Tíminn - 12.07.1983, Side 8

Tíminn - 12.07.1983, Side 8
a ÞRIÐJUDAGUR 12. JULI1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrlfstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiöslustjóri: Siguróur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriöason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guömundur Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð i lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Byggðastefnu er enn þörf ■ Atvinnuþróun síðustu áratuga hafa valdið stórfelldum fólks- flutningum og búseturöskun í landinu. Allt frá stríðsárunum og fram á áttunda áratug aldarinnar streymdi fólk úr öllum lands- hlutum til suðvesturhornsins. Blóðtakan varð svo mikil að mörg byggðarlög urðu ekki nema svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Með byggðastefnunni, sem tekin var upp eftir að viðreisnarstjórnin hafði loks gengið sér til húðar, varð mikil breyting á. Framsóknaráratugurinn hófst með öflugri sókn til að jafna lífskjörin í landinu og veita fé til uppbyggingar og atvinnustarfsemi og á ný urðu margar byggðir lífvænlegar þar sem fólki sýndist áður að lítillar framtíðar væri að vænta. Byggðastefnan hefur oft verið gagnrýnd fyrir það að allt það fé sem í hana var lagt hafi ekki skilað þeim árangri sem vænst var. Fjárfestingar hafi verið tilviljanakenndar og ekki skilað arði. Hamrað er á einstaka framkvæmdum og einstaka fyrirtækjum, sem ekki hafa gengið sem skyldi og skógurinn fordæmdur vegna þeirra fölnuðu laufblaða. En reyndin er sú að byggöastefnan hefur skilað ríkulegum árangri. Fólksflótta var snúið við, byggðir reistar úr öskustónni þar sem uppbygging og athafnalíf glæðir vonir fólks um bjarta framtíð og þjóðarbúið allt nýtur góðs af. í seinni tíð eru teikn á lofti um að höfuðborgarsvæðið sé á ný að draga til sín fólk utan af landsbyggðinni. Með minnkandi aflabrögðum og auknum markaðserfiðleikum erlendis sækja æ fleiri í þau fjölbreyttu störf sem þéttbýlið við sunnanverðan Faxaflóa hefur upp á að bjóða. Byggðastefnu er enn þörf, en ef til vill verður að taka hana einhverjum öðrum tökum en áður. Vísbending um það er mikil skýrsla sem gerð hefur verið um iðnþróun á Eyjafjarðarsvæðinu, sérstaklega með tilliti til þess að koma í veg fyrir fólksflótta. I Eyjafirði eru góð skilyrði til atvinnuþróunar. Far er þéttbýlið mest fyrir utan höfuð borgarsvæðið. Þar hefur atorkusamt fólk þróað fjölþætta atvinnuvegi. Undirstöðuatvinnuvegirnir standa þar föstum rótum. Útgerð, landbúnaður og iðnaður þrífast þar hlið við hlið og þjónustufyrirtæki og stofnanir eru með því besta sem völ er á hér á landi. Samt sem áður er stöðnun farin að gera vart við sig og fólksfjölgunin hefur ekki aukist síðan 1980. íbúafjöldinn nú er um 19.500, en reiknað er með að hann verði um 22.700 árið 1990 ef framvindan verður eðlileg. í skýrslunni um iðnþróun á svæðinu er reiknað með að skapa þurfi um 1.720 ný störf fram til 1990. Áætlað er að störfum í landbúnaði og fiskveiðum muni fækka um 60% á tímabilinu en störfum í þjónustugreinum fjölga um 860 á sama tímabili. Niðurstaðan er því sú að iðnaðurinn þurfi að bæta við sig sem svarar 920 nýjum störfum á tímabilinu. í skýrslunni ber allt að sama brunni, að það sé iðnaðurinn sem verður að taka við vinnuaflinu, og því beri að stefna að öflugri iðnþróun, enda séu öll skilyrði fyrir hendi á Eyjafjarðarsvæðinu til áframhaldandi uppbyggingar atvinnufyrirtækja. Nýjar stór- virkjanir norðan lands og austan gefa möguleika á hagkvæmri orku og þar með er t.d. stóriðja í sjónmáli. Þéttbýliskjarni með fjölbreyttu atvinnulífi, góðum þjónustu- tofnunum, og aðstöðu til menningarlífs margs konar og frístunda- iðkana á Norðurlandi er nauðsynlegt mótvægi við aðdráttarafl Reykjavíkursvæðisins. Byggðajafnvægið má ekki raskast um of. Það er hvorki dreifbýli né þéttbýli til góðs. Hins vegar verður að varast að dreifa kröftunum um of og væri nú ráð að efla upp tiltekin svæði í öllum landshlutum, sem liggja vel við samgöngum sem jöfnum höndum væru miðstöðvar atvinnulífs fjórðunganna og þjónustu ýmiss konar. Slíkir kjarnar mundu fremur styrkja sveitir og dreifbýli en draga úr viðgangi þeirra og stuðla í framtíðinni að jafnvægi í byggð landsins. Iðnþróun Eyjafjarðar- svæðisins mun þannig koma öllum Norðlendingum til góða á einn hátt eða annan.% skrifad og skrafal Sameíning- artákn og dægurþras ■ Forsetaembættið hefur verið nokkuð í sviðsljósinu undanfarið og fjölmiðlar fjallað um það með þeim hætti sem vart eru dæmi til áður. Hugmynd forseta íslands um bókmenntaverðlaun hefur sætt gagnrýni og fjármál embættisins í óð- averðbólgu gerð að roku- fréttaefni. Dagur fjallar um þessi mál í forystu- grein og þar segir: „Það hefur verið mikið lán þessari þjóð að þeir fjórir einstaklingar sem gegnt hafa æðsta embætti hennar hafa allir sem einn gert það með ein- stökum virðuleik og sóma. Forsetum lýðveld- isins hefur tekist að vera sterkt sameiningartákn. Almennur skilningur hefur og ríkt meðal landsmanna á að þetta embætti væri hafið yfir dægurþras fremur deilu- gjarnrar þjóðar. Á engan er hallað þó, fullyrt sé að fáir hafi reynst mikilvirkari í kynningu landsogþjóðar erlendis en núverandi forseti, Vigdís Finnboga- dóttir. Sú landkynning sem ferðalög hennar er- lendis og móttaka er- lendra þjóðhöfðingja hefur haft í för með sér verður ekki metin til fjár. Hins vegar er ljóst að landkynning af hvaða toga sem er kostar pen- inga. Það er t.d. ljóst að ferð forseta íslands á Scandinavia Today í Bandaríkjunum, sem fulltrúi allra Norðurland- anna, kostaði mikið fé. En það er vafasamt að íslendingar hafi fyrr fengið eins mikla og góða landkynningu. Slík ferð er færð á kostnaðarreikn- ing forsetaembættisins en ávinningurinn er hins vegar ekki færður þar til tekna. Tekjurnar færast á reikning útflutnings- atvinnugreina okkar og koma allri þjóðinni til góða. Þar sem ekki er gert ráð fyrir opinberum heimsóknum forseta ís- lands og móttöku er- lendra þjóðhöfðingja í fjárlögum er vart við öðru að búast en kostn- aður við rekstur forseta- embættisins fari fram úr áætlun fjárlaga, þó ekki kæmi til annað, eins og verðbólguþróun sem skekkir alla fjárlagagerð. Nokkur blöð í Reykjavík hafa undanfarið reynt að gera reksturskostnað forsetaembættisins tor- tryggilegan og notað á- kaflega vafasamar reikn- ingsaðferðir til þeirrar iðju, svo ekki sé meira sagt. Því hefur verið haldið fram að rekstrar- kostnaður embættisins hafi verið 600% hærri en fjárlög hafi gert ráð fyrir. Hvernig hægt er að fá þessa tölu út er með öllu óskiljanlegt þegar rekstrarkostnaður for- setaembættisins var áætl- aður tæplega 3,3 milljón- ir króna en varð tæplega 7,2 milljónir með viðbót- arheimildum. Sam- kvæmt þessum tölum varð kostnaður við em- bættið 121% hærri en áætlað hafði verið og ef kaupverð nýrrar bifreið- ar, sem kom í stað ann- arrar 8 ára gamallar bif- reiðar, er dreginn frá, en þar er um stofnkostnað að ræða en ekki rekstrar- kostnað, þá nemur hækkunin 87% sem gefur vart tilefni til þess að fjargviðrast út af í því verðbólguþjóðfélagi sem við búum við. A ferð sinni um Vest- firði kynnti Vigdís Finn- bogadóttir þá hugmynd að stofnaður yrði bók- menntasjóður í minn- ingu Jóns Sigurðssonar. Fjármálaráðherra hafði tekið að sér að hafa milli- göngu um málið varð- andi stjórnvöld í fjarveru forsætisráðherra, m.a. hvað varðaði skattfrelsi verðlaunanna. Ennþá er þetta mál ekki til lykta leitt enda eftir að' semja stofnskrá og ganga frá lagalegum atriðum. Þetta mál hafa blöð hent á lofti og reynt að gera tortryggilegt. Hugmynd forseta íslands um sjóð í minningu þess manns sem var eitt helsta sam- einingartákn íslendingar á örlagatímum og til að efla bókmenntir, sem áttu á sínum tíma hvað mestan þátt í því að ís- lendingar héldu sjálf- stæði sínu, er vel til fund- in og menn ættu að geta hafið hana yfir dægur- þras og séð sóma sinn í að hrinda henni í framkvæmd.“ Þarfir sjá- varútvegs eða þarfir iðnaðar Raðsmíði fiskiskipa er iðnaðarverkefni, sem kemur sjávarútvegi ekki að gagni eins og á stendur en er mikilvæg fyrir skipasmíðaiðnaðinn. Þeir Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvar- innar á Akureyri og Hall- dór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra eru ekki á einu máli hvað varðar framhald raðsmíðarinn- ar. Gunnar heldur því fram að samið hafi verið um smíði skipanna en Halldór telur þetta fyrst og fremst iðnaðarverk- efni. Orðaskipti hafa far- ió fram í Degi á Akureyri og fer hér á eftir viðtal við sjávarútvegsráð- herra, sem birtist í blað- inu um helgina: „Ég ætla ekki að fara að deila við menn í þessu sambandi. Þeir segjast vera að smíða vertíðar- báta. Það er rangt. Þeir eru að smíða litla togara og það hefur ekki verið skynsamlega staðið að þessu raðsmíðaverkefni skipasmíðastöðvanna. Við þurfum að miða skipasmíðarnar við þarf- ir sjávarútvegsins. Það er leiðinlegt ef menn geta ekki rætt þessi mál af yfirvegun og litið til þeirra vandamála sem við búum við í þjóðfélag- inu. Ég harma það að Gunnar Ragnars skuli finna það eitt til, að tala um skammsýni stjórn- valda í þessu sambandi. “ Þetta hafði Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, m.a. að segja um ummæli Gunn- ars Ragnars, fram- kvæmdastjóra Slipp- stöðvarinnar, sem birtust í Degi sl. miðvikudag. Þar kallar hann það „skammsýni" að stöðva skipasmíðar innanlands. - Nú telur Gunnar Ragnars að Slippstöðin hafi skriflega heimild síð- ustu ríkisstjórnar til að smíða það skip sem stöð- in er nýbyrjuð á, en ríkis- stjórnin vill stöðva. Hann vill meina að við þessa ákvörðun þurfi að standa, rétt eins og samn- ingana um Póllandsskip- in. „Staðan er þannig í sjávarútveginum eins og stendur, að þessi skip geta ekki staðið undir fj árfestingakostnaði. Það veit í raun og veru enginn hvernig þau skulu greidd. Menn eru jafnvel að áætla það, að þau geti staðið undir einum þriðja af fjárfestingakostnaði. Á meðan svo er, á sama tíma og aflatakmarkanir eru í gildi, þá er nánast útilokað að sjávarútveg- urinn taki þennan mikla vanda yfir á sig. Það er hins vegar mín skoðun, að búa þurfi skipasmíðastöðvunum þau skilyrði, að þær geti komist af, því þær eru okkur mikilvægar. Það getur komið til greina, að Hafrannsóknarstofn- unin geti notað það skip sem Slippstöðin er ný- byrjuð á, ef ríkissjóður hefur tekið á sig ábyrgðir vegna þessa skips. Menn tala um skamm- sýni, en þá líta menn gjarnan á þá hluti sem standa þeim næstir. Það sem ég sem sjávarútvegs- ráðherra verð fyrst og fremst að hafa í huga eru heildarhagsmunir sjávar- útvegsins. Það eru gerðar miklar kröfur til þessarar atvinnugreinar. Sjómenn vilja hafa góð laun. Fiski- skipin verða að hafa möguleika til að greiða- þau lán sem þau fá úr opinberum sjóðum. Það verður líka að vera rúm fyrir þau á fiskimiðun- um, því annars ganga þau á afla þeirra skipa sem fyrir eru. Annars þarf að greiða verulega með þeim. Að leysa vanda Slippstöðvarinnar með því að búa til önnur og miklu stærri vandamál annars staðar það tel ég vera þá mestu skamm- sýni sem hægt er að hugsa sér,“ sagði Halldór Ás- , grímsson." -OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.