Tíminn - 04.08.1983, Side 20
Opiö virka daga
9-19
Laugardaga 10-16
H
HEDD
Skemmuveg' 20 Kopavogr
Srmar (9117 75 51 & 7 80 30
Varahlutir
Mikið úrval
Sendum um land allt
Ábyrgð á öllu
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
SAMVINNU
TRYGGINGAR
8c ANDVAKA
ARMULA3 SIMI 81411
,£fe
T»
á
abriel
HÖGGDEYFAR
^Jvsrshlutir sími365io.
riamarshöfða 1
t/íltmro Ritstjom86300-Augfysingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306
FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983
Hver legudagur á Landakotsspítala kostaði 2.396 krónur í fyrra:
DRÁTTARVEXTIR HÆRRI
EN ÖLL MATARINNKAUP!
i— stöðugildin á spítalanum voru 150% fleiri en meðalfjöldi sjúklinga
■ Laun lækna, hjúkrunarliðs
og aðstoðarfólks námu röskum
helmingi þess sem það kostaöi
að liggja á Landakotsspítala á
síðasta ári, að meðaltali, eða tæp
55% af heildarkostnaði.
Hver legudagur á sjúkrahúsi
kostar töluvert fé, eins og sjálf-
sagt flestir vita, en forvítnilegt
þótti að sjá í ársskýrslu Landa-
kotsspítala 1982 skiptingu þess
kostnaðar á einstaka liði. Með-
alkostnaður á hvern legudag
reyndist um 2.396 krónur á síðasta
ári. Þar af námu fyrrnefndir
launaliðir 1.265 krónum. Laun
læknanna námu 400 kr. á hvern
lcgudag á sjúkrahúsinu (16,68%
af heildarkostnaði) og laun
hjúkrunarliðs rúmum 450 krón-
um (18,9%). Kostnaður við lyf
og umbúðir nam 119 kr. (tæp
5%). Með öðrum liðum sem
taldir eru til sjúkrakostnaðar fór
talan upp í 1.650 krónur, eða
tæp 69% af heildarkostnaði á
hvern legudag.
Þær 756 krónur sem þá voru
cftir af heildarkostnaðinum
skiptust á fjölmarga liði. At-
hyglisvert er t.d. að matarefni
kostaði aðeins 67,47 kr. á hvern
legudag (2,8%), ekki síst þegar
haft er í huga að þar mun einnig
innifalinn matur fyrir starfslið
sjúkrahússins, sem er mun fjöl-
mennara en sjúklingarnir. Mat-
arefnisliðurinn er t.d. örlitlu
hærri heldur en barnaheimilis-
kostnaður sjúkrahússins, sem
reyndist 50 kr. á hvern legudag
(2,1%) og lægri en dráttarvextir
sem sjúkrahúsið þurfti að greiða
af vörum og opinberum gjöldum
sem reyndust rúmar 71 kr. á
hvern legudag (3%).
í framhaldi af umræðum um
sölu eða útboð eldhúss, þvotta-
húss og saumastofu ríkisspítal-
anna í sparnaðarskyni má geta
þess að aliur kostnaður við þessa
liði nemur samtals 184 kr. eða
7,7% af heildarkostnaði. Þar af
nema laun í eldhúsi og borðstofu
tæpum 42 kr. á legudag og við
þvotta og saum 57 kr. á legudag,
eða samtals 99 kr. Laun
skrifstofufólksins nema hins veg-
ar 88,50 kr. á hvern legudag.
Liðimir rafinagn, hitunarkostn-
aður og sími eru hins vegar litlir
í þessu stóra dæmi. Þeir tveir
fyrrnefndu 20,50 kr. á legudag
(0,85%) og síminn tæpar 8 krón-
ur (0,33%).
Heildarkostnaðurinn við rekst-
ur Landakotsspítala á s.l. ári
var tæpar 149,5 milljónir króna.
Þar lögðust inn 5.149 sjúklingar
í 12,1 dag að meðaltali, eða
samtals 62.383 legudaga samtals,
sem er um 171 sjúklingur að
jafnaði á dag. Starfsmannafjöldi
í árslok var 526 manns í 431
stöðugildi. -HEI
Hitaveita Reykjavíkur
90 MILU-
ÖNIR KOST
MtHÖSH)
— miðad vid núgildandi
verðlag
■ „Miðað við núgildandi verð-
lag kostar 90 milljónir að byggja
þetta hús Hitaveitunnar í
Reykjavík", sagði Ivar Þor-
steinsson, yfirverkfræðingur hjá
Hitaveitu Reykjavíkur í spjalli
við Tímann en um næstu áramót
flytur Hitavcitan í nýtt húsnæði,
að Suðurlandshraut 34.
„Þessi fimm hæða skrifstofu-
byggingerum 13.900 rúmmetrar
að stærð og um 4000 fermetrar
að heildarflatarmáli. Einnig er
þctta mötuneytisbygging.
Neðsta hæðin er afgreiðslusalur,
vesturálmanerskrifstofubygging
og síðan er skrifstofurými á
hæöunum íyrir ofan", sagði Ivar.
„í húsinu verða fjármáladeild,
innlagnadeild, tæknideild, inn-
kaupa- og birgðadeild og aðal-
skrifstoía'Lsagði ívarað lokum.
-Jól.
90 milljún króna bygging Hitaveitunnar í Reykjavik.
Tímamynd: Róbert.
dropar
Kerfishraðinn
■ Málin ganga oft ósköp
hægt fyrir sig i opinbera kerf-
inu, og ekki síst þegar nefndir
eru skipaðar til aö vinna að
hlutunum.
Nýlegt dæmi um þvtta má
sjá í Arbók menntamálaráöu-
neytisins 1983, en hún var að
koma út fyrir nokkrum dögum.
Þar er m.a. yfírlit um ráð,
stjórnir og nefndir í málefnum,
sem heyra á einn eða annan
hátt undir menntamálaráðu-
neytið. Þar er gert grein fyrir
verksyiöi nefndanna og skipan
þeirra. Meðal annars má þar
lesa um nefnd til að „kanna
stöðu og þýðingu íþróttanna í
þjóðfclaginu og fjárþörf
íþróttastarfseminnar". Um
þcssa nefnd segir m.a.: „Þess
er bciöst að nefndin Ijúki störf-
um svo fljótt sem unnt er og
cigi síðar en innan eins árs“, og
mætti ætla af þessari oröanna
hljóðan að þetta væri tekið
beint upp úr skipunarbréfí
nefndarinnar.
En áður en menn kætast yfir
þessum skjútlegu vinnu-
brögðum er rétt að minna á, að
fram kemur að nefnd þessi var
skipuð árið 1975 - þ.e. fyrir
átta árum síðan!
Þetta er víst það sem kalla
má kerfíshraða.
„Verðbólguhraði í
hjónaskilnuðum“
Islendingur birtir nýlega
frétt með ofangreindri fyrir-
sögn og fjallar þar um hjóna-
skilnaði á Akurcyri, sem blað-
ið segir að hafi „þvi sem næst
fylgt verðbólguhraðanum og
gott betur,,!! Þar segir, að það
sem af sé þessu ári hafi 26
hjónaskilnaðir að borði og
sæng verið skráöir í bækur
fógetans á Akureyri, en i fyrra
hafí skilnaðir á sama tíma árs-
ins verið 12. Hér er þvi um
rúmlega tvöföldun að ræða,
sem á máli íslendings heitir nú
reyndar „rösklega helmings
fjölgun hjónaskilnaða“;
Nú er bara að vita hvort
Kostnaður
við ráð-
herrabíla og
rádherra-
bflstjóra:
„ÓTTALfGUR
IfYNDAR-
DÓMUR?”
■ Hvað kostar það kerfi ráð-
herrabíla og ráðherrabílstjóra,
sem verið hefur við lýði undan-
farin ár?
Tíminn leitaði upplýsinga
um þetta atriði eftir að hafa
borist sögusagnir um ótrúlegár
fjárhæðir í þessu sambandi, en
þá kom í ljós, að cmbættis-
menn í stjórnarráðinu virtust
telja þessar upplýsingar til
„hernaðarlcyndarmála" og
vísuðu hver á annan.
„Ráðherrabílstjórarnir eru
ráðnir á vegum forsætisráðu-
neytisins og því cr rétt að þú
talir við t.d. skrifstofustjórann
þar, því hann hefur afrit af
launaskrám o.fl. og ætti að
gcta frætt þig um þetta", sagði
Höskuldur Jónasson-, ráðu-
neytisstjóri í fjármálaráðu-
neytinu. Þá varbara að tala við
skrifstofustjórann.
„Það er ekki venja mín að
gefa upp taun einseða neinsog
hef ég ckki gerl það að vana
mínum að láta taka við mig
blaðaviðtöl um slík mál. En
þar sem þú ert sjálfsagt að
fiska eftir yfirvinnunni gct ég
aðeins sagt þér að hún er
mismikil hjá bílstjórunum.
Annars er það launadeildár
fjármálaráðuneytisins aö gefa
þcr þetta upp". sagði Gísli
Árnason, skrifstofustjóri hjá
forsætisráðuneytinu.
Aftur var hringt í fjármála-
ráðuneytið og nú talað við
launadeiHina. Deildarstjórinn
var farinn í frí, og Sigrún V.
Ásgeirsdóttir, launaskrárrit-
ari, þvertók algjörlega fyrir að
gefa umbeðnar upplýsingar og
vísaði blaðamanni á forsætis-
ráðuncytið. Blaðamaður
reyndi þá árangurslaust að ná
til fjármálaráðherra. Meira
síðar.
-Jól.
fylgni vcrður áfram á millil:
hjónaskilnaöa á Akureyri og|
verðbólgunnar i landinu.
Kannski hægt verði í framtíð-
inni að byggja á því verðbólgu-;
spá sem reynist traustari en'
sumar slíkar?
Krummi
...er að velta því fyrir sér, I
hvort ríkisstjórnin muni;
kannski líka telja niður hjóna-
skilnaði á Akureyri...
'mrnm