Tíminn - 12.07.1983, Page 4

Tíminn - 12.07.1983, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ1983 FORD 2910, 44 hö ...............verð frá kr. 293.820 FORD 3910, 50 hö ...............verð frá kr. 307.480 FORD 4110, 57 hö ...............verð frá kr. 409.200 FORD 4110-4WD, 64 hö...........verð frá kr. 511.350 FORD 4610-4WD, 64 hö...........verð frá kr. 529.010 FORD 5610, 76 hö ...............verð frá kr. 502.240 (verð miðað við gengi 10. 6 1983) FORD traktorar til afgreiðslu strax - Hagstætt verð og góðir greiðsluskilmálar. F/J ARMÚLA11 SlMI 81500 Frá Fjölbrautar- skólanum Breiðholti i Kennara vantar í eölisfæröi og efnafræði. Viðar Ágústsson deildarstjóri í raungreinadeild veitir allar nánari upplýsingar í síma 76955. Skólameistari. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina apríl og mái er 15. júlí n.k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Dráttarvextir eru 5% á mánuði. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtumanns ríkis- sjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Bflaleiga Carrental £ % Dugguvogi23. Sími82770 Opið 10.00 -22.00. Sunnud. 10.00-20.00 Sími eftir lokun: 84274 - 53628 Leigjum út ýmsar Þvoið, bónið og gerðir fólksbíla. gerið við bílana Sækjum og sendum ykkar í björtu og rúmgóðu húsnæði. OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN ■ Fjórlemban í Geirakoti með öll lömbin sín. Tvö þeirra fá öðru hvoru ábót úr pela, þar sem systkini þeirra eru frekari til móðurmjólkurinnar. Tímamynd Sigurjón Björnsson. „Hef aldrei átt fjórlembu fyrr“ — sagði Bjarni í Geirakoti Fróðárhreppur: „Ég hef aldrei átt fjórlembu áður, enda held ég að það sé fremur sjaldgæft. Hins vegar fékk ég 3 ær þrílembdar í hitteðfyrra. Pað er þó engin sérstök frjósemi í fénu hjá mér. Þetta eru bara einhver sérstök tilfelli“, sagði Bjarni Ólafsson í Geira- koti í Fróðárhreppi. En í vor bar ein ærin hans 4 lömbum, tveim gimbrum og tveim hrútum sem öll komust á legg og eru hin frískustu. Bjarni býður slíku metfé auðvitað ekki nema það besta svo þessari fimm kinda fjölskyldu verður leyft að vera á túninu í Geira- koti í sumar, enda hafa allir gaman að þessu. En mjólkar ærin handa öllum þess- um lömbum? - Tvö lambanna eru harðari í að bjarga sér þannig að hin hafa orðið svolítið útundan og við því gefið þeim pela svona öðru hverju. Þau ganga þó öll undir ánni ennnþá og við ætlum að láta þau gera það allavega eitthvað fram á sumarið, þó það gangi auðvitað svolítið nærri ánni. En hún getur líka haft það betra á túninu. Bjarni kvaðst hafa verið með um 330 kindur á fóðrum í vetur leið, en einnig sækja nokkuð vinnu út á Ólafs- vík. Veturinn ogvorið sagði hann hafa verið mjög erfitt hjá bændum í Fróð- árhreppi eins og mörgum öðrum, en allir hafa þó sloppið með hey handa búsmalanum. „Vorið fór eiginlega al- veg fram hjá okkur. Það var svo mikill kuldi og leiðinda tíð að maður fékk aldrei neina tilfinningu fyrir þvt' að það væri komið vor. Tún kvað Bjarni nú orðin þokkalega sprottin í sinni sveit, en svolítið sé um kalbletti. „Ég býst við að flestir byrji að slá ef hann fer að þorna upp“, sagði Bjarni. Kirkjuhátíð á Prest- bakka og Klaustri Kirkjubxjarklaustur: Eldmessunnar sem séra Jón Steingrímsson söng í kirkjunni á Kirkjubæjarklaustri fyrir 200 árum verður niinnst með kirkju- hátíð í Prcstbakkakirkju á Síðu og Kirkjúbæjarklaustri sunnudaginn 17. júlí n.k. Hátíðin hefst með hátíðarguðsþjón- ustu í Prestbakkakirkju kl. 14.00 þar sem biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigufgeirsson predikar, sóknarprestar úr y-Skaftafellssýslu þjóna fyrir altari og kirkjukórar sýslunnar syngja. Eftir messu ki. 15.30 verður síðan hátíðar- samkoma við hina fornu kirkjutóft á Kirkjubæjarklaustri, þarsem Eldmess- an var sungin. Þar flytur Jón Helgason, kirkjumálaráðherra ávarpogdr. Sigur- björn Einarsson biskup og Einar Lax- ness sagnfræðingur flytja ræður. Sr. Sigurjón Einarsson sóknarprestur stjórnar samkomunni og kirkjukórarn- ir syngja milli atriða. Éftir samkomuna verður fólki boðið til kaffidrykkju í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli ogsíðan getagestirskoðað sýningar þær um Skaftárelda sem opn- ar hafa verið að undanförnu. Skaftfellska ritið Dynskógar kemur út í tilefni þessara hátíða, en í því er m.a. fjallað um Skaftárelda og skaft- fellska sögu. Fyrirtæki til framleiðslu rafeinda- búnaðar stofnað á Akureyri: Framleiðsla ganghraða- mæla fyrir skip hafin Akureyri: Framleiðsla á ganghraða- mælum fyrir skip er nú nýlega hafin á Akureyri hjá fyrirtækinu Aurora h.f., sem nýlega hefur verið stofnað þar í bæ. Er þar um að ræða leyfisfram- leiðslu á mjög vönduðum frönskum mælum sem viðurkenndir eru víða um heim, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu. Til að fá þessa leyfisfram- leiðslu hefur fyrirtækið orðið að sýna fram á að það geti framleitt samkvæmt ströngustu gæðakröfum. Mælar þessir hafa verið í notkun hérlendis um langt árabil og sagðir hafa reynst mjög vel. Fjöldi pantana hefur þegar borist til Auroru h.f. Hlutafélagið Aurora h.f. var stofnað nú 6. júlí s.l. og er tilgangur þess hönnun og framleiðsla á háþróuðum rafeindabúnaði til notkunar í fiski- skipum hér á landi sem erlendis. Jafnframt vinnur fyrirtækið að ýmsum verkefnum á sviði sjálfvirkni og mæli- tækni. Stofnendur þessa félags eru; verk- fræðifyrirtækið Isrás s.f., rafiðnaðarf- yrirtækið Norðurljós s.f., Slippstöðin h.f., Útgerðarfélag Akureyringa h.f. og Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar- byggða h.f. Formaður félagsins er Guðmundur Svavarsson, verkfræði- ngur og aðrir í stjórn Birgir Antonsson rafverktaki, Gunnar Ragnars forstjóri, Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri og Friðfinnur K. Daníelsson iðnráð- gjafi, en hann hefur aðstoðað við ýmsa undirbuningsvinnu fyrir félagið. -HEI Selfoss: Fundur í verkalýðsfélaginu Þór haldinn á Selfossi fimmtudaginn 7. júlí mótmælir harðlega bráðabirgða- lögum ríkisstjórnarinnar frá 27. maí síðasts liðnum þar sem frjálsir kjara- samningar eru bannaðir með lögum til janúarloka næsta ár. Bannað er að semja um verðbætur næstu tvö ár og fyrirskipað er að nýir samningar skuli gerðir eftir forskrift ríkisstjórnarinnar. Þá er þar og lögbundin kjaraskerðing, þreföld á við áætlaðan samdrátt þjóð- viðbrögð artekna síðustu tvö ár. Slíkt gerrræði hefur hvergi þekkst í lýðræðisríkjum Evrópu síðan seinni heimssyrjöldinni lauk. Fundurinn skorar á alla félaga verkalýðshreyfingarinnar að bregðast hart við til varnar gegn broti á sjálf- sögðum mannréttindum og áskilur fé- laginu allan rétt til varnar sínum fé- lögum í baráttu fyrir bættum kjörum og lýðréttindum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.