Tíminn - 20.05.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.05.1983, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1983 3 sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem áhöfn burðarvélarinnar kæmi til íslands og voru þeir almennt mjög ánægðir með að hafa fengið tækifæri til að koma hingað. í máli Griffins kom fram að „Enter- prise" er tilraunafar og ekki búið öllum þeim kerfum sem tíðkast í öðrum geim- ferjum. Af þessum orsökum getur þessi ferja t.d. ekki farið út og inn um gufuhvolfið. Enn sem komið er hafa ferjurnar aðeins lent á Edward flugvellinum í Kaliforníu, en áformað er að þær lendi á fleiri stöðum, t.d. Kennedy flugvellin- um í Flórída, en einnig eru fleiri lending- arstaðir áformaðir ef vandræði eru með veður og þá ef til vill í öðrum heims- hlutum og þá þyrftu þeir kannski að fljúga burðarvélinni langar leiðir, jafnvel til íslands aftur þannig að með lending- unni hér í Keflavík aflaðist dýrmæt reynsla. Vegna þess hve burðarvélin ber þung- an farm þá verður hún að millistoppa oft til eldsneytistöku, eins og málið var hérlendis, þannig að þegar hún fer héðan í dag mun hún fyrst fara til Engiands og þaðan til Þýskaiands áður en hún lendir í París. -FRI. ■ Geimferjan á Keflavíkurflugvelli. Tímamynd: Róbert. ■ Pétur, Hannes og Hafsteinn við Douglasinn, en hann er frá 1943 og var áður í eigu Flugfélags íslands sem gaf Landgræðslunni hann. Tímamynd: Arni. Sjóli enn við bryggju í Hafnarfirði „Verst adhætta við svæði sem eru vel á veg komin” segja flugmenn hjá Landgræðslu ríkisins ■ „Miðað við þegar mest var, eftir þjóðargjöfína 1974, höfum við úr mjög litlu að spila. Ég reikna með að fjárveitingin núna í sumar geri okkur kleift að dreifa svona þriðjungi af því sem dreift var með Douglasinum þá, en litla vélin, TF-TUN, nær senni- lega helmingi. Okkurþykir þetta auðvitað slæmt - verst er að fá ekki að halda áfram með svæði sem eru vel á veg komin.“ Þetta sagði HannesThorarensen, flug- maður og flugvirki hjá Landgræðslu ríkis- ins, þegar Tímamenn voru á ferð í flugskýli Landgræðslunnar í gær, en þar var hann ásamt flugmönnunum, Haf- steini Heiðarssyni og Pétri Steinþórs- syni, að undirbúa flugvélarnar tvær fyrir sumarið. „Við erum rétt að fara af stað með TUN-ina“ sagði Pétur, en þeir Hafsteinn skiptast á að fljúga henni. „Við höfum farið í æfingaflug í dag, en einhvern næstu daga byrjum við að dreifa fræjum og áburði. Ég býst við að við byrjum fyrir austan eins og venja er og höldum síðan vestur eftir, en svæðin sem við dreifum á eru frá Kirkjubæjarklaustri í austri og vestur á Patreksfjörð,“ sagði Pétur. -Hvað bera vélarnar og hvað eru þær mikið nýttar? „TUNin ber rúmlega 800 kíló en Douglasinn um 4 tonn. Við höfum undanfarin sumur farið um 1000 ferðir á TUNinni, en hvort þær verða svo margar í sumar er ómögulegt að segja.“ -Sjáið þið einhvern árangur af starfi ykkar? „Víða sjáum við taisverðan árangur, t.d. á Kirkjubæjarklaustri, Sólheima- sandi og í Haukadal, en þar er uppblást- urinn hreint ótrúlegur - fleiri þúsund hektara auðn sem verið er að berjast við,“ sögðu þeir Hafsteinn og Pétur. -Sjó ■ Ríkissaksóknuri fékk mál skipstjór- ans á togbátnum Sjóla, sem tekinn var fyrir meint landhelgisbrot út af Garð- skaga á mánudag, í hendur í gær. Síðast þegar fréttist hafði ekki vcrið tekin um það ákvörðun hvort málið þyrfti nánari rannsóknar við eða livort ákæra yrði gefln út á hendur skipstjóranum og málið sent héraðsdómara í Hafnarflrði að nýju til dómsúrskurðar. Að sögn Braga Steinarssonar, vararík- issaksóknara, verður málinu hraðað eins ■ „Samkvæmt þeim venjum og hefð- um sem tíðkast í þessum viðskiptum á kaupandinn í Nígeríu ekki að geta tekið við farminum" sagði Jóhann Guðmunds- son forstjóri Framleiðslueftirlits sjá- varafurða í samtali við Tímann er við spurðum hann hvað yrði um farm þann af hertum þorskhausum sem hér fór úr landi til Nígeríu án tilskildra pappíra. Aðspurður um hvort farmurinn yrði þá endursendur hingað sagði Jóhann að því gæti hann ekki svarað en það væri hinsvegar öruggt að farmurinn kæmist ekki inn í N ígeríu eftir löglegum leiðum. og mögulegt er, en meðan málalyktir fást ekki fram, kemst togbáturinn ekki á veiðar. Sem kunnugt er snýst málið að miklu leyti um það hvort vél togarans er 950 ha., en hún er innsigluð upp að því marki, eða 1200 ha., en það var hún í upphafi. Ef dómarinn úrskurðar vélina 950 ha. telst Sjóli að líkindum hafa verið að veiðum í fullum rétti þegar varðskipið kom að honum. - Sjó. „Kaupandinn verður að framvísa pappírum frá seljanda í gegnum banka- kerfið til að fá farminn og þeir eru ekki til staðar“ sagði hann. Jón B. Jónasson t' sjávarútvegsráðu- neytinu sagði í samtali við Tímann að óljóst væri hvað yrði um farminn. Hann hefði farið héðan með íslensku skipi til Hamborgar þar sem honum var umskip- að yfir í erlent skip á leið til Lagos en þeim hefði ekki gefist tími til að grípa inn í ntálið áður en þessi umskipun átti sér stað. -FRI Hvað verður um hinn „ólöglega” skreiðarfarm? Kemst ekki inn í Nígeríu eftir löglegum leiðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.