Tíminn - 06.07.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.07.1983, Blaðsíða 1
íslendingaþættir fyigja blaðinu f dag FJOLBREYTTARA OGBETRABLAÐ! Miðvikudagur 6. júlí 1983 153. tölublaö - 67. árgangur S.ðumúla15-Pósthólf370Reykjayík-Ritstiórn86300-Auglýsingar18300- Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 George Bush, varaforseti Bandaríkjanna: KOM í OPINBERA HEIMSÓKN í GÆR — Ræðir við fslenska ráðamenn á morgun ¦ Á slaginu 16.00 í gær nam flugvél George Bush varaforseta Bandaríkjanna staðar á Kefla- víkurflugvelli, þar sem mót'- tökunefndin beið. Marshall Bre- ment sendiherra Bandaríkjanna á íslandi fór um borð og kom síðan út í fylgd með varaforseta- hjónunum. Brement kynnti Steingrím Hermannsson for- sætisráðherra og frú Eddu fyrir þeim og frú Edda afhenti frú Bush blómvönd. Því næst voru þjóðsöngvar landanna leiknir og að þvi búnu kynnti Steingrímur Hermannsson aðra úr mótttöku- nefndinni fyrir varaforsetanum, fyrst Geb- Hallgrímsson utanrík- isráðherra og frú Ernu Finns- dóttur, konu hans. Því næst hélt bflalestin til Reykjavíkur. Varaforsetahjónin höfðu þjóðhátíðarmóttöku í banda- ríska sendiráðinu síðdegis í gær, en í gærkvöldi sátu þau kvöld- verðarboð forsætisráðherra- hjónanna, Steingríms Her- mannssonar og frú Eddu á Hótel Sögu. Viðræður varaforsetans við ís- lenska ráðamenn hófust í morg- un kl. 9.10 og átti að ljúka kl. 10.30. Varaforsetinn mun í dag fara til Þingvalla og snæða þar hádegisverð í boði alþingis og síðan halda að Þverá í Borgar- firði með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar og renna þar fyrir Iax. í kvöld situr hann kvóldverðarboð forseta íslands, Vigdísar Finn- bogadóttur. í fyrramálið heimsækir vara- forsetinn Árnagarð og hefur síð- an fund með blaðamönnum. Að því búnu heimsækir hann her- stöðina á Keflavíkurflugvelli, en heimsókninni lýkur kl. 12.40 með kveðjuathöfn á flugvellin- um. Kona varaforsetans, Barbara Bush mun nú fyrir hádegi heim- sækja þjónustumiðstöð aldraðra við Dalbraut, Árbæjarsafn og loks fara að Gljúfrasteini, þar sem Auður og Halldór Laxness taka á móti henni. Að þeirri heimsókn lokinni mun hún hitta varaforsetann og fylgdarlið hans og slást í förina til Þingvalla. Sjá nánar bls 2-3. -JGK ¦ í gærkvöldi hélt George Bush varaforseti Bandaríkjanna hóf á Hótel Sögu. Hér sést hann taka á móti biskupi Islands herra Pétri Sigurgeirssyni Tímamynda Ámi Sæberg Ólgan á ferdaskrifstoffumarkaðnum: TILB0D FARSKIPS MEÐ EDD- UNNI UPPTÖK UNDIRB0DANNA? ¦ Samdráttur í sólarlandaferð- um hefur verið greinilegur það sem af er ársins miðað við þær áætlanir sem ferðaskrifstofur gerðu fyrirfram. Þetta hefur orð- ið til þess að ferðaskrifstofur hafa þurft að aflýsa áður auglýst- um ferðum og auka sameiginlegt leiguflug. Sumar ferðaskrifstofur hafa einnig gripið til þess ráðs að bjóða sólarlandaferðir á veru- lega niðursettu verði eins og komið hefur fram í fréttum undanfamar vikur. Það er hald margra í ferðaiðn- aðnum að þessi undirboð eigi rætur sínar að rekja í hagstæðum tilboðum Farskipa með Eddunni sem boðið var upp á í byrjun júní, einmitt á sama tíma og árleg lægð er í sólarferðamark- aðnum. Af hálfu Farskipa er því á hinn bóginn haldið fram að markaður þeirra sé ekki sam- bærilegur við sólarlandaferðir, og fólk leiti nú frekar að ódýrari leiðum til að ferðast á eigin vegum en hefðbundnar sólar- ferðir bjóða upp á. Sjá nánar á blaðsíðu 5. -GSH ¦ George Bush veifar til móttökusveitarinnar, fyrir framan hann eru frú Barbara Bush og Marshall Brement sendiherra Bandaríkj- anna á Islandi. Tímamynd Árni Sæberg. Samningur um nýja flug- stöð á Kef lavíkurf lugvelli: BANDARÍKIA- MENN GREIÐA 70% K0STNAD- ARINS m FUIGSTÖÐINA! — Samtals 56 milljonir bandaríkjadala — sjá bls. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.