Tíminn - 23.07.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.07.1983, Blaðsíða 2
 LAUGÁRDAGUR 23. JíÚLÍ 1983 RUSSNESKAR VÖRUR TII RAnc\/DDn GRÆNAR BAUNIR ALDRAÐIR þurfa að ferðast eins og aðrir. Sýnum þeim tillitssemi. yx™ HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI Sérhæfó þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. r ^ RADIAL stimpildælur = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRRANTANIR-ÞJÓNUSTA Grunnskóli Reyðarfjarðar Kennara vantar fyrir næsta skólaár. Æskilegar kennslugreinar. Byrjendakennsla og líffræði. Upplýsingar gefur formaður skólanefndar í síma 97-4165. ■J LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar eftir tilboöum í flutning á strarfsmannaíbúðum frá Hrauneyjafossvirkjun að Blönduvirkjun. Um er að ræða að taka niður samtals 56 einingar úr húsasamstæðum við Hrauneyjafossvirkjun, flytja þær að Blönduvirkjun og setja þar upp, ásamt 5 viðbótarhúsum, á undirstöður sem Landsvirkjun hefur látið gera. Húsunum skal skila tilbúnum fyrir notkun. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68,108 Reykjavík frá og með mánudeginum 25. júlí, 1983 og kostar hvert eintak 300.00 krónur. Tilboðunum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar fyrir kl. 14.00 miðvikudaginn 3. ágúst, 1983. Reykjavík, 22. júlí, 1983 Landsvirkjun. ^ Útboð Bæjarsjóður Kópavogs óskar eftir tilboðum í byggingu gæsluskýlis á leikvöll við Bjarnhólastíg. Útboðsgögn verða afhent á tæknideild Kópavogs Fannborg 2, 3. hæð gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 2. ágúst kl. 10 f.h. að viðstöddum bjóðendum. Bæjarverkfræðingur. Silunganet Allar stærðir af silunganetum fyrirliggjandi, upp- sett með flot og blýteini. Jón Ásbjörnsson heildverslun Grófin 1 Símar 11747 og 11748. fréttir ■ Sjónvarpsbúðin við Lágmúla Harðnandi samkeppni milli myndbandaleiga: VERÐSmfD ER f DPPSKUNGD Sjónvarpsbúdin leigir út myndbönd á helmingi lægra verði en aðrir ■ Verðstríð virðist vera í uppsiglingu á markaði myndbandaleiga hér í bær, ef marka má auglýsingar í dagblöðum undanfarið og eftir að hafa talað við ýmsa eigendur myndabandaleiga. Flestar leigurnar eru með svipað eða sama verða á útleigu á videóspólum og tækjum. Þetta 70-90 krónur eftir því hvort myndirnar eru te;;taðar eður eigi. Þó sker ein myndbandaleigan sig alger- lega úr. Er það Sjónvarpsbúðin í Lág- múlanum. Auglýsir hún þessa dagana mjög stíft undir kjörorðinu: „Beta býður betri kjör.“ Þ.e.a.s. hjá Sjónvarpsbúð- inni kostar aðeins 50 krónur að leigja videóspólu í einn sólarhring og aðeins 150 krónur að leigja videótæki í einn sólarhring á meðan það kostar 300-350 krónur á öðrum videóleigum. Þarna munar hvorki meira né minna en 30 krónum á spólunni, og 150 krónum á videótækinu. Verðið á spólum hjá Sjónvarpsbúðinni er því 40% lægra en hjá vel flestum öðrum leigum og á tækjum er það helmingi lægra. Það munar ekki um það. Þetta minnir óneitanlega á undirboð ferðaskrifstofanna og ýmislegt í þeim dúr. Það hlýtur því að vekja spurningar hvað sé að gerast á markaði myndbanda- leiganna. „Gallinn er sá að það vantar alveg að allar videóleigur taki sig saman um verð. Það hefur verið reynt, en ekki tekist ennþá. Það eru engin samtök, bara samkeppni uppá lt'f og dauða,“ sagði einn eigandi myndbandaleigu hér í bæ. í fyrra má segja að allt hafi verið vitlaust að gera á hinum ýmsu mynd- bandaleigum, og þær spruttu upp eins og gorkúlur. Þetta er nú liðin tíð og nú hafa nokkrar fallið í valinn en aðrar standa enn. Ölduna hefur lægt og meira jafn- vægi virðist ríkja. „Það er kominn viss stöðugleiki í þetta eftir hina svokölluðu videó- sprengju í fyrra," sagði Guðgeir Leifs- son, hjá Myndbandaleigu kvikmynda- húsanna. Eins og fyrr sagði hafa nokkrar mynd- bandaleigur horfið af sjónarsviðinu og minna er um að nýjar séu settar á fót. Það gerist þó auðvitað ennþá. Oft í tengslum við annan rekstur, í sjoppum og svoleið- is. Sjónvarpsbúðin hefur verið með myndbandaleigu sína í rúman mánuð og býður langtum hagstæðara verð á spól- um og tækjum en nokkur önnur mynd- bandaleiga í bænum. Blm. Tímans ræddi við nokkra eigend- ur myndbandaleiga um þetta og þeim bar saman um að þetta flokkaðist undir hrein og bein undirboð. Einnig sögðust þeir engan veginn skilja hvernig þetta bæri sig. „Ég botna ekkert í svona verslunar- máta,“ sagði Guðgeir Leifsson. „í raun og veru er leigan á spólum alltof lág því það kostar 3-4000 krónur að kaupa eina spólu. Við erum því á „nippinu" með að láta dæmið ganga upp, því það eru svo mikil afföll í þessum „bransa". Það má kallast gott ef spólan endist í 50 útleigur. Hann í Sjónvarpsbúðinni ætlar kannski að auka söluna á tækjum sínum með þessu móti, ég veit það ekki, en dæmið getur hreinlega ekki gengið upp hjá honum,“ sagði Guðgeir. Ingimundur Jónsson, eigandi Videó- spólunnar á Holtsgötu, hafði ákveðnar skoðanir á þessu. „Sjónvarpsbúðin er bara að klóra í bakkann með þessu, því efnið á leigunni er svo gamalt. Hvað tækjaleiguna varðar, gengur það dæmi aldrei upp. Hann er bara að auglýsa búðina með þessu,“ sagði Ingimundur. En hvað hafði Þóroddur Stefánsson eigandi Sjónvarpsbúðarinnar að segja um þetta? „Þetta er ósköp einfalt mál. Við erum að kynna BETA-kerfið sem hefur orðið undir hér á landi, þó furðulegt megi virðast, því það gefur á engan hátt eftir :VHS-kerfinu hvað gæði eða úrval snertir. Við seljum BETA-videótæki hér og við erum auðvitað að auglýsa það upp með því að bjóða þessa 7-800 titla sem við höfum upp á að bjóða í BETA-kerfinu. Einnig finnst okkur í Sjónvarpsbúðinni 80-90 krónu leiga á spólum og 3-350 krónur á tæki alltof dýrt í alla staði. Fyrirtækið ætlar sér ekki að lifa á videóleigu, það er öruggt, þannig að þetta er fyrst og fremst til kynningar," sagði Þóroddur. „Við kaupum spólurnar á sama verði og aðrir en við borgum bara með þeim, það er heila málið. Hvað tækin varðar þá erum við innflytjendur að þeim og því eru hæg heimatökin að fá þau ódýrt. Þau eru síðan í leigu alla daga vikunnar, ekki bara um helgar eins og á hinum myndbandaleigunum, og á þennan hátt getum við boðið þessi kjör. Það er alltaf biðlisti með tækin hjá okkur og ég get ekki betur séð en að fólki líki þetta lága verð afar vel. Síðast en ekki síst væri ekki úr vegi að bera saman t.d. Mynd- bandaleiguna hjá Guðgeiri á Hverfis- götu og hér í Sjónvarpsbúðinni. Hér er ég með verslun og fyrirtæki með föstu starfsfólki. Ég innréttaði ekki rándýrt fýrirtæki með rándýrri tölvu eins og Guðgeir og bætti ekki við neinu starfs- fólki. Þess vegna er ekkert skrítið að þetta skuli vera svona miklu dýrara hjá honum en mér,“ sagði Þóroddur í Sjónvarpsbúðinni. Já, það er nokkuð heitt í kolunum á markaði myndbandaleiga og vegna til- boðs Sjónvarpsbúðarinnar mun hafa verið boðað til fundar á Hótel Esju þar sem margir eigendur myndbandaleiga mættu og var þar samþykkt að hækka leiguna upp í 90 krónur svo og að skora á Sjónvarpsbúðina að hækka leigu sína og vinna á sama grundvelli og aðrir myndbandaleigur. „Já, ég hef fengið áskorun frá nokkr- um mönnum en er ákveðinn í að halda mínu striki og stefni að því að hækka ekki leiguna þó aðrir geri það e.t.v.,“ sagði Þóroddur að lokum. - Jól. ■ í þessari myndbandaleigu er hægt að fá leigt myndband á aðeins 150 kr. Helmingi lægiæen víðast hvar annars staðar. Tímamyndir: Ámi Sæberg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.