Tíminn - 23.07.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.07.1983, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983 umsjón: B.St. og K.L. segist hún ekki fyrst og fremst stunda ritstörf til aö framfleyta sér, heldur hafl hún hitt og þetta til málanna að leggja, sem endilega veröi að komast á framfæri! Þær systur eru enskar, en eru nú báðar búsettar í Beverly Hills. Þangað fluttist Jackie fyrir tveim árum ásamt eigin- manni, sem er næturklúbbseig- andi í London, og þrem bömum. Þar með vora þær systur sameinaðar á ný, en á ýmsu hefur gengið með sam- skipti þeirra. Jackie lýsir þeim svo: - Þegar ég var krakki, þoldi ég ekki Joan. Við erum mjög ólíkar. Hún nýtur þess að vekja athygli, ég er hins vegar mjög athugul. Joan var regluleg leið- indaskjóða áður en hún hélt til Hollywood, 19 ára gömul. Ég man, að þegar ég var lítil, var ég vö'n að klippa allar tölur af fötunum hennar, mér var svo illa við hana. Hún var ekkert nema merkilegheitin. Þegar ég var 12 ára gömul, var ég vön að skríða út um svefnherbergisgluggann minn um miðjar nætur til að fara í leynileg partí. Svo að allra hluta vegna var ég því fegnust, þegar Joan fór til Hollywood. Ég hugaði sem svo: Guði sé lof að ég er laus við hana og þarf aldrei að sjá hana framar! En svo gerðist það, að ég var rekin úr skólanum fyrir reyk- ingar. Pabbi og mamma voru alveg í öngum sínum. En þá hringdi Joan frá Hollywood og sagði mér bara að koma til sín. Hún keypti handa mér bíl, kom mér fyrir í íbúðinni sinni og fór svo í burt til að vinna í kvikmynd. Hún var í burtu í 6 mánuði og á meðan réði ég ríkjum í Hollywood. Það var dásamlegt. Okkur hefur komið alveg dásamlega vel saman alla tíð síðan. Joan segist vera mjög hreyk- in af yngri systur sinni og rithöfundarferli hennar. Ekki er alveg sömu sögu að segja af foreldrum þeirra. Pabbi þeirra er ekki sáttur við þau viðfangs- efni, sem dóttir hans velur sér í bókum sínum. Hann getur reyndar ekki sætt sig við, að hún skuli kunna öll þau dóna- legu orð, sem henni er svo tamt að grípa til í skrifum sínum. Hann hefur m.a.s. spurt hana í fullri einlægni, hvort hún gæti ekki hugsað sér að skrifa undir dulnefni! ■ Sophia Loren blómstrar þessa dagana. Sophia sækir um skilnað en kona elsk- hugans vill ekki sleppa honum ■ Nú hefur Sophia Loren istigið stóra skrefið. Hún hefur sótt um skilnað í París og kunnugir segja, að hún blómstri alveg síðan hún tók ákvörðun um að láta til skarar skríða. A sama tíma er sagt, að Cario Ponti, sem orðinn er sjötugur, hafi látið mikið á sjá. Hrukkurnar í andliti hans verði að sama skapi dýpri og Sophia yngist upp. Ástæðan fyrir ánægju Soph- iu er vinfcngi hennar við fransk- an lækni, Etienne Beaulieu, sem staðið hefur yfir í þrjú ár. En þó að skilnaður Sophiu og Carios gangi í gegn, eru ekki öll Ijón úr veginum fyrir fram- tíðarhamingju hennar og læknisins franska. Hann er nefnilega harðgiftur og konan hans er ekkert á þeim buxun- um að veita honum skilnað. var setti innanlandsmet í lang- flugi á svifflugu er hann flaug svifflugu sinni af gerðinni LS3-17 250 km leið, frá Sandskeiði og að Kvískerjum í Öræfum. Lagt var af stað um hádegisbil, og stefnt að markflugi til Kirkjubæjar- klausturs, en vindar í lofti o.fl. breyttu áætlun, og var lent á Kvískerjum eftir 4. klst. flug. Ef Garðar hefði náð til Kirkju- bæjarklausturs hefði hann sett’ íslandsmet og náð svokölluðu „Gull-C“-afreksstigi. Til þess þarf 300 km flug, og hafa aðeins þrír íslendingar ná því marki, og það hefur í öllum tilvikum verið erlendis þar sem veðurfar er svifflugi mun hagstæðara en hér. Garðar byrjaði fyrst að stunda, svifflug árið 1956 þegar hann var 14 ára að aldri. Hann hvarf síðan frá svifflugsíþróttinni um nokk- urt árabil meðan hann stundaði nám, en um 1970 var hann aftur kominn á vettvang, og smíðaði sér upp úr því svifflugu í félagi við Birgi Jónsson sjúkraþjálfara. Flugu þeir henni fyrst í júlí 1974. Svifflugfélag lslands var stofnað árið 1936 fyrir frumkvæði Agn- ars K. Hansens fyrrverandi flug- málastjóra. Það hefur aðsetur á Sandskeiði, þar sem reist hafa verið flugskýli og félagsheimiii í sjálfboðavinnu. A félagsskrá eru um 100 manns, en þar af eru 40 vel virkir. í þeim hóp eru nokkr- ar konur, og meðal annarra dótt- ir Garðars, Bergþóra Kristín. Garðar Gíslason lýsti fyrir okkur fluginu frá Sandskeiði til Kvískerja og gerði að auki grein fyrir svifflugi almennt, en frá- sögn af þessu forvitnilega sporti verður að bíða betri tíma. „Þetta innanlandsmet sem ég setti er aðeins neisti sem kveikir bálið,“ sagði Garðar. Ég hef áhuga á að bæta enn um betur og sömu sögu er að segja af félögum mínum í Svifflugfélag- inu. Þeir bíða í óþreyju eftir hagstæðum skilyrðum, svo hér er talsverð keppni í gangi." Garðar kvaðst reyna að vera betur undirbúinn í næsta flugi, en benti hins vegar á að svifflug gengi út á margt fleira en það að setja met. Þetta væri skemmtileg og göfug íþrótt, og hann kvaðst ekki hika við að hvetja fleiri til að koma upp á Sandskeið og slást í hópinn. GM lillJJMiÍ! r erlent yfirlit ■ Þessi mynd var tekin 14. október 1981, þegar Káre Willoch tók við forsætisráðherraembættinu af Gro Harlem Brundtland, formanni Verkamannaflokksins. Stjórnarandstaðan hyggst bæta hlut sinn í Noregi Þar fara fram sveitarstjórnakosningar 12. september ■ HINN 12. september næst- komandi eiga að fara fram bæj ar- og sveitarstjórnarkosningar í Noregi. Þetta eru fyrstu kosning- arnar, sem fara fram í Noregi síðan minnihlutastjórn Káres Willoch kom til valda fyrir tæp- um tveimur árum eða eftir þing- kosningarnar, sem fóru fram í september 1981. Minnihlutastjórn Willochs var mynduð af íhaldsflokknum ein- um, en naut stuðnings Kristilega flokksins og Miðflokksins. Hún hefur nú verið leyst af hólmi af samsteypustjórn þessara þriggja flokka undir forustu Willochs. Þótt kosningarnar 12. septem- ber snúist að verulegu leyti um sérmálefni héraðs- og sveitar- stjórna, munu landsmálin drag- ast verulega inn í kosningabar- áttuna. Það mun dregið af úr- slitum kosninganna hver staða ríkisstjórnarinnar er. Séu skoðanakannanir bornar saman við úrslit bæjar- og sveit- arstjórnakosninganna 1979 og þingkosninganna- 1981, hefur staða miðflokkanna, sem standa að ríkisstjórninni, verulega veikzt. Verði þetta niðurstaðan í kosningunum nú, mun það vafalítið veikja stjórnina og auka ósamkomulag milli stjómar- flokkanna. Það mun ekki bæta úr skák, ef íhaldsflokkurinn vinnur á og ger- ir það einkum á kostnað hinna stjórnarflokkanna. Ekki er ólík- legt, að þá fari þeir að óróast í stjórnarsamstarfinu. Þess vegna geta úrslitin haft veruleg áhrif á landsmálin. VERKAMANNAFLOKK- URINN, sem er langstærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og farið hefur með stjórn nær óslitið frá stríðslokum, fékk slæma út- reið í bæjar- og sveitarstjórna- kosningunum 1979. Hann fékk þá 36.2% greiddra atkvæða og tapaði miklu fylgi. Flokknum tókst heldur að rétta hlut sinn í þingkosningunum 1981, en þá fékk hann 37,1% greiddra at- kvæða. Til samanburðar má geta þess, að í þingkosningunum 1977 fékk hann 42,3% greiddra at- kvæða. Samkvæmt skoðana- könnun Gallups bætti Verka- mannaflokkurinn nokkuð stöðu sína fyrst eftir stjórnarskiptin og var alla haustmánuðina 1982 með frá 39.3%-40.4% fylgi. ■ Knut Frydenlund Þetta breyttist nokkuð eftir ára- mótin og mun breytt afstaða flokksins til eldflaugamálsins hafa átt þátt í því. Fylgi hans fór niður í 37.4% í marz og apríl. Nú hefur hann heldur rétt við aftur og fékk 38.4% í síðastliðn- um mánuði. Hinn stjórnarandstöðuflokk- urinn, Sósíaliski vinstriflokkur- inn, hefur haldið nokkurn veginn óbreyttu fylgi síðan í þingkosn- ingunum 1981, en þá fékk hann 5% greiddra atkvæða. í skoð- anakönnuninni í síðasta mánuði fékk hann einnig 5%. íhaldsflokkurinn hefur stöð- ugt verið að auka fylgi sitt síð- ustu árin. Hann fékk 24,8% greiddra atkvæða í þingkosning- unum 1977 , 29,7% í bæjar- og sveitarstjórnakosningunum 1979 og 31.8% í þingkosningunum 1981. Flokkurinn hefur heldur tapað síðan hann fékk stjórnar- forustuna, en hann fékk 30.4% í skoðanakönnuninni í síðasta mánuði. Miðað við hina miklu fylgis- aukningu flokksins síðustu árin, verður ekki annað sagt en að hann haldi stöðu sinni sæmilega, ef skoðanakönnunin sýnir rétta mynd af henni. Hið sama verður hins vegar ekki sagt um hina stjórnarflokk- ana. Kristilegi flokkurinn fékk 12.4% greiddra atkvæða í þing- kosningunum 1977,10,1% íbæj- ar- og sveitarstjórnarkosningun- um 1979 og 9.3% í þingkosning- unum 1981. Hann fékk 8% í skoðanakönnuninni í síðasta mánuði. Miðflokkurinn fékk í þing- kosningunum 1977 8.6% greiddra atkvæða, einnig 8.6% greiddra atkvæða í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum 1979 og 6.6% í þingkosningun- um 1981. Hann fékk 6.6% í skoðanakönnuninni í júní síðast- liðnum. Flokkurinn fór niður í 5.7% á síðastliðnu hausti og hefur því heldur rétt stöðu sína. Sennilega myndi Miðflokkur- inn telja sig sleppa sæmilega, ef hann héldi ekki lakara hlutfalli en 1981, þótt að sjálfsögðu óski hann eftir betri útkomu. Kristilegi flokkurinn unir skoðanakönnuninni í júní mun verr. Hann mun telja það áfall, ef hann nær a.m.k. ekki sama hlutfalli og hann hafði 1981. Það mun verða vatn á myllu þeirra fylgismanna hans, sem beittu sér gegn stjórnarþálttökunni, en verulegur ágreiningur varð um hana í flokknum. Þá eru ótaldir tveir flokkar, sem eiga fulltrúa á þingi. Annar þeirra er Vinstri flokk- urinn, sem áður fyrr var einn áhrifamesti flokkur landsins og fór oft með stjómarforustu á fyrstu þremur áratugum aldar- innar. Hann má því muna fífil sinn fegri. Flokkurinn hlaut 3.2% í þingkosningunum 1977, 5.3% í bæjar- og sveitarstjórna- kosningunum 1979 og 3.9% í þingkosningunum 1981. í skoð- gegn stjórnarþátttökunni, en fékk hann 4%. Hinn flokkurinn er Framfara- flokkurinn en honum svipar um margt til flokks Glistrups í Dan- mörku. Hann hefur hins vegar frambærilegri forustumenn. Hann fékk 1,9% í þingkosning- unum 1977, 2.5% í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum 1979 og 4.5% í þingkosningun- um 1981. Hann fékk 5.4% í júníkönnuninni og hafði þá lækkað nokkuð, því í apríl hafði hann komizt upp í 6.6%. EINS OG áður segir, munu landsmálin verulega dragast inn í kosningabaráttuna nú, þótt hún eigi aðallega að snúast um sveit- arstjórnarmál. Verkamannaflokkurinn mun dcila á ýmsan niðurskurð á framlögum til félagsmála. Þessi niðurskurður hefur þó orðið 1 minni en spáð var og mun það draga úr sókn Verkamanna- flokksins. Stjórnarflokkarnir og þó eink- um íhaldsflokkurinn munu deila á Verkamannaflokkinn fyrir breytta stefnu í eldflaugamálinu. Flokkurinn heldur ekki lengur fast við þá tímasetningu, að staðsetningu bandarískra með- aldrægra eldflauga í Evrópu skuli hefja fyrir áramót 1983, ef samkomulag um takmörkun þeirra hefur ekki náðst milli risaveldanna fyrir þann tíma. Þetta var hins vegar afstaða hans 1979, þegar Nató.-áætlunin var samþykkt, en ríkisstjórn hans var samþykkt henni. Knud Frydenlund, sem var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokksins og mætti fyrir Noregs hönd á Nató-fund- inn sem samþykkti áætlunina, segir að afstaða flokksins sé í reynd enn óbreytt. Hann hafi tekið það fram þá og síðar, eins og Helmut Schmidt hafi jafnan gert, að áður en til staðsetningar eldflauganna kæmi, yrði að reyna samningaleiðina til þraut- ar. Frydenlund telur, að þetta hafi ekki verið gert og lætur í ljós eins og Schmidt efasemdir um samn- ingsvilja Reaganstjórnarinnar. Þess vegna verði Vestur-Evr- ópuþjóðimar að knýja fastar á um, að samningaleiðin verði reynd til þrautar og staðsetning eldflauganna ekki hafin fyrr en augljóst sé, að ekki hafi strandað á viljaleysi Bandaríkjastjómar. Þórarinn Þorarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.