Tíminn - 23.07.1983, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.07.1983, Blaðsíða 13
Klemens Vilhjálmsson Brekku, Svarfaðardal Fæddur 3. nóvembcr 1910 Dáinn 19. júlí 1983 Klemens Vilhjálmsson var fæddur 3. nóv. 1910 að Bakka í Svarfaðardal. Hann var sonur hjónanna Kristínar Jónsdóttur og Vilhjálms Einarssonar. Árið 1904 fluttu þau hjón að Bakka í Svarfaðardal og bjuggu þar til æviloka. Klemens var yngstur átta barna þeirra hjóna, en eftirlifandi systkini hans eru Helga kennari búsett á Sauðárkróki og Gestur búsettur á Dalbæ á Dalvík, áður bóndi að Bakkagerði í Svarfaðardal. Bakkahjónin voru greinilega ákveðin í að koma upp dreng sem héti Klemens, vegna þess að sá Klemens er við kveðj um í dag er þriðji drengurinn, sem þau skírðu þessu nafni, en hinir dóu í frumbernsku. En það var í höfuðið á Klemensi Jónssyni, sýslumanni, sem drengirnir voru skírðir. En í bókinni „Svarfdælingar“ er m.a. svo sagt frá afa og kann það að skýra nafngiftina: „f fyrstu vildu efnabændur sveitarinn- ar koma í veg fyrir að Vilhjálmur fengi staðfestu í dalnum og seinna átti að hindra hann í því að fá ábúðarréttinn á Bakka. Þetta mistókst þó og naut Vil- hjálmur þar stuðnings Klemensar Jóns- sonar sýslumanns. Pessi óvild gegn Vil- hjálmi mun hafa sprottið af því að hann þótti heldur óvæginn og stórorður, ef svo bar undir. Með aldrinum náði hann valdi á heitum skapsmunum sínum og varð brátt vel metinn og vinsæll. Hann var vel gefinn maður og átti ýmiss konar hugðarefni, sem hann ræddi gjarnan á man nfundum, stundum af mikilli ákefð. Hann var raungóður og hjálpsamur við smælingja, en þoldi stórbokkum engan yfirgang". Klemens ólst upp á mannmörgu sveitaheimili, þar sem mikið var um að vera og börn voru snemma látin taka þátt í störfunum. Skólaganga Klemensar var ekki löng frekar en almennt var á þessum árum. Hann stundaði sitt barnaskólanám og fór síðan einn vetur að Laugum í Þingeyj- arsýslu. En víst er um það að félagslíf stóð með miklum blóma í Svarfaðardal á uppvaxtarárum hans og á heimili afa og ömmu var mjög gestkvæmt og margir sem dvöldu þar langdvölum, t.d. Jóhann beri. Einnig veit ég til þess að stundum var ungu fólki safnað saman úr dalnum og slegið upp balli á Bakka. Þannig var æskuheimili hans ein allsherjar félags- og þjónustumiðstöð á nútímamæli- kvarða. Vissulega eru slík heimili besta veganesti sem hægt er að fá fyrir lífið. Klemens var alla tíð afburða gestrisinn og greiðvikinn maður, einnig var hann mikill félagshyggjumaður og starfaði meðal annars mikið innan ungmennafé- lagsins, tók þátt í leiksýningum með félaginu og stjórnaði dansi t.d. marsi af miklum skörungsskap. 21. apríl 1933 kvæntist hann Sigur- laugu Halldórsdóttur frá Brekku, mikilli sómakonu, sem hefur staðið við hlið mannsins síns í blíðu og stríðu í rúma hálfa öld en þau hjón áttu gullbrúðkaup s.l. vor. Þau hófu búskap sinn í Brekku í tvíbýli við foreldra Sigurlaugar, heið- urshjónin Þorlaugu Oddsdóttur og Hall- dór Jónsson, dýralækni. Klemens og Sigurlaug eignuðust tvær dætur: Guðrúnu Elínu, kennara á Dal- vík og Kristínu Sigríði, húsmóður í Brekku, sem gift er Gunnari Jónssyni, bónda þar. Dreng misstu þau nýfæddan. Fyrir hjónaband átti Klemens dóttur, Ingunni, hjúkrunarkonu í Reykjavík, gift Ólafi Sigfússyni, vélsmið. Þá ólu þau einnig upp frá tæplega fimm ára aldri Sigurð Guðjón Marinósson, trésmið. Klemens var bóndi í Brekku til 1966 er dóttir hans og tengdasonur tóku við, en skömmu áður en hann brá búi, eða 26. apríl 1966, brann Brekkubærinn og mestallt innbúið, allt lítt vátryggt. Varð það mikill skaði og reyndust sveitungar Klemensar honum vel í þeim vanda, og komu þá greinilega í ljós vinsældir hans. Helgina 21. og 22. ágúst í fyrra var haldið niðjamót Kristínar og Vilhjálms frá Bakka. Tóku ættingjarnir í dalnum á móti okkur hinum af miklum rausnar- skap og verður okkur þessi helgi ó- gleymanleg. Klemens hafði orð fyrir heimamönnum og bauð fólkið velkomið, síðan á kvöldskemmtuninni fram á Þinghúsi safnaði hann að sér öllum börnunum og sagði þeim sögur frá sínum uppvaxtarárum á Bakka. En það var eitt aðaleinkenni hans hversu barn- góður hann var og var þá gjarnan með smáglettur við þau. Undirrituð mun seint gleyma glettun- um við frænda. Stundum held ég að frænda hafi þótt ég ósköp mikið borgar- barn eins og t.d. að vilja ekki volga kúamjólk. Atti hann þá til með að sprauta á mig þegar hann var að mjólka eða þá að kalla stelpuna apakött, apa- spil... en það styrkti bara kærleikann. Já þau kunnu að meta það börnin, sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að dvelja í Brekku og voru mörg þeirra þar sumar eftir sumar, enda sérstök sam- staða á heimilinu en það er ekki alls staðar þegar þrír ættliðir búa saman. En þarna var samvinna og samhjálp sett ofar öðru. Ég mun vera þakklát alla ævi fyrir að hafa fengið að skjóta rótum sem barn í dalnum - í Brekku - hjá frænda. Við skiljum það oft ekki fyrr en seinna hversu mikilvægt það er að finna sig bundin ákveðnum stað og ættinni sinni, ' síst af öllu vildi ég hafa misst af dvölinni í Brekku, enda finnst mér hvergi fegurra á íslandi en í hlaðinu á Brekku. Eins og fram hefur komið bjó Klem- ens alla sína ævi í Svarfaðardal, enda var honum sveitin afar kær. Klemens var nýkominn heim eftir tveggja vikna sjúkrahúsvist í Reykjavík er hann lést. Ég veit að ekkert hefur verið honum kærara en mega kveðja heiminn frá Brekku en þar var hugur hans allur. Okkur sem eftir stöndum finnst hann hafa verið kallaður of fljótt frá okkur, en heilsa hans var biluð, og þess vegna eigum við ef til vill að vera forsjóninni þakklát að láta hann ekki líða meira. Minningin um góðan dreng mun lifa. Sigrún Magnúsdóttir Mikið brá mér þegar systir mín hringdi og sagði mér að Klemens í Brekku væri dáinn. En strax á eftir þegar ég fór að átta mig og hugsa, þá lofaði ég guð fyrir þessa gæsku hans, því við sem vissum hvernig heilsu hans var háttað, kviðum svo fyrir, að hann ætti eftir að líða mikið * veikindastríð. Ein áhrifamesta minning mín úr æsku er þegar Klemens fótbrotnaði. Það var haustkvöld, hann hafð farið með snæris- spotta til að hnýta upp í Rauð sinn suður á túni, svo stökk hann á bak og kom í einum spretti heim, því hesturinn var eldfjörugur, og ekki gott að stoppa hann, enda blautt á. Þeir komu í sveig rétt framan við hlaðið, þar sem var lítil aflíðandi brekka, og þar rann hesturinn snögglega á hliðina og fóturinn á Klem- ens lenti undir honum og brotnaði mjög illa. Blessuð skepnan gerði sér auðsjáan- lega grein fyrir hvað hafði skeð því hann stóð þarna grafkyrr yfir honum með hangandi haus. Öllum fannst undravert hversu Sigur- jóni lækni tókst að græða þessi kurluðu brot saman, við þær erfiðu aðstæður eins og þá var. En Klemens varð aldrei alveg- góður í fætinum, stakk aðeins við. Vel man ég þegar Rauður hans var að koma heim að glugganum, þar sem Klemens lá fyrir innan, og stóð þar og hneggjaði. Svona var, tryggðin og kærleikurinn á milli þeirra. Ég man Klemens alltaf svo glaðan og hressan. Komst hann oft hnyttilega að orði og sagði manni gjarnan spaugilegar sögur. Marga glaða daga man ég þegar við vorum í heyskap saman t.d. þegar hann var að binda með okkur. Mér fannst heil unun að horfa á hann vinna. Það sveif allt áfram eins og í léttum leik, og spaugsyrðin fuku jafnframt. Já mikið þótti mér alltaf vænt um þennan frænda, alveg frá því ég var lítil stelpa og æ síðan. Hann var líka góður huggari ef eitthvað bjátaði á. Alltaf hefur mér fundist sjálfsagt að koma við í Brekku þegar við höfum komið í dalinn. því alltaf mætti okkur vinsemd og hlýja hjá öllum. Ég veit að þannig verður það áfram þó nú sé komið skarð í vinahópinn. Svo bið ég guð að styrkja þig Sigurlaug mín og ykkur öll í Brekku. Frænka Kaupfélag Austur-Skaftfellinga býður ferðafólk velkomið í þjónustustöðvar sínar á fegurstu áningarstöðum landsins Þjónustumiðstöðina l Skaftafclli: Verslun - Veitingar - Bensín, olíur o.fl. Fagurhólsmýri: Alhliða verslun - Bensín, olíur o.fl. Nesjum: Alhliða verslun - Bensín, olíur o.fl. Verið velkomin í Austur-Skaftafellssýslu Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Höfn - SkaftafeUi - Fagurhólsmýri - Nesjum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.