Tíminn - 04.08.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.08.1983, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 4. AGUST 1983 SveHana er sest að í Englandi ■ Þaö varð mikið fjaðrafok um víðan heim fyrir rúmum 15 árum, þegar það vitnaðist að Svetlana, dóttir Stalíns, hefði skotið upp kollinum í Banda- ríkjunum og leitað þar hælis sem flóttamaður. A skömmum tíma ritaði hún svo tvær bækur, sem seldust í stríðum straum- um, giftist þekktum arkitekt, ól honum dóttur og skildi síðan við hann. Ekkert af þessu fór fram hjá alheimi. En síðan hefur verið hljótt um Svetlönu. Nú hefur Svetlana aftur skotið upp kollinum á óvænt- um stað. Hún er nú sest að í enska háskólabænum Cam- bridge, ásamt dóttur sinni, Olgu, sem orðin er 11 ára. Astæðuna segir Svetlana ein- faldlega vera þá, að hana hafi alltaf dreymt um að Olga gæti gengið í skóla í Englandi, þar sem hún hafi mikla trú á skólakerfínu þar. Nú hefur sú ósk ræst. Olga hefur fengið inngöngu i skóla, sem kvckarar reka í Cambridge. I skólagjöld þarf að greiða meira en 3000 dollara á ári. Svetlana auðgaðist vel á bókum sínum og er því haldið fram, að hún hafí alls lilotið eina milljón dollara fyrir. En vegna rangra fjárfestinga á meðan hún var gift arkitekt- inum, sem reyndar var hennar 5. ciginmaður, fóru mestallir peningarnir í súginn. Eftir hélt hún þó um 200.000 dollurum og kemst af á rentunum af þeím, með ýtrustu sparsemi þó. Svetlana er orðin 57 ára og algráhærð. Hún kallarsig núna Lana Peters og er hlédræg og vill láta lítið á sér bera. í fyrra lét hún tilleiðast að eiga viðtal við breska rithöfundinn og út- varpsmanninn fræga, Malcolm Muggeridge, en síðan hefur hún alfarið neitað að eiga opin- ber viðtöl við nokkurn mann. í viðtalinu við Muggeridge skýrði hún svo frá, að eftir því sem hún eltist, hefði henni staðiö meiri og meiri ógn af föður sínum. Hún hefði forðast hann eftir megni, og þegar fundum þeirra hefði borið saman, hefðu þau lítið haft að segja hvort við annað. Það liefði því verið henni léttir, þcgar liann féll frá. I Sovétríkjunum á Olga 2 uppkomin börn, Iosif, 37 ára gamlan lækni, og Yekaterina, sem er 33 ára. A.m.k. eitt barnabarn Svetlönu er eldra en Olga. En hætt er við, að ef það ætti einhvern tíma fyrir Olgu að liggja að hitta hálfsystkin sín, muni henni ganga illa að skilja þau og gera sig skiljun- lega. Hún kann nefnilega enga rússnesku og þykir reyndar alveg dæmigerður Amerikani í fasi og klæðaburði. ■ Josef gamli Stalm, sem svo margir litu upp til með ást og virðingu, naut hvorugs hjá börnum sínum. Hér er liann með Svetlönu dóttur sína í fanginu, en hún segir að sér hafí staðiö æ meir ógn af honum eftir því sem hún eltist. inn, til móts við gönguna um daginn og frá göngunni í bæinn aftur fyrir þá sem þess þurfa með. Þá þarf að fjármagna fyrir- tækið, þetta er mjög dýr fram- kvæmd og við þurfum að leita fjárstuðnings eins víða og við getum. Við höfum látið gera merki göngunnar og það verð- ur selt og eins seljum við sérstaka áritaða boli. Við stefnum að því að gangan geti borið sig og treystum sem sagt á fjárstuðning ýmissa aðila í því sambandi og þar á meðal auðvitað göngumenn sjálfa. Það þarf einnig að huga að líkamlegum þrörfum fólks, það þarf að fá næringu og við verðum með sérstakan eld- húsbíl í Straumi þar sem hægt verður að fá keypta heita súpu og ýmislegt annað matarkyns. Læknir verður með í göngunni til að líkna sárfættum og vera til taks ef eitthvað kemur upp á að öðru leyti. Það hefur líka mikil vinna farið í það af okkar hálfu að kynna gönguna, tilgang hennar og tilhögun og auglýsinga- kostnaður hefur eðlilega orðið mikill. Ég má annars til að taka það fram að það hefur verið mikið um það að fólk hefur komið við á skrifstofunni hjá okkur og látið fé af hendi rakna til að styrkja okkur. Svo ætlið þið að mynda keðju milli sovéska og banda- ríska sendiráðsins, þegar þið komið í bæinn. Haldið þið að þið fáið nægilega marga þátt- akendur til þess? Já, gangan kemur niður Bankastrætið og fer inn Lækj- argötu og klofnar við Iðnó, annar hlutinn fer í áttina að Garðastræti þar sem sovéska sendiráðið er til húsa og hinn á Laufásveginn að því Banda- ríska. Þetta eru nú ekki nema 800 metrar svo ég reikna með því að við getum myndað margfalda keðju. Það verða afhent ávörp á báðum stöð- unum og síðan endað með fundi við Miðbæjarskólann þar sem sr. Rögnvaldur Finnboga- son ávarpar göngufólkið. - JGK erlent yfirlit ■ ÞAÐ kom ekki á óvart. að viðræður Richards B. Stone, sérstaks sendiherra Reagans forseta í Mið-Ameríku, og Ru- bens Zamora. formanns stjórn- málasamtaka fimm skæruliða- hreyfinga í E1 Salvador, skyldu farafram íhöfuðborgCólombíu, Bógóta. Stone hafði um nokkurt skeið reynt að ná fundi einhvers af leiðtogum skæruliða í El Salva- dor. en ekki tekizt það. m.a. vegna þess. að þeir vildu ekki viðurkenna bandarískan sendi- fulltrúa sem eins konar sátta- semjara, þar sem Bandaríkin gætu síður en svo talizt hlutlaus aðili í borgarastyrjöldinni í El Salvador. Þegar þessar ráðgerðu við- ræður virtust alveg strandaðar, skarst forseti Cólombíu. Belisar- io Betancur. í leikinn. Skærulið- ar í El Salvador meta hann ntikils, því að hann hefur reynzt þeim hliðhollur. Fyrir milligöngu hans fóru viðræður Stones og Zamora fram. Nákvæmar fregnir hafa ekki borizt af þessum viðræðum, nema bæði Stonc og Zamora hafa látið í Ijós. að þær hefðu verið gagnlegar og sennilega myndi þeim haldið áfram. Talið er, að þær hafi fyrst og fremst snúizt um hugsanlega þátttöku skæruliða eða samtaka þeirra í kosningum í E1 Salvador. ■ Betancur forseti hefur gagnrýnt afskipti Banda- ríkjanna í Mið-Ameríku, eins og komið hefur fram hér á undan. Breytingin hefur ekki orðið minni inn á við. Skæruliðar hafa um langt skeið látið til sín taka í Cólombíu og hefur hernum ekki tekizt að vinna bug á þeim. Skæruliðarnir eru taldir vinstri sinnaðir og hafa hægri menn myndað samtök gegn þeim og oft tekið dómsvaldið í sínar hendur, þegar skæruliði hefur verið tekinn höndum. Betancur boðaði í forseta- kosningunum, að hann myndi bjóða skæruliðum sakaruppgjöf og reyna að útrýma skæruliðum á þann hátt. Hann lét það verða eitt fyrsta verk sitt eftir að hann tók við forsetaembættinu að aug- lýsa untrædda sakaruppgjöf, en hingað til hefur það ekki borið mikinn árangur. Hitt er líklcgra til að bera árangur, að hann lét rannsaka ákærur, sem höfðu beinzt gegn hernum og hægri mönnum um aö myrða og pína skæruliða án dóms og laga. Þessi rannsókn lciddi til Itess, að mál v;tr höfðað gegn um 60 hermönnum, aðallega foringjum, lyrir að hafa gerzt brotlcgir á þennan hátt. Herinn hcfur tekið þessu illa og hægri mcnn enn Betancur ávítaði Reagan opinberlega í borðræðu Hann kom á viðræðum Stones og Zamora Þar standa mörg ljón í vegin- um og mun það áreiðanlega þurfa miklar viðræður, ef sam- komulag á að nást milli stjórnar E1 Salvador og skæruliða um frantkvæmd kosninga, sem skæruliðar treysta sér til að taka þátt í vegna ótta við, að þær verði ekki frjálsar. Eftir að Stone hafði rætt við Zamora, hélt hann til Nicaragua, þar sem hann ræddi við aðalleið- toga Sandinista, Daniel .Ortega Saavedra, og utanríkisráðherr- ann, Migucl d'Escoto Brockman. Báðir aðilar sögðu það eitt eftir viðræðurnar, að þær hefðu verið gagnlegar. Að lokum hélt Stone svo til E1 Salvador og gaf stjórnarleið- togum þar skýrslu um viðræð- urnar. Alvaro Magana forseti lét í Ijós á eftir, að honum þættu þessar viðræður hafa verið upp- örvandi. Sennilega er það réttur dómur um þessar viðræður, sem Zam- ora lét hafa eftir sér, en hann var á þá leið, að þær hefðu verið lítið skref, en skref í rétta átt. BETANCUR forseti vakti sérstaka athygli alþjóðlegra fjöl- miðla, þegar Reagan forseti heimsótti Bógóta í desember- mánuði síðastliðnum. Þá var Betancur búinn að gegna for- setaembættinu í fjóra mánuði. en hann tók við því 7. ágúst í fyrra. í veizlu, sem Betancur hélt Reagan, flutti hann ræðu, sem áður hafði verið afhent blaða- mönnum, þar sem hann lét í ljós óánægju yfir afskiptum Banda- ríkjanna í Mið-Ameríku og of naumum framlögum þeirra til alþjóðlega gjaldeyrisvarasjóðs- ins, sem yllu því að sjóðurinn gæti ekki veitt ríkjum þriðja heimsins næga aðstoð. Betancur hefur fengið það orð á sig að vera óformlegur, eins og sýndi sig við þetta tæki- færi. Hann lét það verða fyrsta verk sitt sem forseta að skipta um forsetabíl, sem var Merc- cdes-Benz, því að hann væri of tildurslegur, og jafnframt fékk bílstjóri hans fyrirmæli um að ■ Ruben Zamora fylgja götuljósum, en áður naut forsetinn sérstakra forréttinda í þeim efnum. Varðandi fjölmargt annað hefur Betancur tckið upp óbrotnari og alþýðlegri siðavenj- ur. Það þykir þó meira máli skipta, að veruleg breyting hefur orðið á stjórnarstefnunni, bæði inn á við og út á við. Fráfarandi forseti hafði hallazt mjög að Bandaríkjunum og m.a. fylgt afstöðu þeirra í Falklandseyja- stríöinu. Betancur hefur tekið upp miklu hlutlausari stefnu og hefur haft við orð að láfa Cól- ombí.u ganga í samtök óháðra ríkja. Flann vill að Kúba fái aðild að samtökum Ameríkuríkja og Þórarinn Þórarinsson, 3 ritstjóri, skrifar wftm verr. Mcðal hcrsins hefur farið fram fjársöfnun til að kosta máls- vörn hinna ákærðu. Jafnvel hef- ur komizt á kreik orðróntur um að hcrinn hyggi á byltingu. Þctta hefur liins vcgar unnið Betancur mikilar vinsældir og þykir því ólíklegt, að herinn rcyni að steypa honum að sinni. HERNAÐARLEG bylting hcfur ekki orðið í Cólombíu síðan 1957. Á árunum 1948 til 1957 ríkti eins konar borgara- styrjöld ntilli lhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins og er talið, að um 200 þúsund manns hafi falliö í henni. Árið 1957 náðist samkomulag ntilli flokkanna á þann hátt, að þeir skyldu fara meö forsetaembættið til skiptis. Þctta samkontulag hélzt til 1974, cn þá var ákveðiö að flokkarnir skyldu kcppa um forsctaembætt- ið i frjálsum kosningum, báðir flokkarnir skyldu þó eiga fulltrúa í ríkisstjórninni. Fyrirrennari Bctancur í for- setacmbættinu tilheyrði Frjáls- lynda flokknunt, cn var þó mjög íhaldssantur. Betancurvarfram- bjóðandi íhaldsflokksins. Hann var þó ntun frjálslyndari cn fyrirrennari hans. I reynd er lítill munur orðinn á flokkunum, og byggist það mest á því, hver forsetinn er, hvort heldur skuli telja stjórnina til vinstri eða hægri. Betancur er rétt sextugur að aldri. Hann er kominn af fá- tækum ættum og var systkina- hópur hans stór, en alls átti hann 22 systkini. Hann brauzt til mennta með aðstoð kirkjunnar og lauk lögfræðiprófi 1947. Þremur árum síðar náði hann kosningu til fulltrúadeildar þingsins. Árið 1958 náði hann svo kosningu til öldungadeildar- innar. Þar átti hann sæti síðan, að undanskildum árunum 1963- 1964, þegar hann var verkalýðs- málaráðherra, og 1975-1976, þegar hann var sendiherra á Spáni. Það vakti nokkra eftirtekt, að þegar Betancur myndaði stjórn sína, skipaði hann konur í öll aðstoðarráðherraembætti n.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.