Tíminn - 09.11.1962, Síða 13

Tíminn - 09.11.1962, Síða 13
Minning (Framhald af 9. síðu.) sjó og landi og var á þeim svið- um hinn bezti liðsmaður, að' hverju sem hann gekk. Snemma mun þó hafa vaknað löngun hans til að afla sér bók- legrar menntunar, þó miklum erf- iðleikum væri það bundið á þeim dögum, þar sem einungis var þá starfræktur barnaskóli hór. Hins vegar var allgott bókasafn á staðn um, og notaði Gunnlaugur það mik ið, og var þannig með sjálfsnámi mjög vel undirbúinn er hann fór í Kennaraskólann en þaðan lauk hann prófi 1926. Var hann tvö næstu árin við kennslu og verzl- unarstörf í Reykjavík en fluttist þá aftur á æskustöðvarnar og gerð ist kennari við Barnaskóla Akra- ness 1928 og gegndi því starfi um tíu ára skeið, en varð þá full- trúi við fyrirtæki Haraldar Böðv- arssonar og Co. og starfaði þar síðan. Gunnlaugur var afbragðs kennari, og er mér ekki grunlaust, að hann haf; jafnan saknað þess, þó engu að síður væri hann mjög vel til þess starfs fallinn, er hann siðar valdi sér og mundi svo raunar verið hafa um hvað eina, er hann hefði tekig sér fyrir hendur, svo fjölhæfur sem hann var. Þó að Gunnlaugur eyddi ekki mörgum árum við skólanám, var hann maður fjölmerintaður, enda sílesandi íslenzkar og ei'lendar bók menntir, sérstaklega skáldskap, bæði í bundnu og óbundnu máli. Vitnaði hann oft í kvæði góð- skáldanna, enda virtist honum létt að flytja bókarlaust heilu ljóða flokkana, t. d. eftir Einar Bene- diktsson og Örn Arnar svo aðeins séu nefndir tveir af uppáhalds skáldum hans, að ógleymdum fjöl mörgum Ijóðaþýðingum Magnúsar Ásgeirssonar, er hann dáði mjög sakir íþróttar sinnar. Var harla gaman að ræða um skáldskap og bókmenntir við Gunnlaug, og þó helzt að hlusta á hann ræða þau hugðarmál sín. Gunnlaugur var góður félagi -og traustur vinur vina sinna, um það getur sá, er þessar' línur" “tttar, bezt borið, slík voru kynni okkar þau tæp 30 ár, er við þekktumst, og er þeirra kynna gott að minn- sst, er leiðir skilja um sinn. Kvæntur var Gunnlaugur ágætri konu, Elínu Einarsdóttur, og lifir hún mann sinn, ásamt tveim upp- komnum börnum þeirra hjóna, Jóni, stud. med. og Ólöfu, skrif- stofustúlku i Reykjavík. Flyt ég þeim, ásamt systkinum hins látna, mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. — G.B. Einræðið Framhald af 7. síðu. kenning er sennileg, og það styður hana, að Rússar ónýttu hvað eftir annað miðlunartil- raunir milli Sameinuðu þjóð- anna og Pekingstjórnarinnar. Valdabaráttan í Kreml eftir dauða Stalíns var vatn á myllu kínversku kommúnistanna. Á- trúnaðargoð Stalíns, Kao Kang, Var afmáður. Krustjoff fór í pílagrímsferð til Peking 1954 til þess að fá aðstoð Kínverja og Mao notaði tækifærið til þess að tryggja sér Port Art- hur, umráðaréttinn yfir hluta. félögunum í Manchuríu og 500 milljón rúblna rússneskt lán. Um leið og Krustjoff taldi sig fastan í sessi, hófust skær- urnar á ný milli Moskvu og Peking. Þetta tímabil sam- skipta Sovétríkjanna og Kína er mönnum tiltölulega kunn- ugt. f bók D.S. Zagoria, The Sino-Soviet Conflict 1956— 1961, er þessu tímabili vel lýst. Hin nýja bók Klaus Mehnerts, Peking und Moskau, fjaUar einnig um það. Það nýjasta er grein Krustjoffs í Heimsriti marzismans en þar segir m.a.: „Þeir, sem halda því fram, að hin sögulega barátta sósfal- isma og kapítalisma verði ekki til lykta leidd nema með stríði, þyrftu blátt áfram að leita sér andlegra lækninga . . “ Fastar verður varla að orði kveðið gagnvart vinum sínum. FREMSTAN þeirra, sem halda því fram, að baráttan milli sósíalisma og kapítalisma verði ekki til lykta leidd á ann- an hátt en með stríði, ber að telja Mao Tse-tung. Paloczi-Horvath mótmælir þeirri skoðun, að kenning Mao Tse-tung um óhjákvæmileika stríðsins stafi af þekkingar- leysi hans á nútímavopnum og áhrifum þeirra, en Rússar hafa stundum gefið þetta í skyn. Hann telur, að Mao Tse-tung vinni beinlínis að því að koma á kjarnorkustríði milli Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna, en eftir slíkt stríð yrði Kína herra heimsins. Kína yrði öflugasta stórveldið eftir kjarnorkuragna rök, jafnvel þó að það yrði fyrir barðinu á kjarnorkuvopn unum og 200—300 milljónir Kínverja létu lífi. Því er oft haldið fram, að þessi kenning sé frá Peking runnin. Paloczi-Horvath hefur hana eftir „talsmönnum Maos á leiðtogafundinum í Moskvu.;‘ Þó getur hann ekki leitt traust rök að þessum uppruna kenn- ingarinnar. Ef til vill leyfist manni því að efa að glettni Maos sé orðin svona grá. Því má heldur ekki gleyma hve góð- ar framtíðarhorfur Kínverja eru þó að ekki komi til kjarn- orkustríðs. íbúar landsins eru 700 milljónir. Þeir kunna að verða orðnir 1000 milljónir eftir 20 ár. Kínverjar hafa afbragðsgóða möguleika til á- hrifa í Asíu, Afríku og jafnvel Suður-Ameríku. Margir stjórn- málamenn þar hata Vesturveld in svo mjög að þeir eru fúsir að veita Kínverjum viðtökú.| Einvaldur Kína hefur nú n$ð fótfestu í Evrópu í fyrsta sinn síðan á dögum á Gengis Khans. Albanía er sá brúarsporður, sem' Kínverjar hafa eignazt þar. VERA MÁ að nú þegar sé farið að undirbúa landvinn- inga á kostnað Sovétríkjanna. Eða hvernig stendur á því, að Isvestia, þar sem tengdasonur Krustjoffs er ritstjóri gerði hinn 18. apríl s.l. svo mikið veður út af gamalli tilvitnun í Lenin sem svo hljóðar: „Vladi vostok er langt í burtu, en þó eigum við þenna bæ“. Klaus Utehnert hefur vakið sérstaka athygli á þessu atriði. Gera má þó ráð fyrir, að þeir erfiðleikar heima fyrir, sem ódugnaður kínversku stjórnarinnar hefur valdið, komi um sinn í veg fyrir ævin- týri í utanríkismálum. Síðan í janúar 1961 og þó einkum síðan í apríl í ár, hefur verið um undanhald að ræða í Pek- ing. Reynt hefur verið að af- saka áhrifin af upplausn þeirri og framleiðslurýrnun sem stefna Mao hefur valdið. Sumir halda því fram, að það muni1 taka Kínverja fimm ár að komast aftur þangað, sem þeir voru staddir, þegar þeir lögðu af stað í hið „stóra stökk“ fram á við, sem leiddi til mikillar afturfarar. Helzt stjórnin svo lengi við völd? Ilún virðist nú vera úrræða- lausari en hún hefur nokkru sinni áður verið. En það ér ó- trúlegt hve margar skyssur einvaldur getur leyft sér að gera meðan hann sér um, að her og lögregla hafi nóg að bíta og brenna. Á því sviði hef ur stjórn Mao Tse-Tung náð góðum árangri. (Þýtt úr Politiken). BT Þeir eru komnir Lék eitt Framhald af 2. síðu. er einstaklega frjálslegur og glaðlegur og jafnvel þó að hann hefði ekki eins sérstaklega góða söngrödd og raun er á, mundi fólk vera ánægt. Þau hjón verða hérna til 23. þ.m. og þá fara þau til Berlín- ar, þar sem Herbie tekur þátt í „One Night Show“ en kannski reyna þau að koma hingað aftur aþnn 25. og verða nokkra daga. Herbie lítur á þessa stuttu dvi)l sína hérna sem nokkurs konar sumarfrí, þar sem Glaum bæ er lokað kl. hálftólf eða tvö. Hann hafði víst hlegið við, þeg- ar hann heyrði um þetta eins- dæmi og væri gaman að vita hvað lengi við eigum að búa við svona ástand. Aðspurður kvaðst hann aldrei hafa fundið til taugaóstyrks, ut- an einu sinni, þegar hann var veikur og átti á hættu að röddin bilaði þá og þegar, en svo heppi lega vildi til að ekkert skeði. Honum er vel við áheyrendur, en ekki hræddur við þá og á hann áreiðanlega eftir að hrífa þá hér, jafnt og annars staðar. a götuna og kosta aðeins 25 krónur -O- Enginn er svo fátækur, aip hann getj ekki eignazt miða og enginn svo ríkur, r að hann hafi efni á öðru en eiga miða. -O- Tveir Opelbílar, blár og hvítur, sem kosta 360 þúsund krónur, eða Farmall með öllum hjálpartækjum og miðinn aðeins á 25 krónur. Við ráðleggjum öllum að kaupa miðann strax. -o- Happdrætti Framsóknar- flnkksins Dugiegur sendisveinn óskast nú þegar. Vinnutími fyrir hádegi. AFGREIÐSLA iM Bankastræti 7, sími 12323. Hvort sem þér borðið kjöt eða fisk, þá eru jarðepli og gulrófur nauðsynlegar á borðið. Kaupfélag Eyfiröinga Akureyri r f M I N N, föstudagnrinn 9. nóvember 1962 13 \ t t v

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.