Tíminn - 23.07.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.07.1983, Blaðsíða 10
11 umsjón: Samúel Örn Erlingsson Baldur og Andrésá Heimsleikana ■ Tveir íslendingar munu fara til keppni á heimsleika mænuskaðaðra íþcóttamanna í Stoke-Mandevilie ( Englandi. Eru þetta hinir svokölluðu Stoke-Mandevilleleikar. lslending- arnir, Baldur Guðnason og Andrés Viðarsson munu báðir keppa í frjálsum íþróttum, nánar tiltckið Rúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti. Lcikar þessir fara frani ár hvert í Stoke Mandcville, og hafa íslendingar tckið þátt á hverju ári frá 1977. Oft hafa íslendingar náð góðum árangri og hlaut Edda Bergmann t.d. tvenn gull- verðlaun þar í fyrra. Opna Dunlop- mótið í tennis ■ Fyrsta opna tennismótið hérlendis í suntar hófst í gærkvöld í Vailargcrði í Kópavogi. Kcppnin hófst í gærkvöld, kcppt verður í dag og á morgun. Keppendur eru 40-32 í karlaflokki og 8 í kvennaflokki. Petta er í annað sinn sem þetta mót er haldið og er tennis- áhugi á íslandi greinilcga vaxandi. Fyrirtækið Austurbakki gefur verð- launin á þctta mót, sem haldið cr af tcnnisdeild ÍK og Austurbakka. Jón langt firá sínu besta ■ Jón Diðriksson, besti 1500 mctra hlauparinn á íslandi um þessar mundir keppti í vikunni á frjálsíþróttamóti í Lúxemborg. Jón tók þar þátt í mílu- hlaupi, en var langt frá sínu besta. Munaði um 10 sekúndum á þeira tíma sem Jón náði, og því sem hann á best, og munaði aðallega um lélegan enda- sprett hjá Jóni. Það cr þó ekki öll nótt úti enn hjá Jóni Diðrikssyni að ná betri tíma en hann á t ár í 1500 metra hlaupi, en þar þarf hann að bæta sig um hálfa sekúndu til að ná B-lágmarki fyrir HM í Helsinki 7.-14. ágúst. Það verður að nást fyrir 29. júlí... Unglingalandsleikir í Hafnarfirdi og á Selfossi: LEIKI9 GEGN FÆREYINGUM ■ Unglingalandslið Islands skipað leik- mönnum 18 ára og yngri mun keppa á morgun og mánudag gegn frændum vorum frá Færeyjum. Fyrri leikur lið- anna verður á Kaplakrikavelli á morgun klukkan 20.00, og sá síðari á mánudag klukkan 20.00 á Selfossveili. Haukur Hafsteinsson unglingalandsliðsþjálfari hefur tilkynnt landsliðshópinn og verður hann skipaður eftirtöldum: Haukur Bragason, Fram Björgvin Pálsson, Þrótti Jón Sveinsson, Fram Eiríkur Björgvinsson, Fram Ólafur Þórðarson, ÍA Birgir Sigurðsson, Þrótti Magnús Magnússon, Val Sigurður Jónsson, ÍA Örn Valdimarsson, Fylki Kristján Hilmarsson, FH Kristján Gíslason, FH Gunnar Skúlason, KR Andri Marteinsson, Víkingi Júlíus Þorfinnsson, KR Bergsveinn Samphsted, Val Guðmundur Magnússon, ÍBÍ. EDMRD, ARNÞOR OG RAGNAR TIL MULHOUSE — og keppa á EM unglinga í sundi 5. til 8. ágúst Um 240 slá á Íslandsmótinu ■ Eðvarð Þ Eðvarðsson sundkappi frá Njarðvik fer með tveimur öðrum á EM unglinga í sundi í Mulhouse í Frakklandi í byrjun ágúst. Eðvarð hefur verið í fremstu röð íslenskra sundmanna í nokkur ár, þrátt fyrir að hann sé enn ungur að árum. ■ Þrír íslendingar munu taka þátt í Evrópumeistaramóti ungiinga í sundi sem haldið verður í Mulhouse í Frakk- landi 5.-8. ágúst. Þetta eru hinir efnilegu Amþór Ragnarsson SH, Eðvarð Þ., Eðvarðsson Njarðvík og Ragnar Guð- mundsson Neptun. Hafa þessir náð til- skildum lágmörkum. Arnþór er einn hinna stórefnilegu Hafnfirðinga sem komið hafa fram í sviðsljósið að undanförnu, hann hefur náð lágmarki 100 m. bringusundi, og er alveg við lágmark í 200 m bringusundi. Eðvarð Þ. Eðvarðsson kannast allir sundáhugamenn við, hann hefur verið í fremstu röð í mörg ár, þó hann sé ekki nema 16 ára nú. Hann keppir í 100 og 200 metra baksúndi, þar sem hann hefur náð lágmörkum. Ragnar Guð- mundsson er sonur hins kunna sund- þjálfara og fyrirum landsliðssundþjálf- ara Guðmundar Harðarsonar. Ragnar æfir nú og keppir í Danmörku með sundfélaginu Neptun sem faðir hans þjálfar, en faðir hans hefur sennilega náð lengst íslenskra sundþjálfara. Ragn- ar er orðinn mjög skæður skriðsunds- maður, og keppir í 400 og 1500 metra skriðsundi á EM. ■ Áætlað er að að minnsta kosti 240 kylfmgar slái um sig á íslandsmótinu í golfi, en það hefst á mánudag á Grafar- holtsvelli. Mótið stendur siðan út vik- una, og er eins gott að Grafarholtsvöllur- inn er í fínu standi, álagið verður mikið. Keppnin hefst á mánudagsmorguninn, og hefst þá keppni í 1., 2. og 3. flokki karla og öldungaflokki. Á miðvikudag hefja keppni meistaraflokkar karla og kvenna og á föstudag byrjar keppni í Tekjualgangur $t r m$t r niM annað anð i roð ■ Ársþing Sundsambands íslands hófst í gærkvöld í Vestmannaeyjum. Þar er lagður fram rekstrarreikningur sambandsins að venju, og ber nú svo við að rekstrarafgangur er fyrir hendi. Þetta er annað árið í röðsem Sundsam- band íslands er rekið þanqig að tekj- uafgangur verði, og eiga stjðrnarmenn og sundmenn aðrir sem hlut eiga að máli heiður skilinn. Það er ekki svo oft sem íþróttasambönd eru rekin með tekjuafgangi í dag. Yfir 150 strákar sparka í Kópavogi á UMSK-móti 6. flokks í knattspyrnu Sigurdur vann f tíunda sinn ■ Yfir 150 strákar munu stunda spark af miklum krafti um helgina í Kópavogi. Þar er haldið í dag og á morgun miðsum- arsmót UMSK í 6. flokki í knattspyrnu. Keppt verður á Smárahvammsvelli á þremur knattspyrnuvöllum, en krakkar í 6. flokki leika á hálfum fótboltavelli fullorðinna. Keppnin byrjaði klukkan 13.30 bæði í dag og á morgun, og taka 5 lið þátt. Það eru þó mun fleiri leikir en þetta gefur til kynna, því keppt er í fjórum flokkum, A, B, C og D. Liðin sem taka þátt eru UMSK liðin Breiðablik, Stjarnan, Grótta, Afturelding og ÍK. Verðlaun á mótinu eru vegleg og verða afhent strax að loknu móti á sunnudag. Þá fá allir þátttakendur viðurkenningarskjöl, sig- urvegarar fá bikara og verðlaunapen- inga, og að auki fá allir Kók og Malta. Það eru Coca Cola verksmiðjan Vífilfell sem gefur kókið og sælgætisgerðin Nói- Síríus gefur Malta á línuna. „Ragnheiður er að verða frábær fjórsundskona” íoi? ■ Sigurður Már Gestsson helsti kúlu og holuhrellir Borgamess varð í 10. sinn Borgaraessmeistari í golfi, þegar Meist- aramót Golfklúbbs Borgarness var hald- ið um síðustu helgi á Hamarsvelli. Sig- urður lék 72 holur á 307 höggum og hafði yfirburði á mótinu. Úrslit urðu þessi: högg 1. flokkur 72 holur. 1. Sigurður Már Gestsson 307 2. Bragi Jónsson 331 3. Gestur Már Sigurðsson 341 ll.-lll. flokkur 72 holur. 1. Ómar Einarsson 361 2. Henry Granz 375 3. Einar Jónsson 381 Unglingaflokkur 36 holur. 1. Snæbjörn Óttarsson 182 2. Viðar Héðinsson 192 3. Helgi Kristinsson 230 Kvennaflokkur 36 holur. 1. Kristín Hallgrímsson 286 2. Auðbjörg Pétursdóttir 313 3. Pálína Hjartardóttir 342 Sjá unglinga- knattspyrnu á bls. 12 öðrum flokki. Leiknar eru 72 holur í öllum flokkum nema öðrum flokki kvenna og öldungaflokki. Leiknar eru 18 holur á dag. Búist er við spennandi keppni í öllum flokkum. Núverandi íslandsmeistarar í meistaraflokkum eru Sólveig Þorsteinsdóttir GR og Sigurður Pétursson GR. Laval gerði jafntefli ■ Laval, Karl Þórðarson og félagar í Frakklandi gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum í fyrstu deildinni frönsku í vik- unni, en 1. deildarkeppnin þar er hafin. Deildin byrjar óvenju semma, vegna úrslitakeppninnar í Evrópukeppni I andsliða í knattspyrnu sem verður í Frakklandi í sumar. Úrslit urðu þessi: Nantes-Monaco ..................0-0 Bordeaux-Rennes.................4-1 Toulouse-Paris St G.............1-1 Lens-Metz.......................3-2 Toulon-Brest....................0-0 Nancy-Lille.....................1-2 Sauchaux-Nimes..................4-1 Strasbourg-Bastia...............0-0 Rouen-Auxerre ..................2-0 Laval-St. Etienne...............1-1 Toyotakeppni ígoifi ■ Toyotakeppnin í golfi er hjá Keili í Hafnarfirði um helgina. Keppnin er flokkakeppnj 18 holur. Keppt verður ( flokki kvenna, öldunga og 3. flokki karla í dag, en (meistaraflokki, 1. og 2. flokki karla á morgun. i Adidas drengjakeppni ■ Adidas-drengjakeppni í golfi verð- ur haldin hjá Nesiclúbbnum á Seltjarn- arnesi á morgun. Hún hefst klukkan 8 f fyrramálið og er fyrir 15 ára drengi og yngri. Tres Caballerosmót í Borgamesi RU í dag er haldið Tres Cabballeros; golfmótið á Golfvellinum í Borgarnesi. Golfklúbburinn á staðnum sér um mótið og hefst það klukkan,10 árdcgis. Lancombe mót í Leiru ■ Lancombe mót í golfi verður hald- ið hjá Golfklúbbi Suðurnesja á morgun, en það er opið kvennamój,og hefst klukkan 10 árdegis. segir þjálfari hennar Ake Hanson ■ „Ragnheiður Runólfsdóttir er að verða frábær fjórsundskona, hennar besta grein er að sjálfsögðu baksundið, en hún er orðin mjög góð í brindusundi t.d. sem var hennar lakasta grein“, segir fyrrum unglingalandsliðsþjálfarinn sænski, Áke Hanson, en Hanson er nú þjálfari Ragnheiðar Runólfsdóttur í Sundsvall í Svíþjóð þar sem hún æfir og keppir. Sem kunnugt er orðið setti Ragnheiður tvö íslandsmet ný- lega í baksundi, 100 m. og 200 m., og á sama móti synti hún 200 m. bringusund á 2:54,0 mín sem er góður tími. Ragnheiður býr sig al kappi undir Evrópumeistaramótið í Róm. Augnlækningastofa Hef opnað lækningastofu að Marargötu 2 (vestan Landakotsspítala). Tímapöntunum veitt móttaka í síma 26133 frá kl. 9-17 alla virka daga. Ólafur G. Guðmundsson, augnlæknir. BORGARSPÍTALINN LAUSAR STÖDUR -■--■- n A"'"" '• • . ... .. j Þessi nýi 3.281. Skeljarbátur er til sölu, ef viðunandi tilboð fæst. Upplýsingar í síma 91-71812 í kvöld og næstu kvöld. ÍCJ ia fS rs ra I Sjúkraþjálfarar ® Sjúkraþjálfara vantar til endurhæfingar aldraðra í B- 'CJ álmu, á Hjúkrunardeildina á Hvítabandi og Hjúk'runar- og endurhæfingardeildina á Heilsuverndarstöð. Auk þess kemur til greina að ráða sjúkraþjálfara á aðrar deildir spítalans, þar með Grensásdeild, eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari í síma 81200 eða 85177. fcl ra ra ra ra fa la ia ra BORGARSPITALINN Q81 200 ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra bIbIbIbIbIeIeIbIbIbIeIöIbIeIeIbIeIeIeIbIg) Keflavík: Skrifstofumaður - Bókari Viljum ráða nú þegar mann vananbókhaldsstörf- um til skrifstofustarfa. Einungis vanur maður kemur til greina. Nánari upplýsingar í síma 2095. Hraðfrystihús Keflavíkur hf. Keflavík. einvigi ■ Það er stór spurning hvort einvígið mikla sem margir hafa beðið eftir á Heimsmeistaramótínu í Helsinki í sumar milli tugþrautarsnillinganna Daleys Thompson og Júrgens Hingsen verður eða verður ekki. Thompson hefur átt við meiðsli að stríða lengst af í sumar sem hafa verið þrálát, og hann ekki getað æft nema helming þess sem hann er vanur. Hann hefur gefið út þá yfirlýsingu að hann muni ekki keppa á mótinu í Helsinki, en mun vera á sérsamningi með það að ef honum snýst hugur getur hann tékkað sig inn með mjög skömmum fyrirvara. Margir hafa beðið ákaflega spenntir eftir einvígi þessara tveggja risa tugþrautarinnar í dag, þeir hafa slegið heimsmetin á víxl undanfarið rúmt ár, Thompson þrisvar og Hingsen tvisvar. Hingsen setti núgildandi heimsmet í vor, sló þar met Thompsons frá í fyrrahaust. - Ekki er þó alveg loku fyrir það skotið að Thompson verði með ef hann nær upp andlegu og líkamlegu formi fyrir mótið. Það er ekkert ólfldegur möguleiki, þvi margur tugþrautarmaðurinn teldi sig bara góðan með að æfa helming þess tíma sem Thompson er vanur að æfa á dag, hann æfði venjulega 7 Idst á dag, en æfir nú aðeins 3 Idst á dag... ■ Daley Thompson. Búnaöarbanki islands opnaöi deild erlendra viöskipta föstudaginn 15. júlí í nýju húsnæði bankans aö Austur- stræti 7. Þar verður veitt öll almenn þjónusta á sviöi erlendra viðskipta. Um leiö voru opnaöar gjaldeyris- afgreiöslur í útibúum bankans í Reykjavík og úti á landi. Búnaðarbankinn býöur viöskiptavini velkomna í bankann til gjaldeyrisviöskipta. BUNAÐARBANKI ISLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.