Tíminn - 12.07.1983, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ1983
i'tttmro
fréttir
Lifeyrissjóðirnir koma inn í 25% regluna í húsbyggingarlánunum:
TðUIVERT IIM AD MENN SÆKI
UM FRESTUN GREHtSUI UiNA
■ „Það er þó nokkuð um að íbúða-
kaupendur hafi notað sér réttinn til að fá
frestun á hluta lánanna. En ég vil líka
taka fram að við höfum alltaf verið með
einhverjar svona skuldbreytingar fyrir
fólk hvort sem er, þannig að ég veit ekki
hvort um svo verulega breytingu er að
ræða“, sagði Baldvin Tryggvason, spari-
sjóðsstjóri í Sparisjóði Reykjavíkur og
nágrennis, spurður hvort margir hafi
notfært sér heimild til frestunar á 25%
af afborgunar- og vaxtagreiðslum af
íbúðalánum. En íbúðalán eru sem kunn-
ugt er stór hluti af útlánum sparisjóð-
anna.
Raunar kvað hann þo nokkra samt
hafa komið gangert út af þessu, og þá
það fólk sem frekar hefur staðið í
skilum til þessa. Það notar sér þennan
rétt, þannig að segja má að þetta komi
afskaplega vel niður. Baldvin telur að
allir sem geta reyni áfram að lækka
skuldir sínar eins og þeir hafa möguleika
á.
Jens Sörensen, forsvarsmaður Veð-
deildar Landsbankans kvaðst ekki hafa
ákveðnar tölur um samsvarandi umsókn-
ir vegna lána Húsnæðisstofnunar ríkis-
ins. Fyrstu dagana hafi verið sótt um
frestun á um 100 lánum að jafnaði á dag
og taldi hann líklegt að það hafi ekki
breyst mjög að undanförnu.
Samband almennra lífeyrissjóða,
SAL, hefur né sent tilmæli til aðildar-
sjóða sinna um að þeir veiti 25% frest á
greiðslum afborgana og verðbóta verð-
tryggðra lífeyrissjóðslána er falla í gjald-
daga á tímabilinu 1. sept. 1983 til 31.
ágúst 1984. Um þessa frestun verða
lántakendur hins vegar að sækja fyrir 19.
ágúst n.k. á þar til gerðu eyðublaði sem
liggja á frammi hjá lífeyrissjóðunum.
Spurður um væntanlega skuldbreyt-
ingu íbúðalána, þ.e. breytingu á lausa-
skuldum húsbyggjenda/kaupenda í
lengri lán, kvað Baldvin Tryggvason það
mál í athugun. „Ég býst við að það verði
ekkert síður tekið á því máli heldur en
hinu. En þetta hefur líka verið það
vandamál sem maður hefur alltaf verið
með á borðinu meira og minna", sagði
Baldvin.
En hefur dregið úr lánaeftispurn að
undanförnu eftir að kauphækkanir.
hafa verið stöðvaðar, cða hafa þær
kannski aukist vegna blankheita? Bald-
vin kvaðst ekki hafa orðið var við
neinar marktækar breytingar enn a.m.k.
Hafi eitthvað dregið úr eftirspurn taldi
hann það kannski einna mest vegna
mikillar hækkunar lánskjaravísitölu í
júní. Fólk hugsi sig kannski orðið tvisvar
um áður en það reynir að fá sér lán fyrir
t.d. utanlandsferð. -HEI
Vinna
þrátt fyrir
skerta
starfs-
orku
\
■ Einhver brenglun varð við skrá-
setningu fréttar um „Sólskinshopinn"
í Kópavogi, sem birtist í laugardags-
blaði Tímans. F;ins og tekið er fram í
fréttinni er þarsagt frá vinnuhópi, sem
í eru einstaklingar sent hafa skerta
starfsorku, cn skila sinni vinnu af
prýðisjálfumsér til sórna og Kópavogs-
búuin til gagns. Þarna slæddist inn í að
um þroskaheft fólk væri að ræða, scm
er misskilningur þvt hér er eingöngu
um að ræða fölk sem býr við skerta
starfsorku, en starfar samt. Eru við-
komandi beðnir velvirðingar á (ljót-
færninni.
Mettubúd.. hús
Slysavarnardeild'
anna á Ólafsvik
tekið í notkun:
..Hefur
mikla
þýðingu
fyrir
öryggis-
málin”
■ Stefán Jóhann Sigurðsson afbendir hér æfingarbrúðu sem gefin var til hússins. Tímamyndir Sigurjón
■ Tekið hefur verið í notkun á
Ólafsvík METTUBÚÐ hús
slysavarnadeildanna á þessu svæði og
var það vígt með pompi og prakt á
sunnudag.
„Þetta hús hefur mikla þýðingu fyrir
öryggismálin hér, með því aukast þau
að mun en það er byggt að slökkvistöð-
inni og í því aðstaða fyrir sjúkrabíl
þannig að undir þessu þaki eru nú allar
þessar stofnanir sem tilheyra öryggis-
málum hér“ sagði Stefán Jóhann Sig-
urðsson í samtali við Tímann en hann
var formaður byggingarnefndar
hússins.
Bygging þessa húss hófst 1978 er
Sigríður Hansdóttir tók fyrstu skóflu-
stunguna að því en húsið er byggt í
minningu móður hennar Mettu sem
var einn af frumkvöðlum þess að
slysavarnadeildum var komið á
þarna.Húsið er 160 fm að stærð, byggt
í sjálfboðavinnu að mestu og kostar
um 2 milljónir króna.
Þá má geta þess að bæjarfélagið
hefur ákveðið að fella niður fasteigna-
gjöld af húsinu og léttir það mjög undir
rekstur þess.
Alls munu um 200 manns hafa þegið
kaffiveitingar í húsinu við opnun þess.
- FRI
■ Hannes Hafstein, ásamt Haraldi Henrýssyni, voru viðstaddir vígsluna.
■ Mettubúð, hið nýja hús slysavarnardeildanna á Ólafsvík.
Tólf daga rannsóknarleidangri
á kolmunnaslóðir lokið:
„Litlar líkur
til að kolmunni
gangi neitt á
okkar heimamið”
■ „Við urðum varir við verulegar
breytingar á kolmunnagöngum frá því
sem verið hefur. Bæði er það, að það
virðist ekki vera nokkur ganga hér
austur af landinu og ákaflega litlar líkur
til að kolmunni gangi neitt á okkar
heimamið fyrr en þá kannski í haust
þegar hann fer að ganga suður úr aftur.
Hins vegar var það óvenjulegt hvað hinn
ungi árgangur 1982 var áberandi. Þó við
höfum að vísu orðið varir við Ungfisk
áður er það ekki í neitt svipuðum mæli
og við sáum nú.“ Það var Sveinn Svein-
björnsson, fiskifræðingur og leiðangurs-
stjóri í 12 daga leiðangri Árna Friðriks-
sonar'á kolmunnaslóðir sem svaraði svo
spurningu okkar hvort orðið hafi vart
einhverra breytinga frá því sem verið
hefur undanfarin ár.
Sveinn kvað svo virðast sem kolmunn-
inn gengi nú óvenjulega austarlega í
hafinu. Eiginlegan göngufisk hafi leið-
angursmenn ckki fundið nema í litlum
mæli fyrir norðaustan Færeyjar, eða
sunnan og austan við kalda sjóinn, sem
virðist vera í samræmi við óvenju mikla
víðáttu kalda sjávarins (Austur-Islands-
straumsins) til austurs í vor.
Um hvort þetta hafi eitthvað að segja
fyrir íslendinga sagði Sveinn: „Ég held
að það breyti ákaflega litlu á heildina
litið, því þeir veiða ekki þennan fisk
hvort eð er. Það er aðeins eitt skip -
Eldborgin - sem hefur ætlað að stunda
kolmunnaveiðar og þeir geta því þurft
að sækja hann lengra austur í haf.“
- HEI
Hjálparstarf í Ghana:
Hjálparstofnun kirkj-
unnar sendi 40 tonn
af þurrkuðum saltf iski
■ Hjálparstofnun kirkjunnar sendi 40
tonn af þurrkuðum saltfiski til hjálpar-
starfs í Ghana nýlega vegna neyðará-
stands sem skapaðist þegar Nígeríu-
stjórn rak alla farandverkamenn frá
Ghana úr landi. Þessi sendinger árangur
af samstarfi nokkurra aðila en upphafið
var þegar Hjálparstofnunin og Rauði
kross Islands stóðu sameiginlega að
skyndisöfnun síðla veturs vegna neyðar-
ástandsins.
f þessari skyndisöfnun söfnuðust um
þrjú hundruð þúsund krónur en Hjálpar-
stofnunin hafði síðan frumkvæði að því
að virkja fleiri aðila til samstarfs. Niður-
staðan varð sú að Ríkissjóður lagði fram
1 milljón króna til hjálparstarfsins og
Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda
bauð hagstætt verð og 10 tonn í gjafa-
formi. Hafskip flutti fiskinn síðan endur-
gjaldslaust til Hamborgar og Reykvísk
endurtrygging gaf allar tryggingar. Al-
kirkjuráð sér síðan um frekari flutning
og dreifingu í Ghana í samvinnu við
kirkjuna þar. Áætlað er að um frekari
sendingar verði að ræða á næstu vikum.
í frétt frá Hjálparstofnun kirkjunnar
segir að ástandið í Ghana sé nú mjög
bágborið. 1 viðbót við flóttamanna-
vandamálið ríkir þar nánast hungurs-
neyð vegna mikilla þurrka síðustu mán-
uði. Atvinnuleysi er nær algert og upp-
skera lítil sem engin.
Alkirkjuráðið hefur nú sett á fót
umfangsmikið hjálparstarf með áherslu
á dreifingu matvæla í fyrstu. Síðar er
áætlað að hefja þróunar- og uppbygging-
arstarf að neyðarhjálp lokinni. Náið
samstarf hefur tekist milli Hjálparstofn-
unarinnar og Alkirkjuráðsins um ís-
lenska aðstoð í Ghana. íslenskur salt-
fiskur er talinn henta mjög vel til dreif-
ingarstarfsins bæði með tilliti til nær-
ingargildis og dreifingar. - GSH