Tíminn - 09.11.1962, Síða 15

Tíminn - 09.11.1962, Síða 15
íþróttir Framhald af 5. síðu fyrir þróun knattspyrnunnar vegna: 1. Efnilegir leikmenn í 2. ald- j ursflokki, sem taka að leika með meistaraflokki, eru langtum fremri jafnöldrum sínum og oftast eru þeir ekki mikils megandi í 2. flokki, nema um sé að ræða all- ve'rulegán hóp, svo sem var hjá Klf 1958 og 1959 og hjá Fram í sumar. Nauðsynlegt er að leik- maðurinn þurfi að beita sér til hins ýtrasta til þess að um fram- farir sé að ræða, en það hefur truflandi áhrif að leika annan daginn í flokk, sem er langtum neðar en getan segir til um. 2. Ungir leikmenn, sem eru að taka út þroska sinn, geta verið ofkeyrðir með því að taka þátt í 2. flokki, meistaraflokki og jafn- vel úrvalsliðum og landsliðum jafnt hér heima sem í utanferðum á sama sumri. Þetta geta orðið 50—60 leikir yfir 5 mánuði, og þar af mjög þétt í 3 mánuði, júní —ágúst. Fyrir utan líkamlega of- reynslu er hætt við að til komi leikleiði. Við höfum dæmin fyrir okkur, Þórólfur Beck var ofkeyrð- ur sumarið 1958, þá í 2. flokki, öllum leikjum meistaraflokks KR, ílestum úrvalsliðum og í utanför með fram. í ágúst varð hann að taka sér hvíld. Er þetta ekki einn- ig orsökin fyrir ,.formkúrfu“ I Fram í sumar? Liðinu gekk mjög vel framan af cn dalaði er á leið.1 Stór hluti'af liðinu eru leikmenn úr 2. flokki. 3. Þá er hliðin, sem snýr að niðurröðun leikja og móta. Þegar verið er að streitast við að vinna sem flesta leiki og flest mót með sem fæstum leikmönnum, verður tilhneiging hjá félögunum — öll- um — að niðurröðun sé hagað svo, að leikir hjá flokkum rekist ekki á ef svo stæði á, að sami leikmaður léki með báðum liðum. Það er t.d. ófært ástand, að leikj- um meistaraflokks sé hagað eftir utanför 2. flokks eða öfugt. Hver flokkur á að vera sjálfstæður hvað keppni snertir og þá verður hann einnig sjálfstæður hvað æfingum viðvikur og fleiri fá tækifæri til að vera með. Það er ekki forsvaranlegt. Karl Guðmundsson: — Ef fyr- irkomulag þetta leiðir af sér tvo kappleiki á viku, eins og mér er tjáð að það geri í þessu tilfelli, þá er þag að mínum dómi alveg forkastanlegt. Reynsla, bæði hér og annars staðar hefur sýnt, að hinir ungu óhörðnuðu leikmenn þola ekki slíkt álag og heltast úr lestinni, fyrr eða síðar vegna krón iskrar þreytu og leikleiða. Þag er að sjálfsögðu ákaflega mismunandi hvað menn þola í þessum efnum og reglur, sem gilda fyrir alla er ekki hægt að setja. Hins vegar er það alkunna að kappleikirnir eru geysilega krefjandi bæði ANDLEGA og lík- amlega og hafa langtum víðtækari áhrif á leikmenn, en erfiðar æf- ingar, sem ekki eru framkvæmd- ar undir oki keppninnar eða við cggjun áhorfenda. Vel þjálfaðir og fullþroskaðir knattspyrnumenn þurfa að mæta til þessara leikja, vel hvíldir og fyrirkallaðir til þess að koma lið- inu að fullum notum. Og eftir leikina þurfa þeir 1—3 daga til þess ag jafna sig fullkomlega. Get um við þá búizt við að 17—18 ára drengir hafi nokkurn líkamlegan eða andlegan ávinning af því að leika tvo erfiða kappleiki í viku, að ekki sé nú talag um hvern dag- inn eftir annan? Eg álít það ekki forsvaranlegt. — Alf. 80 á Hraunið Framhald af L6. síðu starfsári dvöldust þar 80 manns um lengri eða skemmri tíma. Þau Guðmundur Ingvi Sigurðs- son, Sigríður J. Magnússon, Ingi- mar Jóhannesson og Þóra Einars- dóttir sáu um útgáfu ritsins. Fram1 kvæmdastjóri samtakanna er Skúli Þórðarson. Fré Alfjkgi Gerið þvottadaginn að hvíidardegi Veljiö & sis VÉLADEILD hagsbóta. — Einnig sá iandshluti, sem fjölmennastur er eða verður, mun njóta hér góðs af í ríkum mæli, ef takast mætti að stöðva, eða minnka fólksstrauminn þang- að, því að hig mikla aðstreymi íólks, sem þar hefur átt sér sta<5 áratugum saman, hefur skapað þessum landshluta ýmiss konar erfiðleika og ekki verið honum hentugt, enda á sumum sviðum haft í för með sér mikil fjárútlát fyrir borgarana. — í öðrum lands- hlutum mundi jafnvægissjóður með beinum fjárframlögum og þá einkum útlánum styðja þá upp- byggingarstarfsemi, sem að und- angenginni athugun telst til þess fallin á hverjum tíma að draga úr fólksstraumnum þaðan eða stöðva hann. Hér er ekki um það að ræða, að draga úr fólkstsraumnum það- an eða stöðva hann. Hér er ekki um það að ræða, að hvergi megi leggja niður byggð ból eða flytja á hagkvæmari stað. Uppbygging- una ber að miða vig það að hag- nýta sem bezt gæði náttúrunnar til lands og sjávar, þar sem þau eru til staðar. Björgulega staði ætti ekki að yfirgefa, heldur stefna að því þar að gera mönn- um kleift að koma atvinnurekstri sinum og aðstöðu í samræmi við það, sem hæfilegt má teljast og óhjákvæmilegt á hverjum tíma. En jafnframt ber að hafa það í huga, að ráðið til þess að hindra beina eða hlutfallslega fólksfækk un í einhverjum landshluta gétur verið meðal nnars í því fólgig að koma þar upp þéttbýlishverfum eða efla kaupstaði og kauptún, sem fyrir eru, og ber þá jafnvæg- isstofnuninni að sjálfsögðu að greiða fyrir uppbyggingu og vexti slíkra staða, jafnhliða annarri uppbyggingu þar um slóðir. Aukn ing fólksfjölda á slíkum þéttbýlis- stöðum, þótt hún í bili dragi til sín eitthvað af fólki úr umhverfi sínu, getur verið brýnt hagsmuna mál hlutaðeigandi landshluta, ef hún ræður úrslitum um það, að hann sem heild haldi sínum hlut. í bæjum og þorpum skapast líka markaður og ýmsir aðrir slíkir möguleikar fyrir nálægar sveitir. Af þessu leiðir, að jafnvægismálið verður ekki leyst, svo ag vel sé, nema á það sé litið frá heildarsjón armiði hinn stóru landshluta, en þá jafnframt haft í hug, að björgu legar byggðir, þótt nú séu af ein- hverjum ástæðum fámennar og eigi í vök að verjast, dragist ekki aftur úr í sókn þjóðarinnar til bættra atvinnuhátta og betri lífs kjara. Jafnvægisstarfsemin á ekki að vera fólgin í „atvinnuleysis- ráðstöfunum" eða örvun þjóðhags lega óhagkvæmrar framleiðslu með stuðningi við hana, heldur í því, að gera börnum landsins kleift — með aðstoð fjármagns og tækni — að grundvalla búsetu sína, lifsaf komu og menningu á náttúrugæð um til lands og sjávar, hvar á land inu sem þau eru, — að koma með skynsamlegum ráðum í veg fyrir, að landsbyggðin eyðist eða drag- izt svo aftur úr, að framtíðarvon- ir hennar verði að engu gerðar. Koma þarf í veg fyrir þann mis- skilning, sem stundum ber á, að hin fámennari byggðarlög og at- vinnnurekstur þeirra sé yfirleitt byrði á þjóðarbúskapnum Athug- anir hafa leitt í Ijós, að í sumum fámennum sjávarplássum t.d. skil ai hver íbúi að meðaltali svo mik- iili gjaldeyrisvöruframleiðslu í þjóðarbúið, að athygli vekur við samanburð. Víða í sveitum er fram leiðslan líka án efa mjög mikil, ei reiknað er á þennan hátt. En þar sem fjármagn skortir og tækni er af skornum skammti, verður þetta á annan veg. Þess ber einn- ig ag geta, að engin stétt í þjóð- félaginu mun leggja hlutfallslega eins mikið fram af eigin tekjum og með vinnu sinni til uppbygg- ingar i landinu og bændastétti'n. Óhætt mun að gera ráð fyrir, að hagnýt þjóðarframleiðsla minnki ekki, heldur vaxi við aukig jafn- vægi í byggð landsins. " Lögfök Framhald af 1 síðu. Gerir Skattstofan skrá yfir þá, sem eru undir þessum tekjum, en þeir hinir sömu verffia að sækja um u.ndan- þágu til Reykjavíkurborg- ar, sem síðan ber umsókn- irnar saman við skrá Skatt stofunnar. Ef til vill er þó ekki rétt að tala um undan- þágu í þessu tilfeHi, þi sem fremur er u.m eins kon ar greiðslufrest að ræðta, þannig, að Reykjavíkurborg greiðir almannatryggingum gjaldið fyrir viðkomandi persónu, en innheimtir það hjá hen,ni síðar, þegar húii telst greiðslufær. Nú eru þessar umsóknir afigrei'ddtar í slöttum, eftir því sem þær berast, og hafa þær sífcllt vcrið að berast þessa dagana, jafnframt því sem Gjaldheimtan er farin að ganga hart eftir greiðsl- um manna með lögtökum. Lögtaksaðfe'ðin er aðeins vcnjuleg krafa Gjaldhr unnar og er þar farið eftir stafrófsröð, án þess að afla nokkurna upplýsinga um tekjur viðkomandi. Liggja þá ef til vi'Il umsóknir við- komandi manna hjá borg- aryfirvöldunum, einmitt þeg ar verið er að gera lögtnl hjá þeim, og skapar þetta misskilning og v.andræði. Væri betra, ef svolítið san ræmi væri í aðgerðunum. Gunnar á Hvanneyri Framhald af 16. síðu þeirri ferð, og var ekki ann að vitað en Gunnar mundi taka við ráðuneytisembætti í svína- og hænsnarækt, þeg ar hann kæmi aftur. Ráðn- ing hans í kennarastöðuna bendir hins vegar til þess, að hann muni hverfa að fyrra starfi á Ilvanneyri. Blaðinu er ókunnugt um, hvort gert er ráð fyrir að Gunnar gegni báðum þess- um stöðum. Hins vegar er kunnugt, að Magnús sonur Einars í Sindra er nýkom- inn utan frá námi i alifugla rækt og má telja líklegt, að hann sæki um stöðu ráðu nauts á því svið'i, ef hún verður auglýst. Tvær unt- sóknir hafa borizt um kenn- arastöðuna á Hvanneyri, frá Gunnari og Bjarna Ara- syni, ráöunauti Borgfirð- inga, eftir því sem blaðið hefur fregnað. Menitðng i gluggunt Framhald aí '6. síðu m.a. menntamálaráðherra, dr Gylfi Þ. Gíslasun, Birgir Thorla cíus, ráðuneytisstjóri, Dr. Oidt man, nánustu skyldmenni Sigurð ar heitins Guðmundssonar o{ starfsfólk Þjóðminjasafnsins. Móðir okkar og systir, GUÐRÚN BRANDSDÓTTIR Tómasarhaga 53, lézt að Landakotsspítala 7, þ, m, Tómas Brandsson Hermann Búason Brandur Búason. T í M I N N, föstudagurinn 9. nóvember 1962 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.