Tíminn - 04.08.1983, Síða 1

Tíminn - 04.08.1983, Síða 1
íslendingaþættir fylgja bladinu í dag FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAD! Fimmtudagur 4. ágúst 1983 177. tölublað - 67. árgangur Siðumúla 15—Pósthólf 370 Reykiavík—Ritstjorn 86300—Augtýsingar 18300— Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvóldsimar 86387 og 86306 Orkuvinnslugeta Landsvirkjunar umfram sölu áætluð 370 gfgawattsstundir: EKKI ER MARKADUR FYRIR UM 10% AF ORKU LANDSVIRKIUNAR ■ Orkuvinnslugeta Lands- virkjunarkerfisins er í dag 3675 Gwst. á ári og því til viðbótar koma samningsbundin kaup frá Kröflu og Svartsengi, alls 130 Gwst. Það má því segja að I.andsvirkjun sé nú aflögufær um 3805 Gwst. á ári. Orkusala fyrirtækisins í ár er áætluð 3.535 Gwst. við stöðvarvegg. Mismun- urinn er 370 Gwst., sem ekki er áætlað að nýtist í ár. Hér er ekki reiknað með því að ÍSAL og Járnblendifélagið nýti að fullu samningsbundinn rétt sinn til kaupa á forgangs- og afgangsorku og skakkar þar alls 229 Gwst. Ef þessir orkukaup- endur keyptu alla þá orku sem þeir eiga rétt á og aðstæður leyfðu mundi hin ónýtta orka Landsvirkjunarkerfisins lækka úr 370 Gwst. í 141 Gwst., eða úr 9,7% í 3,7% af orkuvinnslu- getunni. Samningsbundin af- gangsorka ÍSAL og Járnblendi- félagsins nemur 446 Gwst. á ári við stöðvarvegg og er Lands- virkjun heimilt að skerða af- hendingu hennar um allt að 50% á einu og sama árinu, eða 223 Gwst. Hér verður þó að hafa í huga að ekki má skerða afgangs- orkuna um mcir en 20% á 20 ára samningstímabili. Þessar upplýs- ingar fengust hjá Halldóri Jóna- tanssyni forstjóra Landsvirkj- iunar í gær. Halldór var spurður um nýt- ingu á orku Hrauneyj'arfossvirkj- unar og sagði að erfitt væri að gefa tölur um nýtingu hvcrrar virkjunar fyrir sig þar sem þær væru samtcngdar og nýtingu þeirra dreift, eftir aðstæðum í hverri einstakri virkjun. Hins vegar yrðu menn að gera sér Ijóst að ávallt væri virkjað með það í huga að eigtt afgangsorku sem nægði þar til næsta virkjun kæm- ist í gagnið þótt orkueftirspurnin ykist. Því væri það gjarna svo að rekstur nýrra orkuvera væri óhagkvæmastur fyrstu árin mcð- an orkan nýttist ekki til íulls, en fjármagnskostnaður legðist á þær með fullum þunga. Þar kæmi einnig til að Landsvirkjun ætti ekkert eigið fé heldur yrði að standa undir framkvæmdum sín- um aö öllu leyti með lánsfé og því yröi fyrirtækið fyrir miklu gengistapi. - JGK ■ Það telst líklega heldur óvenjulegt að í sama leikhúsi gangi verk eftir föður og dóttur í einu, bæði starfandi höfunda, en svo mun líklega verða í Þjóðleikhúsinu í vetur. í október hefjast sýningar á nýju leikriti Svövu Jakobsdóttur á litla svið- inu í Þjóðleikhúsinu, Lokaæf- ingu, en það verður frumsýnt í Norræna húsinu í Þórshöfn í Færeyjum í lok þessa mánaðar. En jólaleikrit Þjóðleikhússins í ár verður verk eftir föður Svövu, sr. Jakob Jónsson dr. theol, Tyrkja Gudda, í endurbættri gerð höfundar, cn verkið var sýnt í Þjóðleikhúsinu á upphafs- árum þess. En ekki nóg með það. Sonur sr. Jakobs og bróðir Svövu var leikskáldið Jökull J ak- obsson og L.R. mun sýna eitt verka hans, Hart í bak í vetur í tilefni þess að höfundurinn hefði orðið fimmtugur 14. september á þessu ári ef honum hefði enst aldur. Verk allra feðginanna þriggja verða því á fjölunum í Reykjavík í vetur. Leikárið hefst í Þjóöleikhús- inu með gamanleiknum Skvald- ur eftir Bretann Michael Frayn og um miðjan september verður frumsýnt nýtt leikrit eftir Odd Björnsson, Eftir konsertinn og mun höfundurinn sjálfur leik- stýra. Þriðja verkefnið verður leikrit Jóns Laxdal Halldórsson- ar leikara, Návígi, en það er skrifað á þýsku og þýtt af Hall- grími Helgasyni. Meðal verka sem tekin verða til sýninga eftir nýár verður hið þekkta leikrit Bertholts Brechts, Góði dátinn Sveijk í seinni heimsstyrjöldinni í þýðingu Þorsteins Þorsteins- sonar og Þórarins Eldjárns. -JGK Sverrir um stóridju við Eyjafjörð: UNDIRBÚNINGSRANN- SÓKNUM VERÐI FLÝTT Ríkið tók af ráðherra- launum Alberts upp I skattana: HEIMTAÐI OG FÉKK ENDUR- GREIÐSLU! ■ „Það er rétt að Albert Guðmundsson hcfur fengið endurgreidd þau gjöld sem tek- in voru af honum sem ríkis- starfsmanni samkvæmt ríkis- innheimtukerfi. Það byggist á því aó hann vill frckar hafa þann hátt á sem hafður var á áður en hann fékk launa- greiðslur frá ríkiiru að inn- heimta opinberra gjalda færi í gegnum það fyrirtæki scm hann á,“ sagði Guðmundur Vignir Jósefsson, gjaldheimtu- stjóri, þegar Tíminn spurði hann hvort rétt værj að Albert Guðmundsson fjármálaráð- herra hefði fengið endur- greidda þá upphæð scm dregin var af ráðherralaunum hans nú um mánaðamótin. „Gjaldheimtan hefur í sjálfu sér ekkert við þaö að athuga svo lcrtgi sern greiöslur koma á löglegan hátt og það má segja að hann eigi að hafa frjálst val um hjá hvorum staðnum cigi að taka opinber gjöld af faunum ef hann vinnur hjá tveim launagreiðendum." Aðspurður sagöist Guð- ntundur Vignir ekki muna eftir þvt að svona dæmi hefði komið upp áður. ' - GSH ■ „Ég hef beðið stóriðjunefnd að huga sérstaklega að Eyja- fjarðarsvæðinu, að það er veikt og er að veikjast atvinnulega séð,“ sagði Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra í samtali við blaðið í gær. „Það eru ýmsir þættir sem eftir er að athuga, og við vitum ekki hvort við eigum þessa kost, það þarf að kanna mengunarað- stæður, loftslag og dreifingu úr- gangsefna og þess háttar. Það er sem sagt allur undirbúningur á frumstigi og ekkert verið hugað eignaraðilum, en menn hallast að því að þarna væri heppilegt að byggja álverksmiðju af með- alstærð sem væntanlega yrði staðsett við Arnarnes vestan Eyjafjarðar. Og ég hef beðið sérstaklega um að rannsóknum verði hraðað. Sverrir sagði að það gætu liðið allmörg ár frá'því að undirbún- ingur hæfist, þar til rekstur kæm- ist í gang. - JGK ■ Flugeldasýning Hjálparsveitar skáta er fastur liður á Þjóðhátíðinni tilkomumikil sjón eins og sjá má á þessari mynd. Sjá nánar á bls. 2. Vestmannaeyjum og VERK ÞRIGGJA FEÐGINA Á FJÖL- UNUM SAMTÍMIS!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.