Tíminn - 12.07.1983, Page 1

Tíminn - 12.07.1983, Page 1
Allt um íþróttir helgarinnar. Sjá bls. 11-14 ■ Ökumaðurinn sem olli árekstrinum handtekinn á slysstað. BENSINVERÐ HÆKK- AR UM 13,5% í DAG! — meirihluti hækkunarinnar rennur beint í ríkissjód ■ Verðlagsráð hefur heim- ilað 13,5% hækkun á bensín- verði, úr 19.30 krónur í 21.90 hver lítri, eða um 2.60 krónur, frá og með deginum í dag. Mestur hluti hækkun- arinnar rennur til ríkissjóðs, eða 2.07 krónur, en 0.33 er vegna hækkunar innkaups- verðs. Á fundi ráðsins í gær var ennfremur heimiluð 2,4% hækk- un á gasolíu. Verð frá leiðslu var 8.40 en er nú 8.60. Verðhækkun- in er vegna innkaupsverðs. Svartolía hækkar frá og með deginum í dag um 0.7%. Hvert tonn kostar nú 7.000 krónur, en kostaði áður 6.950. Orsök hækk- unarinnar er aukið framlag til innkaupajöfnunarreiknings. Brauð hækka nú um 10 til 19%. Sem dæmi má nefna að 500 gramma franskbrauð kostaði áður 11.95, en kostar nú 14.15 og sigtibrauð kostaði 11.25 cn kostar nú 12.35. Orsakir hækk- unarinnar eru hráefnaverðhækk- anir vegna gengisfellingarinnar í vor. Þá hækkar nú verð a jurta- og borðsmjörlíki um rúmlega 5%. Er hækkunin heimiluð vegna breytinga á hráefnaverði í kjöl- far gengisbreytingarinnar. Loks var heimiluð hækkun á þjónustugjöldum skipafélaga, það er að segja upp- og útskipun- argjöld og geymsluleiga, um 21%. Þessi gjöld hækkuðu síðast 28. apríl en síðan hafa orðið hækkanir á rekstrarkostnaði vinnuvéla, rekstri fasteigna og launum. Eru þessir liðir megin orsök hækkunarinnar. Að sögn Verðlagsstofnunar hafa verðhækkanir á brauðum, smjörlíki og þjónustugjöldum vegna gengisbreytingarinnar í vor ekki komið fram áður. Telur stofnunin að áhrif gengisbreyt- ingarinnar séu nú að mestu kom- in fram í vöruverði. - Sjó. Þrennt á slysa- deild eftir hörku- árekstur á Suður- landsbraut: KEYRÐI NIÐUR UMFERÐAR- SKILTI OG FRAMAN ÁBÍL ■ Hörkuárekstur varð á Suður- landsbraut, á móts við Glæsibæ, aðfararnótt sunnudagsins, en þar ók ölvaður ökumaður niður um- ferðarskilti, sem stóð á mótum Suðurlandsbrautar og Grens- ásvegar, missti við það vald á bílnum og keyrði beint framan á annan bíl, sem kom úr gagn- stæðri átt. Lögreglan fékk fyrst tilkynn- ingu um þennan mann eftir að hann hafði keyrt aftan á leigubíl í Borgartúni, við Klúbbinn. Stakk hann þar af og voru lög- reglubílar beðnir að svipast um eftir honum. Lögreglubíll kom auga á hann á gatnamótunum Álfheimar/Suðurlandsbraut og reyndi að stöðva hann en tókst ekki. Hann ók svo vestur Suður- landsbrautina með fyrrgreindum afleiðingum. Þrennt var flutt á slysadeild eftir áreksturinn, farþegi í bíl hins ölvaða svo og tvær stúlkur sem voru í bílnum sem kom úr Framkvæmdir við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli: B0ÐNAR ÚT A ALMENNUM MARKAÐI! gagnstæðri átt. Önnur stúlkan mun hafa fótbrotnað illa og far- þegi í hinum bílnum mun hafa skorist illa á höfði. Ökumaður- inn var handtekinn á slysstað. - FRI. ■ „Það er gert ráð fyrir því að framkvæmdir við byggingu flugstöðvarinnn- ar á Kefiavíkurflugvelli verði boðnar út á al- mennum markaði", sagði Geir Hallgrímssonar utan- ríkisráðherra þegar Tím- inn spurði hann hvernig útboðum í nýju flugstöðv- arbygginguna verði háttað. „í sumar er gert ráð fyrir því að boðin verði út jarðvegsvinna vegna grunns byggingarinnar og bifreiðastæða. Síðan verð- ur í vetur væntanlega boð- in út byggingin sjálf, full- gerð að utan, og síðan áfangaþættir í innrétting- um“. -GSH.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.