inn byrðis viðhorf í forustu komm únistaflokksins þar en í Sovét ríkjunum. MAO HEFUR lengi notið góðs af glaðlegu útliti sínu, eins og Stalin gerði. Margur á eiíittmeð Æð skilja, hvernig ein valdur ge'ur í senn verið glað- lyþidur bé miskunnarlaus. Auk þess kom þessi gildvaxni mað ur fram á aðdáunarverðan há't að ýmsu leyti, meðan hann var i stjórnarandstöðu. Edgar Snovv hefur í hinni frægu bók sinni, Red Star Over China, brugðið upp mjög aðlaðandi mynd af Maó, meðan hann starfaði í Yenan, og engin ástæða er td að ætla að sú mynd sé rang færð. Ef til vill hefur hann ekki verið jafn tárhreinn hug- sjónamaður og Snow vildi vera láta. En hann var þó í sam- ræmi við veruleikann og end urbætur hans í jarðeignamái unum bættu úr brýnni þörf Stjórn kommúnista í Yenan hlaut að líta út sem dagrenn- ing nýs tíma í samanburði við hina spilltu og vanmáttugu stjórn Chiang Kaishek. Þrek Mao Tse-tung fórnar lund og hetjuskapur í hinni löngu herferð 1934—35, vekur aðdáun. Að vísn skýtur mikil- mennskubrjálæðið upp kollin um í sumum af kvæðum hans frá þessum árum. Þar kemur fram að hann leit á sjálfan sir sem hátindinn í mörg þúsunc’,. ára gamalli sögu Kínverja. Ná- in tengsli við alþýðu manna og þau kröppu kjör, sern hann bjó sjálfur við i daglegu lífi, héldu mikilmennskubrjálæðinu í nokkrum skefjum. En hann missti smátt og smátt hæfileik ann 'til að gæta hófs þegar hann var kominn til seturs göm-u keisaranna og orðinn voldugur Sú persónudýrkun. sem þá tól við. tekur því langt fram sen gerðist í Sovétríkjunum á valrl tíma Stalíns eins og Paloczi- Horvath sýnir fram á JAFNHLIÐA þessu misst einvaldurinn snertinguna vif veruleikann Hann hóf ■!? knýja hugsjónir sínar fram gegn heiibrigðri skynsemi og án tillits til mannlegra þján- inga. ,,Hið stóra stökk“ átti að gera Kína að nútíma iðnveldi, og sýna átfri, að kommúnism- ann mætti framkvæma meða! bænda. Mao nægði ekki einu sinni að sýna að hann væri meiri en allir keisarar Kína og jafnvel sjálfur Gengis Khan, sem — eins og segir í kvæði Maos — ,vissi aðeins, hvernig hann átti að draga upp bogann sem hann beindi að erninum gullna". Hann vildi einnig verða mesti maður heimskomm únismans, sem sýndi fram á skemmrj leið til kommúnism ans en aðrir, og yrði með því sjálfkjörinn leiðtogi allra fá tækra þjóða. Það kostaði einnig miklai fórnir þegar Stalín var að kom.a á samyrkjunni og iðnvæðing- unni. En hvað iðnaðinn sner'i náði hann miklum árangri. En háfleygar áætlanir Maos og æ\ intýrastefna hefur aðeins leitl hann út í forað. Staiín var tölu vert raunsær þrátt fyrir ofsókn arbrjálæði sitt, en Mao er draumóramaður MAO hefur þó á sinn há t endurnýjað kommúnismanr. Skiiningsskortur á sálarfræði hefur verið einn af veikleikum marxismans. En Mao gerði manninn sjálfan að þunga miðju, þegar hann var að gera hann ómannlegan. Ekki hægði honum að endurbæta þjóðfél Hann vildi breyta manninun tjálfum Sálfræðilegar aðferðu hans sýndu mjög mikinn árang ur, þegar þeim var beitt v?ð hertekna hermenn Chiang Kai sliek Og sálfræðin var bezta vopn hans í borgarastyrjöiri inni. En hann vildi ganga enr tengra. í alþýðufylkjunun (folkekommunerne) áttj að móta mann kommúnismans múgmann, sem lifði aðeins fyr • ir ríkið Allt Kina var gert að einurn hermannaskála. Fjöl skyldum var tvístrað. Eiginmað ur og eiginkona fengu sums staðar ekki að hittast nema tvisvar í mánuði, tvær klukkust. í senn. Börnunum var komið fyrir til félagslegs uppeldis. Þær furðulegu sex vikur, frá 8. maí til miðs júní 1957, þegar gagnrýni var leyfð og „hundr- uð blóma hindrunarlaust fengu vaxið“, kom greinilega í ljós. hve mjög ríkisstjórn Maos var hötuð, þrátt fyrir þær mikiu ta vonir, sem við hana voru tengd- S ar þegar hún tók við völdum ■ 1949 En hinn kínverskj ein- I valdur virðist ekki hafa lært B annað af þessu en það, að ann- S aðhvort verði að útrýma gagn- B rýnendununr eða fá þá til að I skipta um skoðun. Ef til viil R hafa „hundruð blóma hindrun- g arlaust" fengið að vaxa til þess B eins að draga andstæðingana R fram í dagsljósið S Þegar ,,blómgunartíminn“ var ■ liðinn hjá, voru alþýðufylkin W stofnuð ,hið stóra stökk“ tekið, þegar breyta átti manninum í . Dagblaði þjóðaripnar" stóð þá: „Mao Tse-tung ber heiður. inn í dag. Himnaríki er hér á jörðu. Leiðtoginn Mao er mik- ill spámaður." RÚSSUM verður ekki kennt um það, sem þarna hefur gerzt. Þeir hafa aftur á móti frá upp hafi staðið gegn Mao stundum að vísu með ráðurn, sem vel voru meint, en misheppnuðust en allt eins oft að yfirlögðu ráði. Stalín hélt með Chiang Kaishek í lengstu lög! Til vara reyndi hann að tefla leikbrúðu sinni Kao Kang fram sem keppi naut Maos. Kommúnistar voru ekki fyrr búnir að ná völduo um í Kína en hann kom Kóreu- stríðinu af stað.. Paloczi-Horvath kemur fram með þá kenningu, að Stalín haft staðið að ba-ki árásar Norðut l Kóreu Markmið han« hafi ver- S ið að koma af stað strið’ mtlli 5 Kína og Bandarik ianna Þessi J T f M I N N, föstudagurinn 9. nóvember 1962 /

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.